Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 1
i BLAÐ Verð ílausasölu 150 kr. Fimmtudagur 13. apríl 2000 83. og 84. árgangur - 72. tölublað Flugvirkjar hafa frestað boðuðu verkfalli í þrjár vikur. VerkfaUi frestað Flugvirkjafélag Islands og Flug- leiðir náðu síðdegis í gær sam- komulagi um meginatriði kjara- samings og hefur boðuðu verkfalli flugvirkja verið frestað um þtjár vikur, eða þangað til atkvæða- greiðsla um nýjan kjarasamning hefur farið fram. Efnisatriði samningsins hafa ekki verið gerð opinber, enda er það samkomulag milli flugvirkja og Flugleiða að kynna efni samningsins fyrst inn- an raða félagsins og meðal for- svarsmanna Flugleiða. Þó er al- mennt talið að launaliður hans sé mjög á nótum þess sem Samtök atvinnulífsins sömdu um við Flóa- bandalagið svokallaða og Lands- samtök iðnverkafólks á dögunum, það er að gildistími sé þijú ár og hækkanir um þrettán af hundraði. Fram kemur í frétt frá Flugleið- um að millilandaflug félagsins verði þar með samkvæmt áætlun í dag. Margir breyttu ferðatilhögun sinni síðustu dagana fyrir boðað- an verkfallsdag en samkvæmt frétt Flugleiða er hægt að breyta aftur til baka og þeim sem það kjósa er bent á að hafa samband við félag- ið. Samningafundir stóðu yfir í all- an gærdag í deilu Samtaka at- vinnulífsins og Verkamannasam- bands Islands fyrir hönd félaga á landsbyggðinni. Mjög þokaðist í samkomulagsátt og skömmu áður en blaðið fór í prentun ríkti bjart- sýni um að samningar næðust um miðnættið. Þó hafði ekki verið teltin ákvörðun um frestun verk- falls en talið mjög líklegt að því yrði frestað framyfir atkvæða- greiðslu. Samkvæmt heimildum blaðsins byggir sú launatafla sem rætt er um mjög á svipuðum for- sendum og samningur Flóa- bandalagsins og samningstími er svipaður. Helsti ávinningur fyrir Verkamannasambandið umfram það sem Flóabandalagið náði felst hins vegar í mjög mörgum „sér- málum“ eins og heimildamaður blaðsins kallaði það, þar sem verulegar kjarabætur nást íyrir ákveðna hópa Iaunafólks. - HI Veiktist íKrna Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra varð fyrir því að fá matareitrun á síðasta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Kína fyrir nokkrum dögum. Hann veiktist á heimleiðinni og var þegar í stað lagður inn á sjúkrahús við heimkomuna og hefur verið þar síðan. I gær var Guðni á batavegi en lá þó enri á sjúkrahúsinu. I hópnum sem fylgdi ráðherra í Kínaheimsókn- inni voru tíu manns og var ráð- herra sá eini sem veiktist. -S.DÓR m Guðni Agústsson, landbúnaðarráð- herra Ritverkið Kristni á íslandi sem er framlag Alþlngis til hátíðahalda þeirra sem efnt er til í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá kristnitökunni var formelga afhent Halldóri Blöndal forseta alþingis I gær. Nokkrir aðalhöfundar eru að verkinu sem er ætlað að varpa Ijósi á sambúð kirkju og þjóðar á íslandi sem og kristna menningu íslendinga frá upphafi og til loka 20. aldar. Gnsm 23.900,- 34.9 RðDIOHiiktis? i Glerárgötu 32 • Akureyri • Sími: 462 3626 Z4 sjóðvélar fyrir öruggan rekstur Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar BRÆÐURNIR m ORMSSON Lágmúla 8 • 108 Reykjavík • Sími 530 2800 > Ahættufé þyrstir í góðar hugmyndir Meira framboð iimii nú orðið á áhættufé en gdðum hugmynd- u m sem eru nægilega rannsakaðar og þróað- ar til að hægt