Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2 000 - 7 FRÉTTIR Breiðu spj ótin „Þáfanné jiaguarbrag HANNSSON, MrXOl&ARWOUR Á A«o*fvt>t „Þ:í fann ég fiagnarbrnRíV cr yfir- skríft mjTidllsiarsýnin}>nr minnar í Snmlagimi, Ustbúsi. á Akur- cyri. s!aj*ana 1. og 2. npríl n.k. A syningumii vcrða fjrjátfu b!ck- tcikningar, Hfrumdrög stærri vcrka", scm listamaðurinn hcfur unnið » akryl á striga undnngcng* in misscri og ætluð cru til syn- ingn crlcndis (lok :írs. Iioðskort vcrða ekki scnd út, cn liiltim Ak- ureyringum sem ntorsvcita- mönnum er hðr með hoðið til sýningarinnar. hún cr opin frá ki. 14.00 lil 21.00 búða dagana. A sumti tíma og aðstaða mín til listsköpunar hcfur stórbatnað hcfur aðstaða tíl sýningarhaids tí Aktircyrí stórvcrsnað hin síðari ór. I þrjátíu ár hcf cgstarfað <tð myndlist .1 Akurcýri 'og mcð sanni nuí scgjn að í upphnfi var sntiið sið flnna stað í lucnum til .vvninuarliald'i tilt utii.l.T,,.d,rniiA ■ Oddviti sjálfslatðismiinna í ba?j- arstjórn, Sigurður j. Sigurðsson. scgir mcr, að þar cigi myndlistin ckki inni. Dcnt cr til Listagiis. cn þar cr Kctilhús. Myndlistar- incnn nokkrir hafa sýnt þar við vægast Siigt ömurlcg skilyrði. Á fjiirhagsáactlun cr ár hven vcitt pcnlngum til cndurbyggingiir hússins, cn ckkcrt hefur nrðið sif framkvæmdum. Nú cr vcrið nð bjóða út vcrkþa:ttí og rrarn- kvtcmdir hdjast mcð vorinu cr mór sagt. Ketilhúsið licfur vrrtð sntið hæjarráðMiutMuu lil hstnda myndlistnnnönnum. Þar skyldi sýningarsalur vcrðit lil vrðttckra afnota lil frantliúðiir. Nd. góðun dagiun nn skul Kctilhúsið verða fjölnotaluís stöullcga til ráð- stcfmihalds pg veitinga, mynd- listírxti verður ekki gert ctns h.itt tindlr hiífði sem fjrirlieit gáfu tim. Piinkturinn er starfncktur í (írófnrgili ufan Listasafns i luís- mcði sem ictlað vstr safnínu. Vissulcga á himdvork scm þar cr unníð fullan rótt en á öðrum vetuangi, ckki i húsmvÖi scrn sctlað er til fagurlista. Hin umrædda grein Úla G. Jóhannssonar i Degi. Athygli mín var vakin á grein í Degi sem Oli G. Jóhannsson skrifar um myndlist á Akureyri. Þar er vegið að mér sem for- stöðumanni Listasafns Akureyrar (ListAk). Þar er ég sakaður um mútuþægni og að eitthvað í minni embættisfærslu við ListAk 1993 til 1999 hafi verið svo skelfilegrar náttúru að OIi G., sem marga fjöruna hefur sopið, getur ekki einu sinni tekið sér það í penna. Nú er í sjálfu sér ekki eltandi Ola(r) við þessi skrif. Þau eru helber ósannindi. En mér finnst að Akureyringar, eigendur Lista- safnsins Akureyri, eigi heimtingu á að vita hver þessi fjöður er sem orðin er að fimm hænum. Þar sem þessi grein var ekki mjög eft- irminnileg er rétt að rifja það upp fyrir Iesendum að Óli G. heldur því fram að engin hafi mátt sýna í safninu án þess að múta því með listaverkagjöf og að starf mitt við ListAk hafi verið af þeim toga að ekki sé hafandi eftir á prenti. Leiguverð með mynd ListAk er stofnun í eigu Akureyr- arbæjar og hann setur því starfs- reglur og eftir þessum starfsregl- um hefur verið farið í hvívetna. I upphafi starfsins við ListAk var sú ákvörðun tekin að þeir ein- staklingar sem sýndu í safninu greiddu fyrir sýningaraðstöðuna. Leiguverð var reiknað út frá leiguverði hjá Listasafni ASI sem bauð ódýrasta leigu sem ég gat fundið hjá safni í Reykjavík. Samt sem áður var um umtals- verðar upphæðir að ræða. Og enginn veit betur en ég að pyng- ja listamanna er smá og grunnttil botns. Ég kom því til leiðar, og það var létt verk hjá ágætri menningarmálanefnd þess tíma, að í stað peningagreiðslu gætu listamenn látið safninu eftir verk. Eg kom svo fljótlega á þeirri „hefð“ að ég bað Iistamanninn sjálfan að velja verk til safnsins og misnotaði aðstöðu mfna á þann hátt að bera aldrei saman verðmæti