Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2000 VÍKUR BÍAÐIÐ Veitiiigarekstur í gömlu KÞ húsin Kaupfélag Þingeyinga hefnr verid að selja eignir sínar að undan- fömu og nú er búið að ganga frá sölu á gömlu kaupfélagshúsunum sem hyggð vom á árun- um 1883-1902. Þar er fyrirhugaðux veitinga- rekstur í framtíðinni. Það eru þeir tengdafeðgar Björn Hólmgeirsson og Börkur Emilsson matreiðslumeistari sem kaupa gömlu KÞ húsin og fá þau afhcnt 15. maí n.k. Þeir Björn og Börkur hafa undanfarin misseri verið með veitingareksturinn á Gamla Bauki á leigu og verða með hann til 1. scptember n.k. Björn var um tíma einn af eigendurm Hótels Húsa- víkur og þar starfaði Börkur einnig að matreiðslu, þannig að þeir hafa verið viðloðandi veitingarekstur- inn í bænum um árabil. Husin sem þeir kaupa eru Jaðar, byggður 1883-4, Pakkhúsið byggt 1886 og Söludeild KÞ (Salka) byggð 1902. „Við gerum ráð fyrir að vera með veitingareksturinn í Söludeild og ætlum að innrétta 1000 gestir og Þjóoleik- húsið Sýning leikdeilar Eflingar í Reykjadeild á Síldin kemur og síldin fer slær öll aðsóknarmet og á 16. sýningu s.l. föstudags- kvöld var þúsundasti gesturinn heiðraður sérstaklcga. Og Ieik- sýningin slær í gegn á fleiri svið- um því dómnefnd Þjóðleikhúss- ins hefur valið hana „Athyglis- verðustu áhugamannaleiksýn- ingu Ieikársins 1999-2000“. Og þar með er Síldin komin á fjal- irnar í Þjóðleikhúsinu og verður sýnd þar n.k. laugardagskvöld 13. maf kJ. 20.00. Þá er fyrir- hugað að vera með tvær auka- sýningar að Breiðumýri um aðra helgi því enn eru biðlistar eftir miðum á verkið. Þessi milda velgengni hefur sett ýmis strik í reikninga. Þannig taka margir nemendur Framhaldsskólans á Laugum þátt í uppsetningunni og komast sumir ekki heim fyrr en sýning- um er lokið. Og ýmsir leikar- anna eru í mikilli vinnu um þessar mundir og álagið því verulegt. En að sögn er ánægjan af hinni menningarlegu upp- skeru meiri. Það er Arnór Benónýsson sem leikstýrir þessari vellukkuðu uppsetningu. js eldhúsaðstöðu í Jaðri. Ekki er ákveðið hvaða not við höfum af Pakkhúsinu sem fylgdí með í kaupunum“, segir Björn Hólm- geirsson. Friðuð hús Börkur segir að ekki liggi fyrir hvenær starsemi hefst í húsunum. „Sparisjóður Þingeyinga er með starfsemi á neðri hæð Söludeildar og er með 6 mánaða uppsagnar- frest og við þurfum að ná samn- ingum við þá um málið. Söludeild- in er í góðu standi og þarf aðcins að innrétta húsið fyrir veitinga- reksturinn og það þarf ekki að taka langan tíma. Það er hinsvegar mikið verk framundan í Jaðri, en ég reikna með að í sumar verði unnið við húsið að utan og vetur- inn notaður til að gera húsið upp að innan. En það er alla vega ljóst að við opnum ekki í sumar“, segir Börkur. Gömlu kaupfélagshúsin eru menníngarverðmæti og hafa bygg- ingasöguiegt gildi og falla því und- ir húsafriðunarlög. „Við erum skuldhundnir til þess að hafa útlit húsanna sem upprunalegast og munum að sjálfsögðu gera það. Þegar er búið að gera Pakkhúsið upp að hluta og við verðum í sam- starfi við Húsafriðunarnefnd um framhaldið. Og þar á bæ hafa menn verið mjög jákvæðir í okkar garð. Þeim er f mun að einhver lif- andi starfsemi verði í þessum hús- um og telja það ekki til góðs að húsin standi auð, því þá er hætta á að þeim sé ekki sinnt og grotni því niður". 