Dagur - 10.05.2000, Side 6

Dagur - 10.05.2000, Side 6
6 - MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritsijori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: aug!@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Áiraiii óbreytt stefna í fyrsta lagi Umræðurnar á Alþingi um Evrópumálin staðfestu enn frekar það breiða bil sem er á milli stjórnmálaflokkanna í afstöðunni til hugsanlegrar aðildar Islands að Evrópusambandinu. Og jafnframt að skoðanaágreiningurinn er ekki fyrst og fremst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þvert á móti er augljós munur á áherslum foringja stjórnarflokkanna tveggja, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, og andstæðurnar eru enn afdráttarlausari í röðum stjórnarandstæðinga. Við lok um- ræðnanna lá ljóst fyrir að engar líkur eru á víðtækri pólitískri samstöðu um breytta stefnu gagnvart Evrópusambandinu. í öðru lagi Þingmenn hafa almennt fagnað ítarlegri skýrslu utanríkisráð- herra um Evrópumálin, en draga af henni afar misjafna lær- dóma. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taldi hana sýna heildarpakkann; þar mætti sjá svart á hvítu hvað Is- lendingum stæði til boða við inngöngu í Evrópusambandið og það gæfi ekkert tilefni til að sækja um aðild. Vinstrihreyfingin er líka á móti slíkri umsókn. Hið nýja útspil Samfylkingarinn- ar var tillaga um að Islendingar skilgreini þau samningsmark- mið sem þjóðin eigi að stefna að í hugsanlegum viðræðum við Evrópusambandið. Því hafnaði formaður Framsóknarflokksins en lagði áherslu á nauðsyn ítarlegrar umræðu um stöðu Is- lendinga í Evrópusamstarfinu. í þriðja lagi Draga má þá augljósu niðurstöðu af umræðunum í þinginu að Islendingar munu ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu á næstu árum. Það er einfaldlega enginn pólitískur meirihluti fyrir því á Alþingi að taka ákvörðun um svo afdrifamilda stefnubreytingu. Sú staðreynd má hins vegar ekki verða til að kæfa umræðuna um málið. Þvert á móti er afar mikilvægt að upplýstar og málefnalegar samræður um Evrópusamstarfið eigi sér stað sem víðast í samfélaginu, og þá ekki síst innan samtaka sem eiga að gæta hagsmuna launþega, neytenda og framleiðenda vöru og þjónustu. Elias Snæland Jónsson Gjafir stjómar- iirnar Garri er þakklátur ríkisstjórn- inni og ætlar svo sannarlega að lýsa yfir stuðningi við hana ef til þess kemur að einhver skoðanakönnuður hringir og spyr um afstöðu hans. Ástæð- an fyrir þessum afdráttarlausa stuðningi er auðvitað sú stað- festa sem ráðherrar sýna gagnvart svartagallsrausi og úrtölum stjórnarandstæðinga, umhverfissinna og svokall- aðra sérfræðinga í Seðlabank- anum. Ríkisstjórnin heldur áfram að bæta kjör okkar, hún an bensínjeppa. Sérstaklega var orðið tvísýnt með það hvort þeir gætu keypt sér nýj- an sex gata Pajero jeppa, því þessir bflar voru að breytast og útlit fyrir að vörugjaldsó- myndin yrði til þess að bílarn- ir yrðu óstjórnlega dýrir - eða á fimmtu milljón. Raunar héldu margir því fram að samkeppnisstaðan á stórjeppamarkaði kynni að skekkjast að óbreyttum vöru- gjöldum í kjölfarið, Pajeró bílnum í óhag. heldur áfram að skapa alþýðu manna tækifæri til að eignast hluti, og hún skilur að þó menn eigi ekki pen- inga