Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 SMÁTT OG STÓRT Trúður í klukkutíma Skrifari dagsins fékk sl. laugardag símhringingu frá skoðanakönnuðum Gallup og var beðinn um að segja sitt álit á helstu málum sem eru í deigl- unni. Mikið var til dæmis spurt um símamál svo sem hve oft ég hringdi til útlanda, hvort ég legði meira uppúr góðu sambandi eða lágu verði og hvaða hug ég bæri til Landssímans. Þetta er náttúrlega bráðnauðsynlegt að sé á hreinu, enda telja menn að helsti vöxtur atvinnulífsins felist i rek- stri símafyrirtækja, sem eiga allt sitt undir því að fólk hangi í símanum. Það var svo undir lok yfirheyrslu skoðanakönnuðarins sem fyndnasta spurningin kom. Ef þú værir að halda barnaafmæli og fengir trúð til þess að mæta og vera með töfrabrögð og galdra hvað værir þú til í að borga fyr- ir klukkutímann, var spurt. Eg sagði út í loftið að ég væri til í að borga tíu þúsund krónur, en spurði f leiðinni á hverra vegum þessi spurning væri í loftið sett. Stúlkan sem spurði kvaðst ekki vita það, en spurningin þótti mér svo fyndin en þó helst fáránleg að deginum hjá mér var bjargað. UMSJÓN: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sigurdur@dagur.is „En pestin gekk hratt yfir og ég er farin að geta borðað.“ - Telma Agústs- dóttir, Euruvison- drottning rekur raunir sínar í DV f fyrradag. Öldin, Jónas og Skólaljóðin Eg hygg að í huga Islendinga séu morð sem framin hafa verið á síðustu áratugum ekki nema þrjú, fyrir utan Guðmundar- og Geirfinnsmálin svonefndu. I fyrsta lagi morð lögmanns í Reykjavík á eiginkonu sinni 1967 og tvö morðmál árið eftir, þ.e. þegar flugstjóri í Reykjavík skaut yfirmann sinn til bana og þegar leigubílstjóri í borg- inni var myrtur með dularfullum hætti. Og hver skyldi ástæða þessarar takmörkuðu þekkingar vera. Eg held að þetta komi til vegna þess að Oldin okkar eru bækur sem til eru víða og hafa með afgerandi hætti mótað söguþekkingu þjóðarinnar vegna þess hve skemmti- legar þær eru - og frá áðurnefndum málum er sagt þar áberandi og skil- merkilega. Sýn okkar allflestra á helstu menn og málefni í Islandssögunni er líka svipuð - við trúðum því að Danir hafi afleitir verið - og það held ég að komi til af því að Islandssaga Jónasar frá Hriflu var kennd í skólum Iandsins í áratugi og boðskapur í þá veru var þar settur fram. Ljóðasmekk- ur íslendinga er líka svipaður, fæst okkar þekkjum yngra skáld en Stein Steinarr - enda er hann aftastur í Skólaljóðunum. 1968 Leigubílstjóri finnst myrtur undir stýri "/. Uigubildjófi Iti llrcyfli var ikotlnn lil bana i bifreií Unni I fyrriivitt og bcnda likur til aö um rinmorð »é aö rxfla Hinn limi hél Gtmnar Siguröor Trywn «»on, 4bja ira að aldri Murðinpnn mun hafa nouð .jílfvlrka akammbyswi, hbup vkkl 32, og tkaul lutnn Gunnar ncðarlega l hnakkann hargr mc|þn. Mun Gunnar hafa lád*l n*r vatnilundU. BUlinn stó vií L«u*ala*. rítt sunnan BuftðuLckjar, og þar hifur roorð iojþnn yfirgeRð luinn einbvernlima i límabilinu fri U. 4 t 6.15 um mnrguninn. Öldin okkar. ■ fína og fræga fólkið Klassísk Bond stúlka Goldfinger var nýlega valin besta Bond myndin í skoðanakönnun sem BBC efndi til. Kvenleikari þeirrar myndar var Honor Black- man sem þar lék Pussy Galore. Hún er tvífráskilin og á tvö kjör- börn. Hún segist aldrei ætla að búa með karlmanni aftur, telur sig ekki hafa skapgerð í sambúð, sé of gagnrýnin og vilji að allt sé full- komið. Hún segir að hugmynd sín um fullkominn dag sé að sitja í sól- inni, svamla í sjónum, borða góðan hádegisverð með hvítvfni, lesa og enda daginn á því að horfa á knatt- spyrnuleik með Manchester United. Honor Blackman er enn glæsileg þótt þrír áratugir séu liðnir frá því hún