Dagur - 11.03.2000, Page 17
LAUGARDAGUR 11. mars 2000 - 33
Ð í LANDINU
Anne Manson er 38 ára gamall hljómsveitarstjórnandi og ein affáum konum sem sinna því starfi á al-
þjóðlegum vettvangi: „Það er gaman að koma fram á tónleikum með Sinfóniuhljómsveit íslands."
Anne Manson er bandarískur
hljómsveitarstjóri sem hefur
stjómað Sinfóníuhljómsveit ís-
lands oftar en hún hefur tölu á.
Anne vakti heimsathygli í upp-
hafi ferils síns þegar hún varð
fyrst kvenna til að stjóma Ffl-
harmóníuhljómsveit Vínarborg-
ar, sem eingöngu er skipuðu
karlmönnum.
- Ilvers vegna í ósköpunum eru eingöngu
karlmenn t Fílhannóníuhljómsveit Vínar-
horgar?
„Fílharmóníuhljómsveitin í Vfn er ein af
fáum hljómsveitum sem ekki hefur aðal-
stjórnanda. Flún er rekin af hljóðfæraleik-
urunum. Þeir taka allar ákvarðanir. I slíku
lýðræði er mikilvægt að hafa atkvæðisrétt.
Þeir hafa haft konu í hljómsveitinni í tæp
30 ár, en hún varð ekki fullgildur meðlim-
ur, með atkvæðisrétt fyrr en nýlega.“
Hvers vegna? Einkennist framkoma hljóð-
færaleiharannn ekki afhreinni karlremhu?
„Framkoma þeirra tengist virðingu fyrir
sögu hljómsveitarínnar. Þeir eru mjög stolt-
ir af þeirri hefð sem Fílharmóníuhljóm-
sveitin byggir á og þeir hafa sannarlega
góða ástæðu til þess. Hljómsveitin hefur
sinn stíl sem þeir taka mjög alvarlega. Þeg-
ar nýir hljóðfæraleikarar eru teknir inn
þjálfa þeir þá upp í að ná sérstökum hljómi
sveitarinnar."
Bömin til trafala
„Sumir meðlimir eru á móti því að konur
fái aðgang að hljómsveitinni vegna þess
hvað hún ferðast mikið. I Austurríki eru
löng barneignarfrí og þeir eru hræddir um
að konur myndu eyða of miklum tíma frá
hljómsveitinni því ferðalögin væru þeim til
trafala.
Aðrir eru tilbúnir til að samþykkja konur.
Eftir að ég stjórnaði hljómsveitinni íyrst á
æfingu komu nokkrir þeirra til mín og
sögðu að kannski myndu þeir loksins geta
hugsað sér að taka inn konur, þar sem
kona væri búin að stjóma hljómsveitinni."
- Heldurðu að það eigi eftir að breytast?
„Reglunum hefur verið breytt vegna
þrýstings bæði innanlands og utan. Ennþá
bafa þeir samt ekki tekið inn aðra konu en
hörpulcikarann."
Sogaöist inn í starfið
- Er einhver sérstök ástæða fyrir því að
þú ákvaðst að gerast hljómsveitarstjóri?
„Eg ákvað það ekki. Eg sogaðist
smám saman inn í starfið. Þetta byrjaði
þannig að ég söng í atvinnukór f
menntaskóla. Kórstjórnandinn þurfti
aðstoðarmann og ég var sú eina sem
bauð sig fram. Eftir að hafa stjórnað
nokkrum æfingum og tónleikum fór ég í
til Englands í nám f tónlistarfræði og
stjórnun.
Ahugi minn á stjórnun fór vaxandi,
ekki síst eftir að ég fékk tækifæri til að
stjórna óperu. Eg heillaðist af mögu-
Ieikum stjórnandans á verkefnavali, sem
er lfklega eitt það fjölbreyttasta sem
tónlistarmaður getur haft. Þannig síðast
þetta inn án þess að ég tæki ákvörðun
um það.“
- En ekki ferðast allir hljómsveitar-
stjórar um heiminn til að stjórna frægum
hljómsveitum. Hvernig kom það til?
