Dagur - 11.03.2000, Side 7
Tfc^iir
Vladimir Ashkenazy átti heiðurinn að því að Listahátíð fór afstað með stæl. Hér er
hann i félagsskap Geirs Hallgrímssonar, þáverandi borgarstjóra, Þórunnar Jó-
hannsdóttur, eiginkonu sinnar og Magnúsar Torfa Óiafssonar, þingmanns.
ÚR MYNDASAFNI VÍSIS.
Eða það fannst Guðbergi
Bergssyni sem svaraði gagn-
rýninni í snilldarlega skrifaðri
grein sem birtist í Þjóðviljan-
um. Þar bendir Guðbergur
Braga á aðdáun hans alþýðu-
listinni sé á misskilningi byggð;
Þetta hefði enginn haft tíma
eða efni á að gera, nema höfð-
ingjar.
Þetta ár lagðist Listahátíð sem
sagt í skipulagningu stórra og
viðamikilla verkefna og kom út í
mínus. Fyrsta árið hafði gengið
vel, og var það ekki síst komu
Led Zeppelin að þakka. Miðarn-
ir á tónleika þeirra voru dýrari
en á aðra viðburði, þar sem
reynt var að halda miðaverðinu
niðri. Ashkenazy gaf sína vinnu
og svo var um fleiri. Fljótlega
varð mönnum þó Ijóst að það
var ekki hægt að reka hátfð sem
þessa á sjálfboðavinnu og um
sumarið 1975 var allt útlit fyrir
að hátíðinni árið eftir yrði
frestað um eitt ár.
Misstu Ashkenazy
Þá var það sem Bandalag ís-
lenskra listamanna sem reis upp
á aðalfundi sínu um haustið og
mótmælti frestuninni. Thor Vil-
hjálmsson var kosinn formaður
og undir forystu hans tókst fé-
laginu að fá henni aflýst. En
skaðinn var skeður. Listahátíð
var búin að missa Ashkenazy og
vini hans annað. Ný stjórn hafði
ekki mikið meira en sex mánuði
til að redda málunum. Hrafn
Gunnlaugsson var ráðinn fram-
kvæmdastjóri og virðist sumum
ekki hafa litist á það, þar sem
hann var nýbúinn að valda
hneyksli með myndinni Blóð-
rautt sólarlag.
I lrafni og stjórninni tókst hins
vegar, á undraskömmum tíma,
að bjarga hátíðinni fyrir horn.
Benny Goodman var aðalstjarn-
an, Helgi Tómasson kom frá
New York til að dansa með hinu
nýfædda Islenska dansflokki og
brúðuleikhúsið hans Meschken
kom frá Finnlandi og setti var-
anleg spor í menningarlífið.
Aldrei lognmolla
Mest urðu blaðaskrifin líklega í
kringum sýningu á verkum aust-
urríska listamannsins
Hunterwasser, en nýlega mátti
lesa fréttir af andláti hans í ís-
lenskum blöðum. Sagt var að
hann vildi koma verkum íslenska
sérvitringsins Dunganons á fram-
færi erlends og mikið gert úr því.
Nokkru síðar tók Níels Hafstein
upp penna til að mótmæla skrípa-
leiknum og sagðist heldur biðja
um almennilega myndlistarmenn
á hátíðina, eins og Frank Stella
og Jim Dine. Það ku hafa staðið
til boða, en verið hafnað.
Listahátíð var vissulega hátíð,
en það var heldur aldrei nein
lognmolla í kringum hana.
Spenningi og hrifningu á fyrstu
hátíðinni fylgdu efasemdir og
umræður um næstu hátíðir á eft-
ir. Menn voru ekki á eitt sáttir um
val á listamönnum og það varð
stundum til að varpa skugga á
komu þeirra sem stóðu upp úr.
Framkvæmdastjóri og stjórn voru
ekki óbrigðul í vali sínu og þeir
sem töldu sig hafa eitthvað um
málið að segja, hikuðu ekki við að
taka upp penna til að benda á
vankantana. Menn vildu fá al-
mennilega veitingar í veislunni.
