Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 ERLENDARFRETTIR Fujimori hárs- breidd frá sigri MiMl ólga hefur ver- ið í Perú vegna tafa við talningu atkvæða og ásakana uin kosn- ingasvindl. Talning atkvæða eftir forseta- kosningarnar í Perú, sem fram fóru um helgina, hefur dregist töluvert á langinn. I gær benti allt til þess að Alberto Fujimori, sem gegnt hefur forsetastarfinu í áratug, hafi ekki náð hreinum meirihluta. Síðustu tiilur í gær hcntu til þess að Fujimori myndi fá 49,79% atkvæða, sem þýðir að hann var aðeins hárs- breidd frá sigri. Nái Fujimori ekki meirihluta atkvæða, þá fer fram önnur umferð seint í maí eða byrjun júní þar sem kosið verður milli hans og Alejandros Toledos, sem virtist ætla að fá nærri 41 % atkvæða. Seinagangurinn í talningunni og ásakanir um kosningasvindl hafa örugglega aukið stuðning kjósenda við Tuledo til muna, og aflað Fu- jimoris óvinsælda, þannig að sigurlíkur hans í seinni umferð- inni eru nú mun minni en þær voru íyrir kosningarnar, hvort sem það dugir Toledo til sigurs eða ekki. Stuöningsmenn Toledos hafa fjölmennt tugþúsundum saman á útifundi í Lima, höfuðborg Stuðningsfólk Toledos bíður endanlegra úrslita. landsins, til þess að mótmæla meintu kosningasvindli og hrópuðu: „Niöur með einræð- ið“. Mótmælafundir hafa líka verið haldnir víða um landið. Toledo hvatti stuðningsmenn sína til þess að viðhafa „frið- samlegt andóf' gegn Fujimori og efna til allsherjarverkfalls. Toledo Iofaði öflugum mótmæl- um ef úrslitin yrðu þannig að Fujimori hefði sigrað í fyrstu umferð. Jafnt alþjóðlegir sem inn- lendir eftirlitsmenn með kosn- ingunum gagnrýna þær tafir sem orðið hafa á talningu at- kvæða, segja hugsanlegt að brögð hafi verið í tafli og hvetja eindregið til þess að önnur um- ferð verði haldin. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og mörgum Evrópuríkjum taka undir þær kröfur og segjast ekki ætla að viðurkenna úrslitin fái Fujimori sigur í fyrstu umferð. Sjálfur hafnar Fujimori því alfarið að nokkuð hafi verið átt við kosningaúrslitin, en viður- kennir þó „smávægilegar uppá- komur" sem eigi þó ekki að hafa nein áhrif á útkomuna. Síðast þegar kosningar voru haldnar í Perú var talningu at- kvæða lokiö á miðnætti á kosn- ingadaginn og endanleg úrslit hirt strax daginn eftir. HEIMURINN Læknar ljúga BANDARÍKIN - Ný rannsókn bendir til þess að fjórir af hverjum tíu bandarískum læknum ljúgi að tryggingafyrirtækjum um ástand og sjúkdómsgreiningu sjúklinga sinna, eða ýki að minnsta kosti til þess að fyrirtækin borgi fyrir þá læknismeðferð sem læknarnir telja að sjúklingarnir þurfi á að halda. Frá þessu var skýrt í nýju tölu- hlaði tímarits bandarísku læknasamtakanna American Medical Association. Það var siðfræðistofnun læknasamtakanna sem lét gera rannsóknina. Clinton vill hitta Arafat og Barah í maí BANDARÍKIN - Bill Clinton Bandaríkjaforseti stefnir að því að halda leiðtogafund með þeim Ehud Barak, forsætisráðherra Isra- els, og Jasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í næsta mánuði til þess að koma friðarsamningum þeirra á skrið að nýju og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru í vegi fýrir því að tvíhliða ramma- samkomulag um lausn á helstu deilumálum þeirra takist. Israels- menn og Palestínumenn stefna að því að Ijúka gerð slíks ramma- samkomulags fyrir 13. maí næstkomandi, en það samkomulag á að vera grunnurinn að varanlegri lausn á deilum þeirra. Spáir ;i ii knu m hagvexti Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn telur horfurnar í efnahagsmálum heimsins hafa lagast mjög, og spáir nú 4,2% hagvexti aö meðaltali á þessu ári. Það er 0,8 prósentum meira en sjóðurinn spáði í haust. Það eru einkum Evrópusambandsríkin og Bandaríkin sem sjóður- inn telur að standi undir þessum aukna hagvexti. Skaðabætur vegna geislaskaða BANDARÍKIN - BandarísK stjórnvöld hafa fallist á að greiða skaða- bætur til starfsmanna vopnavcrksmiðja sem sýkst hafa af krabba- meini eftir að hafa orðið fyrir geislamengun. I Iver cinstaklingur á að fá jafnvirði um 7 milljóna króna, og að auki eiga þeir að njóta góðs af öðrum aðgerðum sem gripið verður til. Með þessu kúvenda bandarísk stjórnvöld, sem áratugum saman hafa þverneitað að þetta vandamál sé til staðar. Forseti Lettlands segir af sér Andris Skele, forsætisráð- herra Lett- lands, skýrði frá því í gær að hann hafi sagt af sér. Við blasti að Andris Skele. stjórnin myndi falla þegar vantrausts- tillaga yrði borin fram á þjóð- þingi landsins, en Skele kom í veg fyrir þau málalok með