„Arið eftir að ég hætti í skólanum
hafði ég varla neina vinnu, enda er það
ekki algengt um nýútskrifaða hljóm-
sveitarstjóra. Þetta er auðveldra í
Bandaríkjunum þar sem allar hljóm-
sveitir hafa aðstoðarhljómsveitarstjóra.
Þú getur fengið vinnu þótt þú fáir
kannski aðeins að stjórna barna- og
popptónleikum."
í forföllum Abbados
„I Evrópu byija flestir á að komast inn í óp-
eruhúsakerfið í Þýskalandi. Þú leikur á pí-
anó á æfingum, svo færðu að stjórna My
Faire Lady og smám saman færðu meira
spennandi verkefni. Þú getur líka tekið þátt
í samkeppnum, en ég fór hvoruga þá leið.
Eg vann fyrir mér með kennslu í háskól-
anum mínum og þjálfaði nemendur í flutn-
ingi á kammerverkum og 20. aldar tónlist.
Þetta var ekki góður tími og ég var ekki
mjög vongóð. Svo fékk ég boð um að
stjórna tónleikum í Noregi. Eg hringdi í
gamla kennarann minn og sagðist hafa
fengið nóg af kennslu.
Hann bauðst til að skrifa bréf til Claudio
Abbado og spyija hvort ég gæti ekki fengið
að vera viðstöddur æfingar hjá honum.
Claudio samþykkti svo ég notaði pening-
ana sem ég fékk í Noregi til að fara til Vín-
ar.
Fljótiega varð Ijóst að aðstoðarmaður
hans var farinn að stjórna það mikið sjálf-
ur, að hann myndi fljótlega hætta. A end-
anum sagði hann upp og þá bað Claudio
mig um að koma í Operuna. Þannig gerðist
það að ég stjórnaði Fílharmóníuhljómsveit
Vínarborgar lyrst á æfingu á Boris
Gudenov í forföllum Abbado."
Ferðast með soninn
- Þú varðst strax aðstoðarmaður þekkst
stjónianda. Varla kemur það fyrir alla?
„Eg var mjög heppin. Ekki aðeins vegna
þess að ég fékk tækifæri til að stjóma Fíl-
harmóníuhljómsveitinni, heldur lfka vegna
þess hvað Abbado er góður stjómandi.
Hann fyllir mann innblæstri og það er
hægt að Iæra mjög margt af honum, eins
og ákveðin smáatriði f sambandi við nótna-
lestur. Þar fyrir utan vann hann með fær-
ustu tónlistarmönnum heims.
Þetta var alveg ótrúlega spennandi og
fyllti mig orku og ákafa, sem fleytti mér í
gegnum tímabil, þar sem ég var sannfærð
um að þetta væri vonlaust. Eg gæti aldrei
orðið stjórnandi. Og það hvarflar ennþá að
mér þótt tólf ár séu Iiðin frá því ég stjórn-
aði fyrstu tónleikunum mínum að mér tak-
ist það aldrei."
- Hvemig fara ferðalögin saman við fjöl-
skyldultf?
„Eg veit það ekki. Ég á ungan son og
lyrsta árið eftir að hann fæddist ferðaðist
ég með hann um allt. Við vorum aldrei
heima. En í rauninni var miklu betra að
hafa hann með en sitja ein inni á hótelher-
bergi að lesa nótur. Ég hafði heilmikinn fé-
lagsskap því mamma og tengdamóðir mín
skiptust á um að koma okkur. Eiginmaður
minn kom líka oft. Það var auðvelt að ferð-
ast með kornabarn. Núna er það erfiðara
og um Ieið og hann byrjar í skóla verður
það ómögulegt."
Breyti ekki hljómsveitinni
„En ég ferðast minna núna, þar sem ég er
komin með fasta stöðu sem aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Kansas City. Það ger-
ir vinnuna miklu auðveldari, ekki aðeins
vegna þess að ferðalögunum fækkar, held-
ur gefur það manni tækifæri til að þróa
listrænar hugmyndir sínar áfram og móta
heila hljómsveit."
