Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 - 2 7
Höfundur
Þorpsins kvaddur
Jón úr Vör lést í síðustu
viku, 83 ára gamall.
Hans mun ætíð verða
minnst sem höfundar
Þorpsins sem telst ein-
stætt nýjungarverk í ís-
lenskri Ijóðagerð. Dagur
bað þrjá Ijóðaunnendur
að minnast skáldsins.
Heimir Pálsson:
Hann breytti landslaginu
Með Jóni
Jónssyni úr
Vör er
genginn
einn fárra
manna sem
sagt verður
um með
sanni að
hafi breytt
landslagi ís-
lenskrar
ljóðlístar á
tuttugustu öldinni. Ekki var ein-
asta að Ijóðabók hans Þorpið
(1946) yrði tímamótaverk í
formsnilld sinni heldur sætti
enn meiri tíðindum að með
henni var Iátlaust erfiðisfólk ís-
lenskra sjávarþorpa leitt inn á
leiksvið ljóðlistarinnar, athygl-
inni beint að persónum og að-
stæðum sem áður hefðu þótt
óskáldlegar með öllu, fátæku
daglaunafólki og sjómönnum
sem sóttu reisn sína í lífsbar-
áttu, mannúð, samhjálp og
sannan kærleika. Aðstæður
þeirra sem þar stigu á svið voru
áður óþekkt landslag í íslenskri
lýrík, nú var fegurð þess afhjúp-
uð með þeim hætti að ekki varð
aftur snúið. I Þorpinu og síðari
ljóðabókum Jóns glitruðu perlur
sem við hljótum að þakka fyrir
með hryggð í hjarta þegar hann
er kvaddur. Islensk ljóðlist varð
ekki söm eftir að hann hafði
kvatt sér hljóðs, íslensk bók-
menntasaga mun minnast hans
sem eins hinna fáu.
Hrafn Harðarson:
Trúr uppruna sínum
Jón úr Vör
var trúr
uppruna
sínum,
verkafólk-
inu í fæð-
ingarbæ
sínum vest-
ur á Fjörð-
um, eins og
fram kemur Hrafn Haröarson.
í mörgum
ljóða hans.
Jón úr Vör var líka sjentilmaður,
hatturinn og stafurinn voru
hans einkennismerki. Hann var
fastagestur hjá okkur á Bóka-
safni Kópavogs, fyrrum vinnu-
stað hans sjálfs, og settist oft
niður hjá mér til að leita frétta
eins og hann sagði. Jón sagði
nýlega við mig að hann óskaði
þess að „ef mín verður minnst
þá verði mín minnst fyrir þátt
minn í þvf að koma á legg bóka-
söfnurn". Jón stóð nefniléga fyrir
stofnun tveggja bókasafna á Is-
landi, fýrst á Patreksfirði og síð-
ar í Kópavogi.
Jón var ekki aðeins sannur
listamaður heldur einnig sannur
Jón úr Vör. „íslensk bókmenntasaga
mun minnast hans sem eins hinna
fáu, “ segir Heimir Páisson.
bókavörður; hans skóli var að
mestu „bókasafnið", sem hann
kynntist fyrst hjá kennara sínum
á Núpi og gerði sér þá þegar
grein fyrir þýðingu góðra bóka-
safna fyrir alþýðu fólks ef hún
ætti að eiga möguleika á að rífa
sig upp úr fátækt. Jón var líka
trúr íslenskri ljóðahefð, þótt
ýmsir hafi haldið annað. Þetta
kemur glöggt fram í góðri vísu
hans:
Ekki þarf að gylla gull,
gullið verður ætíð bjart;
alltaf verður bullið bull
þótt bi'úð sé í rímað sltart.
Eg er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Jóni úr Vör. I vikunni fyrir
andlát hans sýndum við honum
upplýsingar um hann sem komið
hefur verið fyrir á heimasíðu
Bókasafns Kópavogs. Það gladdi
hann svo að hann komst við. I
sömu viku tókst okkur að finna
ljóð, sem Jón orti er hann var á
Núpsskóla árið 1934 og birtist í
blaðinu Vesturland. Hann hafði
flutt það á Sólarhátíð um vetur-
inn en hafði aldrei séð það í^Tr á
prenti. Það gladdi hann mikið.
Helst hefði ég viljað sjá útgefna
bók um Jón úr Vör, myndarlega
bók sem sæmdi svo miklu skáldi,
íyrir andlát hans. Nú er það of
seint, en betra er seint en aldrei
og vonandi kemur bók um Jón úr
Vör út sem allra fyrst. Kópavogs-
skáldið, Jón úr Vör á það sannar-
lega skilið - og íslensk þjóð á sldl-
ið að vel sé gert við stórskáld sín.
