Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 9
FIMMTIIDAGUH 13 . APRÍI. 20 00 - 9 því líklegt að mörg þeirra eigi eftir að skila góðum tekjum þegar fram líða stundir. Hátt í 100 manns vinna beint við hvalaskoðun auk fjölmargra sem koma óbeint að greininni í ferðaþjónustunni. A fundinum kom einnig fram að ísland sé komið á heimskortið meðal áhugafólks um hvalaskoð- un. Meðal annars hefói komið hingað dagskrárgerðarfólk frá Astralíu til að taka mynd sem á að vera hluti af þætti um hvalaskoð- un. Þar hefði Island verið valið lir hópi rúmlega 60 landa. I skýrsl- unni vekur eftirtekt hörð gagnrýni á umgengni landsmanna um hafið Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík: Hvalaskoðun vítamín- sprauta fyrir bæjarfélagið í kringum landið. Meðal þess sem ber fýrir augu hvalaskoðunarfólks eru saltpokar, fiskibakkar, tunnur og plastrusl af ýmsu tagi á floti. Þá er skorað á hafnaryfirvöld að vera mun virkari þátttakendur í hreins- un hafnarsvæða og stuðla að al- mennri snyrtimennsku og fallegri ásýnd hafnarsvæða víðsvegar á Iandinu. Stefnir í 50 þiísiiiid iiiainis í skýrslunni kemur fram að árið 1995 fóru 2.200 fcrðamenn í hvaðaskoðunarferðir hérlendis. Ari seinna var fjöldi þeirra kominn í 9.500 manns. Árið 1997 var slegið met þegar 20.450 farþegar fóru í hvalaskoðunarferðir, sem var um 116% aukning á milli ára. Árið eftir fóru 30.330 ferðamenn í hvalaskoðun sem var aukning uppá 48%. Á síðasta ári voru þess- ir ferðamenn 35.250, eða 16% fleiri en árið áður. Áætlað er þessi fjöldi geti numið allt að 50 þús- und manns innan fárra ára. Af þessum fjölda í fyrra er áætlað að íslendingar hafi verið um 5.250 og erlendir ferðamenn um 30 þús- und. Þar af komu 3500 manns gagngert tíl hvaðaskoðunarferða. Þá er gert ráð fyrir að þrjú þúsund ferðamenn hafi komið til landsins í og með vegna þess að boðið var uppá hvalaskoðunarferð í þeim ferðapakka sem keyptur var. At- hygli vekur að í skýrslunni er ekki gefið upp hvern þessi fjöldi skipt- ist á milli einstakra íyrirtækja og kemur fram að það sé gert vegna óska fyrirtækjanna sjálfra. Sé litið á áætluð útgjöld þessara ferða- manna kemur fram í skýrslunni að þeir sem koma gagngert til að skoða hvali eyða mestu, eða 120 þúsund krónur á hvern ferða- mann. Þeir sem skoða hvali vegna þess að það sé hluti af ferðaáætl- un þeirra eyða um 15 þúsund krónum, Islendingar um 5 þúsund krónum á mann og þeir sem ákveða á staðnum að skoða hvali eyða um 3 þúsund krónum hver einstaklingur. Þótt tekjur af þess- um ferðamönnum hafi nuinið alls um 560 miljónum króna í fyrra, þá skiptast þær á milli fjölmargra fyrirtækja, svo sem flugfélaga, hópferðabíla, veitingahúsa, hót- ela, gististaða, verslana, hvala- skoðunarfyrirtækja og annarra þeirra sem koma að þjónustu ferðamanna. Jákvæð áhrif Það kostar um 2.800 til 3.500 krónur að fara í þessar ferðir scm taka um þrjá tíma í siglingu. Helga Ingimundardóttir hjá fyrir- tækinu Sjóskoðun, „Sea Marvels" í Keflavík segir að ef enginn hval- ur sést f ferð hjá sér sé farþegum boðið að fara í aðra ferð sér að kostnaðarlausu. Hún segist jafn- framt kaupa eitt tré til gróðursetn- ingar fyrir hvern farþega auk þess sem Skógræktin leggur til annað, eða tré á hvern ferðamannafót. Þessi tré séu síðan gróðursett á Reykjanesi. Engin virðisauka- skattur er greiddur af farmiðum í hvalaskoðunarferðir. Fyrir utan hin beinu efnahagslegu áhrif hvalaskoðunarferða á þjóðarbúið er fullyrt í skýrslunni að þessi nýja tegund ferðamennsku hafi einnig haft mjög jákvæð áhrif á mannlíf- ið í fjölmörgum bæjum og sveitar- félögum utan höfuðborgarsvæðis- ins. Aukinn fjöldi ferðamanna skapi aukna tiltrú og bjartsýni íbúa í byggðarlaginu. 