Þegar þú kemur hingað til að stjóma tón-
leikum hefurðu aðeins nokkrar æfmgar með
hljómsveitinni. Hvað hefur stjómandi, sem
stjómar hljómsveitinni á einum tónleikum,
fram aðfæra?
„Þetta er góð spurning. Aðalhljómsveitar-
stjóri getur mótað stíl hljómsveitar í flutn-
ingi ákveðinna verka. Það er fullnægjandi
og árangursrík vinnuaðferð fyrir stjómand-
ann þvi hljómsveitin lærir að þekkja þig og
það sem þú vilt ná fram. Gestastjórnandi
verður að þjappa þessu ferli saman. Ef þú
þekkir ekki hljómsveitina, getur verið mjög
erfitt að ná því sem þú vilt fyrir tónleikana
þar sem ekki er hægt að breyta því alger-
lega hvemig hljómsveitin nálgast verkin."
Gott að vinna hér
„Mestu máli skiptir því að hafa skýra hug-
mynd um verkið sem þú átt að stjórna,
hverju þú vilt ná út úr því og koma hug-
myndinni til skila á árangursríkan hátt.
Þeim mun oftar sem þú kemur þeim mun
auðveldra er að vinna hratt."
- Hvað hefurðu komið hingað oft ?
„Eg man það ekki og það er ágætt. Eg er
búin að koma þrisvar í ár og ég kom í fyrsta
skipti fyrir fimm árum. Það er mjög gott að
vinna hér af því við þekkjumst - ég og
hljómsveitin.“
- Hvaðfékk þig til að samþykkja að koma
hingað ífyrsta skipti? Þekktirðu hljómsveit-
ina?
„Eitt af því skemmtilega við starf
hlómsveitarstjórnandans er að maður
heimsækir ekki lönd eins og ferðamaður
heldur er í nánum tengslum við fólk og
kynnist því menningunni betur.“
í hríöarkófi á Þingvöllum
„Eg vissi eiginlega ekki neitt um Island
og hljómsveitina, en það var mjög
áhugavert að koma hingað. ísland líkist
engu öðru.“
- Hvað er svona sérstakt við ísland?
„Eitt af því sem mér líkar við lsland er
hvað þið leggið mikla áherslu á mennt-
un og menningu. I fyrsta skipti sem ég
kom hingað átti ég meðal annars að
stjórna verki eftir Jón Leifs sem heitir
Geysir. Eg botnaði fyrst ekkert í um
hvað verkið fjallaði.
Svo kom ég hingað og Hjálmar H.
Ragnarsson fór með okkur útlendingana
til Þingvalla. Þetta var í febrúar í mikl-
um skafrenningi og snjórinn náði manni
upp í mitti. Húsin voru þakin snjó og
varla hægt að fara út úr bílnum það var
svo kalt. Landslagið var eins og eyði-
mörk þakin snjó og samt sá maður heita
gufu stíga upp úr jörðinni. Eg var slegin
af þessum öfgum en þeir hjálpuðu mér
lil að skilja verk Jóns.“
- Hvernig er að vinna með Sinfóníu-
hljómsveit íslands og hvað finnst þér um
hana?
„Það eru nokkrir mjög góðir hljóð-
færaleikarar í hljómsveitinni og hún
getur mjög margt, en það er ein af sér-
stöðum hennar. Hún er líka fær um að
vinna mjög hratt. Líklega vegna þess
hve hve hún flytur mikið af sam-
tímatónlist. Hljóðfæraraleikararnir eru
snöggir og skarpir, og það er skemmti-
legt að vinna með þeim. Það er líka
gaman að koma fram með hljómsveit-
inni á tónleikunum af því hún vill fá
eitthvað út úr þcim. Þetta á ekki við all-
ar hljómsveitir, þær eru ekki allar til-
búnar til að gefa sig alla og prófa nýja
hluti." -MEÓ.