verða þeir að fá tækifæri til að kaupa hluti þó þeir séu dýrir og kanns- ki ekki bráðnauðsynlegir. Að- alatriðið er þó að ríkisstjórnin skilur jeppaþörf þegnanna, þetta eru menn sem sjálfir nota jeppa og vilja allt gera til að hjálpa kjósendum sínum til að eignast jeppa líka. Brugðust ekki Þess vegna breyttu þeir vöru- gjaldinu og ber auðvitað fyrst og síðast að þakka ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það mál - enda dúkkaði málið upp í þeirra hópi og var keyrt í gegn af þeim. Það má treysta þeim Geir Haarde og Davíð Oddssyni til að taka eftir því hvort þjóðarsálinni líður illa og þeir brugðust ekki í þessu tilfelli. Þeir sáu sem var að kjósendur voru í þann veginn að missa af því tækifæri að geta keypt sér stóran og góð- Ekkert væl Og í Mogganum í gær mátti sjá ár- angurinn. Þar var ekki verið að væla eins og Seðla- bankinn gerir, yfir því að ríkissjóður hafi orðið af einhverjum 350 milljóna króna tekjuni í bullandi þenslu. Þar má einfaldlega sjá hvernig aðgerðir ríkisstjórnar- innar koma okkur alþýðu- mönnum til góða. Hekla aug- lýsir þar sína bíla og Pajerójeppinn sem annars hefði kostað rúmlega 4,1 milljón hefur lækkað niður í 3,6 milljónir, eða um rétt tæpa hálfa milljón! Það mun- ar nú um minna fyrir launa- menn sem þrátt fyrir kaup- máttaraukningu eru nú ekk- ert of vel haldnir. Eftir þetta ætlar Garri hiklaust að reyna fyrir sér með jeppakaup, þvf þótt afborganirnar kunni að reynast stífar, þá er auðvitað ekki hægt að Iáta þetta örlæti ríkisstjórnarinnar framhjá sér fara. Eða hvað?! GARRI Allir jafnréttissinnaðir uppar og háborgaralegt fólk með prófgráð- ur fagnaði ákaflega þegar lagt var fram á Alþingi frumvarp um feðraorlof. Var það Iofað hástöf- um og talin ein merkasta réttar- bót jafnréttisbaráttunnar. Há- launastrákarnir sáu að nú skyldi hinni stóri draumur þeirra ræt- ast, að verða mömmur. Og próf- gráðustelpurnar sjá sér leik á borði að taka að sér hlutverk heimilisfeðra sem skaffa vel. Að vanda var jafnréttisfrum- varpið um móðurhlutverk karla þrauthugsað og meira að segja séð fyrir tekjuöflun handa orlofs- piltunum. Gert er ráð fyrir að Al- þingi ræni atvinnuleysistrygginga- sjóði til þessara þarfa. Snilling- arnir Kasper, Jesper og Jónatan hefðu ekki getað skipulagt ránið á Soffíu frænku betur hcldur en jaf’nréttisberserkirnir sem hirða mikilvægan sjóð til að fjármagna þann skemmtilega mömmuleik sem þeir eru að semja. Verdlagning jafnréttisins En jafnréttishugsjónin sem að baki býr er eins gloppótt, ranglát og heimskuleg og hæfir því tiskutildri sem þetta svokallaða réttlætismál er. Verst af öllu er hve börnunum er gróflega mis- munað, en eins og vænta má eru þau og þeirra velferð utangátta, enda eiga þau málsvara fáa þegar jafnréttisskvaldrið er annars vegar. Vont réttlæti Vont er þeirra rang- lætí en verra er þeir- ra réttlæti, kyrjuðu sósíalistarnir þegar frasar eins og frelsi, jafnrétti, bræðralag höfðu einhverja merkingu og þeir sameinuðust um að herja á auðvaldíð. Það réttlæti sem gert er ráð fyrir í mömmuleik strákanna felur í sér meiri rangsleitni en svo, að því verði trúað að frumvarpið sé bor- ið fram undir stríðsfánum jafn- réttisbaráttunnar. Launalágir feður fá smáskítleg- an skammt til að