Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Fluguveiðar að vetri (163) Alltaf eitthvað í fréttum Þessa dagana eru skemmtileg- ar stundir hjá stangveiði- mönnum. Þeg- ar menn hittast og hafa um meira að spjalla en hversu langt sé til vorsins. Nú er kominn fiðringur, og fréttir. Austan af sjóbirtingsslóðum er það að frétta að menn hafa verið að taka væna fiska hingað og þang- að. Við hinir sem teljum að fiskurinn eigi að fá að ganga niður á vorin til að koma feitari á haustin, erum lítt fegnir við slíkar fréttir. Sjóbirtingsveiði að vori ætti að minnka að mun. Jújú, eitthvað mun af geldfiski innan um sem gæti verið vel haldinn. En svo vel haldinn að hann verði ekki enn betri í haust? Og menn ættu að sleppa því að monta sig af dökkum og þreyttum stórfiskum sem nota síðustu kraftana til að komast út í sjó eftir að hafa gert skyldu sína við stofninn. Dótabúðin? I síðasta þætti litum við í dóta- búðir veiðimanna og gerum nú enn. I Veiðivon voru menn að taka upp splunknýja Sage stöng, XP. Það þýðir að nú er þessi vel þekkti framleiðandi kominn með enn hraðari stöng en IV - grafít línuna. Afl og hraði stanga get- ur farið út í öfgar, en ekki er að efa að þetta er fín stöng. Það er rétt svo að maður vogi að spyrja hvað drottningin í stangasafni Sage kosti. Og svarið: Rétt inn- an við 50 þúsund krónur. Sjálf- ur á ég mjög hraða stöng sem ég vildi ekki vera án, fyrir línu átta. Hins vegar fínnst mér jafn gam- an að taka í mjúku stöngina fyrir línu sex og finna muninn. Mað- ur fyllist rómantík og unaði þeg- ar sú mjúka er í hönd; túrbó- stöngin kemur að góðum notum þegar vindar blása stríðir. Það er svo spurning um 50 þúsund krónur hvort maður fellur fyrir XP? Alveg á hinum enda verðlags eru tíðindi af ódýrri stöng fyrir þá sem það kjósa. Cortland er með verðlækkun svo um munar. Asgeir í Sportvörugerðinni segir að nú geti hann boðið mjög frambærilegar stangir á verðbil- inu 6900-7900. Menn í stanga- hugleiðingum hafa því úr nokkru að moða. Þá eru þau tíðindi af hjólum að æ algengara er að framleiðendur elti Loop og bjóði spólur með mun meira þvermáli en áður. Þetta þýðir að færri snúninga þarf til að ná línu inn í baráttu við fisk. Sjálf- ur kýs ég sh'k hjól, en það er eins og hver önnur sérviska sem menn geta rætt um. I báðum ofangreindum verslunum má finna nýjar gerðir af þessari teg- und. íhaldssemi Eru fluguveiðimenn íhaldssam- ir? Það held ég. Þangað til að æðið skellur á. Nú er svo komið að varla selst fluga (smá ýkjur) ef hún er ekki með kúluhaus. Þetta er búin að vera 10 ára þró- un hér á landi, öfaganna á milli, frá því að kúluhausarnir komu. Að því tilefni spurðist ég fyrir um aðra nýjung sem er búin að vera fáanleg nokkuð lengi: ís- bjarnarhár í flugnavængi. Þau er að sjálfssögðu mjög vel til þess fallin að „synda", lífleg með miklu holrúmi, og svo er ég ekki frá því að náttúrulegi gljáinn á þeim sé ögrandi við fiska. Bendi á þetta vængefni, því staðfest er að menn eru víst ekkert sérlega spenntir fyrir því. Spyrjum eftir tíu ár! Diskur Á menningarsviðinu er ekki margt, en þó. Einar Guðmann á Akureyri hefur gefið út myndir af Laxá í Mývatnssveit og Laxár- dal, teknar úr lofti. Hver bugða og flúð í ánni sést vel með þess- um hætti og gaman að skoða veiðistaði, kunna og framandi. Diskurinn (CD íyrir tölvur) fæst á heimasíðu Fluguveiðifélags Is- lands, kostar innan við 3000. Vinir Laxár hafa vafalaust mjög gaman af þessu efni. Ekki fylgja neinar veiðileiðbeiningar með hjá Einari. Aðspurður sagði hann það viljandi, menn yrðu að etja kappi við urriðann á jafnétt- isgrundvelli. Þá má geta þess að á slóðinni nat.is hefur Birgir Sumarliðason komið ýmsum veiðileiðbeining- um á framfæri. Þetta er ferða- vefur, með veiðiefni líka. Þarna er efni í handbókar- stíl, stuttar frásagnir af vötnum og ám, en ekki neitt svo að menn geti farið inn á vefinn til að moka upp fiski. Góður til að fá hugmynd um hvar geti verið hægt að fá að renna þegar maður er á feró um landið. Eldisfiskur? Við hófum spjallið í dag á niðurgöngufiski og endum á eldisfiski. Hvar sem veiðimenn hittast í fyrstu vor- blíðu er þetta umræðuefni. Veiðimenn ættu að fylgjast vel með þeirri umræðu sem nú stendur um kvíaeldi við strendur landsins. I minnum er haft hve mikinn skaða eldisfiskur vann hér á árum áður þegar hann gekk í ár landsins eftir að hafa sloppið úr fangelsi. Hlutfall af eldisfiski í Elliðaánum fór í hæstu hæðir. Umræðan um hin öruggu búr er ekki komin á það hátt stig að maður trúi, frekar en maður trúi á hin öruggu minkabú. Þá berast fregnir af því að í Færeyjum eigi menn í höggi við skæða sjúkdóma í eld- isfíski, smitið hafí hugsanlega komið með fóðurskipum frá Evrópu. Viljum við taka slíka áhættu við okkar strendur? Is- land er eitt af örfáum löndum við Norður-Atlandshaf sem stát- ar af tiltölulega hreinum veiði- lendum, sæmilega sterkum stofnum, og náttúrulegu skilyrð- um til að njóta. Samt er laxinn okkar í mikilli hættu. Viljum við taka áhættuna af því að eitthvað bresti? Þá verður ekki aftur snúið. Stangveiðimenn geta ekki bara tekið. Við verðum lfka að gefa. Náttúrunni þá vernd sem hún verðskuldar. FLUGUR C0RTLAND , FLUGU LINURNAR .. HÆFA 0LLUM AÐSTÆÐUM Cortland 444 Hugulínurnar fást í 10 geröum sem hæfa sérhverjum aðstæöum. Framþungu fluguitnurnar fést í 2 geröum af flotlinum, 3 geröum af sökk-odds Ifnum, intermediate ásamt 4 geröum af sökklínum. Þvi ekki að byrja með Cortland, þú endar þar hvort eð er! Fæst f næstu veiðlverslun. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíó 41, Rvik, sími 562-8383 1Djg^jnr' Krossgáta nr. 182 Lausn .................. Nafn..........:......... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 182 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 182), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 180 var „vörubíH". Vinningshafi er Verðlaun: ísíð- Eiríkur Egill Sigfússon, asta sinn, eftir Stafafelli í Fellahreppi og Ágúst Borgþór fær hann senda bókina Sverrisson. Tvær fyllibyttur að norð- Skjaidborg gefur an, eftir Guðmund Frí- út. mann. Skjaldborg gefur út. idlavjiíóiv : Ji u i-frfsí/i k. V/'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.