1 því sam- bandi er m.a. bent á að verið sé t.d. að byggja nýja álmu við hótel- ið á Olafsvík sem er að hluta til vegna þcirra væntinga sem menn hafa á svæðinu í tengslum við hvalaskoðunarferðir. Þá hafa ein- nig risið upp ný veitingahús í tengslum við hvalaskoðunarferðir eins og m.a. á Húsavík. Nýir fímar á Húsavík 1 skýrslunni kemur fram að hlut- fallsleg skipting farþega í hvala- skoðun eftir Iandshlutum í fyrra hafi verið langmest á Húsavík, eða rúmlega 20 þúsund inanns. Þar á eftir voru 9.500 manns sem not- færðu sér þjónustu hvalaskoðun- arfyrirtækja á suðvesturlandinu, Kcflavík og Hafnarfirði. Á Vestur- landi, eða Snæfellsnesi voru það um 3 þúsund manns og 2.450 á Eyjafjarðarsvæðinu. Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík segir að áhrifin sem hvalaskoðun hefur haft á bæjarfélagið séu hreint út sagt frábær og þvf mjög jákvæð í efnahagslegu tilliti. I því sambandi bendir hann á að vöxt- urinn í ferðaþjónustunni á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslu með til- heyrandi fjölgun ferðamanna sé nær eingöngu vegna markaðssetn- ingar á hvalaskoðunarferðum. Hann segir að áður hefðu ferða- menn varlað stoppað á Húsavík á leið sinni í Ásbyrgi nema þá kannski til að fá sér kók og pylsu. Það sé liðin tíð eftir að hvalaskoð- unin hófst þar nyðra. Þessi góði árangur í markaðssetningu hvala- skoðunarferða hefur einnig að mati bæjarstjórans haft jákvæð andleg áhrif á íbúana. Hann segir að þetta hafi sýnt mönnum fram á að með kraftmikilli og góðri vinnu sé hægt að gera nýja hluti, byggja upp frá grunni á auðlind sem er búin að vera lengi rétt við túnfót- inn. Nauðsyit á regliun Athygli vekur að hvalaskoðunar- íyrirtæki eru starfandi í öllum landshlutum nema einna helst á Vestfjörðum og Austfjörðum. í skýrslunni kemur fram að fjöldi hvala á grunnslóð virðist almennt minni en undanfarin ár. Sérstak- lega hefur þess orðið vart á Eyja- firði þar sem þeim hefur fækkað yfir sumartímann. Algengustu hvalirnir sem sjást í hvalaskoðun- arferðum eru hrefnur og höfrung- ar. A Vesturlandi hefur þó sést töluvert af steypireyð og hnúfu- bakur sést á flestum stöðum. Hinsvegar eru bundnar miklar væntingar við aukningu ferða- manna í stórhvalaskoðun út af Snæfellsnesi, Talið er að enginn annar staður í heiminum geti stát- að sig af því að sjá steypireyð í nær hverri ferð yfir hásumarið. I skýrslunni kernur einnig frain að nauðsynlegt sé að setja reglur um hvalaskoðunarferðir, reglur sem tryggja öryggi farþega og góða um- gengni við hvalina. Væntanleg samtök hvalaskoðunarfyrirtækja séu reiðubúin til að beita sér í þessu máli og hafa forgöngu um það í samvinnu við opinbera aðila. Þá séu fyrirtækin einnig tilbúin til að taka þátt í rannsóknarverkefn- um á hegðun, fari, fjölda og jafn- vel fæðuöflun hvala í samvinnu við opinbera aðila, enda séu hvalaskoðunarbátarnir tilvaldir „rannsóknarpallar" fýrir vísinda- menn. Flugeldar eru orsök um 1/4 þeirra slysa sem komu til kasta slysadeildar um áramót. Pabbamir og bomin slasast Enginn þeirra 23, að- allega feðra og bama, sem slasaðist af ára- mótaskoteldum, not- aði hlifðargleraugu. Um 83% slösuðust í andliti og augum. Af um 100 manns með áverka sem leituðu til slysadeildar Borg- arspítalans á einum sólarbring um áramótin hafði tæpur fjórð- ungur, eða 23, slasast vegna ára- mótaelda; blysa-, tertu-, sprengju- eða flugelda, hvar af leggja þurfti þrjá inn á