sinna mæðra- skyldum sínum í feðraorlofi. Konur sem ala börn utan hjú- skapar eru jafnnær. En hálauna- feðurnir og hálaunafjölskyldurn- ar fá milljónir á milljónir ofan í ör- lofsfé, sem tekið er með handafli úr at- vinnuleysistrygg- ingasjóði. Þetta er sú laga- setning sem Alþingi stendur fyrir og sjálfgæðingar jafn- réttisbaráttunnar telja mikil framfara- spor og halda að muni eyða þeim mismun sem eru á sköpulagi og hegðan karla og kvenna. Stiinír jafnari Bent hefur verið á hvers konar óbermi þetta frumvarp um fæð- ingarorlof karla er. Það er nánast sama hvar komið er að því, öll gerð þess og hugsun er andstæð því sem kalla má réttlæti. Enda á það hugatak illa heima í veröld samkeppni og yfirgangs þeirra sterku og framagjörnu. Hvers vegna nýburi há- Iaunapabbans á að fá margfalda föðurumhyggju á við hvítvoðung þess sem ekki hefur komiö sér sómasamlega íyrir á vinnumark- aði er spurning sem ef til vill svarar sér sjálf. Jafnréttið og rétt- lætið sem því tengist er nefnilega aðeins fyrir suma, þá sem kunna að koma ár sinni fyrir borð. -All- ir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir, eru fleyg orð félaga Napoleóns, og í hans smiðju sækja baráttusveitir jafnréttisins vopn sín. Það er eins gott að nýfæddu börnin vita ekki hvernig jafnrétt- ið verðleggur þau. spurtki sv<arai<d Vareðlilegt afSamfylk- ingunni að senda út 16 til 18 þúsund bréfá bréfsefni Alþingis ogað hluta til meðpóststimli þingsins? Kristján Pálsson þingniaðiirSjálfetæðisflokks. “Hér tel ég að um augljósa misnotkun sé að ræða. Hing- að til hef ég ekki séð neitt athugavert við að þingmenn sendi út bréf um sín eigin þingmál, cn þegar bréf þingflokkanna eru farin að telja tugi þúsunda þá finnst mér nóg komið. Bendi ég á að þing- flokkarnir fá ríflega útgáfustyrki, sem eru ætlaðir til þessara híuta. Samfylkingin hefur leikið þenn- an leik nokkuð lengi og enginn hefur haft tærnar þar sem þeir hafa haft hælana í þessu efnum. Tími er til kominn að forsætis- nefnd Alþingis setji ákveðnar reglur um þessi mál.“ Rannveig Guðmimdsdóttir þingmaðurSamfyklingarimiar. “Talan sem þú vísar til eru sleggjudómar Guðmundar Hallvarðssonar og alltof há. Það er mikil- vægur hluti af starfsumhverfi þingmanna og þingflokka að vera með síma, póst og tölvuþjónustu til samskipta við umbjóðendur sína. Þingflokkar sem ég hef stýrt hafa farið að reglum þings- ins í hvívetna, líka hvað þetta varðar." Kristinn H. Gunnarsson þingmaðnrFramsóknaiflokks “Vitaskukl er þetta spurning um hvað eðli- legt sé í magni til. Ég tel að heimildir þing- manna til þess að koma á framfæri skila- boðum til kjósenda sinna með póstsendingum þurfi að vera nokkuð rúmar. Þeir sem vilja gera þetta tortryggilegt fá það í bakið, þótt síðar vcrði." Lúðvik Bergvinsson þ i ngmaðnr Sa mfylki ngari nna r. “Já. Þetta er sú leið sem þing- menn hafa til þess að eiga samskipti við kjósendur. Og er jafnframt óhjákvæmileg- ur kostnaður við að halda uppi lýðræði í land- inu. Jafnframt minni ég á að fyr- ir skattfé almennings hafa verið gefnir út litprentaðir bæklingar frá ríkisstjórninni meðal annars um hálendismál - án þess að gerðar hafi verið við það veruleg- ar athugasemdir."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.