Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA
30 - LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
Ttoptr
Um þó nokkra hríð
hefur það verið tíska
að vera með pinna,
hring eða annað
skraut í aðskiljan-
legustu líkamspört-
um, eyrnarsnepli,
augabrúnumr,
tungubroddi, nafla
eða jafnvel kynfær-
um. Ýmsar hættur
geta verið samfara
svona aðgerðum.
„Þegar verið er að gera göt
fyrir, til dæmis eyrnarlokka,
þá er sárið opið og blóðugt
þar til það grær og stundum
Ýmsar hættur eru því samfara að fá hring í naflann ef ekki er farið variega. Hjá iand-
læknisembættinu fengust þær upplýsingar að fólk hafi fengið ýmsar sýkingar í kjölfar
svona aðgerðar, þar sem gert er gat i húð.
hann. Gullsmiðir hafi
verið að gera göt í eyru
fólks í tengslum við sölu
á skartgripum en lítið eft-
irlit sé haft með því. Arný
segir að sömu aldurstak-
mörk gildi um starfsleyfi
til götunar og húðflúr.
Það sé dómgreindar-
skortur að húðflúra eða
gata börn, þar sem þau
bera þess merki alla ævi.
Þetta er eftir allt saman
tískufyrirbrigði og eftir
nokkur ár fari það úr
tísku að vera með gat í
naflanum.
Verslunin Hókus Pók-
us á Laugaveginum í
Reykjavík hefur leyfi til
þess að gera göt í húð
fólks. Einar Arnarsson,
afgreiðslumaður í versl-
unninni, segir að þar séu
í gildi strangar reglur um
SMÁAUGLÝSINGAR
HEILSA
Vertu með í heilsuátaki!
Losaðu þig við vetrarslen og þreytu og aukakílóin í
leiðinni. Sjálfstæðir Herbalife dreifendur. Ragnhildur
og Kristján. Símar 453 7015 og 897 7822 agga@vor-
tex.is
Frábær vara! Aukakílóin burt.
Ég missti 11 kg á 9 vikum. Betra útlit, bætt heilsa,
meiri orka.
Hafðu samband.
Stefanía 453 5665 GSM 862 6193
Biddu um það sem þú vilt.
Biddu um hjálp, biddu um ráðleggingar og hugmyndir
- en vertu aldrei hræddur um að biðja um hjálp.
Guðmundur, sími 899 4662
Aukakílóin burt!
Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri. Ég missti 7
kg. á 5 vikum. Síðasta sending seldist strax upp.
Frábær vara sem vinnur á appelsínuhúð. Persónuleg
ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. íris 898 9995,
iris@mmedia.is Visa/Euro
INTERNET
Hefur þú áhuga á að taka þátt í stæðsta viðskita-
tækifæri 21. aldarinnar í gegnum INTERNETIÐ.
Árið ‘98 velti internetið 7 billjónum $
Árið ‘99 velti internetið 200 billjónum $. Ensku
kunnátta nauðsvnleg. Uppl. á
www.Iifechanging.com
Hafðu samband við mig
ef þig vantat vörur. Lilja Stefánsdóttir, sjálfstæður
Herbalife dreifiaðili. (visa/euro) vs. 462 4123 hs. 462
3450 GSM 695 1293
fær fólk sýkingar á svæðið. Það er spurn-
ging um að vera alltaf vakandi fyrir hætt-
unni af sýkingum," segir Vilborg Ingólfs-
dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlækn-
isembættinu.
Vilborg segir að engar reglur gildi um
götun en embættið hafi sett reglur um
húðflúr og þeir sem stunda slíkt eiga að
vera undir eftirliti varðandi hreinlæti. Þar
segir að afla beri samþykkis Landlæknis
áður en heilbirgðisnefnd veitir leyfi til
reksturs húðflúrstofu og ekki megi flúra
einstakling undir 18 ára aldri, nema fyrir
liggi skriflegt samþykki frá foreldri eða
forráðamanni. Reglurnar gera ráð fyrir að
á stofunum skuli gaett ítratasta hreinlætis
og smitgátar, notaðar einota nálar, húð-
flúrarinn skuli þvo hendur sínar vandlega
og nota einota hanska við starf sitt. Auk
þess er þeim sem flúraður er gert að und-
irita yfirlýsingu þess efnis að honum hafi
verið gerð grein fyrir því að um sé að ræða
varanlega breytingu á húð. Húðflúrstofur
eru háðar eftirliti heilbrigðisnefnda á við-
komandi stað og nefndir veitir leyfi fyrir
rekstri slíkrar stofu. Húðflúr og Iíkamsgöt-
un er svo alvarlegt mál að Blóðbankinn
hefur það í reglum sínum að þeim sem
hafa nýlega Iátið gera göt í húðina á sér
eða tattóverað sig er bannað að gefa blóð
og er þetta vegna hættu á Iifrarbólgu eða
alnæmissýkingu.