sé að táka afstöðu til við- skiptahugmynda. „Við áætlum að framlög til rann- sókna nemi nú um 12-13 millj- örðum króna og að sennilega séu nálega 2.500 ársverk unnin við rannsóknir," sagði Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmastjóri Rannsóknarráðs í erindi á árs- fundi stofnunarinnar. Síðustu I 5 árin segir hann að framlög til rannsókna hafi vaxið um 11 - 12% að meðaltali á ári og á því virðist ekkert lát. Islendingar sæki nú hraðar fram en flestar OECD þjóðir og hlutur rann- sókna hafi hér líka náð OECD- meðaltali, og sé um 2% þjóðar- framleiðslu um þessar mundir. Þar segir Vilhjálmur atvinnulífið og vöxt háskólageirans eiga mestan hlut að máli. Vilhjálmur Opinbcrt fé rýmað uin heLming Hlut sjóða RANNÍS og þar með fjármagn til verkefnabundins stuðnings við rann- sóknir á Islandi segir hann hinsvegar hafa lækkað verulega, eða úr 8% heildarframlaga til rannsókna á Islandi árið 1994 f um 3-4% nú. Sama hlutfall sé algengt 15-30% í grannlöndunum. Möguleikar Vísindasjóðs og Tæknisjóðs til að mæta vaxandi metnaði vísinda- samfélagsins og veita raunhæfa styrki til framsækinna og faglega vandaðra verkefna fari því ört þverrandi. Hafna verður verðugiun hug- inyndiMii „Nú orðið þarf að hafna fjölda verkefna sem þykja mjög verðug styrkja og jafnframt eru styrkir skornir niður í brot af því sem þörf er á og rétttlætanlegt er miðað við þann árangur sem þau geta skilað. Þetta skapar mikla spennu innan vísindasamfélags- ins. Af þeim góða árangri sem þegar má rekja beint og óbeint til styrkveitinga úr sjóðum RANNÍS bæði á sviði grunnvísinda og nýjunga í atvinnu- lífinu er ljóst að ráðstöfunarfé þeirra er verulega undir þvf sem arð- Lúðvíksson ,bært yæri °8 rftt; ------- lætanlegt miðað við þarfir hins nýja þekkingarsamfélags," sagði Vil- hjálmur og minnti á að nú sé rætt um að bæði norrænt sam- starf og Evrópusamstarf eigi að fjármagna úr sjóðum hvers lands fyrir sig. Við núverandi aðstæður yrði ekki gerlegt fyrir Islendinga að ieggja fram sinn skerf „... enda höfum við notið sameigin- legra sjóða Norðurlanda og Evr- ópu f ríkum mæli.“ Áhættufé ört vaxandi... Þar á móti fari framboð á áhættufé til verkefna sem byggi á rannsóknum ört vaxandi. Ekki sé lengur óyfirstfganlegt að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd, jafnvel þótt áhættan sé töluverð. í þessu efni skeri ís- lendingar sig meira að segja úr í samanburði innan OECD. Ahættufé til frumfjárfestinga í nýjungum farið er að nema um 0,3% af vergri þjóðarframleiðslu, sem svarar tveimur milljörðum króna. Vantar álitlegar hugmyiidir „Ahættufjárfestar segja að nú sé meira framboð á áhættufé en góðum hugmyndum sem eru komnar það Iangt í rannsóknum og þróunarvinnu að hægt sé að taka afstöðu til viðskiptahug- mynda er á þeim byggjast," sagði Vilhjálmur. „Má segja að flösku- hálsinn sé nú orðinn hjá RANNÍS, það er að segja að ekki sé lagt nægilegt fé í undirstöðu- rannsóknir er gefi af sér nýjar hugmyndir til að mata áhættu- Ijárgeirann." Það sama gildi raunar um rannsóknir í þágu annarra þjóðfélagsþarfa. Spurn- ingin sé hvort hið opinbera eigi að koma til móts við þetta með að efla sjóði RANNÍS eða hvort áhættufyrirtækin getið kornið ínýsköpunarferlið og tekið þátt í fjármögnun verkefna sem RANNIS styður í dag. -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.