Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 4
LEIKFELAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ ATHUGIÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HEL- GAR Stóra svið: Kysstu mig Kata 9. sýn 15/4 kl. 19:00 uppselt, sun 16/4 kl. 19:00 uppselt, fim 27/4 kl. 20:00 uppselt, fös 28/4 kl. 19:00 uppselt, lau 29/4 kl. 19:00 uppselt, sun 30/4 kl. 19:00 örfá sæti laus, fim 4/5 kl. 20:00 laus sæti, fös 5/5 kl. 19:00 uppselt, lau 6/5 kl. 19:00 örfá sæti laus, sun 7/5 kl. 19:00 laus sæti, Afaspil Höf. og leikstj.: Örn Árna- son Sun 16/4 kl. 14:00 nokkur sæti laus Sun 30/4 kl. 14:00 nokkur sæti laus Síðustu sýningar Leitin að vísbendin- gu um vitsmunalíf í alheiminum Eftir Jane Wagner Lau 15/4 kl. 19:00 örfá sæti laus Lau 29/4 kl. 19:00 Fös 5/5 kl. 19:00 ÍSLENSKI DANS- FLOKKURINN Diaghiev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich Tónlist eftir Bryars, Górecki, Vine, Kancheli. Lifandi tónlist: Gusgus. Lau 29/4 kl. 14:00 Síðasta sýning Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta i Sími 568 8000 Fax 568 0383 Hi/að er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar 6 netfangi, í sfmbrófi eða hringdu. ritstjori@dagur. is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. Damtr Áskriftarsimínn sr BOO-70M LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Ðagur Höfundar Pulitzers Það er harla óvenjulegt að fyrsta smá- sagnasafn rit- höfundar fái ein eftirsóttustu bókmenntaverð- laun Bandaríkj- anna, þau sem kennd eru við blaðakónginn Joseph Pulitzer. Svo fór þó í vik- unni; skáldkon- an Jhumpa Lahiri fékk Pulitzer- inn fyrir „Interpreter of Mala- dies: Stories" - en sú bók er safn níu smásagna sem flestar höfðu reyndar birst áður í tímaritum á við The New Yorker. Lahiri er 32 ára, af indversk- um ættum, fædd í London en alin upp á Rhode Island í Band- ríkjunum. Hún hefur kennt bókmenntir í heimabyggð sinni og við háskólann í Boston, en einbeitir sér nú að ritun fyrstu skáldsögunnar. Lahiri er enn eitt dæmið um hversu góðum árangri rithöfundar, sem alast upp í Bretlandi eða Bandaríkj- unum en eiga rætur að rekja Asíu, hafa náð á undanförnum árum ! hinum vestræna heimi. Smásögurnar fjalla flestar um Indverja sem eru ýmist búsettir á Indlandi eða ínnflytjendur í Bandaríkjunum. Lahiri hefur fengið mikið Iof fyrir snjalla uppbyggingu smásagnanna og agaðan frásagnarmáta. Hún kveðst smám saman vera að ná betri tökum á því að fjalla um bandarfskt fólk f sögum sínum. Ljóð og leikrit C.K. Williams fékk ljóðaverð- laun Pulitzers að þessu sinni fyrir „Repair“ - en þar er á ferð- inni áttunda ljóðabók höfundar- ins sem nú er 62 ára. í verkum sínum þræðir hann einstigi á milli bundins máls og óbund- ins. Ljóðh'nurnar eru oft langar BÓKA- HILLAN Elías Snæland Jónsson ritstjóri án þess að vera beinlínis prósi. Viðfangsefni Ijóðanna er eink- um umhverfið, náttúran. Willi- ams er háskóla- kennari að aðal- starfi; kennir nemendum í Princeton leynd- ardóma skáld- skaparins. L e i k r i t i ð „Dinner With Friends“ ávann höfundi sínum, D o n a I d M a r g u 1 i e s , Pulitzer ársins íyrir leikhúsverk. Margulies, sem er 47 ára, segir verkið vaxið út frá vissum at- burðum í einka- lífinu. Þar er fjallað um tvenn hjón á miðjum aldri. Þeim finnst að líf þeirra allra sé í föstum skorðum og telja vinafólkið ham- ingjusamt í hjónabandinu. Það hristir því heldur betur upp í heimi leiksíns þegar önnur hjónin skýra frá því að þau ætli að skilja. Ævisaga Veru Ahugamenn um bókmenntir hafa sýnt ævisögunni sem fékk Pulitzerinn f ár mikill áhuga. Hún heitir „Vera (Mrs. Vladimir Nabokov)" og er eftir Stacy Schiff - en hún vakti athygli fyr- ir nokkrum árum með ágæta ævisögu Antoine de Saint- Exupery. Eins og nafnið bendir Allt frá því þau