100 ára sjarmi Framtíðarnýting þessara gömlu húsa hefur lengi verið í umræð- unni og fyrir miðja öld var þegar farið að ræða um það á kaupfé- lagsfundum að tiy'ggja varðveislu þeirra. Það hefur því lengi verið á stefnuskrá Kaupfélags Þingeyinga, en eftir að KÞ lagði að mestu upp laupana ríkti enn meiri óvissa en áður um það hvort og hvemig hús- in yrðu varðveitt og nýtt. Ymsir hafa áður velt fyrir sér veitingarekstri í húsunum, þau eru vel staðsett í bænum lyrir slíka starfsemi og hafa yfir sér mildnn sjarma, en enginn hefur tekið af skarið í þessum efnum fyrr en nú. við séum ekki bara fi'fl- djarfari en aðrir sem hafa velt þessu fyrir sér. En við erum bjart- sýnir á framtíðina", segir Börkur Emilsson. js Þúsundasti gesturinn í Breiðumýri, Ingólfur Geir Ingólfsson, tekur við blómum úr hendi Jóns Friðriks Benónýssonar. Norðsnjáldri á Hvalasafnið Stöðugt bætast merkileg eintök við Hvalasafnið á Húsavík. Þessa dagana er verið að vinna við upsetningu beinagrindar af norðsnjáldra. Þessi hvalategund er mjög sjaldgæf við Island og aðeins tvö þekkt dæmi um að þeir hafi strandað hér, að sögn Asbjarnar Björgvinssonar, for- stöðumanns Hvalamiðstöðvar- inar. Þessi hvalur strandaði við Enni við Ólafsvík 16. janúar 1999. Erlendir sérfræðingar, þýsk hjón, eru að vinna að því með Ásbirni og Þorvaldi Björnssyni frá Náttúrufræðistofnun að setja beinagrindina saman. js Hantlan heimamynd Kvikmyndatökulið frá Frakklandi verður á Húsavík í kringum 20. maí en þá fara fram tökur á atrið- um í mynd sem franski leikstjór- inn Jean Michel ætlar að gera á Islandi um álfa, huldufólk og það sem sumir sjá fyrir handan. Tök- ur á íslandi fara fram m.a. í Reykjavík, á Snæfellsjökli og í Mývatnsveit, auk Húsavíkur. lökurnar hér á Húsavík tengj- ast Bryndísi Pétursdóttur sem er skyggn og hefur starfað sem mið- ill í Reykjavík en er Ilutt til Húsa- víkur og er að hefja starfsemi hér. „Það voru menn hér á dögunum að leita að hugsanlegum töku- stöðum og hrifust mjög af um- hverfinu og vonandi verður þetta í leiðinni góð Iandkynning" sagði Brv ndís í samtali við Víkurblaðið, en myndin verður sýnd í kvik- myndahúsum í Frakklandi og síð- ar seld til sjónvarpsstöðva í öðr- um löndum. Meðal þcirra sem koma fram í myndinni auk Bryn- dísar má nefna Þórhall miðil. Húsvíkingar þurfa því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á kvikmyndatökulið í bænum á næstu dögum. En hvort þeir sjá li'ka álfa og huldufólk skal ósagt látið. JS Styrktarfélag Sjukrahússins Aðalfundur Styrktarfélags Sjúkrahúss Þingeyinga verður haldinn annaö kvöld kl. 20.30 í sal Miðhvamms. Félagið var stofnað 4. maí 1996 og hlutverk þess er að vera stuðnings- og styrktaraðili við Sjúkrahús Þing- eyinga. Það hefur látið margt gott af sér leiða og aflað fjár til tækjakaupa og upbyggingar á aðstöðu. Að sögn Svölu I Iermannsdótt- ur, formanns félagsins, koma helstu tekjur þess af félagsgjöld- um, sölu minningarkorta og gjöfum frá einstaklingum og fé- lögum. Hún hvctur Þingeyinga til að ganga í félagið, en félags- gjöld eru aðeins kr. 1200 á ári, og standa þannig vörð um heil- hrigðisþjónustuna í héraðinu og um leið að hlúa að og styrkja hú- setuskilyrðin á svæðinu. JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.