verksins og reiknað fermetraverð salarins eða sal- anna. Á þennan hátt gætti ég hagsmuna myndlistarmanna sem ég framast gat. Velvilji og hlýhugtir Einnig ákvað menningarmála- nefnd að hjóða þeim akureyrsku listamönnum er tóku þátt í opn- unarsýningunni að sýna án end- urgjalds í ListAk næstu fimm árum eftir opnunarsýninguna og þáðu það allir nema einn. Sú hugmynd að gefa nýju listasafni á Akureyri verk var komin frá hópi ungra listamanna frá Akur- eyri er sýndi í miðsal og sá er fyrstur lireyfði henni var Krist- ján Steingrímur Jónson núver- andi deildarforseti Listaháskól- ans. Hugmynd hans fékk tafar- laust góðar viðtökur og allir þeir fjölmörgu listamenn frá Akureyri er valdir voru á sýninguna gáfu safninu verk. Slíkt er dæmi um velvilja og hlýhug til ListAk og boð menningarmálanefndar til þessara listamanna er dæmi um drengskap. I embættisfærslu minni um myndir fyrir Ieigu, fer ég út á ystu nöf, miðað við þær reglur sem mér voru settar, til hagsbóta fyrir myndlistarmenn en í þessari grein og í hinni, oft Iágkúruiegu myndlistarumæðu sem fram fer á Akureyri er það starf dregið niður í svaðið. Stefniuuii hreytt Þremur árum seinna var stefnu safnsins um sýningarhald breytt. Ákveðið var að leggja niður boðssýningar og að safnið stæði sjálft fyrir öllum sínum sýning- um. Þetta var liður í eflingu stofnununinnar og í samræmi við það er tíðkast í söfnum hérlendis og erlendis. Við þessa ákvarð- anatöku var í alla staði stuðst við þær reglur er gilda um safnið og safnráð. Athyglisvcrt var á þessu skeiði umsóknarsýninga hversu fáir listamenn búsettir á Akur- eyri sóttu um sýningarpláss. Ef minni mitt svíkur ekki, ég hef ekki aðgang að gögnum þessa stundina, þá voru það einungis 3-4 á þessu tímabili. Það er kátlegt að Iesa hól Óla G. um Helga Vilberg og einkafyr- irtæki hans Myndlistaskólann á Akureyri. Ég hef hlustað á þá tala um hvorn annan gegnum tfðina og það hefur ekki verið par frítt. Hinsvegar er full ástæða til að óska þeim til ham- ingju með fóstbraeðralagið og ekki er ég hissa að grein eins og þessi komi undan slíkum kyn- bótum. Rætin umræða Myndlistaumræða í hinum agn- arsmáa listheimi á Akureyri er líkast til sú rætnasta í veröld- inni. Þaðan sem ég hef saman- burð, frá Islandi og erlendis, þekki ég ekkert sem kemst í hálf- kvisti við hana. Að mínu mati er megin ástæða þessa sérkennilega ástands á Akureyri sú sérhags- munaaðstaða sem Helgi Vilberg hefur byggt upp fyrir sjálfan sig og einkafyrirtæki sitt Myndlista- skólann á Akureyri. Nú kann ekkert að vera athugavert við það að menn græði peninga, jafnvel á skólarekstri en ástríðufull og óvægin þátttaka skólastjórans í myndlistarmálum á Akureyri ger- ir öðrum stofnunum erfitt fyrir. Þar tala ég af rúmlega sex ára reynslu sem forstöðumaður ListAk. I stuttri blaðagrein sem hefur það að megin markmiði að leiðrétta lygar er birtust í blaða- grein Óla G. Jóhannssonar og vörðuðu mig persónulega, er ekki rúm til að utskýra þessa skoðun mína nánar. Undan því skal þó ekki skorast ef vill. Dýrðardaga Ég veit hvernig ástandið er í litla myndlistarheiminum á Akureyri og því miður verð ég að segja að ég er feginn að vera annars stað- ar. En nú er gaman hjá Bibba Hermanns (alias Helgi Vilberg) Sögusagnir fljúga - ósannindi ganga eins og pestin - úlfúð og óeining ríkja. Hvílíkir dýrðardag- ar. Ég bið að heilsa öllum heima á Akureyri. I guðs friði. „Fullkonilega óhætt“ laxeldl? SIGURÐUR GUÐJÓNSSON 1/eiðimálastofnun skrifar Viðtal var við Gísla Jónsson dýra- lækni fisksjúkdóma í Degi Iaugar- daginn 1. apríl, þar sem hann set- ur fram mjög ákveðnar staðhæf- ingar um skaðleysi þess fyrir nátt- úrulega laxastofna að ala norskan lax í kvíum við Island. Ekki er hjá því komist