Dagur - 11.03.2000, Side 6
m 22 - LAUGARDAGUR 11. MARS 2000_
Fór af stað
meðstæl
Lille Teatern kom nokkrum sinnum á Listahátíð og vakti ávallt lukku. Ein eftirminnilegasta sýningin þeirra er frá 1972, en þá
sýndi leikhúsið Kringum jörðina á 80 dögum í Þjóðleikhúsinu. mynd: listahátíð.
Listahátíð í
Reykjavík á
þrjátíu ára
afmæli á
þessu ári.
Við lýsum
hér
stemmningu upphafs-
áranna.
Listahátíð í Reykjavík hefur
fyrir Iöngu skipað sér ákveðinn
sess í menningarlífi Islendinga.
Þetta er glæsilegasta Iistahátíð
sem haldin er hérlendis og
lengi vel eina apparatið sem
hafði burði til að fá hingað eft-
irsóttustu listamenn hvers
tíma.
Það er óhætt að segja að
Listahátíðin hafi farið vel af
stað. Það er að segja þegar hún
loksins fór af stað fyrir alvöru.
Því eins og fram kemur í viðtali
við Svein Einarsson, sem er
hér til hliðar, höfðu áður verið
gerðar nokkrar stopular til-
raunir til að halda hér hátíð í
nafni lista. Það sem skipti
sköpum var búseta Vladimirs
Ashkenazy, píanóleikara og
hljómsveitarstjóra, á Islandi.
Heitasta parið
Kannski muna yngstu lesend-
urnir ekki eftir Ashkenazy en á
meðan hann bjó hér, las maður
um hann í blöðunum eins og
hverja aðra poppstjörnu. Hann
var ekki aðeins heimsfrægur
Rússi sem tekið hafði íslenskan
ríkisborgararétt, hann var líka
sætur og átti sæta konu og fullt
af börnum.
En það sem skipti máli fyrir
Listahátíðina okkar var að
hann var tilbúinn til að tala við
vini sína í tónlistarheiminum
og biðja þá um að koma hingað
til að spila. Hann fékk Daniel
Barenboím, píanóleikara og
hljómsveitarstjóra og
Jacqueline du Pré sellóleikara
til að koma, en þau voru á
þessum tíma heitasta parið í
hinum klassíska tónlistarheimi
vegna þess hve þau voru ung,
falleg og flínk.
En Ashkenszy fékk fleiri.
Hann náði í hina ægifögru
söngkonu Victoria de Ios Ang-
eles og fiðlusnillinginn Itzak
Perlman, sem hreinlega sló í
gegn. Svo hringdi hann í vin
sinn, þáverandi stjórnanda
Lundúnarsinfóníunnar, André
Prévin. Þegar flett er í gegnum
gömul blöð er þó deginum ljós-
ara að spenningurinn í kring-
um Prévin var ekki aðeins
frægð hans sem hljómsveitar-
stjórnanda að þakka.
Tvíburar og hljómsveit
Prévin var nýtekinn saman við
leikkonuna Miu Farrow, sem
skömmu áður varð fræg fyrir
leik sinn í Rosmary’s Baby
Romans Polanski. Þau voru ný-
búin að eignast tvíbura, sem
þótti ekki síst saga til næsta
bæjar vegna þessa að Farrow
var ekki búin að fá Iögskilnað
frá fyrri eiginmanni sínum,
Frank Sinatra. Mia og André
komust að vísu ekki á fyrstu
Listahátíð, en þau komu 1972.
Tveimur árum síðar komu þau
aftur og þá bæði með tvíburana
og Lundúnarsinfóníuna með
sér.
Stórstjörnurnar úr vinahópi
Ashkenazy voru þó aðeins
skraufjöður í fjaðraðaskrúði
hátíðarinnar. Islenskur at-
vinnudansari, Sveinbjörg Alex-
anders, hjá listdansflokknum í
Köln, sem síðan hefur komið
mikið við sögu Islenska dans-
flokksins, kom til landsins
ásamt karldansarnum, Truman
Finney. Þau vöktu milda lukku,
enda danssýningar fágætur við-
burður í Reykjavík á þessum
árum. Koma þeirra varð meðal
annars Brjmdísi Schram tilefni
blaðaskrifa um aðbúnað þeirra
dansara sem verið var að ala
upp í ballettskóla Þjóðleikhúss-
ins.
Óðs manns æði
Það sem vekur mesta athygli
varðandi þessa fyrstu hátíð,
þegar blöðum er flett, er ákafi
manni og það kapp sem hún
blés menningarvitum og venju-
legum borgum í kinn. Ragnar í
Smára lýsti því yfir síðla vetrar
að hann myndi gefa út bækur
eftir þrjú íslensk ungskáld í til-
efni Listahátíðar, en slíkt þótti
óðs manns æði á þeim tíma.