giftust árið 1925 og }>ar til hún lést 1991 snerist líf hennar eingöngu um Nabokov og ritstörf hans. Þegar hann var að byrja í Berlín sá hún um að framfleyta þeim. Áratugum saman annaðist hún öll samskipti hans við útgefendur og flesta þá aðra sem áttu við hann erindi. Þeg- ar hann gerðist kennari við há- skóla f Bandaríkj- unum sá hún um rannsóknarvinnu vegna fyrirlestra hans, vélritaði þá og flutti reyndar stundum líka í hans stað. Allt var gert af hennar hálfu til að vern- da eiginmanninn og tryggja honum frið til að skrifa. Pulitzerinn fyr- ir sagnfræði féll að þessu sinni í hlut John W. Dower, sem er 65 ára og prófessor við MIT-háskól- ann. Verðlauna- bókin nefnist „Embracing Defeat: Japan in the Wake of World War 11“ og lýsir ótrúlegri endurreisn Japana eftir síðari heimsstyrjöldina. Þeir höfðu þá átt í stríði í fimmtán ár. Meira en helmingur allra borga lands- ins var rúst. Samt tókst á nokkrum árum að byggja upp gjörbreytt samfélag. Hvernig er rakið í verð- m. Fyrsta smásagansafnið fékk Pulitzer. Ævisaga Veru Nabokov. Verðiaunabók um endurreisn Japans. „ Repair“ - áttunda ijóðabók Williams. til er þessa saga eiginkonu Nabokovs sem heimsfrægur varð fyrir skáldsöguna um Lolitu árið 1958. Bókin er að hluta til byggð á nýjum gögn- um, svo sem dagbókum Veru og bréfum fjölskyldunna. Nabokov sagði eitt sinn að án konu sinnar hefði hann aldrei skrifað eina einustu skáldsögu, og ævisagan rennir styrkum stoðum undir þá fullyrðingu. það var gert launabókin Óvenjuleg skemmtun KVIK- Being John Malkovich Aðalleikarar: John Cusack, Cameron Diaz, Catherine Keener og John Malkovich. Handrit: Charlie Kaufrnan Leikstjóri: Spi- Sýningarstaður: Háskólabíó Það er vissulega rétt að sögu- þráður í kvikmyndum gerist ekki öllu frumlegri en Being John Malkovich. John Cusack leikur þar strengjabrúðumann sem finnur á bak við skjalaskáp í vinnu sinni göng sem íiggja að heila leikarans John Malkovich. í framhaldinu gerast síðan hin- ir ótrúlegustu hlutir og vesal- ings Malkovich verður eins konar strengjabrúða hóps sem vill ólmur komast í heila hans. Þessi mynd er full af gráu gamni og fáránleikahúmor sem er þegar best lætur alveg yndis- legur. En á köflum gengur hasarinn ekki upp, lætin verða full mikil eins og þegar krökk- um er sleppt laus-,m í barnaaf- mæli. Reyndar finnst mér með þessa mynd eins og svo margar kvikmyndir samtímans að teygt sé um of á efninu. Myndin hefði grætt á um það bil tuttugu mínútna styttingu. Ég verð að viðurkenna að mér fannst John Cusack fremur þreytandi og karakterlaus í að- alhlutverkinu og af leikurunum stóð hann sig sýnu verst. Catherine Keener var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir Ieik sinn í myndinni en sýnir engin sérstök tilþrif. Cameron Diaz kemur hins vegar verulega á óvart í tilfinningaríkum leik sem eiginkonan sem verður óvænt ástfangin af konu og hefði miklu fremur en Keener átt skilið tilnefningu. Diaz er reyndar næstum því eins og í dulargervi í þessari mynd og það tók mig langan tíma að þekkja hana. John Malkovich leikur sjálfan sig af húmor og hæðni og brillerar. Atriðið er þegar hann fer í gegnum göngin og inn f heilabú sitt var hreint kostulegt. Hið sama má segja um heimildarmyndina um Mal- kovich sem sett er inn í kvik- myndina en þar kemur Sean Penn fram í sérlega fyndnu at- riði. Being John Malkovich er mjög óvenjuleg mynd og þar er margt ákaflega vel gert. Þeir sem hrifnastir eru af þessari mynd halda ekki vatni en ég held líka að einhver hópur áhorfenda muni verða ráðvilltur undir sýningu á henni svo mik- ið gengur á. Þetta er öðruvísi mynd og alls ekki við allra hæfi. Ég er ekki eins hrifin og þeir sem hrifnastir eru en mér finnst myndin býsna góð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.