Dagur


Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 20

Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 20
20 - MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 Xfc^HT' VÍKUR BLAÐIÐ FráOxfordtil Norðurlands Alexander Smárason, doktor í kvensjúkdómum hóf störf á FSA og Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík í september á síðasta ári og er í 25% starfi á Húsavík. Alexander og kona hans Rósa Kristjánsdóttir, sem er frá Húsa- vfk, höfðu áður búið f Oxford í 10 ár ásamt börnum sínum. Þar starfaði Alexander fyrst við rann- sóknir á meðgöngueitrun sem lauk með doktorsprófi, og árin þar á eftir var hann í eiginlegu sérnámi í kvensjúkdómum og fæðingafræðum. Síðustu 2 árin áður en hann flutti heim var hann lektor við háskólann en í því fólst að starfa sem læknir, stunda rannsóknir og sinna kennslu læknastúdenta í Ox- ford. „Eg hafði mikla ánægju af kennslunni og var með marga skemmtilega nemendur, m.a. einn stórmeistara í skák“, segir Alexander. Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilsustofn- unar Þingeyinga, segir að það hafi verið grfðarlegur fengur fyr- ir stofnunina að fá svo hæfan sérfræðing til starfa. Enda hafi þörfin greinilega verið brýn eins og mikil eftirspurn og aðsókn kvenna í Þingeyjarsýslum og af Austurlandi í þessa þjónustu sanni. En hvað varð til þess að þau hjónin snéru aftur heim í heið- ardalinn á Islandi? „Við vorum auðvitað búin að festa rætur úti í Oxford og ég var í góðri stöðu þar, þannig að það var ekki starfið cða launin sem réðu úrslitunr. Ætli það hafi ekki verið Islendingurinn í manni sem mestu réði um þetta. Okkur Iangaði til að njóta aftur alls þess sem við höfðum saknað frá Islandi, landsins, fólksins og að sjálfsögðu veiðiskaparins, ekki má gleyma honum. Þá hafði það auðvitað áhrif að elsti sonur okkar fór heim ári á und- an okkur til að stunda nám við gamla menntaskólann okkar. Og raunar viljum við gefa öllum börnunum kost á því að kynnast Islandi og íslenskri menningu. Hvar svo sem þau kjósa að búa í framtíðinni, þá er mikilvægt að þau fái að kynnast upprunanum og landinu sínu af eigin raun“. Alexander segir að það séu auðvitað mikil viðbrigði að koma til starfa á litlum sjúkrahúsum cftir að hafa t.d. starfað ytra á sjúkrahúsi þar sem voru um 7000 fæðingar á ári. Samskiptin við sjúklingana er líka með öðr- um hætti. „Fólk er allsstaðar jafn þakklátt, en erlendis þá sá ég aldrei sjúldinga nema eftir til- vísun frá heimilislækni, en hér koma konur oftast milliliðalaust til mín. Annar stór munur er að í England þurftu konur ekki að borga fýrir þjónustuna eins og hér, mér leiðist að rukka fólk“. Aðspurður um tækjakost í heilsugæslunni á íslandi þá segir Alexander hann yfirhöfuð mjög góðan og í ágætu Iagi á Húsavík eftir að stofnuninni var gefinn legholsspegill í vetur. Auðvitað má gera betur í þeim efnum þannig að hægt sé að gera meira heima í héraði. Hann segist hafa mjög mikið að gera hér á staðn- um og vera fullnýttur f þessu hlutastarfi. „Ég gæti auðvitað af- greitt fleiri með því að gefa hveij- um einstaklingi styttri tíma, en ég tel mig enn vera að gera rétt með því að gefa öllum sem til mín koma góðan tíma, jafnvel þó það þýði að færri komist að“. A aðalfundi Styrktarfélags Sjúlerahúss Þingeyinga sem haldinn verður í Miðhvammi annaðkvöld, mun Alexander flytja erindi. „Þar mun ég fyrst og fremst ræða hvað ég hef verið að starfa hér í vetur, hvaða þró- un ég vil helst sjá í starfseminni hér, kynna notkun tækjanna sem keypt voru sérstaklega til Sjúkrahússins eftir að ég kom hingað, og ef tími vinnst til, mun ég segja eitthvað frá því hvað ég var að fást við í Oxford.