Fólk gæti sín sjálft
„Fólk verður sjálft að taka ábyrgð á eigin
líkama og gera sér grein íyrir því að það
hefur fulla heimild til þess að ganga út ef
því líst ekki á aðstæður. Það er varasamt
að láta einhvern flúra sig, sem hefur ekki
til þess tilskilin leyfi,“ segir Arný Sigurðar-
dóttir, heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík. Hún
segir að heilbrigðiseftirlitið vari við því að
fólk láti flúra sig í heimahúsum, og segir
alltaf vera smithættu, en stofurnar eigi
ekki aðeins að sótthreinsa búnaðinn sem
notaður er heldur eigi að dauðhreinsa
hreinlæti. Nálarnar sem notaðar séu til
götunar séu einnota, svæðið þar sem gatið
sé gert sé sótthreinsað áður en aðgerðin sé
gerð. Fólki sé bent á að hirða vel um gat-
ið og þvo það tvisvar á dag í tvær vikur,
með eyrnapinna vættum í sótthreinsandi
lausn, og mælir Einar með svokölluðu
Clorhexedíni sem sé til í apótekum, en
ráðleggur fólki frá því að nota alkóhól, eða
próbanól. Ef gatið er í tungunni er fólk
fyrst látið sótthreinsa munninn með
munnskoli og síðan mælst til þess að það
skoli á sér munninn þegar heim er komið.
Hann segir að stundum komi ígerð í sárið
en þá eigi fólk að koma í búðina til sín og
fá ráð, stundum sé málið það alvarlegt að
leita þurfi til læknis en það sé sjaldgæft.
„Það hreinlæti sem við höfum hérna er
eitt, síðan er annað hvernig fólk hegðar
sér þegar það kemur heim til sín. Það er
mjög mikilvægt að fólk gæti sín sjálft,“
segir Einar.
-PJESTA
INTERNET-HRAÐLESTIN
MEÐ FYRIRTÆKIÐ OKKAR UM BORÐ HYGGUR Á
HNATTFERÐ. Ef þú átt tölvu, þá eigum við
farmiðann. Vilt þú koma með í stórkostlegustu
viðskiptaferð nýrrar aldar? Hafðu samband við
Stefán og Sólveigu sjálfstæða HERBALIFE-
dr.aðila. S. 461- 4161 899-9192 stef@simnet.is
Er offita og næringatengdir
sjúkdómar stærsta heilbrigðisvandamál á nýrri öld?
Eiga Islendingar feitustu börn í Evrópu? Hundruð
Islendinga hafa verið að ná frábærum árangri á
síðustu árum. Vertu einn þeirra og komdu þér í þitt
rétta líkamsform. Hringdu og ég aðstoða þig
samkvæmt þínum þörfum. Aðhald og 100% trún-
aður. Takmarkaður fjöldi. Visa/Euro Sími 462-1458
Jóhanna
Ertu að missa vitið?
Viltu grennast á auðveldan og fljótlegan hátt. 100%
nátturulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Snjólaug
og Gunnar. Simi 483 4699 og 695 5677, sendum
frítt í póstkröfu. Visa/Euro. E-mail
gunnarmagg@islandis.is
www.richfromnet.com
Að byrgja brunninn
Þessa dagana er
mikið ritað og
rætt um hina
svokölluðu neyð-
argetnaðarvöm
eða eftirápillu
eins og sumir vilja
frekar kalla hana
(þær). Umræðan
snýst um ýmis
praktísk og sið-
ferðilega spurs-
mál svo sem að-
gengi að Iyfinu og það hvort ung-
lingsstúlkur eigi að geta fengið það
án þess að hringt sé í mömmu og
pabba og ljóstrað upp um að litla
englabamið sé farið að hafa kyn-
mök.
