Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 9
Thyp$r
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000- 25
- Hvemie á fólk að taka á svona
áfalli?
„Ég kann ekki að leiðbeina um
það en ég get sagt frá reynslu
minni. Margir höfðu samband til
að óska okkur góðs gengis og enn
fleiri minntust okkar í bænum
sínum. Eg veit líklega ekki um
það allt en þetta fólk hjálpaði
okkur í gegnum þessa erfiðleika.
Kannski skipti mestu máli að
þama var fólk sem kunni að tjá
samúð. Það er ekki auðvelt að tjá
sterkar tilfinningar og ekkert
óeðlilegt við það að fólk eigi erfitt
með að segja hvað því liggur á
hjarta. Eg held að þessi aðferð
nútíma samfélagsins að leysa
svona mál inni á stofnunum leiði
til þess að fólk sem sjaldan kemst
í slíka raun lærir ekki að komast í
gegnum þær nema taka meira inn
á sig en áður,“ svarar hann.
Framkvæmdin
er þveröfug
Gegnum veikindi sín hefur Ami
Ragnar vitanlega kynnst sjúkra-
húsum og heilbrigðisstarfsfólki
nokkuð vel. Sjúkrahúsin em há-
tæknifyrirtæki sem vinna með
mikla þekkingu, heilbrigðisstarfs-
fólk er gríðarlega vel menntað og
samkeppnisfært á sínu sviði hvar
sem er í heiminum en því miður
er ekki nógu vel að því búið. Til
að bæta úr þessu vill Ami Ragnar
auka einkaframtakið innan heil-
brigðisgeirans og efla eftirlit með
þjónustunni. „Heilbrigðisþjónust-
an á Islandi hefur bara einn
kaupanda og einn seljanda, í báð-
um tilvikum ríkið sem á svo Iíka
að hafa eftirlit með starfseminni.
Það er mannlegt að hafa tilhneig-
ingu til þess að vera ekki eins
strangur við eigið fyrirtæki. Ég er
sannfærður um að eftirlit með
óskyldum aðila getur verið betra.
Eg tel að fjölbreytni í rekstri heil-
brigðisþjónustunnar vanti og það
sé að reynast okkur illa,“ segir
hann og bendir á að „heilbrigðis-
ráðherra segist vera fylgjandi
þessu en framkvæmdin er þveröf-
ug-“
- Heldurðu að ntargir einkaaðil-
ar yrðu nægilega sterkir til að taka
á alvarlegum heilbrigðisvandamál-
um?
„Þeir yrðu alltaf aðeins hluti af
heildarkerfinu. Eg er ekki að
segja að kerfið eigi allt að vera
einkarekið heldur fleiri seljendur
og kaupendur að þjónustunni. Eg
tel að það hafi verið mistök að
leggja niður sjúkrasamlögin á sín-
um tíma, þau væru einn af kaup-
endum að heilbrigðisþjónustu í
dag. Sem betur fer framkvæmum
við nú bæklunaraðgerðir sem eru
mikil blessun, en veikt og slasað
fólk verður að bíða lengi eftir
þeim, missir vinnutekjur en
þraukar kvalið á dagpeningum. A
eftir tekur við erfið og dýr endur-
hæfing. Kaupandi, til dæmis
tryggingasali sem á að borga
skaðabætur, mundi sjá sé hag í að
kaupa aðgerðina strax, greiða
miklu minni dagpeninga og end-
urhæfingu. Heildarkostnaður
lækkar og biðlistar styttast."
- Er kannski von á frumvarpi frá
þér um þetta?
„Það er mjög erfitt að taka á
þessu því fólk óttast að verið sé
að boða heilbrigðiskerfi þar sem
ekki allir fái þjónustu og þá horfa
menn til Randaríkjanna en þetta
er mikill misskilningur. Heilbrigð-
iskerfi nær allra grannþjóða okkar
er fjölbrcyttara en hér. Fjölmörg
einkafyrirtæki og sjálfseignar-
stofnanir starfa í lækningum og
hjúkrun, opinberar tryggingar,
tryggingafélög, sjúkrasamlög,
sjúkrasjóðir og frjáls Iíknarfélög
kaupa þjónustuna. Hér finna
líknarfélög sér varla hlutverk í
heilbrigðisþjónustunni."
Örfáir vissu um veikindin
- Eftir síðustu k/isningar' jicyrðist
ávæningur af þxn að flokkurinn
hefði ætlað að losa sig við þig i
prófkjörinu en svo sigraðir þú
glæsilega. Sýndir þú þinn raun-
verulega pólitíska styrk?
