Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 4
4 -FIMMTVDAGVR 13. APRÍL 2000 rD^tr FRÉTTIR Gosið enn lengra fram úr mj ölkinni Gosdxykkjasala á inaim hefur margfaldast undan- fama áratugi en mjólkur- salan minnkað. Gosið fór í fyrsta sinn framúr mjólkinni 1998 og enn lengra í fyrra. „Stöðugt minnkandi drykkja mjólkur hefur verið mikið áhyggjuefni undan- farin ár. Síðustu tvö árin varð sala á gosdrykkjum meiri en mjólkursalan,11 segir í Mjólkurfréttum. Gosdrykkirnir náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn í sög- unni á árinu 1998 og brunuðu enn lengra framúr mjólkinni í fyrra. Gos- drykkjasalan nálgaðist þá 43 milljónir lítra (yfir 150 lítra að meðaltali á landsmann) en mjólkursalan var kom- in niður undir 40 milljón lftra (um 145 Iítra á mann). Verð gosdrykkja skiptir því væntanlega orðið meira máli en mjólkurverðið í þróun vísitölu neyslu- verðs og þar með verðbólguþróuninni. Með mjólkursölu er í þessum saman- burði átt við aíla mjólk; nýmjólk, létt- mjólk, undanrennu, fjörmjólk, sælu- mjól, G-mjólk, kakómjólk og svo fram- vegis. Gosneysla á mann hefur aukist um 6S0% Fyrir áratug seldust um 45 milljónir lítra af mjólk, eða nærri 40% meira en þá var selt af gosdrykkjum. Arið 1990 seldust nefnilega „aðeins" kringum 32 milljónir lítra af gosdrykkjum, þannig að sala þeirra hefur aukist um þriðj- ung á tíunda áratugnum. Mjólkursal- an hélst hins vegar nánast óbreytt til 1993 en hefur eftir það sigið niður á við ár frá ári. Þessi þróun hefur raunar staðið mjög lengi. Samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar var mjólkurneyslan um 320 lítrar á íbúa á ári um 1960, og þá kringum 12-13 sinnum meiri heldur en gosdrykkjaneyslan. Allar götur síð- an hefur mjólkurneysla minnkað jafnt og þétt. Gosneyslan hefur aftur á móti vaxið margfalt hraðar en mjólkur- drykkjan minnkaði. A árunum fyrir 1960 drukku landsmenn innan við 20 lítra af gosi að meðaltali. Gosdrykkjan jókst í um 35 lítra á mann á sjöunda áratugnum, áfram í 66 lítra að meðal- tali á áttunda áratugnum og í 11 5 Iítra á mann síðari hluta niunda áratugar- ins. Síðustu fjóra áratugi virðist gosneyslan þannig hafa aukist úr u.þ.b. 20 lítrum á mann í um 150 lítra, eða um 650%. Miklu iiieiri jógúrt og ostar Þótt mjólkurneysla á mann hafi farið minnkandi síðasta áratuginn hefur mjólkurframleiðslan í stórum dráttum staðið í stað, enda bæði fólkinu fjölgað og vaxandi hluti mjólkurinnar sem fer £ vinnslu, nú orðið yfir 60% framleiðsl- unnar; í rjóma, jógúrt, skyr, smjör og síðast en ekki síst osta. Ostafram- leiðsla jókst yfir 60% á áratugnum og jógúrtneyslan um 75%. Neysla á rjóma hefur nokkurn veginn staðið í stað (minnkað á hvern íbúa) og smjörneysla dregist heldur saman. Mjólkurframleiðendum fækkaði samt um meira en fjórðung á níunda áratugnum. Þeir voru um 1.560 árið 1990 en einungis um 1.120 á sfðasta ári. Meðalframleiðsla á hvert bú hefur því aukist stórum skrefum - reyndar svo að áhyggjum veldur meðal manna í Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðn- aði. - HEl haims Hh'öars, sem pottverjar Sigmar voru meö í gær, og fari til Guðmundsson. keppinautanna hjá Stöð 2. Einnig mun Þórdís Amljótsdóttir, fréttamaður á Útvarpinu, vera á leiðinnl út. Þá höfðu pottverj- ar hlerað að Sigríður Hagalln Bjömsdóttir, sem nýkomin er á skjáinn hjá Sjónvarpinu, sé á leið utan til náms í sumar... Pottverjar héldu áfram með tíðindi úr Efstaleitinu, og hk- lega þau stærstu, því með vor- inu mun Leifur Hauksson hverfa af vettvangi dægur- málaútvarps Rásar 2. Pottverj- um taldist svo til að Leifur væri búinn að vera á Rás 2 nánast frá upphafi, með stuttu hliðarspori í Dagsljós Sjónvarpsins. Vom pott- verjar með þá kenningu að líklega hefði Leifur verið orðinn langþreyttur á sínum yfirmönnum sem í tvígang hafa hafnað honum sem yfir- manni dægurmáladeildarinnar. Ekki fylgdi sög- unni hvað Leifur fer að gera en pottverj a gmnaði að það hlyti að tengjast ijöhmðlun með ein- hverjum hætti... Og áfram með fjölmiðla. í