því að segja af sér áður. Astæða þessara málaloka eru deilur um einkavæðingu innan stjórnarinnar. Skele rak í síðustu viku efnahagsmála- ráðherrann Vladimir Makarov, og í framhaldi af því mögnuð- ust deilur milli Þjóðarflokks- ins, sem er flokkur forsætis- ráðherrans, og samstarfs- flokksins sem nefnist I þágu föðurlands og frelsis. Skele vildi selja ríkisfyrirtæki fyrir lægra verð en Makarov. Ekki er talið að kosningum verði flýtt, heldur verði ný stjórn mynduð fljótlega með sömu flokkum ásamt þriðja flokknum, Vegur Lettlands, en þá verði nýr forsætisráðherra fyrir valinu. Ekki er búist við öðru en að stefna þeirrar stjórnar verði í aðalatriðum svipuð stcfnu fráfarandi stjórnar, sem lagt hefur áhcr- slu á að Lettland hljóti aðild að bæði Nató og Evrópusam- bandinu. ÍÞRÓTTIR Oddaleikur KA gegn Fram um sæti í úrslitaviðureigninni um Islandsmeist- aratitilinn gegn Haukum fór fram í KA-heimilinu í gærkvöld. Honum var ekki lokið er blaðið fór í prentun. Úrslitakeppnin hefst þriðjudaginn 18. apríl nk. og komi til þess að leiknir verði 5 leikir eru aðrir leikdagar 20., 22., 25. og 27. apnl Þrjá sigra þarf til þess að hampa íslandsmeistaratitlin- um. Myndin er frá fyrsta leik KA og Fram í undanúrslitunum sem fram fór í KA-heimilinu. Erlingur Kristjánsson KA tekur á Framaranum Guðmundi Helga Pálssyni. Jónatan Magnússon hefur nánar gætur á framgangi mála. mynd:brink Óvíst iim Óskar Oskar Armannsson, var langbestur leik- manna Hauka í leiknum gegn Aftureld- ingu á þriðjudagskvöldið ásamt Halldóri Ingólfssyni og skoraði 8 mörk. Hann hélt Haukum við efnið þegar útlitið var hvað dekkst í stöðunni 12-6 fyrir Aftureldingu. Þegar leiktíminn var að renna út varð hann fyrir „árás“ Gintas Galkauskas, sem sá þá einu von í stöðunni til að hindra að Óskar næði að skjóta. Óskar fór haltrandi af velli og við fyrstu skoðun var talið lík- legt að hann yrði ekki meira með Haukum f úrslitakeppninni sem framundan er. Það er auðvitað skarð fyrir skildi hjá Haukum. - GG Óskar Ármannsson. Líniir skýrast í deildarbíkar- keppninni Leiftur frá Ólafsfirði er efstur í A-riðli deildarbikarkeppninar í knattspyrnu með 12 stig, jafn- mörg stig og nágrannarnir frá Dalvík, með sama markamun en fleiri skoruð mörk. Fylkir kemur síðan með 6 stig. Einn leikur fór fram í riðlinum um helgina, þá vann Fylkir lið Víðis í Garði með 3-1 og á mánudag vann Leiftur Létti 5-2 og Dalvíkingar unnu Hauka 1-0 með marki Atla Við- ars Björnssonar. í B-riðli eru Grindvíkingar efstir með 10 stig en síðan koma Reykjavíkurliðin Víkingur með 8 stig og Þróttur með 6 stig. Spútnikliðið Sindri á Hornafirði kemur síðan með 4 stig. Frá fimmtudegi til sunnudags voru leiknir fjórir leikir í riðlinum. Víkingur vann Sindra 4-0, Grindavík vann sameiginlegt lið Hugins-Hattar frá Austurlandi 8-0 eftir að staðan var í hálfleik 2-0, Þróttur og Huginn-Höttur gerðu 2-2 jafntefli og Grindavfk vann Aftureldingu 4-0. Islandsmeistarar KR leiða C- riðil með 11 stig, FH er með 9 stig, Tindastóll er með 8 stig, og Fram með 4 stig. Tindastóll gerði tvö jafntefli um helgina, fyrst 2-2 gegn FH og síðan markalaust jafntefli gegn KR. Framarar, sem hafa verið mjög daprir í vor og leikmenn virkað mjög þungir unnu KS 2-0, en Siglfiröingarnir gerði daginn áður 1-1 jafntefli við Njarðvík- inga. A mánudag unnu FH-ingar Narðvíkinga 5-0. Skagamenn leiða örugglega í D-riðli með 12 stig og hafa ekki tapað leik og virðast vera til alls líklegir í sumar. Stjarnan kemur svo með 9 stig ásamt Skalla- grími. Skagamenn unnu KIB 5-0 á laugardeginum og sama dag vann Stjarnan Selfyssinga 4-3. A sunnudeginum vann Skallagrím- ur Fjölni 5-4. Valsmenn eru efstir í E-riðli með 12 stig, Breiðablik er einnig með 12 stig en Iakari markamun, KA og HK með 4 stig og Þór og Hamar/Ægir með 3 stig. Breiða- blik vann HK 3-1 á fimmtudag og á laugardeginum vann KA Hamar/Ægi 8-0 og HK vann Þór 2-1. Valur vann KA 5-1 á sunnu- deginum og á mánudeginum vann Breiðablik lið Þórs 6-0. I F-riðli eru Keflavíkingar cfstir með 10 stig en Vestmanna- evingar hafa jafn mörg stig en mun lakari markamun. IR er nieð 4 stig og Leiknir Reykjavík með 3 stig. IR-ingar unnu lið Bruna um helgina 6-0 og Kefl- vfkingar og Vestmannaeyingar gerðu stórmeistarajafntefli, 1-1 en bæði þau lið virðast til alls li'k- leg í úrvalsdeildinni í sumar. Þau mætast í Vestmannaeyjum í 4. umferð deildarinnar. LJrslita- keppni deildarbikarsins hefst 1. maí næstkomandi en úrslitaleik- urinn verður laugardaginn 13. maí. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.