„Eg veit ekkert um það hvort
flokkurinn vildi losna við mig eða
hvort það hefur átt við um ein-
hveija flokksmenn eða frambjóð-
endur. Eg hef heyrt það alla tíð
að ég hafi ekki þótt sterkur fram-
bjóðandi, heyrði það strax í próf-
kjörinu haustið ‘90 að ég væri
ekki nægilega þekktur. Eg taldi
mig vita betur og annað kom á
daginn. Eg hef starfað í félaga-
samtökum frá því ég var ungur,
hef eignast fjölda trúnaðarvina og
stuðningsmanna sem hefur fjölg-
að án nokkurra bandalaga. I
kosningabaráttunni vann mitt
stuðningsfólk gríðarlega vel, sér-
staklega á Suðurnesjum og það
vann flokknum mikið fylgi.“
- Heldurðu að veikindin hafi
hjálpað þér í kosningabaráttunni?
„Eg veit ekki til að þau hafi þá
verið á almannavitorði. Utan fjöl-
skyldunnar vissu aðeins örfáir
hvemig á stóð. Ég hlífði mér ekki
og veit ekki betur en ég hafi unn-
ið mitt verk í kosningabarátt-
unni.“
- Fyrir stjómmálamann er álag-
ið og áreitið einna mest í kosn-
ingabaráttu. Var það ekkert erfitt?
„Þetta voru álagstímar. Próf-
kjörsslagurinn um haustið og síð-
an kosningabaráttan. Ég er ekki
viss nema það hafi haft áhrif á
framgang sjúkdómsins en ég hef
ekkert fyrir mér í því. Alag og
mikil vinna gerir líkamann síður
færan um að halda sjúkdómum
niðri. Maður sem er mjög þreytt-
ur er ekki með ofnæmiskerfið £
fullu lagi.“
Líkjumst grannþjóðum
í efnalegu tilliti
Undanfarin ár hefur bilið milli
ríkra og fátækra stöðugt verið að
aukast. Ami Ragnar telur ekki
auðvelt að snúa þeirri þróun við.
„Fyrr á öldinni var augljóslega
meiri munur en nú milli efna-
fólks og hinna efnaminni, en
efnamenn eru hins vegar hlut-
fallslega fleiri í dag. Ef þetta er
rétt þá erum við meira að líkjast
grannþjóðum okkar í efnalegu til-
Iiti því að við höfum búið við
miklu minni efnalegan mun en
þær. Þessi þróun kallar hins vegar
á að þróa sífellt betur öryggisnet-
ið sem við köllum velferðarkerfi."
Þegar framtíðin í sjávarútvegs-
málum ber á góma segist Árni
Ragnar ekki sjá mildar breytingar
á stjórnun fiskveiða því að þjóðin
búi við þá staðreynd í dag að auð-
velt sé að ofveiða. Hann riljar
upp að fyrir 1975 hafi komið
fyrstu aðvaranir Hafrannsókna-
stofnunar um ofveiði á fiskistofn-
um í lögsögunni. ,AHa tíð síðan
höfum við verið að fást við það
verkefni að stjórna álagi á veiði-
stofna og það verður viðvarandi
viðfangsefni. Ég hef ekki alltaf
verið sáttur við þessa fiskveiðilög-
gjöf, hana má ávallt bæta eins og
„Ég tel að fjölbreytni í
rekstri heilbrigðisþjón-
ustunnar vanti og það sé
að reynast okkur illa
segir Ámi Ragnar og
bendir á að „heilbrígðis-
ráðherra segist vera
fylgjandi þessu en fram-
kvæmdin er þveröfug “
önnur mannanna verk. Kringum
1990 taldi ég að veiðistjómunin
hefði ekki skilað árangri því að
stofnarnir fóru enn minnkandi
vegna ofveiði. Á þessum áratug
tel ég að við höfum náð betri tök-
um á veiðistjómuninni en áður
enda hefur tekist að auka afla-
heimildir á nokkmm árum,“ segir
hann.
Hátæknifyrírtæki
í sjávarútvegi
Veiðistjómun var Iögleidd vegna
síminnkandi afla og langvinnra
þrenginga í sjávarútvegi. Fyrir-
tækin vom nær öll á hvínandi
kúpunni og efnahagslegir plástrar
eins og gengisfellingar oft á ári
gerðu illt verra. „Oldin er önnur í
dag. Stjórnkerfið hefur átt mikinn
þátt í því að sjávarútvegur er öfl-
ugur. Það hefði ekki tekist án
stjómkerfis af þessu tagi. Sjávar-
útvegurinn hefur getað sótt afla
út fyrir lögsöguna og það hefði
ekki verið gert við öðruvísi stjórn-
kerfi. Menn hefðu aldrei þorað út
úr kappveiðunum innan lögsög-
unnar en haldið áfram að berja
sjóinn innan hennar.“
- Með það í huga að fiskurinn í
sjónum er sameign þjóðarinnar
finnst þér þá ekkert skrítið að
menn eins og Þorsteinn Vilhelms-
son geti auðgast svo svakalega eins
og hefur komið fram í fréttum?
