Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 - 1S ÞJÓÐMÁL Olympiskir hnefaleíkar GUÐ MUNDIJR ARASON FYRRVERANDI FORMAÐ- UR HNEFALEIKARÁÐS REYKJAVÍKUR Um 1960 skipaði Norðurlandaráð nefnd til að rannsaka hversu áhættu- samt væri að stunda olympiska hnefa- leika. Margir læknar voru kallaðir til verkefnisins ásamt fleiri fagmönnum. Niðurstaða nefndarinnar var að meiðs- li í olympiskum hnefaleikum væri alls ekki meiri en í öðrum í[rróttagreinum og að ekki væri ástæða til að banna íþróttina. Þegar þessi niðurstaða lá fyr- ir var hr. Blom Hansen ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneyti Dana. Hann sendi dagblöðum eftirfarandi yfirlýs- ingu: Við í nefndinni höfum komist að raun um það eftir mikla vinnu að það er ekki svo ýkja hættulegt að stunda hnefaleika. Fjöldi óhappa í þessari íþróttagrein er mjög lítill. Þetta var niðurstaða Dana eftir mjög gagnrýna athugun færustu fagmanna. Arið 1985 fól sænska þingið Sænska íþróttasambandinu að láta fara fram rannsókn á öryggi áhugahnefaleikara (olympiskum hnefaleikum) í Svi'þjóð til að komast að þvf, hvort fyrrverandi og/eða núverandi áhugahnefaleikarar hefðu orðið fyrir nokkrum varanlegum heilaskemmdum. Til að vinna þetta verk fékk Sænska íþróttasambandið færustu sérfræðinga á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi til að gera þessar rannsóknir, en þær fóru fram í íþrótta-, taugalækninga- og bæklunar- deild sjúkrahússins. Ein af þeim sem unnu við þessar rannsóknir var Dr. Yvonne Haglund M.D., sem að rann- sókn Iokinni varði doktorsritgerð sína um þetta mál árið 1990. Titill ritgerð- arinnar er Swedish amateur boxing. A retrospective study on possible chron- ing brain damage. Yvonne Hagelund, Stokkholm, Sweden 1990. Markmið með ritgerðinni var að meta varanlegar heilaskemmdir, sem hlutust í áhugamannahnefaleikum í Svíþjóð frá 1970 eða um 15 ára skeið. Að rannsókn lokinni voru birtar fjórar greinar um rannsóknarefnið eftir Dr. Yvonne Haglund, en meðhöfundar hennar eru G. Edman, O. Mureliur, L. Oreland, G. Bergstrand og H.E. Pers- son (prófessor og læknar við Karólinska sjúkrahúsið, nema Oreland sem er við Uppsalaháskóla). Rannsóknin fór ffam við íþróttadeild bæklunardeildar og taugalækningadeildar Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Leiðbein- andi var prófessor Einar Eriksson við íþróttadeild bæklunardeildar. Rannsak- aðir voru 50 fyrrverandi áhugahnefa- leikarar, 25 sem háð höfðu margar keppnir (high match boxers) og 25 með tiltölulega fáar keppnir að baki. Hnefa- leikararnir voru bornir saman við tvo hópa, 25 knattspyrnumanna og 25 fijálsíþróttamanna á sama aldursskeiði, síðan voru þeir allir bornir saman við Ijórða hópinn sem samanstóð af venju- legu fólki héðan og þaðan. Þátttakend- ur voru spurðir um íþróttaferil sinn, menntun, atvinnu, hjúskarparstétt, heilsufarssögu, snertingu við lífræn leysiefni, neyslu áfengis eða lyfja og lifnaðarhætti yfirleitt. Meðaltalsfjöldi háðra keppna var 54,3 (25 180 ) í HM flokknum, og 5,5 (ö 15) í LM flokkn- um. Helstu niðurstöður úr doktorsrit- gerðunum eru þessar: Verulegur munur kom fram eftir fé- lagslegri stöðu. Hnefaleikararnir voru minna menntaðir og stunduðu sjaldn- ar stjórnunarstörf. Þeir neyttu einnig áfengis og/eða lyfja í ríkari mæli, en það var þó að mestu áður en þeir hófu að iðka hnefaleika. Þegar rannsóknin var gerð var líf allra hnefaleikaranna og samanburðaraðila í traustum skorðum félagslega. Allir rannsóknar- aðilar gengust undir venjulega læknis- skoðun. Allir þátttakendur gengust undir víðtæka taugafræðilega rann- sókn, þar á meðal minniháttar geð- rannsókn. Einn HM hnefaleikari og þrír knattspyrnumenn sýndu lítilshátt- ar frávik frá eðlilegu ástandi en enginn verulegur munur fannst þó á hópnum. Allir sýndu normal prófgildi. Persónuleikaskodun Munur á persónuleikum var mældur með því að nota Karolinska prófið með blóðflögu, monoamine oxidasa f virkni í íþróttamönnum og öðrum samanburð- arhópum. Töluverður munur fannst á breytilegum persónuleikaeinkennum. Yflrleitt voru íþróttamennimir minna uppnæmir og féllu betur inn í samfé- lagið en samanburðarfólkið. Hnefaleik- aramir voru ekki meira fyrir spennu og æsing en samanburðarfólkið og er það í samræmi við skort á verulegum mun á MAO virkni á milli hnefaleikaranna og samanburðarhópanna. Taugaraf- rænar rannsóknir í geislunarfræði sýndu engan marktækan