Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 10.05.2000, Blaðsíða 7
Dagur MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL l'rjálslyndi, rót- tækni, jðfauður UMBUÐA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar Verður Samfylkingin merkisberi fyrir fijálslyndi, róttækni og jöfnuð? Sldla- boð stofnfundar um helg- ina gefa til kynna að hún geti orðið það. Til þess þarf hún að gera meira en gagnrýna galla frjálshyggj- unnar, sem tekur ekki ábyrgð á félagslegum af- leiðingum óheftra mark- aðsafla. Því hún þarf sam- tímis að viðurkenna að markaðshagkerfi skapar meiri auðsæld en nokkurt annað kerfi sem nú er boðið uppá. Þarna á milli er flókinn veruleiki sem nú tekur mild- um breytingum. A þann veruleika þarf nýr flokkur að læra. Og meira til Markaðurinn skapar auðsæld en ekki samfélag. Þetta var sá boðskapur Glendu Jackson sem hreif fundargesti og áhorfend- ur Stöðvar 2 á föstudagsmorgni. Markað- urinn einn skapar ekki mannauð og þekk- ingu, félagsheild og siðferðisleg gildi sem eru grunnstoðir í samfélagi. Ekki frekar en að ríkisvaldið geri það með Iögum. Samfé- lag er ekki bara þversumman af ríki og markaði. Það er miklu meira, því athafnir þegnanna, hugsun þeirra og menning stan- da á miklu breiðari grunni. Þetta hafa vinstrimenn oft látið sem skipti ekki máli: Athyglin verið á stéttastjórnmálum, velferð- arkerfi, ríkisvaldi sem agavaldi á markað- inn. Þeir hafa einblínt á hinar ýmsu stofn- anir, sem nú eru að mörgu leyti að breyta um vægi og missa afl. Hluti af kreppu vinstrimanna liggur einmitt í þessu. Manngildi Þess vegna vanrækja menn gildi. Huglæg, mannleg gildi. Þau hafa nú frekar en nokkru sinni fyrr skírskotun út fyrir hefð- hundin vígvöll flokkastjórnmála. Við sjáum að mikilvæg áhugamál fólks varða nú eitt- hvað óhöndlanlegt, sem við getum kallað lífsstíl. Atvinnuöryggi þarf ekki endilega að vera mál málanna, heldur kannski stundum frekar atvinnufullnægja, og þá í samhengi við miklu fleiri athafnir en snerta bara vinnu og heimili. Einnig hefur fólk góða ástæðu til að efast um ríkið. Pólitískur klíkuskapur, sóun skattfjár, stofnanaveldi - cr hin hliðin á þeim peningi sem stjórnmál- in eru. Róttæk jafnaðarmennska er með fólki, gegn slíku kerfi. Nú eiga samfélags- breytingar sem einkennast af kralti, hraða, laustengdum böndum hefða og venja, eink- um hljómgrunnhjá ungu, vel menntuðu og tckjuháu fólki. Tala vinstrimenn til þess? Alltof sjaldan. Samt er staðreynd að stétta- skipting breytist þegar fleiri verða menntamenn f millistétt, sjálfstæðir eða hálfsjálfstæðir smáatvinnurekendur, en hefð- bundum launamönnum í fram- leiðslugreinum fækkar. I þekk- ingariðnaði og upplýsingagrein- um verður stór hluti starfandi fólks verktakar með eigin rekst- ur. Hvað segir það okkur um „aðila vinnumarkaðarins"? Hefðbundnu flokkastjórnmálin eru langt á eftir þessari þróun í áherslum sínum og veruleika- skynjun. Ögrun Þáttaka er mikilvægt atriði nýrra vinstristjórnmála, sem hefur fleiri en eina vídd. Útfæra þarf lýðræðishugtakið víðar. Hafa forgöngu um að ala fólk upp í samráði og þátttöku, en ekki líta á stjórnmálin sem kappleik á fjögurra ára fresti til að velja skaffara.Reykjavíkurlistinn lærði að stjórna f þágu meirihluta borgarbúa og