Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 2
2 -FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRÉTTIR Miklir auiunarkar á tnngöngu í ESB Alveg ljést ad inn- göngu í ESB fylgja verulegir annmarkar, segir Ari Teitsson for- maður Bændasamtaka íslands. Menn komast ekki að kostum og göllum fyrr en farið er út í formlegar við- ræður segir Kristinn Gylfi Jónsson, foringi svínabænda. Ljóst er að bændur eru ekki ginnkeyptir íyrir aðild Islands að Evrópusambandinu ef marka má viðbrögð forystumanna þeirra. Þeir segja að reynsla Finna og Svía hræði. Bændasamtök Is- Iands hafa fylgst vel með því hvernig bændur í Finnlandi og Svíþjóð fóru út úr því þegar löndin gengu í ESB. Ari Teits- son, formaður samtakanna, segir að afkoma bænda í báðum lönd- unurn hafi versnað og afkoma bænda í Finnlandi væri hörmu- leg. Landbúnaður þar í landi hafí ekki reynst samkeppnisfær. Tekj- ur sænskra bænda væru sagðar einhverjar hinar Iægstu í Evrópu. Þess vegna væri Iítill fengur í því fyrir íslenska bændur að Island gerðist aðili að ESB. „Ég hef að vísu ekki lesið alla skýrslu utanríkisráðherra, enda mikið plagg, en mér sýnist að mjög margt í skýrslunni sé í sam- ræmi við það sem áður hefur verið þekkt varðandi landbúnað- inn. Það kemur í Ijós að opinber stuðningur við sauðfjárrækt hér á landi er síst meiri en í ESB löndunum. Þess vegna mun sauðQárræktin ekki bíða tjón af inngöngu. Hins vegar mun flest annað varðandi landbúnaðinn, verða okkur erfiðara ef við gengj- um í Evrópusambandið. Það er því alveg ljóst að inngöngu fylgja verulegir annmarkar," segir Ari Teitsson. Erfið samkeppni Hann bendir á að landbúnaðar- vöruverð í Evrópusambands- löndunum sé svo lágt að þjóðir sem búa við norðlægar aðstæður, eins og Svíar og Finnar og yrðu að lúta ströngum reglum um gæði og heilbrigði, eigi mjög erfitt með að keppa á þeim verð- um sem eru í Evrópu. Kristinn Gylfi Jónsson, for- maður Félags svínabænda, segist ekki hafa Iesið skýrsluna, nema það sem birtst hafi úr henni í fjölmiðlum. Þess vegna sagðist hann ekki vilja leggja neinn dóm á hana. Hann sagði hins vegar að íslenskir svínabændur væru með sama framleiðslustig og væri í Evrópu. Tölur um framleiðni aukningu og verðlækkun og fleira sl. 15-20 ár sýna það. Hann bendir hins vegar á að finnskir svínabændur hafi ekki farið vel út úr inngöngu Finn- lands í ESB. „Samt vil ég leyfa mér að skoða þetta dæmi allt. Eg veit til að mynda ekki hvort allar greinar landbúnaðar eru settar undir sama hatt. Það er því erfitt að segja til um hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir okkur. Sumir segja að menn komist ekki að því fyrr en farið er út f form- legar viðræður," segir Kristinn Gylfi Jónsson. - S.DÓIi EyþórArnalds. 90 miUjóna , taphjá Islandssíma Islandssími hélt sinn íyrsta árs- fund í gær. Þar kom fram að tap varð á rekstri síðasta ár upp á 90,6 milljónir króna en áætlanir höfðu reiknað með 130 milljóna tapi. Rekstrartekjurnar í fyrra námu 9 milljónum og vaxtatekj- ur rúmar 8 milljónum. Rekstrar- gjöldin voru hins vegar 110 milljónir. lslandssfmi fjárfesti í fyrra fyrir 487 milljónir, aðallega í fjarskiptabúnaði, eða fyrir 377 milljónir. Eigið fé í ársiok nam 270 milljónum króna. I skýrslu Eyþórs Arnalds framkvæmda- stjóra kom fram að markmið Is- landssíma væri að fá ríflega 100 fyrirtæki í viðskipti og 500 millj- óna veltu á fyrsta heila starfsár- inu. Um 13 mUljarða skuldaaukning Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi Samfylkingar sakar bæjaryfirvöld um bókhaldstrikk í fjármálum bæjarins. Myndin er úr Hafnarfirði. Hafnarfjörður á næstu 25 árum. Kostnaður og skuldir eiukaframkvæmda fært í rekstur. Tak- markað svigriim til fjárfestinga. Bjart- sýni. Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega þá stefna bæjaryfirvalda að skuldsetja sveitarfélagið með einkafram- kvæmdum fyrir 13 milljarða á næstu 25 árum án nokkurrar eignarmyndunar. Þarna sé verið að auka skuldimar nær þrefalt miðað við núverandi skulda- stöðu. Það sé því bókhaldstrikk að halda því fram í rammafjár- hagsáætlun 2001 - 2003 að skuldir á hvern íbúa muni lækka úr 272 þúsund í 207 þúsund árið 2003. Það sé vegna þess að allur kostnaður vegna framkvæmda og skuldsetning sé færður inní rekstur. Á sama tíma sé ætlunin að halda sjó £ peningalegum skuldum bæjarsjóðs vegna þess að framtíðarskuldsetningin sé í rekstrinum. Rekstrarútgjöld hækka I rammafjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrir næstu þrjú ár kemur fram að fjárhagslegt svigrúm fjár- festinga verður áfram takmark- að, enda var nettó peningaskuld bæjarsjóðs um 4,4 milljarðar án lífeyrisskuldbindinga 1998. Aætlað er að rekstrarútgjöld sem hlutfall af skatttekjum munu hækka í 84,7% til ársins 2002 en lækka í 81,7% 2003. Þá munu áform um byggingu tveggja nýrra grunnskóla og fjögurra Ieikskóla sem einkaframkvæmd auka ár- lega rekstrarútgjöld sem að öðr- um kosti hefðu komið fram í aukinni fjárfestingu og meiri vaxtakostnaði. Þar kemur líka fram að árlegur kostnaður vegna samninga um leigu og rekstur tveggja grunnskóla og fjögurra leikskóla sem einkaframkvæmd er áætlaður 274 milljónir króna, eða sem svarar til 6,9% af skatt- tekjum þegar þeir verða að fullu komnir í gagnið. Arið 2001 er kostnaður vegna rekstrarleigu áætlaður um 67 milljónir króna og um 218 milljónir árið 2002. Bjartsýni I áætlunni er gert ráð fyrir 2% ár- Iegum hagvexti og að íbúafjölgun verði að meðaltali um 3,5% á ári næstu þrjú árin. Þá sé víða að finna sóknarfæri til að auka tekj- ur bæjarsjóðs. Þar vegur þyngst eftirsóknarverð svæði fyrir íbúða- byggð í Aslandi og á Völlum og svæði undir atvinnustarfsemi í Hraununum og nálægð þeirra við nýtt hafnarsvæði. Einnig má nefna miklar og góðar vatnslind- ir og orkurfk jarðhitasvæði. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður verði rekinn með tekjuafgangi frá og með næsta ári sem nýttur verður til að greiða niöur skuldir. Skatt- tekjur á íbúa munu vaxta í takt við hagvöxt en heildarútgjöld á íbúa fari lækkandi. Þá eru ekki ráðgerðar hækkanir á skattstofn- um. Búist er við að afborganir af lárium verði árlega á bilinu 330 - 370 milljónir. - ÖRH Við pollinn tvöfaldast Veitingastaðurinn Við pollinn við Strandgötu á Akureyri hefur aukið rými sitt verulega og getur nú tekið við um helmingi fleiri gestum en áður, eða um 300 manns. Nýlega var tekinn í notkun nýr salur aust- an við þann gamla og góða sem fengið hefur nafnið Trygggvastofa, og á efri hæðinni hefur einnig ver- ið innréttaður nýr salur sem heitir Uppsalir. Þar verður hægt að bjóða upp á veislur sem ákveðnar eru með nokkrum fyrirvara, en þar verður ekld seldur matur fyrir gesti og gangandi. Framkvæmdastjóri er Haukur Tryggvason. - GG Styrmir Hauksson, sonur Hauks Tryggvasonar framkvæmdastjóra, klippir á borða að viðstöddum föður sinum. mynd: gg Campylobakter á undanhaldi Samkvæmt tilkynningu frá yfirdýralækni hefur Iítil sem engin Campylobakter-mengun greinst í eldi og við slátrun kjúklinga að und- anförnu. Embætti yfirdýralæltnis hefur staðið fyrir auknu eftirliti og sýnatökum af kjúklingum vegna þessa vágests sem Campylobakter er, bæði í eldi og við slátrun alifugla. Einnig hefur verið fylgst með Salmonella og hefur sú baktería ekki greinst við slátrun alifugla í 3 ár. Þau tilfelli Salmonella, sem hafa komið upp, hafa greinst í eldinu sjálfu og þeim hópum þá verið fargað áður en til slátrunar kom. „Þrátt íyrir þetta þá eru neytendur hvattir til að gæta ávallt fyllstu varkárni við meðferð og matreiðslu á kjúklingum og fylgja leiðbeíningum á um- búðum þeirra,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Svik í nafni bágstaddra Óprúttnir einstaklingar hala að undanförnu stundað þann leik að hringja í fólk og þykjast vera að safna fé í nafni Rauða krossins fyrir bágstadda í Mósambik. Rauða krossinum bárust tilkynningar um að hringt hafí verið til fólks í gær og fyrradag og það beðið að gefa upp greiðslukortanúmer í sínta. „Svik sem þessi, sem hér virðast vera höfð frammi, bitna ekki bara á þeim sem gefa óprúttnum rnönnum kortanúmeriri sín, heldur ekki síður á fórnarlömbum hamfara sern reiða sig á aðstoð Rauða krossins þegar neyðin er sem mest. Rauði krossinn hefur tilkynnt mál- ið til lögreglunnar og þeim sem fá svona hringingar á næstu dögum er bent á að hafa santband við hana,“ segir í yfirlýsingu frá Rauða kross- inum. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.