Meistaraverk Jóns úr Vör, Þorpið. kom
út í nýrri útgáfu hjá Mál og menningu
fyrir síðustu jói. í verkinu er lýst lífi í
sjávarþorpi á kreppuárunum. Þorpið er
fyrsta Ijóðabókin sem gefin var út á Is-
landi þar sem eingöngu er að finna
óbundin Ijóð.
Bragi Óiafsson:
Hneigi mig fýrir Þorpinu
Þó ég hafi
aldrei lesið
Ijóð Jóns
mikið þá
verður mér
oft hugsað
til Þorpsins.
Sú bók var
ein af þeim
lyrstu sem
ég Ias í
heild eftir
íslenskt
skáld og eins og ég held með
fleiri, þá hafði hún talsverð áhrif
á mig, annars vegar hvað varðar
frásögnina eða ljóðformið (sem
manni þótti ansi nýstárlegt á
þeim tíma) og hins vegar efnið,
það er að segja hina djúpu sam-
úð með fátæka fólkinu og þá lif-
andi mynd sem Jón dregur upp
af lífi og kjörum fólks í sjávar-
þorpi. Kannski er Þorpið eitt af
mjög fáum íslenskum bók-
menntaverkum með mjög skýran
vinstri sinnaðan boðskap sem
tíminn hefur ekki eyðilagt. Eg
veit ekki hvernig augum yngri
kynslóðir horfa á þennan horfna
hcim Jóns en ég held að bókin
verði alltaf lesin af cinhverjum,
bæði sem góð lýsing á horfnu
samfélagi og Iíka falleg og ein-
læg ljóðlist. Hugurinn á bakvið
hana er góður og afgreiðslan -
svo við notum svona smart og
nútímalegt orð - er alveg príma;
mjög kraftmikil í látleysi sínu.
Þrátt fyrir að IjóðstíII Þorpsins
sé langt frá þvf að vera sú teg-
und sem ég hef mest gaman af
og hef helst nýtt mér, þá mun
ég alltaf hneigja mig fyrir þess-
ari bók. Og auðvitað höfundi
hennar.
B^leikfélacT Sa
©^REYKJAVIKURJB?
BORGARLEIKHÚSIÐ
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Kysstu mig Kata
Söngleikur eftir Cole Porter
frumsýndur iau 25. mars
Djöflarnir
-eftir Fjodor Dostojevskí,
leikgerð í 2 þáttum.
Lau 11/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus
Formáli að leiksýningu kl. 18:00
Sun 19/3 kl. 19:00
Síðasta sýning
Litla hryllingsbúðin
-eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
lau 18/3 kl. 14:00
nokkur sæti laus,
lau 18/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus
Allra síðustu sýningar
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Aukasýn. v/ mikillar
aðsóknar
Sun 12/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus
Fös 24/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Afaspil
-Höf. og leikstj.: Örn Árnason
Sun 12/3 kl. 14:00 uppselt
Sun 19/3 kl. 14:00 uppselt
Sun 26/3 kl. 14:00
örfá sæti laus
Sun 2/4 kl. 14:00
nokkur sæti laus
Litla sviðið
Fegurðadrottningin
frá Línakri
-eftir Martin McDonagh
Lau 18/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus ******
Sun 2/4 kl. 19:00 ****
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf í
alheiminum
-eftir Jane Wagner
Lau 11/3 kl. 19:00
nokkur sætí laus
Fös 17/3 kl. 19:00
nokkur sæti laus
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
Diaghiev: Goðsagnirnar
eftir Jochen Ulrich
Tónlist eftir Bryars,
Górecki, Vine, Kancheii.
Lifandi tónlist: Gusgus.
Fös 17/3 kl. 19:00
Sun 2/4 kl 19:00
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
InjDMlíilKitl^hnibillrilninlj
LÍíKFÉLAG AKIfREYRAR
Samstarfsverkefni
Leikfélags
Akureyrar og
leikhópsins
Norðanljós
Skækjan Rósa
-eftir José Luis Martín Descalzo
Þýðandi Örnólfur Árnason
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðmynd: Kristján Edelstein
Leikmynd og búningar:
Edward Fuglo
Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir
Leikari: Saga Jónsdóttir
(...Skækjur verða á undan yður
inní guðsríki. Matt. 21 - 31)
Sýningar
laugard. 11. mars kl. 20.00
laugard. 18. mars kl. 20.00
laugard. 25. mars kl. 20.00
Allra síðustu sýningar.
Leikhúsið 10 fingur og
Leikfélag Akureyrar frumsýna
leikbrúðusýninguna
„Gosi“
eftir Helgu Arnalds
Skólasýningar
í miðri viku
almenn sýning
laugard. 11. mars kl. 14.00
sunnud. 12. mars kl. 14.00
Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
Ljósahönnun Ingvar Björnsson
Hljóðmynd: Kristján Edelstein.
Leikendur: Helga Arnalds, Herdís
Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal
GJAFAKORT ■
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Muniö gjafakortin
okkar
- frábær tækifærisgjöf!
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýninqu, sýninqardaqa.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is