Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 - 11 Ðugur FRÉTTIR Fimmti hver karl með brotin beiit Um fimmti hver karl á besta aldri má búast við að beinbrotna á næstu tveim áratug- um, þriðjunguriun tvisvar eða oftar. Um fimmtungur reykvískra karla milli þrítugs og sextugs má gera ráð fyrir að beinbrotna einhvern tímann á næstu 20 árum, þar af nær þriðji hver oftar en einu sinni, miðað við reynslu síðustu tveggja áratuga. En hún byggist á brotasögu um 4.400 karla í Reykjavík sem lentu í slembiúr- tökum Hjartaverndar á árunum 1967 til 1971 og fylgt var eftir í 21 ár að meðaltali, eða til ársloka 1996. A tímabilinu höfðu rúm- lega 820 þessara karla beinbrotn- að samtals um 1.200 sinnum. Um 250 karlanna (30%) höfðu brotnað tvisvar sinnum eða oftar. En þeir sem höfðu brotnað tvis- var sinnum reyndust í þriðjungi meiri hættu að fá þriðja brotið. Handarbrot reyndust algengust (19%), þá úlnliðsbrot (14%) og mjaðmarbrot (8%). Astmi, lyfjataka og reyking- ar auka hættuna Rannsókn á beinbrotum reyk- vískra karla gerðu Brynjólfur Y. Jónsson, læknir á handlækn- ingadeild Sjúkrahúss Akraness, ásamt læknum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspitala. Þeir athuguðu sjúkraskýrslur karlanna sem tóku þátt í hóp- rannsókn Hjartaverndar, á slysa- deild og öllum sjúkrahúsum borgarinnar. Beinbrotum vegna æxla og gömlum brotum var haldið utan við könnunina. íslenskir karlmenn eru brothættari en breskir. Athugun á svörum við innrit- un í hóprannsóknina leiddi m.a. í ljós 20% til 97% aukna bein- brotahættu meðal karla með astma, nýrnasteina, fyrri áverka- sögu, slen, óróleika og þyngdar- tap. Regluleg notkun svefn- og verkjalyfja og reykingar auka einnig brotahættuna, sem sömu- leiðis jókst með aukinni líkams- hæð. Svipað kom í ljós við athugun þeirra 260 karla sem sfðar fengu beinþynningarbrot við fall á jafnsléttu. .Bíleigendur beinbrotna síður Aftur á móti reyndust beinbrot um þriðjungi fátíðari meðal karla sem tóku þátt í íþróttum, voru atvinnurekendur og áttu bíla. Þar sem samband virðist milli sjúkdóma, lffsstíls og áhættu á seinni beinbrotum í körl- um ætti, að mati læknanna, að vera mögulegt að nota breytilegan lífsstíl sem líkan til að rannsaka áhrifín á beinþynningu. Framangreindar niðurstöður benda til að tíðni beinbrota reyk- vískra karla sé svipuð og þekkist í Svíþjóð en hins vegar hærri en á Bretlandseyjum og í Astralíu. -HEl íil ENGIN HÚS fíft JJJ ÁN HITA JjJ ARABIA hreinlætistæki Sementsverksmiðjan braut sam- keppnislög. Skaðaði samkeppni Samkeppnisráð telur að Sem- entsverksmiðjan (SV) hafi brotið samkeppnislög og baft skaðleg áhrif á samkeppni, en svo segir í úrskurðarorðum ráðsins í máli Hlaðbæjar-Colas gegn SV. í því máli kærði Hlaðbær-Colas til- boð SV á semcnti vegna stækk- unar flughlaða við Flugstöð Leifs Finkssonar og taldi ráðið að sá afsláttur sem SV bauö í út- boðinu haf’i brotið gegn 17. gr. samkeppnislaga um skaðleg áhrif á samkeppni. Þá lækkun SV taldi ráðið „sér- tæka verðlækkun undir kostnað- arverði'1 sem hefði skaðleg áhrif á þeim mörkuðum sem hún nær til. Þeirri samkeppni sem hefði átt að ríkja á milli þátttakenda í umræddu útboði var raskað með því verði sem SV bauð á sementi til framkvæmdarinnar. Slík hegðun markaðsráðandi fyrir- tækis er að mati ráðsins sam- keppnishamlandi. Samkeppnisráð beinir þeim fyrirmælum til SV að við sölu SV á sementi „skulu viðskipta- vinum almennt bjóðast þau við- skiptakjör sem samræmast því hagræði sem magn viðskiptanna gefur tilefni til. Viðskiptakjör skulu vera almenn þannig að viðskiptavinir sem eiga f sams- konar viðskiptum við Sements- verksmiðjuna hf. að magni til njóti sömu kjara og verð sé ekki lægra en heildareiningakostnað- ur“. - FÞG SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Grand Vitara hefur margt fram yfir aðra jeppa í sínum verðflokki Grand Vitara er grindarbyggður sem eykur styrk hans verulega og gerir kleift að hækka hann ef þess er óskað. Svo er hann jafn auðveldur í meðförum og um- Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð sætin og hve góðan bakstuðning þau veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi bilsins en háa og lága drifið gerir hann að ekta hálendisbíl. gengni og venjulegur fólksbíll og fæst á svipuðu verði! Grand Vitara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR.VITARA 2,0 L 2.199.000 KR. GR.VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.