Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 5
X^ur- FIMMTVDAGUR 13. APRÍL 2000 - 5 FRÉTTIR Veðurtillaga felld fyrirmiss igaiell kiliiiii g Halldór Blöndal fagnaði samþykktinni fuii snemma. Afar óvenjulegt mál kom upp á Alþingi í gær þegar þingsálykt- unartillaga Kristjáns Pálssonar um að Alþingi beini því til Veður- stofunnar að taka aftur upp gömlu veðurorðin, logn, kaldi, stinningskaldi og svo framvegis, var felld. Fyrst var tekin til af- greiðslu ákveðin grein tillögunn- ar og hún samþykkt 22:20. Síðan var tekið fyrir nefndarálit tillög- unni til styrktar og það var sam- þykkt 21:20, Margir þingmenn virtust halda að þarna hefðu þeir verið að samþykkja tillöguna endanlega. Meðal þeirra var Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, sem var mikill stuðningsmaður þess að gömlu veðurorðin yrði tekin upp aftur. Hann fór í ræðustól og fagnaði því að þingmenn skyldu hafa samþykkt tillöguna enda bæri Alþingi að gera allt sem í þess valdi stæði til að varðveita íslenska tungu. MisskilnLngurinn En þá gerðist það að Guðmund- ur Árni Stefánsson forseti þings- ins, bar tillöguna upp í heild sinni, eins og vera bar. Þá var hún felld 20:21. Ástæðan var sú að Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Drífa Hjartardóttir, sem bæði studdu tillöguna, voru sömu skoðunar og Halldór Blön- dal um að búið væri að sam- þykkja tillöguna 21:20 og fóru úr salnum að sinna einhverjum er- indum. Aftur á móti birtist allt í einu í þingsal Árni Johnsen og greiddi atkvæði gegn gömlu veð- urorðunum og þar með féll til- lagan.Talið er fullvíst að þessi til- iaga verði endurflutt á þinginu í haust, svo mikla athygli tékk hún hjá þingmönnum sem deildu um hana klukkustundum saman sl. þriðjudag. Sömuleiðis var leitað álits tuttugu og eins aðila á til- lögunni og mæltu 17 með að hún yrði samþykkt en 4 voru á móti. Veðurfræðingar eru klofnir í þessu máli . - S.DÓR Umhverfismat í Bjamarfiagi Skipulagsstofnun hefur hafið at- hugun á umhverfisáhrifum 40 MW jarðvarmavirkjunar í Bjarn- arflagi ásamt lagningu 132 KV háspennulínu frá Bjarnarflagi að Kröflustöð. Þau mannvirki sem um ræðir að reisa mun flest verða meðfram vesturhlíð Námafjalls, sunnan við þjóðveg númer I um Námaskarð. Áætl- að er að bora 7 borholur til við- bótar við núverandi holur, sem eru tvær. Samkvæmt frummatsskýrslu eru helstu umhverfisáhrif tengd framkvæmdum við mannvirkja- gerð og boranir auk þess sem umferð eykst. Lögð verður áhersla á að mannvirkjum verði haldið innan tiltölulcga þröngs famkvæmdasvæðis við rætur Námafjalls. Á rekstrartímanum er talið að helstu umhverfisáhrif verði vegna vatnstöku úr jarð- hitakerfinu, affallsvatns, hávaða og sjónrænna áhrifa fram- kvæmda. Ekki er þó talið að framkvæmdin hafi óæskileg áhrif á hverasvæðið við Hverarönd eða lífríki Mývatns. Mikil hreyfing var á starfsliði leikskólanna á sídasta ári og allra mest fólki með aðra uppeldismenntun heldur en leikskóla- kennslu. 30% starfsfólks hætti á einu ári HlutfaU 3-5 ára bama sem eru allau dagiuu á leikskólum tvöfald- aðist á 5 árum, úr 25% árið 1994 í tæp- an helming í fyrra. Um 68% allra 1-5 ára barna í landinu sóttu leikskóla í desem- ber s.l., eða alls um 14.800 börn, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er sHpað hlutfall og árið áður, þrátt fyrir 340 barna fækk- un milli ára. En það skýrist aðal- lega af því að árgangurinn (1993) sem hóf grunnskólanám í tyrra- haust er tiltölulcga stór. Um 300 fleiri börn eru í þessum árgangi sem