3,1 milljarður erjúfáheyrð tala.
„Það er fáheyrð fjáhæð en fjár-
munir af þessari stærð skipta oft
um hendur í öðrum greinum. Við
ræðum þau mál ekki með sama
hætti og þetta. Ég sé hins vegar
ekki mikinn mun á. Ég hef
kynnst fyrirtækjum í sjávarútvegi
allvel og komist að því að eitt afar
mikilvægt atriði villir um fyrir
mönnum þegar rætt er verðmæti
aflaheimilda. Viðskipti með þær
eru öll á jaðarverði. Fyrirtæki eru
að bæta við sig veiðiréttindum og
auka þar með hráefni til að nýta
betur skip eða vinnsluhús, kostn-
að sem hækkar ekki með bættri
nýtingu. Af þeim sökum geta þau
boðið hátt verð og því tel ég þetta
verð margfalt hærra en það sem
yrði til dæmis við almennt upp-
boð aflaheimilda. Það yrði miklu
lægra. Þetta segir manni líka að
verðmæti fyrirtækjanna er miklu
meira en aflaheimildanna. Það
liggur fyrst og síðast í kunnáttu
stjómenda og starfsmanna. Sjáv-
arútvegsfyrirtækin okkar í dag eru
hátæknifyrirtæki sem búa yfir
mikilli þekkingu og það er af
þessum ástæðum sem íslensku
fyrirtækin reynast alltaf burðarás-
inn í samstarfi við erlend fyrir-
tæki.“
I umræðunni hefur því verið
haldið fram að rétt sé að taka
gjald af sjávarútvegsfyrirtækjum
því atvinnuvegurinn skili ekki öllu
sínu inn í samfélagið. Ama Ragn-
ari sýnist hins vegar að hann hafi
skilað hvað mestu til að bæta lífs-
kjör þjóðarinnar og því sé ekki
ástæða til að taka undir hug-
myndir um auðlindagjald eða sér-
stakan skatt á sjávarútveg. „Ekki
er rætt um sambærilegt auðlinda-
gjald lagt á aðrar atvinnugreinar
sem nýta auðlindir þjóðarinnar,
til dæmis landið eða orkulindir
svo sem vatnsföll eða jarðhita.
Hvað efnahagsleg áhrif varðar er
ljóst að gjaldtaka af þessu tagi
myndi þýða verulega skattbyrði á
Iandsbyggðina, álögur mundu
flytjast frá stór-Reykjavíkursvæð-
inu yfir á sjávarsíðuna í kringum
Iandið. Við mundum kollvarpa
efnahagskerfinu og mismuna
bæði atvinnugreinum og byggðar-
Iögum. Viljum við gera það? Ekki
ég-“
Búinn að ná sama þreki
- Hvaða væntingar hefur þú til
framtíðarínnar bæði hvað starf þitt
varðar og persónulega ?
„Ég hef góðar væntingar. Ég
veit að sjúkdómsmeðferð mín
hefur tekist mjög vel. Ég er nú
einn mest rannsakaði sjúldingur
landsins og rannsóknir hafa sýnt
stórkostlega góða niðurstöðu.
Betra er ekki hægt að hugsa sér.
Ég er nánast búinn að ná upp
sama þreki og áður þannig að ég
er fær í allan sjó, að minnsta kosti
sama sjó og áður. Ég held áfram
að stunda mitt starf og sé til
hvemig það gengur. Ef það geng-
ur vel þá býð ég mig fram áffam.
Ég er í stjómmálum til að hafa
áhrif, greiða götu framfara og
betri lífskjara. Ég tel brýnast að
tryggja að við tökum nauðsynleg
skref inn í þekkingar- og upplýs-
ingasamfélagið og innleiðum
einkaframtak í heilbrigðisþjón-
ustu og orkuvinnslu. Við þurfum
að skapa öllum atvinnugreinum
þannig umhverfi að þær geti tekið
nýjustu tækni og þekkingu í sína
þjónustu, nýtt kunnáttu, hug-
kvæmni og dugnað fólks, skilað
arði og þannig ávaxtað sparifé,
sem er lífeyrir þjóðarinnar." svar-
ar Ami Ragnar Árnason að lok-
um.
„Ég er ekki að segja að kerfið eigi allt að vera einkarekið heldur fleiri seljendur og kaupendur að þjónustunni [..] Kaupandi, til dæmis tryggingasali sem á að
borga skaðabætur, mundi sjá sér hag i að kaupa aðgerþina strax, greiðp miklu minni dagpeninga og endurhæfingu■ Heildarkostnaður lækkar og biðHstar stytt-
......... ...... .............. ast,“ segir Árni Ragnar meðal anríárs iviðtálihú.' ' 1,1 ‘ ' *•........... ' ’