“ JS Fjölskyldu- dagurá þriðju hæö Það var glatt á hjalla á fjöl- skyldudeginum á 3. hæð Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsa- vík s.I. sunnudag. A 3. hæð dvelja margir af elstu íbúum sýslunnar og þeir voru þarna flestir mættir sem rólfærir voru ásamt aðstandendum sínum sem komnir voru í heimsókn af þessu tilefni, sumir um langan veg. Menn voru glaðir og hressir og nutu samvistanna. Borð svignuðu undan krásum og menn sungu við raust og nutu veitinga og skemmtiat- riða. Sigurður Hallmarsson og Ingimundur Jónsson voru mættir með harmoniku og gítar og spiluðu og sungu öll gömlu góðu lögin og nutu aðstoðar þeirra Halfiða Jósteinssonar og Asgeirs Böðvarssonar við söng- inn. Og viðstaddir tóku hraust- Iega undir og söngurinn hljóm- aði alla leið niður á 1. hæð. Fjölskyldudagur sem þessi hefur ekki verið haldinn á Sjúkrahúsinu í nokkur ár en stefnt er að því að gera þetta að árvissum atburði. JS Þeir spiluóu og sungu fyrir gamla fólkió og gesti, Hafliði, Ingimundur, Sigurður og Ásgeir. Kaupfélagið ágötuuui! Kaupfélag Þingeyinga á ekki í mörg hús að venda þessa dagana, enda er það langt komið með að selja öll sín hús. Frá stofnum KÞ hefur það verið með lögheimili sitt við Garðarsbrautina á Húsa- vík, fyrst að Garðarsbraut 4 í Söludeild KÞ en síðar að Garðarsbraut 5 eftir að aðal- verslunarhúsið var byggt þar í kringum 1950. Þaðan hrökklaðist svo KÞ þegar Þorgeir og félagar keyptu húsið fyrir nokkrum mánuð- um, og flutti þá höfuðstöðv- ar sínar aftur til upprunans og skráði lögheimili sitt í gömlu Söludeild. Nú er búið að selja Sölu- deild og gömlu kaupfélags- húsin, þannig að KÞ er eig- inlega á götunni þessa dag- ana og ljóst að einhverjir verða að skjóta skjólshúsi yfir félagið. Og í ljósi þess að KÞ hefur ávallt verið til húsa við Garðarsbrautina, finnst sumum eðlilegt að það fái inni í gömlu húsi við götuna, húsi sem byggt var árið 1907 og státar enn af opnum náðarfaðmi, sem sé Húsavíkurkirkju. TheABBAShow Eins og fram kemur á öðr- um stað í blaðinu hefur sýn- ing leikdeildar Eflingar í Reykjadal á Síldin kemur og síldin fer slegið f gegn og hlotið mikla aðsókn. Eitt af burðarhlutverkum í verkinu er í höndum frú Aðalbjargar Pálsdóttur sem fer þarna á eftirminnilegum kostum. Aðalbjörg er dags daglega kölluð Abba eins og kunnug- um mun kunnugt. Því er það ekkert undar- legt að afkomdur Öbbu tala ekki um að fara á Síldina, þegar þau eru á Ieið í leik- húsið. Nei, þau eru öll að fara á „The ABBA Show“. Öfgar iiui konur Margt misjafnt og mismerki- legt hefur verið sagt um konur. Meðal annars eftir- farandi: „Það er ekki rétt að konur geri kröfur úr hófi fram. Konan er hæstánægð með Ii'tið, ef það er einmitt það sem hún vill fá - að öðrum kosti er henni ekkert nóg“. (ók. hö0« „Ef þú villt komast að því hvaða galla stúlka hefur skaltu hrósa henni við vin- konur hennar". (Benjamin Franklin). „Þessi kona gekk ekki út í öfgar, hún á heima í þeim“. (Quentin Crisp)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.