lék í Goldfinger. ÍÞRÓTTIR Xfc^wr Hér takast á þeir Jón Þór og Sveinbjörn Jun í -4 Ikg flokki 11-12 ára. - MYND: R. RICHTER. Spemiaiidi keppni á Islandsmótmu 1 júdó Keppendur frá KA, JK og Ármamii unnu flesta íslandsmeist- aratitla á meistara- móti 11-14 ára í júdó sem fram fór um helg- ina. íslandsmótið í júdól 1-14 ára fór fram um helgina í íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholti. Góð þátttaka var á mótinu og voru keppendur frá sex félögum mættir til keppni. Þeir komu frá UMFF (Þykkvabæ), UMFS (Sel- fossi), UMFG (Grindavík), KA (Akureyri) og Reykjavíkurfélög- unum JR og Armanni. Keppt var í tólf flokkum karla, en aðeins einum flokki kvenna sem var sameinaður flokkur -36 kg og -40 kg 11-12 ára. Keppnin var mjög jöfn og spennandi í öll- um flokkum og skiptust íslands- meistaratitlar nokkuð jafnt á fé- lögin, en keppendur frá KA á Ak- ureyri og frá Reykjavfkurfélögin JR og Ármann unnu þó flesta þeirra eða þrjá hvert félag, en UMFS og UMFG tvo titla hvort félag. Verðlaunahafar Karlaflolikur 11-12 ára -27 kg og -30 kgflokkur 1. Óskar Vignirsson, UMFG 2. Axel Kristinsson, Árm. -34 kgflokkur 1. Ari Alexandersson, Árm. 2. Arnar Freyr Þórsson, JR -38 kgflokkur 1. Kristján Jónsson, JR 2. Ari Húnbogason, KA 3. Torfi Ge. Símonarson, UMFF -41 kg flokkur 1. Halldór Kárason, KA 2. Bergþór Sigurðsson, UMFG 3. Sveinbjörn Jun Iura, JR 3. Birgir Ómarsson, Árm. -46 kgflokkur 1. Tryggvi Ólason, UMFS 2. Tryggvi R. Guðnason, UMFF 3. Þórður Sigbjartsson, UMFF +50 kgflokkur 1. Hörður Hannesson, Árm. 2. Magnús S. Magnússon, JR 3. Helgi Björnsson, KA Kvennaflokktir 11-12 ára -36 kg og -40 kgflokkur 1. Guðrún Gunnarsdóttir, UMFG 2. Elfa Ó. Guðlaugsdóttir, UMFF 3. Sylvía Steingrímsdóttir, UMFG Karlaflokkur 13-14 ára -42 kgflokkur 1. Styrmir Erwinsson, UMFS 2. Rúnar Guðlaugsson, UMFF -46 kg og -50 kgflokkur 1. Darri Kristmundsson, Árm. 2. Þórarinn Ág. Jónsson, JR 3. Óttar Fr. Einarsson, UMFG -55 kgflokkur 1. Heimir Kjartansson, JR 2. Herbert Vilhjálmsson, JR 3. Eggert Jóhannesson, JR -60 kgflokkur 1. Eðvarð Helgason, KA 2. Jón S. Tómasson, JR 3. Alvar Skúlason, JR -66 kgflokkur 1. Alex Stefánsson, KA 2. Lárus G. Lúðvíksson, Árm. 3. Stefán Þ. Bjarnason, Árm. + 66 kgflokkur 1. Örn Arnarsson, JR 2. Sveinn I. Sveinbjörnss., UMFS 3. Jón Óli Helgason, KA Fyrsti sigur HaMdnens Finninn Mika Hakkinen, heims- meistari sfðasta árs í Formula 1 kappakstrinum vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann sigraði í Spánarkappakstrinum í Barcelona um helgina. Hálddnen náði næst besta tímanum í tímatökunni á laugardag, en þar náði helsti keppinautur hans, Þjóðverjinn Michael Schumacher, bestum tíma. Schumacher hafði forystu fyrstu 42 hringina, en endaði í fimmta sætinu eftir að hafa þurft að taka þrjú hlé. 1 öðru sæti varð David Coultard, félagi Hákkinens hjá hjá McLarcn, en hann náði fjórða besta tímanun í tímatök- unni. Næsta keppni verður í Nurbur- gring helgina 20.- 21. maí. Úrslit á Spáni Fyrstu sex: 1. M. Hakkinen, McLaren 1:33,55 2. D. Coulthard, Mclaren 1:34,11 3. R. Barrichello, Ferrari 1:34,24 4. R. Schumacher, Williams 1:34,32 5. M. Schumacher, Ferrari 1:34,43 6. H, Frentzen, Jordan 1:35,17 Staðan í heimsbikamuin Ökutnenn: 1. M. Schumacher, Ferrari 36 2. M. Hákkinen, McLaren 22 3. D. Coulthard, McLaren 20 4. R. Barrichello, Ferrari 13 5. R. Schumacher, WiIIiams 12 6. G. Fisichella, Benetton 8 7. J. Villeneuve, BAR 5 8. H. Frentzen, Jordan 5 9. J. Trulli, Jordan 4 10. J. Button, Williams 3 11. R. Zonta, BAR 1 11. M. Salo, Sauber 1 Lið: 1. Ferrari 49 2. McLaren 42 3. Williams 15 4. Jordan 9 5. Benetton 8 6. BAR 6 7. Sauber 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.