Umboðsmaður barna, Þórhildur
Líndal, túlkar lögin sem svo að
hafi stúlka náð 14 ára aldri sé heil-
brigðisstarfsfólki ekki skylt að láta
foreldra vita um beiðni hennar.
Húrra húrra húrra?! Hugsið ykkur
bara að vera 14 ára rétt að byija að
dýfa tánum í djúpulaug unaðs-
semda kynlífsins, lenda svo í því
að smokkhelvítið rifnar, hafa kjark
til að leita aðstoðar hjá réttum að-
ila og svo PÆNG KRASJ? Vin-
gjarnlegi félagsráðgjafinn hringir
beint í mömmu og pabba án þíns
samþykkis. Svona reynsla getur
auðveldlega rústað því trausti sem
unglingsstúlkan bar áður til fag-
manneskjunnar og gert það að
verkum að hún og allar hennar
vinkonur leita ekki aftur hjálpar á
réttum stað þegar þær lenda í
vanda.
Tíðni unglingaþungana á Is-
landi er stjarnfræðilega há mið-
að við nágrannalöndin og til
þess að reyna að draga úr því fé-
lagslega vandamáli er mikilvægt
að gera aðgengi að eftirápill-
unni sem best og reyna að hvetja
ungar stúlkur til að leita sér að-
stoðar með því að gera móttök-
urnar hlýlegar og hrósa þeim
fyrir að sýna ábyrgð. Þegar stúlka
óskar eftir eftirápillu er hún
vissulega hvött til að ræða mál-
in við foreldra sfna og sömuleið-
is fær hún ráðgjöf um aðrar og
hentugri getnaðarvarnir þegar
til langs tíma er litið. Þess
vegna er alrangt að segja að
með því að virða friðhelgi einka-
KYIMLIF
Ragnheiður
Eipíksdóttip
skrifar
lífs ungs fólks sé verið að hvetja
til óábyrgrar kynhegðunar.
Líka fyrir fullorðnar
Þó svo að hér að framan hafi ég
lagt áherslu á notkun eftirápill-
unnar hjá ungum konum er ekkert
sem mælir gegn því að hún sé not-
uð hjá kynvirkum eldri konum
líka. Að vísu er ekki hægt að mæla
með því með góðri samvisku að
hver landsins freyja eigi alltaf til
töflur inni í baðskáp og noti þær
eftir hverjar samfarir sem hafa
endað með sæðisinnspýtingu?
Aðrar getnaðarvarnir eru betri
kostur til langframa s.s. pillan,
lykkjan eða smokkurinn. En þó að
árin færist yfír er ekki þar með
sagt að konur geti ekki lent í því að
hafa óvarðar samfarir hvort sem
það er með ráðum gert eður ei.
Dramatiskasta dæmíð um slfkt er
auðvitað nauðgun og þá er ómet-
anlegt að geta gripið til neyðar-
getnaðarvarnar í stað þess að bíða
og sjá til og fara svo ef til vill í fóst-
ureyðingu sem er stórt líkamlegt
inngrip.
Svona gerum við
Tvær pillur eru teknar í
einu sem fyrst eftir
óvarðar samfarir, allt að
72 klukkustundum síðar.
Hálfum sólarhring sein-
na eru aðrar tvær teknar.
Með því er komið í veg
fyrir að mögulega frjóvg-
að egg geti tekið sér ból-
festu í legveggnum og
bytjað að búa til fóstur.
Konan getur fundið fyrir
dálitlum aukaverkunum
eftir töku taflanna, helst
ógleði og spennu í brjóst-
um. Arangurinn er 98%
en ef svo ólíklega vill til
að fijóvguðu eggi tekst að
grafa sig inn í slímhúðina
þrátt íyrir allt er ekki
hætta á fósturskemmd-
um af völdum lyfsins. Eg
vil undirstrika að taka eft-
irápillunnar jafngildir
ekki fóstureyðingu þar
sem ekld er um neitt fóst-
ur að ræða þegar gripið er
inn f.
eftirá
Að visu er ekki hægt að mæla með því með góðri
samvisku að hver landsins freyja eigi alltaf til töfl-
ur inni i baðskáp og noti þær eftir hverjar samfarir
sem hafa endað með sæðisinnspýtingu? Aðrar
getnaðarvarnir eru betri kostur til langframa svo
sem pillan, lykkjan eða smokkurinn.