Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 - S
Ðíwtr.
FRÉTTIR
Krafist upptoku á
alls 345 mfilj ónum
FRIÐRIK
ÞÓRGUÐ-
MUNDSSON
SKRIFAR
37 sakbomingar og
lögmenn. Ákært
vegna 281 kílóa af
hassi. Upptöku kraf-
ist á 345 milljónum -
fyrir utan bíla, hús
hesta. Upptökukröf-
um og magntölum
mótmælt. Peninga-
þvættisákærur
ókomnar.
19 sakborningar, í íylgd 18 lög-
manna, voru í gær Ieiddir fyrir
Guðjón St. Marteinsson héraðs-
dómara til að Iýsa afstöðu sinni
til ákæruatriða í Stóra fíkniefna-
málinu, því umfangsmesta sem
litið hefur dagsins ljós í skrám
fíkniefnayfirvalda og sölum
dómsstólanna. Þeim er gefið á
sök að hafa flutt inn til sölu gíf-
urlegt magn af fíkniefnum, sem
þeir hafi hagnast af svo varði
upptöku á áætluöum afrakstri
fíkniefnasölunnar. Flestir sak-
borninganna í gær viðurkenndu
brot sín að einhverju leyti, en
gerðu um leiö ntiklar athuga-
semdir um áætlað magn efn-
anna. I nær öllum tilfellum var
krölum um upptöku peninga og
eigna mótmælt.
Akærurnar gegn 19-menning-
unum eru á þremur skjölum,
flokkað eftir upprunalandi inn-
flutningsins. Þar af er viðamest
ákæra vegna innflutnings frá
Kaupmannahöfn, en hinar ákær-
urnar lúta að innflutningi frá
Hollandi og Bandaríkjunum.
Enn hafa hins vegar ekki komið
fram sérstakar ákærur Rikislög-
reglustjóra vegna efnahagsbrota
sakborninganna, svo sem vegna
peningaþvættis, en þar má búast
við frekari upptökukröfum, ekki
síst á fasteignum og bifreiðum.
Þá er ljóst að ákærur verða birt-
ar fleiri en komu við sögu hér-
aðsdóms í gær, svo sem eigend-
um kjötvinnslunnar Rimax, en
annar þeirra er EgiII Ragnar
Guðjohnsen tannlæknir, sem er
á vitnalista ákæruvaldsins og er í
einu ákæruskjalanna sagður hafa
verið kaupandi að um 150
grömmum af kókaíni.
Egill og fáeinir aðrir einstak-
lingar verða á næstunni ákærðir
sérstaklega fyrir peningaþvætti
og önnur efnahagsbrot.
Meira að segja Viagra-töflur!
Þegar málið komst upp í septem-
ber sl. tókst lögreglunni að ná til
sín 24 kílóum af hassi, fjórum
kílóum af amfetamini, tæpu kílói
af kókaíni og 6.000 e-töflum.
Þórarinn Tyrfingsson læknir hef-
ur skotið á að hassmagnið hand-
lagða í málinu samsvari um 5%
af ársframboði og amfetamín-
magnið um 4%.
Mikill fjöldi lögfræðinga var samankominn í Héraðsdómi ígær. Sakborningunum 19 fylgdu 18 lögmenn. Hér má sjá
nokkra þeirra.
En ákærurnar lúta hins vegar
að innflutningi og sölu á talsvert
meira magni af fíkniefnum, því
þar er innflutningurinn á kanna-
bis (hassi og marijuana) talinn
alls 231 kíló yfír nokkur ár og
kókaínið tæp 3 kíló.
Akæruvaldið ætlar að láta sak-
borningana gjalda fyrir hina
ólöglegu starfsemi sína - og
borga samfélaginu til baka af
fíkniefnagróðanum meinta. Með
fyrirvara um frekari upptöku-
kröfur af hálfu Ríkislögreglu-
stjóra vegna efnahagsbrota
hljóða upptökukröfur Rikissak-
sóknara á hendur sakborningun-
um 19 upp á alls 344,8 milljónir
króna í peningum. Þar af er
Sverrir Þór „Sveddi tönn" kraf-
inn um 125 milljónir króna og
þeir Gunnlaugur Ingibergsson
og Herbjörn Sigmarsson um alls
123 milljónir króna, en Júlíus
Kristófer Eggertsson er krafinn
um 57 milljónir.
Þess utan krefst ákæruvaldið
upptöku á haldlögðum fíkniefn-
um og ýmsum hlutum sem tald-
ir eru tengjast viðskiptunum;
hnífum, handjárnum, loft-
skammbyssu, rafstuðbyssum,
gormakylfu, tölvugrammavog-
um, sverðum, afsagaðri hagla-
byssu og Ioftriffli. Meira að segja
er gerð krafa um upptöku á alls
13 Viagra-pillum sem fundust í
fórum tveggja sakborninganna.
Gróðinn í bíla, hús, hesta...
Þess utan hafa verið kyrrsettar
ýmsar eignir, svo sem bílar af
dýrustu gerð, íbúðir, sumarhús,
hestar og fleira, er varða ekki
upptöku nú, heldur verður geng-
ið að þessum eigum síðar, þ.e. ef
viðkomandi einstaklingar eru
dæmdir sekir.