að fara yfir þessar staðhæfingar embættismannsins Gísla og benda á brotalamir í þeim, íslenskum, náttúrulegum laxi til varnar. Gísli segir að eftir mikla yfir- legu hvað varðar sjúkdóma sé fullkomlega óhætt að lejía eldi á norskum laxi. Ekki hafði hann sleppt orðinu þegar upp kom mikil veikindi (ISA veiran) í norskum eldislaxi í Færeyjum og í útvarpsviðtali í dag 7. apríl segir Gísli hana bráðdrepandi og varn- aráætlun tilbúna fyrir Island ber- ist hún hingað. Það er þó langt frá því að þetta sé eina sjúkdóma- hættan. I norsku laxeldi er þegar farið að bólusetja seiði sem sett eru í sjókvíar fyrir sex sjúkdómum og efast menn um að hægt sé að bæta fleirum á svo seiðin þoli það. Einnig er farið að setja gjald á norskar eldisafurðir sem standa eiga straum af rannsóknum um áhrif eldislax á náttúrulega laxa- stofna þar í landi, þannig að ekki telja menn laxeldi „fullkomlega óhætt'* fyrir náttúrulegan stofn. Það sem gerir bakteríu og veiru- sjúkdóma sem annars finnast í náttúrunni hættulega fyrir nátt- úrulega stofna í sambýli \áð kvía- eldi, er það að smitmagn verður gríðarlega rnikið umhverfis kvía- eldisstöðvar. Þar þurfa náttúru- legir kixar að ganga hjá og smit- hættan verður margfalt meiri. Af sama toga eru Iaxalúsarsmit. Laxalúsin hefur fylgt laxi í náttúr- unni lengi. En þegar gönguseiði ganga fram hjá eldiskvíum, fá þau stundum margfalt smit miðað við náttúrulega tíðni laxalúsar og það ríður þeim að fullu ef lúsafjöld- inn fer yfir ákveðið mark. Þá er enn ótalið sníkjudýr sem barst með eldisseiðum til Noregs, agð- an Gyrodactylus. Það hefur eytt mörgum laxastofnum í Noregi. En það sem skugga- legast er að þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að hæfni seiða eldislaxa er stórlega skert þegar kemur að því að hjar- ga sér í náttúrunni. Þetta er hið fullkomna öryggi í sjúkdómamálum og er þó ekki full talið. Gagnvart erfðamálunum segir Gísli að „eftir miklar rannsóknir hafa menn engar staðreyndir um að erfðablöndun hafi neikvæð áhrif' og þá er vísað til áhrifa á náttúrulega stofna. Þar heldur hann sig langt fjarri sannleikan- um. Rannsóknir hafa einmitt sýnt fram á mikil áhrif. Fyrst og fremst hafa rannsóknir sýnt að eiginleikar stofna eru mjög mis- jafnir, íslenskir laxastofnar eru erfðafræðilega frábrugðnir hver öðrum og sá norski eldislax sem hér hefur verið í strandstöðvum er mjög frábrugðinn íslensku stofnunum. Einnig hafa íslenskar rannsóknir sýnt fram á verulegan mun á milli stofna í ýmsum lífs- sögulegum þáttum eins og klak- tíma, göngutíma seiða, aldursam- setningu gönguseiða. En það sem skuggalegast er að þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að hæfni seiða eldislaxa er stórlega skert þegar kemur að því að bjar- ga sér í náttúrunni. Til dæmis var gerð tilraun með að setja í litla á á Bretlandseyjum, náttúruleg seiði, seiði af eldisstofni og seiði af víxlfrjóvgun beggja. Eldisseiðin uxu betur í ánni og ýttu náttúru- legu seiðunum frá þannig að í gönguseiðahópnum voru nátt- úrulegu seiðin langfæst. En það sem kom til baka úr sjó var að uppistöðu af náttúrulega stofnin- um en lítið af hinu (McGinnity og fleiri 1997). Langan lestur mætti hafa um þetta en hér verð- ur staðar numið en bent á varn- aðarorð Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins ICES og Alþjóða Iaxa- verndunarstofnunarinnar (NASCO). Um langt árabil hafa menn hér á landi verið að þreifa fyrir sér með eldi á laxi og gert kostnaðar- söm mistök. Ef laxeldi á að verða atvinnugrein sem stendur undir sér og eyðileggur ekki fyrir arð- bærum atvinnugreinum sem fyrir eru, þarf önnur viðhorf en birtust í tilvitnuðu viðtali við Gísla Jóns- son fyrir skemmstu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.