vinna málefnum fylgi þvert á eindregnustu kröfur hópa innan raða. Og langt út lyrir þær. Þetta gætu kallast sáttastjórnmál. Er breiðfylking á borð við Reykavíkurlistann dæmd til að fóma hugsjónum og stefnu á altari málamiðlunar og valdapólitíkur? Reynslan sýnir að svo er ekki. Þessi sátta- stjórnmál verða menn að læra til að njóta trausts meirihluta kjós- enda til að hafa forystu í samfé- laginu öllu. Við fireistmgum gæt þíii Þáttaka hefur aðra vídd: Efnahagsstjórn sem útilokar tiltekna hópa frá megin- straumi samfélagsins er fráleit. Allir verða að fá hlutdeild í góðæri, neyslu vöru og þjónustu að einhveiju lágmarki, og vera með í að njóta menningarlífs. Nokkur hóp- ur fólks er vegna heilsuleysis eða annars ófær um fulla þátttöku á vinnumarkaði. Það er ófyrirgefanlegt að útskúfa slíku fólki og jafnvel refsa með skerðingu bóta reyni það að draga björg í bú. En að blása þetta vandamál úr öllurn hlutföllum er ábyrgðar- Iaust, sérstaklega gagnvart einmitt þessu fólki. Svona pólitískar Ireistingar á að var- ast, vegna þess að velvilji meirihluta skatt- borgara er nauðsynlegur til að ráðast gegn meinsemdinni. Stjórnmál snúast nú æ meira um traust og túlkun sýnar sem verð- ur að standast raunveruleikapróf. eina vídd. Jöfn færi til mennt- unar og heilsugæslu er óffávíkj- anleg stefna. En jöfn tækifæri í samfélaginu í heild þýða líka að niðurstaðan verður ójöfn. Hæfi- leikar fólks og geta er misjöfn. Sem þýðir að árangur verður misjafn. Stjórnmálamenn munu hafa nóg að gera ætli þeir að jafria allt sem gefur lífinu gildi með tilskipunum. Þetta er þeim mun stærri ögrun að við stöndum frammi fýrir vaxandi ójöfnuði við breyttar samfélags- aðstæður. Þær aðstæður mis- muna einmitt grimmt út frá því hvernig einstaklingar nýta hæfni sína og möguleika. Stéttaskipt- ing verður í mun meira mæli en nú byggð á hæfni eða vanhæfni til að nýta sér möguleika upplýs- ingasamfélagsins. Þar er spurt um verðleika. Hver eru áherslu- atriði jafnaðarmanna í verðleika- samfélagi? Réttindi og skyldur Engin réttindi án ábyrgðar. Fólk sem á rétt til aðstoðar verður líka að hafa hvata til sjálfsbjargar. Og axla ábyrgð á eigin lífi. En fyrir- tæki, efnafólk og þeir sem hagn- ast af hlutverki sínu í samfélag- inu eiga líka að sýna ábyrgð og skila því verðmætum. Útskúfun lágstéttar er forkastanleg. Upp- hafning forréttindaaðals er fá- ránleg. Samfélagið allt þarf gagnkvæman samning sem verð- ur að halda. Einstaldingar og lyrirtæki verða að hætta að miða við ríkisábyrgð, og taka þátt í samfélagsá- byrgð. Þetta sýnir mikilvægi sáttastjórn- mála. Þau byggja ekki á hverfulu valdi, heldur samkomulagi sem ristir djúpt í vit- und hvers og eins. Róttækni Jafnaðarmenn eru einhuga um að setja þurfi markaðsöflunum réttlátar leikreglur og skorður í þágu almannahagsmuna. Alltof sjaldan hafa þeir sagt það sama um ríkisvaldið. Það þýðir ekki að menn hafni hugsuninni um almannaheill. Um samfé- lagsgikli. Þvertámóti. Það þýðir að nýtt afl vill færa valdið til fólksins. Út í samfélag þegna og einstaklinga, félaga og samtaka, þvert á fyrri línur llokkspólitíkur, hefðhund- inni valdastofnanna, gamalla stéttastjórn- mála og fjármálablokka. Er það ekki ein- rnitt það sem jafnaðarmenn hafa alltaf vilj- að? Hin