Að meginstofni til lúta ákær-
urnar að innflutningi á fíkniefn-
um frá Danmörku, Hollandi og
Bandaríkjunum með fragtskip-
um Samskipa. meðal ákærðu eru
tveir fý'rrum starfsmenn Sam-
sldpa í Sundahöfn, Andrés Ingi-
bergsson og Guðmundur Ragn-
arsson, og starfsmaður skipafé-
lagsins í Kaupmannahöfn,
Gunnlaugur Ingibergsson. Þess-
ir menn sáu samkvæmt ákærum
um að koma efninu í gáma er-
lendis og taka efnið frá í Sunda-
höfn.
Að öðru leyti eru stórvirkustu
sakborningarnir áðurnefndir
Sverrir Þór, Herbjörn og Júlíus,
ásamt Olafi Agústi Ægiss^Tii og
Rúnari Ben Maitsland. Tveir
sakborninganna eru konur sem
fengu drjúgar peningagjafir frá
Júlíusi og Sverri Þór vegna
íbúðakaupa og er krafist upp-
töku.
Sem fyrr segir var öllum upp-
tökukröfum mótmælt og enn
fremur mótmæltu rnargir sak-
borninganna þeim magntölum
sem fram koma í ákæruskjölun-
um, en samkvæmt því sem fram
kom í gær byggjast ákærurnar
einkum á framburði Samskipa-
starfsmannanna á Islandi. Aðrir
sakborningar viðurkenndu í
mesta lagi á sig innflutning á
talsvert minna magni og í færri
skiptum en á þá cr borið í ákæru
og sumir mótmæltu þeim magn-
tölum sem settar eru fram.
37 sakbommgar og lögmeim
Fyrirtakan í héraðsdómi í gær
bar þess glögg merki að um sé að
ræða umfangsmestu fíkniefnaá-
kærur Islandssögunnar og eru þó
ekki allir ákæruþættir málsins
komnir fram. A undan fyrirtök-
unni þurfti Guðjón dómari að
funda sérstaklega með lögmönn-
unum 18 um gang mála, enda
ýmis vandkvæði sem koma upp
þegar sakborningar og lögmenn
þeirra eru 37 talsins!
Lögmennirnir 18 í málinu cru:
Brynjar Níelsson, Sigurmar Al-
bertsson, Björgvin Þorsteinsson,
Björgvin Jónsson, Kristján Stef-
ánsson, Jón Magnússon, Páll A.
Pálsson, Helgi Jóhannesson,
Guðmundur Oli Björgvinsson,
Sveinn Andri Sveinsson, Sig-
mundur Hannesson, Jóhannes
A. Sævarsson, Helgi Birgisson,
Kristinn Bjarnason, Ólafur Sig-
urgeirsson, Bergsteinn Georgs-
son, Sigurður Sigurjónsson og
Hilmar Ingimundarson. Má því
búast við verulegum málflutn-
ingslaunum.
Sátta leitað í
mannréttinda-
málum
Sáttaumleitanir vegna tveggja
mála gegn íslenska ríkinu fyrir
Mannréttindadómstóli Evrópu
voru teknar fyrir á ríkisstjórnar-
fundi í gær, en sáttaferli fer í
gang þegar dómstóllinn hefur
úrskurðað að viðkomandi mál
séu tæk til umfjöllunar.
Annars vegar er um að ræða
mál Siglfirðings ehf., sem tapaði
máli fyrir félagsdómi og var
dæmur til að greiða sekt. Lög-
gjöf um félagsdóm gerir ekki ráð
fyrir því að sektargreiðslum
megi áfrýja og lítur kæra Sigl-
firðings að því. Páll Pétursson
félagsmálaráðherra hefur kynnt
áform um lagabreytingu sem
gerir sektardóma áfrýjanlega.
Hins vegar er um að ræða mál
Vilborgar Yrsu Sigurðardóttur,
sem dæmd var í gæsluvarðhald
vegna gruns um ólöglegt athæfi,
en hún var sýknuð í viðkomandi
máli, eins og ríkið í skaðabóta-
máli hennar. Þetta mál snýst um
hvort grunurinn hafi verið nógu
sterkur til að réttlæta gæslu-
varðhald. - Fl>G
Fyrirlestur for-
seta Póllands
Alexander Kvvasniewski, forseti
Póllands, kemur í heimsókn til
Islands á morgun, fimmtudag,
ásamt konu sinni, Jolanta, ráð-
herrum og hópi embættismanna
og forstjóra fyrirtækja. Hann
mun meðal annars ávarpa við-
skiptaráðstefnu íslenskra og pól-
skra fyrirtækja og halda íyrirlest-
ur í Háskóla íslands um stöðu
Póllands við upphaf 21. aldar-
innar. Heimsókninni Iýkur á
föstudag.
Sjónvörp rifin nt
Telma Ágústsdóttir og EinarÁgúst
Víðisson hafa tiltrú landsmanna.
Veðbankar spá íslenska Iaginu,
Tell Me, góðu gengi í Evró-
vision keppninni sem fram fer í
Stokkhólmi á Iaugardag. ís-
lensku þátttakendurnir eru
komnir með fríðu föruneyti til
Svíþjóðar og verða við æfingar
og annan undirbúning alla vik-
una. Fjölmargir Islendingar
treysta því og trúa að íslenska
lagið verði ofarlega því verslun-
in BT heitir því að endurgreiða
öll sjónvarpstæki sem keypt eru
í þessari viku ef Tell Me hafnar
í einu af þremur efstu sætun-
um. Samkvæmt upplýsingum
frá BT virðast Islendingar von-
góðir um gott gengi íslenska
lagsins, því sjónvarpstæki hafa
verið rifin út úr verslunum BT
síðustu daga.