Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 16
Stefán Karl Stefánsson út- skrífaðist úrLeiklistarskólcL íslandsfyrír tæpu árí og þann 1. júní komst hann á fastan samning íÞjóðleik- húsinu. ÁSOára afmælis- degi þess tók hann við viður- kenningu úrEgner-sjóðnum fyrírhlutverk sitt í Glanna glæp en þann dag birtist hann leikhúsgestum einnig í fyrsta sinn í hlutverki Bokka íDraumi á Jónsmessunótt. Stefán Karl Stefánsson stingur upp á stefnumóti á Kaffivagninum við eina bryggjuna úti á Grantla. Hann kann vel við staðinn enda ætlaði hann sér að verða trillukarl og er með próf upp á vasann sem sannar það áform. En Ieiklistin vann sigur á sjónum og það er ekki á honum að heyra að hann sjái eftir því. Þeir sem séð hafa Stefán Karl á sviði þurfa heldur ekki að efast um ánægju hans af leiklistinni. Hún skín í gegn þeg- ar hann haltrar um svið Þjóðleikhússins í gervi hins stríðna Bokka, „sem kannski hefur hlotið illa andlega og líkamlega meðferð hjá Oberon, húsbónda sínum“. Þar kemur skýringin á spelkunum sem Bokki þarf að burðast með í uppfærslu Baltasar Kormáks á Draumi Shakespeares á Jónsmessunótt. Rangt er gaman En okkur langar líka til að vita hvernig hið dimma öskur Bokka varð til, sem skýtur mannfólkinu skelk í bringu í skóginum, og hvernig Stefán Karl fer að því að ná út úr sér slíku hljóði, sem sumir hafa efast um að komi úr barka hans sjálfs. „Það býr engin sérstök tækni að baki hljóðinu, en til að fólk sé einhverju nær get ég upplýst að það er gert á innsoginu. Það þarf að vera frekar hátt til að drífa upp á svalir og ég er ekki viss um að þetta fari vel Ástin er Stefáni Karli Stefánssyni huglæg þessa dagana, þar sem hann leikur örlagavaldinn Bokka í Draumi á Jónsmessunótt. mynd: teitur. með röddina. Það er því eins gott að ég þarf undirstrikar óræðan persónuleika Bokka, ekki að gera þetta oftar en þrisvar til fjórum sem leikarinn segir að sé kynlaus. „Hann sinnum á kvöldi,“ segir Stefán Karl. hefur engar tilfinningar, hvorki til karla né Ropið, eins og leikstjórinn kallar það, kvenna. Hann þekkir muninn á réttu og röngu, en hann veit Iíka hvað honum finnst gaman.“ Ómeðvitaður leikur „Bokki kitlar hégómagimd paranna tveggja, Hermíu og Lísanders, Helenu og Demetr- íusar, og leikur sér að henni. Þetta er sama hégómagirndin og er að drepa allt og alla. Fólk slær hvort öðru gullhamra til að koma vel út, en Bokki minnir okkur á að það er einlægnin sem skiptir máli. Sumir hafa tilhneigingu til að leika sér með aðra, eins og Bokki gerir, þegar þeir eru í óvissu og vita ekki hvað þeir vilja. Eg reik- na með að það séu til mörg sambönd úti í bæ þar sem fólk veit ekki alveg hvað það er að gera eða hvað það á að gera. Það er ekki öruggt um ást sína og fer ómeðvitað í leiki, sem alltaf enda illa fyrr eða síðar.“ - Heldurðu að mannkynið hafi ekkert lært ú þessu sviði, þráttfyrir alla þekkinguna sem það hefur aflað sér á öðrum sviðum ígegnum aldimar? „Ljóðskáld, leikarar, myndlistarmenn og sálfræðingar hafa reynt að skilgreina ást- ina, en hvað er hún? Kannski við ættum að sleppa því að skilgreina hana of náið og njóta þess að vera ástfangin án þess að hugsa um eigin hégóma." Aðrir skipta máli - Er ástin það hesta sem komið hefur fyrír þig? „Já. Það besta sem komið hefur fyrir mig er ást mín til konunnar minnar og ást henn- ar til mín. Eg myndi fórna öllu fyrir hana, jafnvel leiklistinni. Það er alveg á hreinu. Því hvað er maður án þess? Ekki neitt. Þetta er auðvitað eitthvað sem hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér. En ef þú verður virkilega ástfanginn gerir þú allt íyrir ástina, en býður ekki eftir því að ástin geri allt fyrir þig. Ég held að þetta sé eitthvað sem allir þrá, en gleyma að rækta vegna þess hve upp- teknir þeir eru af sjálfum sér. Þcir láta sér nægja að gleypa við aliri þessari mötun sem er í gangi og gleyma að hugsa. En kannski þarf maður að reka sig á til að átta sig á að það skiptir máli að hugsa um aðra í kringum sig. Oðruvísi er maður ekki heil manneskja. Og kannski velti ég þessu meira fyrir mér en ella út frá Drauminum, því hann fjallar um allskyns flækjur og farsa, sem maður veit að enn eru að gerast dags daglega úti í þjóðfélag- inu.“ MEÓ. REYKIAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK ...fljúgðufrekar Atta sinnum Bókaðuí síma 5703030 og 400 7000 •7J0kr . með flu^vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.