Gallarnir urðu samt stundum til
þess að varpa ljósi á það sem vel
er gert í listum hér á landi. Og
það hefur Iíka haft sinn tilgang
þótt hann hafi ekki verið ætlaður.
Söngkonurnar Lone Hertz og Bonna Sönderberg í rigningu fyrir utan Norræna
húsið. Tónleikar Lone voru með vinsælustu dagskrárliðum hátíðarinnar 1974.
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Ohugsandi
án hátíðar
Sveinn Einarsson formaður Listahátíðar í Reykjavík á blaðamannafundinum sem
kynnti dagskránna árið 2000 í byrjun febrúar.
Sveinn Einarsson núver-
andi formaður stjórnar
Listahátíðar í Reykjavík
sat einnig í stjórninni
fýrstu þrjú skiptin sem
Listahátíð var haldin.
Hann var varaformaður
stjórnar 1998 og átti
sæti í stjórn 1980. Við
ræðum við Svein um
sögu Listahátíðar, hlut-
verk, áhrif og mótun
framtíðarstefnu.
Sveinn segir þrennt hafa ráðið
því að Listahátíð var hrundið af
stað. „Bandalag íslenskra lista-
manna dreymdi um íslenska
Iistahátfð. Það hafði staðið íyrir
nokkrum slíkum, fyrst 1945 á
100 ára ártíð Jónasar Hallgríms-
sonar, við opnun Þjóðleikhúss-
ins 1950 og loks 1964. En það
hafði ekki tekist að koma þessu
á fast tímagengi.
Fyrsti forstjóri Norræna húss-
ins, Ivar Eskeland, átti stóran
þátt í að Listahátíð varð að veru-
leika, en hann var fyrsti fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. Nor-
ræna húsið var opnað 1968 og
með því koma peningar til að
stuðla að menningarskiptum
milli íslands og Norðurland-
anna.“
Komdu, þá kem ég
„Þriðji þátturinn var stuðningur
Vladimirs Ashkenazy, sem þá var
búsettur hér. Hann hafði sam-
band við vini sína fyrir okkur og
sagði : „Ef þú kemur til að spila
á minni hátíð, skal ég spila á
þinni.“ Og allir vildu fá hann til
sín. Þannig var frá fyrstu tíð
undirstrikað, að allt sem kæmi á
hátíðina frá útlöndum væri
fyrsta flokks."
- En frá upphafi voru líka fjöl-
mörg innilend atriði á Listahátíð.
„Við vildum festa þá hugsun í
sessi að á Listahátíð væri hátíð
þar sem íslenskir listamenn
sýndu eitthvað annað en það
sem sýnt var á öðrum tímum.
Við nýttum því hluta af fé hins
opinbera til listastarfsemi í sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið, Sinfón-
íuhljómsveit Islands og fleiri."
Upphaf Leikbrúðulands
„Koma erlendu listamanna
þurfti Iíka að skilja eitthvað
meira eftir sig en góðar minn-
ingar. Þess vegna höfum við
reynt að skapa sameiginlegan
starfsvettvang þeirra og ís-
lenskra listamanna til að vinna
að ákveðnum verkum. Slfkt
samstarf tókst til að mynda þeg-
ar brúðuleikhússmaðurinn
Michael Meschken var fenginn
til að setja upp sýningu, með
sínum hópi sem íslendingar
tóku svo við. Það var upphafið
af Leikbrúðulandi."
- Strax á fyrstu Listahátíð er
mikið lagt úr þvt' að hafa allar
listgreinar með, jafnvel íslenska
kvikmynd.
„Listahátið leit svo á að hún
ætti að styðja við listgreinar, þar
sem ekki var mikið um að vera.
Á þessum tíma voru popptón-
leikar erlendra hljómsveita ekki
algengir og því fengum með Led
Zeppelin á fyrstu hátíðina, sem
var meiriháttar viðburður."
Naflaskoðun er nauðsyn
„Fyrstu árin var líka talsvert
mikið um djass á Listahátíð. A
seinni árum hafa verið stofnaðar
sérstakar jasshátíðar og því
minni kvöð á hátíðinni að sinna
honum.