yfirgaf leikskólann i fyrra- haust heldur en árganginum sem nú er að koma inn í leikskólana (1998). Um 3,9 böm á starísinanii Hlutfall barna sem dvelja allan daginn í leikskólanum hefur hækkað hröðum skrefum undan- farin ár. Um helmingur barna á aldrinum 3-5 ára dvelja lengur en 7 stundir á dag í leikskólanum. Árið áður var þetta hlutfall 44% árið þar áður 37% og árið 1994 aðeins 24% eða urn helmingi lægra en nú. Mikil hreyfing var á starfsliði leikskólanna á sfðasta ári og allra mest fólki með aðra uppeldis- menntun heldur en leikskóla- kennslu. Alls voru um 3.760 starfsmenn í rúmlcga 2.870 stöðugildum við leikskólana í desember 1999, um 50 fleiri en árið áður. Þetta samsvarar 3,9 börnum að meðaltali á hvern starfsmann. Af þeim rúmlega 3.710 manns sem störfuðu í leikskólunum i desember 1998 voru um 1.120, eða 30% hættir störfum ári síðar. Þeirra á meðal voru 11 % leik- skólakennaranna, næstum helm- ingur annarra uppeldismennt- aðra starfsmanna og 36% þeirra ófaglærðu. Um 62% starfsfólks ófaglært Stöðugildi þeirra sem unnu við uppeldi og menntun barnanna skiptust þannig í desember s.l. að þriðjungurinn voru leikskóla- kennarar (um 82 eða rúmlega 10% fleiri en árið áður), um 4% annað uppeldismcnntað fólk og rúmlega 62% ófaglært fólk. Alls voru 253 leikskólar starf- andi á landinu öllu í desember s.l. Af þeim var helmingurinn er á höfuðborgarsvæðinu, en í þeim voru samt um 60% allra leiksóla- barnanna, eða tæplega 9 þúsund börn. Um 95% leikskólabarn- anna sækja Icikskóla sem svcitar- félögin reka. - HEI Frumkvöðlasetur Nýherja Nýherji hefur stofnað svokallað frumkvöðlasetur er nefnist Klak hf. Tilgangurinn er að nýta þá reynslu og aðstöðu sem Nýherji býr yfir til að efla uppbyggingu sprotafyrirtækja á sviði upplýsingatækni. Ein- staklingar og/eða smærri fyrirtæki scm hafa góðar viðskiptahugmynd- ir geta leitað til Klaks um aðstoð við framþróun og markaðssetningu þeirra. Klak verður starfrækt í samstarfi við fjármálafyrirtæki sem tryggja fjármögnun verkefna og leggja til nauðsynlega þekkingu og reynslu á því sviði. Einnig er áformað að leita eftir nánu samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir. Klak mun reka starfsemi sína í hinu nýja húsnæði Nýherja við Borgartún 37. Framkvæmdastjóri frum- kvöðlasetursins er dr. Bjarki A. Brynjarsson. Hvatnmg frá Kaiiiiis ítengslum við ársfund fíannís í gær afhentl Úlafur fíagnar Grímsson forseti Hvatningarverðlaun fíannís 2000. Að þessu sinni fóru verðlaunin til tveggja vís- indamanna, þeirra Eiríks Steingrímssonar, prófessors og forstöðumanns hjá Urði, Verðandi, Skuld, og Önnu K Daníelsdóttur, forstöðumanns fíannsóknastofu í stofnerfðafræði hjá Hafró. Bæði eru þau frumkvöðlar á sínum sviðum og verðug- ir fulltrúar ungra visindamanna við ársþúsundamót. Ósónlagið hynnist hratt Ósonlagið yfir Norðurskautinu hefur þynnst meira en 60% í vetur sem er 15% meiri þynning en í fyrra. Þetta eru niðurstöður alþjóð- legrar rannsóknar sem fjármögnuð er að hluta til af ESB. Að rann- sókninni standa vísindamenn frá Evrópu, Amcríku, Rússlandi, Kanada ogjapan. Vísindamennirnir segja ástæðu þynningarinnar vera óvcnju mildnn kulda en ástæða kuldans er aftur á móti of mikil losun gróðurhúsa- lofttegunda sérstaklega á koltvísýringi. Þunnt ósonlag hefur í för með sér að áhrif sólargeisla, sérstaklega í Norður-Evrópu, verða hættu- legri og hafa í för með sér aukna hættu á húðkrabbameini og öðrum húðsjúkdómum. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.