mun á hópun- um og engin merki um varanlegar heilaskemmdir komu fram hjá hnefa- leikurum eða samanburðarhópum. Taugalífeðlisfræði rannsókn Klínisk próf á borð við heilalínurit o.fl. var rannsakað. Engin meiriháttar af- brigðileg merki sáust í heilalínuriti. Meira var um minniháttar frávik í heilalínuriti hnefaleikaranna en hjá knattspyrnumönnum og fijálsíþrótta- fólkinu. Ekkert af ffávikunum var í tengslum við fjölda keppna, fjölda ósi- gra í keppnum eða lengd hnefaleikafer- ils. Það fundust þannig engin merki um alvarlegar heilaskemmdir hvorki hjá áhugahnefaleikurum, knattspymu- mönnum eða fijálsíþróttamönnum. Taugasálfræðileg rannsókn Notað var staðlað taugasálfræðipróf, sem náði til snertiskyns, hreyfifærni, vitsmuna og minnisverkefna. Aðeins á einu sviði kom fram munur á hópun- um. HM hópurinn gat síður bankað með fingrunum en hinir. Veruleg fylgni fannst á milli fjölda keppna og lengd hnefaleikaferils og fingraleikni. Fingraleikni var ekki undir lágmarki hjá fleirum en tveimur hnefaleikurum. Enginn hnefaleikaranna var álitinn hafa ákveðin merki um skerðingu and- legs atgervis. Engin merki fundust um verulega taugasálfræðilega skerðingu. Niðurstaðan úr rannsókninni, sem gerð var fyrir Norðurlandaráð og rann- sókninni sem gerð var á Karolinska sjúkrahúsinu leiddi til hliðstæðrar nið- urstöðu: Það á ekki að banna olympís- ka hnefaleika. Hnefaleikar voru bann- aðir hér á Iandi árið 1956 þrátt fyrir mótmæli I.S.I, sem þó er aðili að Al- þjóða Olympíunefndinni. Ekkert þjóð- þing hefír sýnt olympíuíþrótt aðra eins óvirðingu! Hluthafafundur FBA, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Hluthafafundur FBA veröur haldinn í Háskólabíói viö Hagatorg, Reykjavík, sal 3, mánudaginn 15. maí nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Tillaga bankaráðs um samruna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og íslandsbanka hf. í Íslandsbanka-FBA hf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá fundarins, ásamt samrunaáætlun félaganna og drögum að samþykktum og stofnsamningi hins nýja félags, íslandsbanka- FBA hf„ veröur afhent hluthöfum á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 8. maí 2000. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent hluthöfum á fundarstað frá kl. 15.00 á fundardegi. 4. maí 2000 Bankaráð Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. mft lUli f| XRFtStlNC AHkl AtVIHNUlfrSINS Hr Hluthafafundur íslandsbanka hf. Hluthafafundur íslandsbanka hf. verður haldinn í Háskólabíói við Hagatorg, Reykjavík, sal 2, mánudaginn 15. maí nk. og hefst kl. 16:00. Dagskrá: 1. Tillaga bankaráðs um samruna (slandsbanka hf. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í Íslandsbanka-FBA hf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá fundarins, ásamt samrunaáætlun félaganna og drögum að samþykktum og stofnsamningi hins nýja félags, íslandsbanka- FBA hf„ verður afhent hluthöfum á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 8. maí 2000. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Islandsbanka hf„ Kirkjusandi, Reykjavík, 11. og 12. maí nk. frá kl. 9:00-16:00 og á fundardegi frá kl. 9:00-15:00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað frá kl. 15:00-16:00 á fundardegi. 4. maí 2000. Bankaráð (slandsbanka hf. ISLANDSBANKI Hluthafafundur Íslandsbanka-FBA hf. Verði samruni (slandsbanka hf. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í Íslandsbanka-FBA hf. samþykktur á hluthafafundum félaganna mánudaginn 15. maí nk„ verður strax að þeim fundum loknum gengið til hluthafafundar Íslandsbanka-FBA hf. Sá fundur verður haldinn í sal 1 í Háskólabíói. Dagskrá fundarins: 1. Kosning bankaráðs og varamanna. 2. Kosning endurskoðunarfélags. 3. Ákvörðun um þóknun til bankaráðs fyrir fyrsta kjörtímabil. 4. Tillaga um heimild til handa bankaráði til kaupa á eigin hlutum félagsins og töku veðs í þeim. 5. Tillaga um sameiningu menningarsjóða bankanna. 6. Önnur mál löglega upp borin. Hluthafar geta vitjað aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir hiuthafafund Íslandsbanka-FBA hf. á fundardegi, mánudaginn 15. maí nk„ á fundarstað frá kl.15:00. 4. maí 2000. Bankaráð Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og bankaráð íslandsbanka hf. ISLAN DSBAN Kl _ JwsUifew.. Ull nARftSTINOARBANKI ATVtNNUtirSINS Hí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.