Og þykir víst sumum enn.
Þá spruttu upp myndlistar-
sýningar út um allan bæ og
meira að segja „Miklatún", eins
og Kjarvalsstaðir eru kallaðir í
blaðagreinum, opnaði Austur-
salinn, þótt safnið væri ekki
formlega tilbúið og opnað fyrr
en ári sfðar. Breska sendiráðið
flutti inn höggmyndir eftir
Henry Moore og eitt málverk
eftir David Hockney og Edward
Lucie-Smith skrifaði grein í
sýningarskrá. Alls voru opnaðar
átta myndlistarsýningar f
Reykjavík í tilefni Listahátíðar,
flestar með innlendri list.
SÚM-arar Iétu til sín taka á
fyrstu árum Listahátíðar og
settu svip sinn á hana enda
engin deyfð í kringum sýningar
þeirra á þessum árum. Á fyrstu
Listahátíð gáfu heilbrigðisyfir-
völd út lögbann á eitt verk-
anna, sem var varða hlaðin úr
brauði, eftir Kristján Guð-
mundsson. Þau töldu mygluð
brauðin heilsuspillandi. Það
gekk því á ýmsu. Allar Iistgrein-
ar skyldu þó vera með hvað
sem það kostaði.
íslensk bíómynd og
kommúnismi
Það tókst jafnvel að útvega ís-
lenska bíómynd til sýningar,
stutta heimildarmynd eftir Ás-
geir Long. Hún var um lax-
veiöimenn í Svíþjóð og heitir
Með svígalævi. Þá tókst Laug-
arásbíói að ná í tvær erlendar
stórmyndir til landsins fyrir há-
tíðina, Teoreme eftir Pier-Paoli
Pasolini og Falstaff Orsons
Welles.
Fyrri myndin var kölluð
Hneyksli í Mílanó og ritar
Björn Vignir Sigurpálsson, nú-
verandi ritstjóri sunnudags-
blaðs Morgunblaðsins, um
hana mun djúphugsaðri gagn-
rýni en við eigum að venjast í
dagblöðum í dag. Það eina sem
stingur í augun er að hann
tengir persónu Terence Stamp
við kommúnismann, en slíkt er
aðeins tímanna tákn.
Á þessum árum voru öll
blaðaskrif Iituð af kaldastríðinu
og þeim hugmyndafræðilegum
átökum sem það stóð fyrir. Það
skrifaði enginn gagnrýni eða
umfjöllun um Listahátíð án
þess að stjórnmálastefna stór-
veldanna kæmi þar við sögu á
einn eða annan hátt.
Þó virtist vera sama hvar
menn stóðu í pólitíkinni, þeim
tókst flestum, ef þeir höfðu
áhuga á listum á annað borð,
að mæla hátíðinni bót. Þannig
fær Árni Bergman sig ekki til
að setja út á Listahátíð, þótt
hann setji spurningamerki við
kosti þess sem hann kallar
hraða menningarneyslu.
Komu aftur og aftur
Hvernig var líka hægt að vera
alveg andvígur veislunni í því
tilbreytingarleysi daganna sem
einkenndi Island í þá daga ?
Það flaut ekki aðeins allt í
heimsfrægum listamönnum
sveipuðum glamúr. Tónskáldin
okkar fengu tækifæri til að
frumflytja tónverk og leikhúsin
okkar frumfluttu íslensk leikrit.
Dómínó eftir Jökul Jakobsson
var frumsýnt 1972 og Selurinn
hefur mannsaugu eftir Birgi
Sigurðsson var frumsýnt 1974.
Bæði fengu misjafna dóma en
Lille Teatern sló í gegn með
sýninguna Kringum jörðina á
80 dögum og danska stórleik-
konan Clara Pontoppidan, sem
þá var orðin 86 ára, fyllti Nor-
ræna húsið.
Norrænir listamenn settu
stóran svip á dagskránna fyrstu
ár Listahátíðar, enda var það
að hluta til opnun Norræna
hússins og forstjóra þess, Ivar
Eskeland, að þakka að Listahá-
tíð leit dagsins ljós. Á hátíðina
streymdu margir af þekktustu
listamönnum Norðurlandanna
á þessum árum og sumir þeirra
komu aftur og aftur.
Misskilin alþýða
Listahátíðir áranna 1972 og
1974, voru með ekki ósvipaða
ásjónu og sú fyrsta, þótt hátíð-
in 1974 væri mun veglegri. Það
ár var haldið upp á 1100 ára
afmæli Islandsbyggðar og því
mikið um dýrðir allsstaðar á
Iandinu. Kjarvalsstaðir stóðu
fyrir sýningu á íslenskri alþýðu-
list, sem Braga Ásgeirssyni varð
á að lofa á röngum forsendum.
(Vlapgnet
Elísabet Ólatsd
skrifar