Fljótlega þótti líka heppilegra
að hafa kvikmyndirnar sér og
„Þannig var frá fyrstu
tíð undirstrikað, að allt
sem kæmi á hátíðina frá
útlöndum væri fyrsta
flokks.“
það varð úr. Listahátíð stóð að
fyrstu kvikmyndahátíðunum, en
það breyttist í áranna rás. „
- Nií munaði mjóu 1975 að
Listahátíð yrði frestað um eitt ár
og hún jafnvel lögð niður.
„Það hafa alltaf verið umræð-
ur um það öðru hverju að leggja
hátíðina niður. Enda er nauð-
synlegt að vera í stöðugri nafla-
skoðun. Við erum alltaf að
spyrja sjálf okkur hvaða gagn við
höfum af þessu og hvort Lista-
hátíð hafi verið sá samfélags- og
vellíðunarauki sem ætlast er til."
Peninganna virði
„Það er einnig spurt að því hvort
hátíðin hafi verið peninganna
virði, þótt þeir fjármunir sem
hafa farið í Listahátíð séu ekkert
ýkja miklir. Það er staðreynd."
- Það kemur á óvart hversu
lágar þær upphæðir eru sem veitt
er til Listaháliðar, samtals 32
milljónir frá ríki og horg í ár, ef
tillit er tekið til þess hvað það
kostar að fá hingað stórviðburði
eins og Svanavatnið. Hvemig
stendur á þessu?
„Eins og staðan er í dag eru
samanlagðir styrkir frá ríki og
borg einn þriðji af veltu hátíðar-
innar. Að vísu koma óbeinlínis
fram aukin fjárframlög þar sem
við vinnum náið með Menning-
arborginni en hún er að stórum
hluta fjármögnuð af þeim.
Annar þriðjungur kemur frá
fyrirtækjum sem stutt hafa
dyggilega við bakið á Listahátíð í
gegnum árin og eiga stóran þátt
í að hægt var að fá hingað
Svanavatnið og Stórsöngvara-
veisluna. Þriðjunginn sem á
vantar kemur af aðgöngumiða-
sölu.“
- Þegar Listahátið er stofnuð er
hún eina listahátiðin. Siðan hafa
sprottið upp allskyns hátíðir og
nýverið stóð Sinfóníuhljómsveit
lslands fyrir stórri óperuupp-
færslu. llver er staða Listahátíðar
i dag í Ijósi aukinnar samkeppni
og hvaða stefnu mun hún taka í
framtíðinni?
„Allir þessir viðburðir sýna
okkur að það er markaður hér
fyrir menningu og listir. En það
væri engu að síður óhugsandi að
fá hingað jafn stóra viðburði og
Svanavatnið öðruvísi en á Lista-
hátíð og með því að Ieggja sam-
an með Menningarborginni.
Þetta á einnig við um flestar
stórstjörnur sem þarf að panta
með löngum fyrirvara."
Verður haldin árlega
„En Listahátíð er búin að slíta
barnsskónum og það er augljóst
að hún er komin til að vera.
Hún er búin að sanna gagn sitt,
bæði inn á við, hvað snertir okk-
ar eigið menningarlíf, og út á
við, sem tæki til að fá hingað
sjaldséð toppatriði.
Listahátíð hefur færst í horf
atvinnumennsku og þegar þess-
ari hátíð lýkur taka í gildi ný lög
sem gera ráð fyrir listrænum
stjórnanda, sem á eftir að setja
mark sitt á hátíðina með öðru
máli en í gamla fyrirkomulag-
inu.
I framtíðinni er augljóst að
Listahátíð mun verða haldin ár-
lega. Það er nauðsynlegt til að
hún geti haldið réttum rythma.
Við erum einnig að velta fyrir
okkur hvernig hægt væri að
breiða hátíðina betur út um
Iandsbyggðina. Hún heitir Lista-
hátíð í Beykjavík, en bæði ríki
og borg standa að henni og í
fulltrúaráðinu eru fulltrúar
stofnana og samtaka af öllu
landinu."
-MEÓ.
I