Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 8
8 -FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRÉTTASKÝR Hvalaskoðim sldk GUÐMUNDUR RÚNAR HEIÐARSSON SKR/FAR Hvalaskoðun vin- sælasta afþreyingin í ferðameimsku. Rúm- lega 30 þiísund inaims í hvalaskoðuu í fyrra. Tæpur miljarður fyrir þjóðarbúið. Fjórar miljónir í sjö manna sendinefnd. Hagsmunaðilar í hvalaskoðun telja að hvalaskoðun sé orðin ein vinsælasta grein afþreyingarferða- mennsku hérlendis og sé meðal annars búin að skjóta hestinum ref fyrir rass. Þetta er umtalsverð- ur vöxtur þegar haft er í huga að hvalaskoðunarferðir hófust ekki að neinu marki fyrr en 1995. A milii 10 og 15 fyrirtæki starfa á sviði hvalaskoðunar. A síðasta ári fóru rúmlega 35 þúsund manns í hvalaskoðunarferðir og áætlað er að þær hafi gefið af sér rúniar 560 miljónir króna. Aætlaðar heildar- tekjur þjóðarbúsins af þessari at- vinnugrein í fyrra námu rúmlega 900 miljónum króna þar sem hundruð manns koma beint og óbeint að þessum vaxtarbroddi í ferðamennskunni. Miljónir í sendinefnd Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi þar sem kynnt var skýrsla um hvalaskoðun sem unnin var af Asbirni Bjögvinssyni forstöðumanni Hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík. A sama tíma og í skýrslunni er lögð áhersla á mikil- vægi hvalaskoðunarferða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn á enn frekari rannsóknum áður en heimilað verður að hefja hvalveið- ar á ný við Island er sjö manna sendinefnd frá íslandi á ráðstefnu í Nairobi í Kenya um dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Talið er að kostnaður ríkissjóðs vegna þessarar sendinefndar sé um 7 miljónir króna en það hefur ekki fengist staðfest. I sendinefndinni eru tveir fulltrúar frá utanrílds- ráðuneytinu, tveir frá sjávarút- vegsráðuneytinu, einn frá um- hverfisráðuneyti, einn frá Haf- rannsóknastofnun og einn frá Náttúrufræðistofnun. Þar syðra fer fram 11. þing aðildarríkja samningsins um alþjóðlega versl- un með dýr og plöntur í útrýming- arhættu. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld ekki útilokað að sjálf- bærar hvalveiðar hefjist hér á ný þótt djúpt virðist á ákvarðanatöku í þeim efnum. I það minnsta verð- ur ekly veitt leyfi fyrir hrefnuveið- um í sumar hvað sem síðar kann að verða. Áhersla á vísindi I ávarpi sínu á ráðstefnunni gerði Eiður Guðnason sendiherra grein fyrir fyrirvörum Islands vegna hvalategunda sem enn eru á skrá í viðaukum samningsins yfir teg- undir sem eru í útrýmingarhættu. I ræðu sinni áréttaði Eiður að skýrar vísindalegar ástæður verði að liggja að baki ákvörðunum um að setja einstakar dýra- og plöntu- tegundir í viðauka samningsins, en ekki tilfinningalegar, siðrænar eða siðferðislegar ástæður. Jafn- framt var lögð áhersla á að starf samningsins beinist að þeim teg- undum sem vísindalegar niður- stöður sýna að séu í útrýmingar- hættu og sem sé ógnað af alþjóð- legum viðsldptum. Því væri nauð- synlegt að skráning tegunda í við- auka samningsins sé endurmetin með tilliti til nýrra viðmiðunar- reglna. I þessu samhengi lagði sendiherrann áherslu á í ávarpi sínu að horft yrði til einstakra stofna og stöðu þeirra í stað þess að horfa eingöngu til tegunda. Skerðir afrakstursgetu þorsks Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir að afstaða stjórnvalda til hvala sé að þeir séu endurnýjanleg auðlind sem ber að nýta á sjálfbæran hátt. Þá sé ekki annað að skilja á sjáv- arútvegsráðherra að stefnt sé að því að hefja hvalveiðar á ný en þá í takmörkuðum mæli, undir vís- indalegu eftirliti og jafnvel svæð- isbundið. Jóhann telur að það eigi ekki að verða neinar árekstrar á milli þeirra sem vilja hvalaskoðun og þeirra sem vilja veiðar, enda geti þetta tvennt geti farið saman. Hann bendir einnig