sjúkrahús. Flestir með sprengjuáverka komu á slysadeildina á sama klukku- tímanum, frá miðnætti til klukk- an eitt, eða um 60% allra sem slösuðust vegna skotelda þennan eina sólarhring. Stór meirihluti, eða nær 80% voru karlmenn og flestir í aldurshópunum 3-10 ára (9) og 37-47 ára (10). Eða eins og Ásgeir Thoroddsen læknir slysa- og bráðasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur orðar það: „Hinir slösuðu skiptust annars vegar í börn undir 10 ára aldri og hins vegar heimilisfeður um um fer- tugt“. Alvaileg slys af Tívolí- bombum Ásgeir ásamt Brynjólfi Mogensen á slysadeild SHR gerðu úttekt á því hvað margir komu á slysa- og bráðamótttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur um síðustu áramót, á tímabilinu frá hádegi á gaml- ársdag til hádegis á nýársdag, og skýrðu frá niðurstöðunum á ný- afstöðnu skurðlæknaþingi. Ás- geir sagði ekki vitað um magn sprengja og annarra skotelda sem notað er á þjónustusvæði Sjúkra- húss Reykjavíkur. „Það virðist þó sem hlutfallslega fáir slasist". Áverkar í andliti og/eða augum voru lang algengastir eða í 83% tilvika. I nær öllum tilfellum var um einhvern bruna var að ræða en helmingurinn hlaut skurði og 5 einstaklingar beinbrot. Tíu hinna 23 slösuðu voru áhorfend- ur. Flugeldar áttu þátt í 9 slys- um, sprengjur í 5, tertur í 4, blys eða kínverjar í 2 en hjá öðrum tveim var tegundin óljós. Tívolí- sprengjur orsökuðu alvarleg slys í 2 tilvikum. Hlifðargleraugu fyrir næstu áramót Ásgeir telur ekki vera um áber- andi klaufaskap að ræða. Enginn hinna slösuðu notaði hins vegar öryggisbúnað eins og hlífðargler- augu og aðeins einn þeirra var með hanska. Flestir hafi þó sloppið með fremur litla áverka, en sprengjurnar hafi valdið alvar- legustu áverkunum. „Niðurstöð- urnar gefa til kynna að með því að nota hlífðargleraugu og hans- ka megi fækka áverkum enn frek- ar,“ segja læknar slysadeildar. - HEl 10 þúsirnd með slasaðar hendur Um 3.900 borgarbúar leituðu læknishjálpar vegna handarslysa 1998, sem samsvarar um 10.000 manns á landinu öllu. „Handaráverkar eru algengir meðal Reykvíkinga,“ segja lækn- arnir Andri Kristinn Karlsson og Brynjólfur Mogensen á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem kyn- ntu niðurstöður könnunar sinnar á handarslysum borgarbúa árið 1998 á nýafstöðnu skurðlækna- þingi. Um 3.900 Reykvíkingar leituðu til Slysadeildar SHR með skornar, marðar eða brotnar hendur á árinu 1998, eða meira en 10 að meðaltali hvern einasta dag ársins. Karlar voru mun fleiri, eða tæplega 2.500 en urn 1.400 konur. Þetta svarar til þess að um næstum 1 af hverjum 20 körlum í borginni og 40. hver stúlka/kona hafi slasað sig svo illa á höndum umrætt ár að ástæða þótti til að fara á slysadeild. Meðalaldur þeirra var 29 ár. Ef aðrir landsmenn slasast áb'ka oft á höndum og Reykvík- ingar, og árið 1998 er nokkuð dæmigert, þá lætur nærri að um 10.000 lslendingar þurfi árlega að leita sér læknishjálpar vegna handarslysa, eða um 27 að jafn- aði dag hvern. Ríflega 40% áverkanna voru sár, um fimmti hver hafði tognað á hendi, um sjötti hver var með brotin handarbein eða fingur og um sjötti hver marinn á hendi. Algengast var að þeir slösuðu höfðu skorið sig (26%), rekið hendi eða fingur illilega í eitthvað (21%), kramist (15%) og dottið (12%). Langflestir gátu farið heim eft- ir þjónustu slysadeildar en 50 voru svo illa slasaðir að þá þurfti að leggja inn á spítalann og rúm- lega 100 fóru annað en afdrif þeirra voru ekki skráð í skýrslur SHR. - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.