Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 13.04.2000, Blaðsíða 6
6 -FIMMTVDAGUR 13. APRÍL 2000 ÞJÓÐMÁL JMmur Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON RitStjÓri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: aoo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(KJ563-1615 Amundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páil Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Borgarafundur í fyrsta lagi Gríðarleg þátttaka almennings á Akureyri í almennum borg- arafundi um fíkniefnamál í fyrrakvöld hefur vakið athygli um land allt. Augljóslega er Akureyringum brugðið við þá óheilla- þróun sem orðið hefur í fíkniefnamálum í bænum og svo virð- ist sem allur almenningur sé ekki tilbúinn til að gefa bæinn eftir baráttulaust. Miklar einfaldanir gefa sjaldnast rétta mynd af veruleikanum, en í fíkniefnamálum eru átakalínurnar óven- ju skýrar, baráttan er milli góðs og ills, milli heilbrigðrar upp- byggingar og eyðileggignar fíkniefnanna, milli lífs og dauða. 1 öðru lagi Og það er mikið lagt undir, því baráttan stendur um börnin okkar. Tryggvi Gíslason skólameistari í MA orðaði það eitthvað á þá leið á borgarafundinum að lögbrjótar og misyndismenn kæmust upp með að eitra fyrir börnum. Það eru orð að sönnu. Og þessi gamalreyndi skólamaður benti líka á að ungu fólki er eðlilegt að vilja skemmta sér og því þarf að bjóða því upp á val- kost í þeim efnum, aðra menningu en ómenningu vímunnar. Á sömu nótum talaði unga fólkið á fundinum. En vandinn er flókinn og þrátt fyrir að samfélagið geti ýmislegt gert, eru það fyrst og síðast mikil og traust tengsl og samskipti foreldra og barna sem skipta sköpum. í þriðja lagi Þó ástandið á Akureyri sé slæmt, er engin ástæða til að ætla að það sé í grundvallaratriðum frábrugðið því sem er annars stað- ar á landinu. A Akureyri er samfélagið hins vegar að snúast til varnar og fær stuðning víðs vegar að, samanber yfirlýsingu dómsmálaráðherra um stuðning ríkisstjórnarinnar við sérstakt tímabundið átaksverkefni. Borgarafundurinn hefði þess vegna getað verið í Reykajvík eða á Reyðarfirði. Aðalatriðið er að í þessari baráttu eru allir uppalendur samherjar óháð því hvar þeir eru. Brýnt er nú að starfið falli ekki niður og því frum- kvæði sem tekið hefur verið verði fylgt eftir - á Akureyri og annars staðar. Birgir Guðmiuidsson Þjóölegu geniu Það er nú meira hvað unga kynslóðin er þjóðleg þótt reynt sé að ala hana upp í nú- tímalegum hugsunarhætti. Garri sá sér til mikillar gleði í Degi í gær að ný könnun hef- ur staðfest að þjóðlegar hefð- ir, innræting aldanna, lifir enn góðu Iífi hjá unga fólk- inu. Þar vísar Garri til fréttar Dags um könnun sem gerð var á skoðunum ungs fólks á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum, en þar koma fram viðhorf þeirra sem eiga að erfa löndin þrjú til lífsins og til- verunnar. Og á meðan upp- vaxandi kynslóð í Færeyjum trúir á sinn Guð og engar refj- ar, þá halda ungir Islendingar sig við að trúa á drauga! Varla er hægt að finna neitt sem á sér lengri og ríkari sögu í £s- lensku þjóðlífi og menningu en einmitt draugana. Hver væru til dæmis hin dramat- i'sku örlög Grettis án Gláms? I augum nútímamannsins væri hann bara venjulegur ruddi, líklega einna helst nothæfur sem handrukkari nú á döguin. Eintóm hamingja Þannig hefur trúin á draug- ana stórlega auðgað íslenskar bókmenntir og menningu og þjóðlíf almennt. Þess vegna er gott til þess að vita að unga draugatrúnni. En það er reyndar ýmislegt fleira sem sker íslensk ung- menni frá jafnöldrum sínum í Færeyjum og á Grænlandi samkvæmt frétt Dags af þess- ari þriggja landa könnun. Þannig er augljóst að unga fólkið hefur einnig erft þá hefðbundnu trú Iandans að vinnan sé alfa og omega lífs- ins, en því mun öðruvísi farið hjá fær- eyskum ung- mennum. Enda virðist mikill fjöldi þeirra horfa til Danmerk- ur sem íyrir- heitna lands- ins! Svo kemur líka í ljós að íslenskir ung- lingar eru manna mest á móti því að hafa eiturlyfjaneytendur, of- drykkjufólk og afbrotamenn sem nágranna. Það flokkast væntanlega undir almenna skynsemi að vilja ekki hafa slíka þrjóta í næsta nágrenni, en fullyrt er að þeir færeysku hafi minnst við það að at- huga. Á heildina litið virðast ís- lensku ungmennin koma vel út úr þessari könnun. Hirtar þjóðlegu hefðir og gildismat sem setur vinnuna í öndvegi er enn í genum íslensku þjóð- arinnar. Og svo eru allir líka ofboðslega hamingjusamir í þessari hestu veröld allra ver- alda. GARRI Unga fólkið er þjóðlegt og hamingjusamt. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skr/far Af aks turs ófriö armönnum Er 8,5 milljóna. hr. hostnaðurvið endurhæt- ur á shrifstofu og geið sérsnyrtingar dóms- málaráðherra eðlilegur? Guðnín Ögmundsdóttir þ ingmaðtir SamJylkingarínmr. „Ég trúi ekki öðru en ein- hverjar um- fangsmeiri fram- kvæmdir séu þarna að baki, en bara endur- bætur á skrifstofu og gerð sér- snyrtingar fyrir Sólveigu. Nema þá að það séu gullkranar á vask- inum. Ég vara við því ef menn ætla að hafa þessa umræðu á lágu plani og ég minni líka á að í Báðhúsinu og í raunar öllum nýjum byggingu sem verið er að hanna er sér snyrting til staðar og engum þykir slíkt óeðlilegt - þó svo að hér í þinginu sé ein- staklega slæm aðstaða. Þinghús- ið er byggt árið 1881 og klósett- ið er lítil hola undir stiga." „Tvímæla- laust, og þetta hefði verið eðli- legur kostnaður við sér- snyrting- una eina. Ég get ekki hugsað mér subbulegan dóms- málaráðherra." Iljáliaar Arnason þingmaðurFramsókmiflokks. „Ég hef ekki kynnt mér salern- isþörf dómsmála- ráðuneytis- ins og get því ekki lagt mat á þetta.“ Flosi Ólafsson leikarí. Friðsæl þjóð á norðurhjara á bágt með að skilja þá heift og úlfúð sem leiðir af sér endalaust argaþras sem oftar en ekki stig- magnast og endar í mannvígum á stöðum á borð við Balkan, Bcirút og Palestínu. Og við segj- um auðvitað: Það gerist aldrei hér. Og líkast til er það rétt að deilur og krytur á Islandi eiga ekki eftir að enda í þeim hörm- ungum sem menn hafa upplifað á hefðbundnum ófriðarsvæðum heimsins. En það er ekki af því að við séum eitthvað betur af guði gerð en bræður okkar og systur í Balkan og Beirút, heldur af því að við höfum nóg að bíta og brenna, erum sæmilega upp- lýst og eigum engan sameigin- legan óvin sem ásælist gögn vor og gæði. Genetískir óMðarseggir En við erum auðvitað jafn miklir genetískir ófriðarseggir og aðrir. Það segja Islendingasögurnar okkur, sem fjalla mestan part um úlfúð og argaþras sem jafnan leiddi til slagsmála og jafnvel mannvfga á mannamólum. Yms- ir eru þó á þeirri skoðun að ófrið- argen íslendinga séu nú svo út- þynnt oröin að þau dugi ekki lengur til hetju- dáða á borð við þau sem forfeð- urnir iðkuðu með morgun- matnun. En er það í rauninni svo? Eimir ekki enn eitthvað eftir af þeirri sund- urþykkju og ósáttvísi sem ein- kenndi Sturlungaöldina? Ef marka má fréttir síðustu daga þá ríða sem sé enn hetjur um héruð. Eða kannski ekki rétt að segja að þær ríði, heldur þeysa þær á vélsleðum, burra á rallýbílum og hendast um á tor- færutröllum. Gullaldarhetjurnar endurbornu, arftakar Egils, Skarphéðins og Gunnars á Hh'ð- arcnda, eru sem sé svokallaðir akstursíþrótta- menn. Drifskafta- stríö Frásagnir fjöl- miðla af aksturs- íþróttamönnum eru nefnilega fullboðlegt efni í íslendingasögur hinar síðari. Magnaðar deilur á vélsleðamóti á Akureyri þar sem laganna vörð- um var sigað á véfréttamann eft- ir að skeyti gengu á milli manna og hnútur flugu uni borð. Illindi í Olafsfirði þar sem innfæddir sleðagarpar þeystu um bæinn í óhelgi æðstaráðs slcðafólksins og Iögreglan Iét gott heita en mun væntanlega fá hágt fyrir áður en yfir lýkur. Andstæðar fylkingar akstursíþróttamanna standa algallaðar og tilbúnar 1' slaginn. Að vísu hefur aðeins verið tek- ist á með orðum til þessa. En hér er auðvitað í gangi klassísk stig- mögnun sem hugsanlega leiðir til átaka þar sem barist verður með hvassbrýndum drifsköftum, ofanaáliggjandi knastásum og neytt hestaflsmunar í hvívetna. Auðvitað kemur ekki til mann- víga í yfirvofandi orrahríð, en engu að síður er nauðsynlegt að leysa málið áður en í óefni er komið. Þjóðin á heimtingu á því að samgönguráðherra beini aksturs- ófriðarmönnum inn á réttar brautir og finni sáttaleiðina. Sigríöur Dóra Sverrisdóttir menningarfrömnðnráVopnafirði. „Ég er ekki sérfræðing- ur um kostnað vegna við- halds eða endurbóta á opinber- um bygg- ingum. Glöð myndi ég selja dómsmála- ráöuneytinu húsið mitt fyrir átta og hálfa milljón, en ég veit að einsog fasteignamarkaðurinn hér fyrir austan er í dag þá fengi ég ekki svona ríflegt fyrir húsið sem er 104 fermetrar - plús 40 fermetra bílskúr. Það vekur at- hygli að þessi kostnaður sem nefndur er kemur aðeins til vegna endurbóta á salerni Sól- veigar, þannig að ég segi ekki annað en að dýr myndi Hafliði allur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.