Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Leeds - Arsenal í úrslit? Þjálfari Leeds, David O Le ary, neitar að vonir Leeds um að komast í úrslitaleik- inn á Parken í Kaupmanna- höfn 17. maí sénhrostnar þrátt fyrir 2-0 tap gegn Galatasary í fyrri leiknum. Seinni leikur Leeds og Galatasary í Evr- ópubikarkeppninni fer fram á Elland Road í Leeds á skírdag, 20. apríi nk. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill fá nánari upplýsingar um öryggisgæslu og fleira áður en ákveðið yrði hugsanlega að banna áhangendum tyrkneska liðsins að fylgjast með leiknum. Akvörðunar UEFA er að vænta í dag. UEFA óttast að upp úr sjóði þegar Tyrkirnir mæti á Elland Road, og vill fá vissu fyrir að öryggi þeirra verði tryggt. Einnig kann að verða heitt í kolun- um ef áhangendurnir mæta til Leeds án þess að fá aðgang að Ellan Road. Ástæðan er morð á tveimur áhangend- um Leeds í Istanbul í Tyrklandi fyrir fyrri ieik liðanna þar í iandi. UEFA fékk kröfu frá stjórn Leeds og Enska knattspyrnu- sambandinu strax eftir leikinn á Ali Samy Yen-Ieikvanginum í Tyrklandi 6. apríl sl. þess efnis að áhangendum Galatasary yrði meinaður aðgangur vegna þeirra til- finninga sem hugsanlega fengju útrás hjá breskum áhorfendum þegar þær sæju Tyrkina. UEFA hefur þegar krafist þess að að stjórn Galatasary hætti sölu á þeim 1.700 aðgöngumiðum sem komu í hlut tyrkneska Iiðsins. Þjálfari Leeds, David O'Leary, neitar að vonir Leeds um að komast í úrslita- leikinn á Parken í Kaupmannahöfn 17. maf nk. séu brostnar þrátt fyrir 2-0 tap gegn Galatasary f fyrri leiknum. O'Leary telur að Tyrkjunum hafi verið færð mörk- in tvö á silfurfati sem skoruð voru af Hak- an Súkúr og Brasilíumanninum Capone. Arsenal vann franska liðið Lens á Hig- hbury 1-0 í hinni undanúrslitakeppninni með marki Bergkamps, en seinni leikur- inn fer fram 20. apríl í Frakklandi. - GG Leikmaður Leeds, Lee Bowyer, hefur betur í viðureign við Arif Erdem, leikmann Galtasary í leik liðanna á Ali Sami Yen 6. apríl sl. Ótrúlega mtkill snjör á skí ð as væ ðimuin Nú helur snjó löngu tekið upp í þéttbýli, en á skíðasvæðum Reykjavíkurborgar er enn ótrú- lega mikill snjór þrátt fyrir hlýj- indakaflann um daginn. I Skála- felli er nú meiri snjór en verið hefur síðastliðin tíu ár og í Blá- fjöllum er jafn mikill snjór og um miðjan vetur í meðalári. Margir halda að skfðatímabilið sé búið, en það er öðru nær því þetta er einmitt besti tíminn til að vera á skíðum, orðið bjart langt fram á kvöld og góðar líkur á góðu veðri. Þegar hlýnar á ný eftir þetta kuldakast, þá eiga starfsmenn á skíðasvæðunum nú tromp upp í erminni, en það er ný aðferð við að „frysta brckkurnar". Áburðar- dreifari fullur af salti er settur framan á troðara, sem síðan keyrir um brekkurnar og blandar saltinu saman við snjóinn í leið- inni. Svigbrautir hafa áður verið frystar „handvirkt" fyrir skíða- mót, en þá hefur það aðeins ver- ið takmörkuð svæði. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem brekkur lyrir almenning eru „frystar" og er almenn ánægja með þessa tilraun meðal skíða- manna. I gær var meiriháttar veður til að fara á skíði í Bláfjöll- um, Skálafelli og Hengilssvæð- inu, og er útlitið gott fyrir næstu daga og helgina framundan. Skíðasvæðin eru opin til tfu á kvöldin. - GG Isfirðmgar sigursælir Fannar Gíslason, BreiöabiiM, sigraöi í stórsvigi 13 til 14 ára drengja og alpa- tvíkeppni. Unglingameistaramót íslands var haldið á Isafirði um helgina. 1 svigi 13 til 14 ára stúlkna sigraði Elín Arnarsdóttir Ármanni en í drengjaflokki Kristinn Ingi Vals- son Dalvík. í svigi 15 til 16 ára stúlkna sigraði Eva Dögg Ólafs- dóttir Akureyri, en í drengjaflokki Ingvar Steinarsson Akureyri. I stórsvigi 13 til 14 ára sigraði Ás- laug Eva Björnsdóttir Akureyri í stúlknaflokki en Fannar Gfslason Breiðabliki í flokki drengja. I stórsvigi 15 til 16 ára sigraði Arna Arnardóttir Akureyri í flokki stúlkna en Bragi S. Oskarsson í flokki drengja. I alpatvíkeppni 13 til 14 ára sigraði Iris Daníelsdótt- ir Dalvík, en í flokki drengja Fannar Gíslason Breiðabliki. I alpatvíkeppni 1 5 til 16 ára sigr- aði Arna Arnarsdóttir Akureyri en Ingvar Steinarsson í flokki dreng- ja-, I göngu 13 til 14 ára með frjál- sri aðferð sigraði Elsa Guðrún Jónsdóttir Olafsfirði í flokki stúlkna en Hjörvar Maronsson í flokki drengja. 1 göngu 15 til 16 ára með frjálsri aðferð sigraði Katrín Árnadóttir ísafirði en Jak- ob Einar Jakobsson í flokki drengja. I boðgöngu stúlkna 13 til 16 ára, 3 x 3,5 km, sigraði A- lið ísfirðinga, Akureyringar voru í 2. sæti og B-lið Isfirðinga í 3. sæti. I sigurliði Isfirðinga voru Eygló Valdimarsdóttir, Oddný Kristín Kristbjörnsdóttir og Katrín Árnadóttir. I boðgöngu drengja, 3 x 3,5 km, sigraði lið Is- firðinga, lið Akureyringa í 2. sæti og Olafsfirðingar í 3. sæti. Sigur- sveit Isfirðinga skipuðu Einar Birkir Sveinbjörnsson, Markús Þór Björnsson og Jakob Einar Jakobsson. - GG Meiming og æska á Laugardals- vellií júní íslensk ungmenni hvött til þess að vera virkir þátttak- endur á mótinu Kultur og ungdom, t.d. með þátttöku í setningarhátíð á Laugar- dalsvelli, fatahönnunnar- keppni, karaokekeppni og íþróttum. Dagana 21. til 28. júní nk. koma 3000 ungmenni til lslands frá Norðurlöndunum, 14 ára og eldri, og skemmta sér saman í heila viku undir kjörorðunum „Menning & æska“. Einnig er gert ráð fyrir um 1000 innlend- um þátttakendum. Kultur & ungdom eða „Menn- ing & æska", er ungmennamót á vegum Norrænna samtaka um ungmennastarf, NSU, sem eru félagasamtök 1 5 norrænna ung- mennasamtaka með samtals yfir tvær milljónir félagsmanna. Ungmennafélag Islands ber ábyrgð á framkvæmd mótsins, sem nýtur stuðnings íslenska rík- isins, Norrænu ráðherranefndar- innar, Reykjavíkurborgar og Flugleiða en auk þess er Kultur og ungdom innan dagskrár Reykjavíkur menningarborgar Evrópu. Hugmyndin er að fá ís- lensku þátttakendurna til að vera virkir á mótinu, t.d. með þátt- töku í setningarhátíð á Laugar- dalsvelli, fatahönnunnarkeppni, karaokekeppni og íþróttum en keppt verður m.a. í fótbolta, handbolta, körfubolta, blaki, seglbrettasiglingum, badminton og frjálsum íþróttum. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.