á að rann- sóknir Hafró hafi sýnt fram á að ef hvalur sé ekki veiddur á næstu árum, þá muni það væntanlega skerða afraksturgetu þorskstofns- ins verulega, eða allt að 10 - 20% til Iangs tíma litið. Af einstökum hvalategundum bendir forstjóri Hafró á að talið sé að 56 þúsund hrefnur séu á íslensku strand- svæði að sumarlagi af stofni sem telur eitthvað um 70 þúsund dýr. Af þessum fjölda sé talað um að veiða kannski 200-250 hrefnur sem sé aðeins dropi í hafið. Gæludýr og ímynd Asbjörn Björgvinsson höfundur skýrslunnar og forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík er ekki sammála því að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi samleið. Hann telur að áður en hvalveiðar verða leyfðar á ný þurfi að fara fram víðtækar rannsóknir á því hvað áhrif veiðar mundu hafa á hvalaskoðunina. „Ef það á að fara að skjóta gæludýrin fyrir okkur að órannsökuðu máli, þá er ég ekki alveg sammála því,“ segir Asbjörn. Hann Ieggur einnig þunga áher- slu á þá skoðun hvalaskoöunar- manna að þetta mál verði fyrst og fremst að byggjast á efnahagsleg- um forsendum. I því sambandi bendir hann á það séu að skapast það mikil efnahagsleg verðmæti í hvalaskoðun að það geti verið erfitt að sýna fram að það sé meiri efnahagslegur ávinningur af því að veiða 100 - 200 hrefnur. Þá telur hann að hvalveiðar muni ekki styrkja ímynd Islands eins og hvalaskoðunin hefur gert. Máli sínu til stuðnings benti hann m.a. niðurstöður skoðanakönnuar sem Ása Sigríður Þórisdóttir stjórn- málafræðinemi við HI gerði 1998 um afstöðu erlendra ferðamanna til hugsanlegra hvalveiða Islend- inga. Þar kom fram að 78% er- lendra ferðamanna sögðust al- mennt vera á móti hvalveiðum og 33% svarenda höfðu farið í hvala- skoðunarferð hérlendis. í sömu könnun hefði komið fram að 40% svarenda sögðust vera tilbúnir að styðja harkalegar aðgerðir gegn útflutningsafurðum Islendinga ef hvalveiðar verða hafnar á ný og 64% töldu að hvalveiðar og hvala- skoðun geti ekki farið saman. I þessari könnun bárust svör frá 924 einstaklingum frá 23 þjóð- löndum. Ásbjörn vitnaði m.a. í ummæli forsætisráöherra þcss efnis að annaðhvort verður farið í alvöru hvalveiðar með stórhvala- veiðum og öllu eða ekki neitt. Það sé ekki hægt að of’fra hags- munum þjóðarbúsíns fyrir nokkr- ar hrefnur, eins og hann orðaði það. Hann benti einnig á að Iítið Ásbjörn Björgvinsson forstöðumað- ur Hvalamiðstöðvarinnar: Hvalveiðar og hvalaskoðun eiga ekki samleið. hafi verið um hvalarannsóknir frá 1995, aðrar en þær sem hvala- skoðunarfyrirtækin hafa staðið fyrir í tengslum við sína hags- muni, eins og t.d. talningar á hvölum. Hann gat þess þó að í sumar sé ráðgert af hálfu Hafró og erlendra aðila að rannsaka hrefnur í sumar og m.a. með þvf að koma fyrir f þeim gervihnatta- sendum til að geta fylgst með ferðum þeirra. Umgengni til skammar Af hálfu hvalaskoðunarfyrirtækja er að störfum undirbúningsnefnd sem vinnur að stofnun hags- Eiður Guðnason sendiherra: I/ís- indalegar ástæður en ekki tilfinn- ingalegar munafélags þeirra. Gert er ráð fyrir að félagið geti orðið að veru- leika á þessu eða í byrjun næsta árs. Hinsvegar er ekki vitað sem skyldi um afkomu þessara fyrir- tækja og því er talin þörf á úttekt á því sviði. I skýrslunni kemur fram að brýnt sé að óháðir aðilar taki að sér að útreikninga á efna- hagslegu gildi hvalaskoðunar fyrir þjóðarbúið svo hægt verði að hafa það til hliðsjónar þegar verið sé að mcta kosti þess og galla hvort ástæða sé til að hefja hvaðveiðar að nýju hér við land. Asbjörn tel- ur þó að flest fyrirtækin séu enn á svokölluðu fjárfestingarsviði og Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró: Afrakstursgeta þorskstofns- ins skerðist um 10 - 20% ef hvalur er ekki veiddur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.