sanna rótttækni? Össur sagði að Samfylkingin væri tiibúin að taka við stjórn landsins. Orð í hita leiksins. Hún verður það kannski fljótlega efhún vandar sig. Glamuryrðaflaumurinn gerir það ekki. Skattar Skattar á tekjur skila sér með ofurþunga á suma, en alls ekki þá fjölmörgu sem skjóta sér undan þeim. Ekki batnar það þegar frumskógur skerðingarákvæða í tryggingar- kefinu bætist við og það í heild virðist órétt- látt. Þetta skapar óvild almennings gagn- vart samtryggingu. Tekjuöllun vinstri- manna hefur verið af meira kappi er forsjá. Er ekki kominn tími til að skera þetta kerfi upp í heild? Skattar eiga c.t.v. ekki að bein- ast að tekjum fólks heldur í vaxandi mæli að neyslu - og sóun eða rýrnun umhverlisverð- mæta. Vandamálið er ckki bara að afla teknanna til velferðar, heldur að gera það á sanngjarnan og gagnsæjan hátt. Og veija fénu markvisst og réttlátt. Þetta er brýnt viðfangsefni til að sátt megi nást um tekju- jöfnun í æ stéttskiptara samfélagi. Jöfn tækifæri er krafa sem hefur fleiri en STJÓRNMÁL Á NETINU Byssur, nasl og bensínhákar Ögmundur Jónasson, aiþingis- maður, skrifar um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á vefsíðu Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs. Þar segir: „Ríkisstjórn Islands telur mik- ilvægt að við búum við réttláta skattlagningu. Hún leggur einnig áherslu á að samræmis sé gætt í hvívetna. I þessum anda kemur nú hvert skattafrumvarpið fram á fætur öðru. Fyrst voru Iækkuð aðnutningsgjöld á bíla. Að sjálf- sögðu voru gjöldin færð mest niður af stærstu bílunum og fékk stöndugur jeppakaupandi niður- fellingu upp á litlar 700 þúsund krónur. Slíkur maöur þarf að hafa góð- an riffil sér við hönd enda var næsta skrefið að leggja fram frumvarp um skattalækkun á skotvopnum, reyndar ekki bara rifflum, heldur einnig marg- hleypum og skammbyssum. Þetta er til að stuðla að heil- brigðu útilífi, sögðu talsmenn ríkisstjórnarinnar en urðu svolit- ið kindarlcgir á svipinn þegar í Ijós kom að í skattaniðurfelling- ar-pakkanum fylgir einnig byssustingur, sverð og lensa „og áþekk vopn og hlutar til þeirra og skeið- ar og slíður til þeirra" svo vitn- að sé orðrétt í tollaskrána sem ríkisstjórnin hefur gert að for- gangsverkefni að breyta. I frumvarpinu eru að sjálf- sögðu einnig færðir niður skattar af poppkorni og nasli, s.s. skíf- um, skrúfum, hringjum, keilum og stöngum, saltkexi og krydd- kexi að ógleymdum marmaran- um. Eg er sannfærður um að ríkis- stjórninni finnst hún hafa unn- ið mikið þjóðþrifaverk með því að keyra þessi frumvörp í gegn- um þingið. Allt þetta er gcrt af réttlætisást. Hinu stjórna hags- munirnir þegar ríkisstjórnin þröngvar því nú fram undir þinglok að gerðar verði hreyt- ingar á skattalögum sem fela í sér niðurgreiðslur skatthorgar- ans á hlutabréfabraski erlendis auk þess sem hún hyggst veita hlutafélögum svigrúm til að skjóta undan fjármunum sem nú eru skattskyldir. Þetta á að gera með því að heimila hluta- félögum að greiða starfsmönn- um laun f formi hlutabréfa þan- nig að þau beri aðeins 10% skatt en ekki 38,37% eins og eölilegt væri. Hér á við hið fornkveðna: Vonl er þeirra ranglæti en verra þeir- ra réttlæti." Ögmundur Jónasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.