vik- unni hefur sérstök sendinefnd verið norður á Akureyri að ræöa við umsækjendur um deildarstjórastöðuna hjá RÚVAK. í pottinum era tveir umsækjendur af þeim fimm sem sóttu taldir vera líklegast- ir. Það era þeir Siurður Þór Sal- varsson og Gísli V________________ FRÉTTA VIÐTALIÐ Neyðarvömina í apótekin Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og alþingismaður er nýkjörinnfonnaðurFræðslusamtaka um kynlífog bameignir. Mattomð Fræðslusamtaka um kynlífog bameignir (FKB) erað stuðla að heilbrigðu kyn- lífl ogfarsælli stjómun bam- eigna og ekki sístað ná til unglingsstúlkna. - Hvert er helsta viðfangsefni samtak- anna ? „Aðalviðfangsefni samtakanna síðustu ár hefur verið fræðsla og ráðgjöf til almenn- ings. Stór þáttur í starfseminni er persónu- leg ráðgjafaþjónusta lil ungs fólks sem rekin er í Hinu húsinu í Reykjavík og varðar neyð- argetnaðan'örnina, sem yngra fólk hefur sótt í í auknum mæli. Rúmlega hundrað ungar stúlkur nutu ráðgjafar í fyrra og 76 þeirra fengu neyðargetnaðarvörn. Jafnframt hafa samtökin verið með fræðslufundi, meðal annars fyrir heilsugæslu og skólahjúkrunar- fræðinga og námsráðgjafa. Og algengt að fulltrúar samtakanna fari í skóla og félags- miðstöðvar. Við erum til dæmis með einn fræðslufund í dag með starfsmönnum lyfja- fyrirtækis varðandi neyðargetnaðarvörnina. Eitt af meginmálunum er að reyna að stem- ma stigu við þungun unglingsstúlkna, því þar erum við Islendingar með gríðarlega hátt hlutfall. I stjórn samtakanna erum við að velta því fyrir okkur að reyna að koma á fræðslufundum með SAMFOK næsta haust. Komast þannig inn í efstu bekki grunnskól- ana, foreldrafélögin og víðar og reyna að koma einnig þar umræðum í gang.“ - Vita ungar stúlkur almennt ekki um neyðargetnaðarvömina ? „Jú, það er talsverð vitneskja í gangi. En FKB álítur að neyðargetnaðarvörn sé sjálf- sagður nútíma valkostur fyrir konur og pör til að koma í veg fyrir óráðgerðan getnað. Við viljum gera þessa pillu aðgengilegri fyrir almenning og viljum í rauninni finna nýjar leiðir til þess, til dæmis með ábyrgri lausa- sölu í apótekunum. Hinsvegar er ný pilla væntanleg í haust svo þau mál eru lika í urn- ræðunni um þessar mundir. Við erum einnig í samstarfi við landlækni og munum halda því áfram því það er mjög mikilvægt að þessi pilla sé sem aðgengilegust." - Hefur verið einhver tregða á jnn? „Eg held að hún sé að einhverju leyti komin frá hinu erlenda lyfjafyrirtæki. Einnig er verið að bíða þess að kvensjúk- dómalæknar fjalli um þessi mál. Þetta er líka rætt á göngudeild kvennadeildar Landspítal- ans við þær konur sem þangað koma. Þannig að það er verið að vinna að þessu máli á öllum vígstöðvum og þessi neyðar- vörn því stöðugt að verða þekktari." - I Ijósi þess að taka þarf pilluna innan 48 stunda eftir óvarðar samfarir, sem eiga sér kannski ekki síst stað um helgar, getur þá ekki orðið ofseint aðfá ávísunfrá heim- ilislækni á mánudegi? „Hér á höfuðborgarsvæðinu er hægt að bjarga málum með því að hringja í ráðgjafar- þjónustuna í Hinu húsinu. Því þótt hún Ioki klukkan fimm þá er alltaf einhver úr ráð- gjafahópnum með píptæki." - En gagnast þetta líka ungum stúlkun á landsbyggðinni? „Nei, það gerir það ekki, bara vegna fjar- lægðarinnar. Hinsvegar er þetta spurning um tengingu við heilsugæsluna og lækna sem starfa úti á landi. Við höfum líka rætt, meira að segja í þinginu, að það ættu fleiri en læknum að vera heimilt að ávísa á þetta Iyf, til dæmis hjúkrunarfræðingum og ljós- mæðrum. Það eru heldur ekki bara ungar stúlkur sem nota þetta, heldur konur á öll- um aldri, bæði ógiftar og giftar. Eg vil meina það að konur vilji vera mjög ábyrgar í kyn- lífi.“ - FKB sendir heilbrigðisyfirvöldum Uka áskrorun um að fjalla faglega um klántið og kynlífsiðnaðinn? „Já klám er eitt og kynlíf annað og má ekki rugla því saman. Það sem ungt fólk sér á klámsíðum er ekkert sem það getur séð sem eðlilegt kynlíf. Þannig að ábyrg umfjöllun er þarna mjög mikilvæg."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.