Dagur


Dagur - 26.05.2000, Qupperneq 1

Dagur - 26.05.2000, Qupperneq 1
Föstudagur 26. maí 2000 83. og 84. árgangur - 99. tölublað Það leyndi sér ekki á Bessastöðum i gær að Úlafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaieff eru yfir sig ástfangin. Brúðkaupið hefur ekki verið timasett en það verður líklega í haust. Altént hefur íslenska þjóðin eignast forsetafrú að nýju. - mynd: gva Hjónaband mOdlvægt Biskup íslands sam- gleðst með Ólafi Ragnari og Dorrit heitkonu hans. Hann segir mikilvægt að fólk njóti trufrelsis. íslenska þjóðin hefur eignast for- setafrú að nýju í Dorrit Mousai- eff. Eftir ástarsamband síðastlið- ið ár, sem hefur fengið að þróast smátt og smátt, tilkynntu Olafur Ragnar Grímsson og Dorrit trú- lofun sína í gær. Óhætt er að fullyrða að flestir íslendingar samgleðjist með þeim og nú er bara beðið eftir brúðkaupinu. Það hefur ekki verið dagsett en verður væntanlega fyrir árslok. Karl Sigurbjörnsson, biskup Is- lands, sagðist í samtali við Dag gleðjast yfir trúlofuninni, annað væri ekki hægt að gera þcgar fólk staðfesti ráð sitt. „Við samgleðj- umst forseta íslands og heitkonu hans,“ sagði Karl. Þau njóta trúfrelsis Aðspurður hvort það skipti máli lyrir forsetaembættið út á við að Ólafur Ragnar og Dorrit væru ólíkrar trúar, hann kristinnar trú- ar og hún gyðingtrúar, sagði bisk- up að þau nytu trúfrelsis. Trú- frelsið væri grundvallaratriði í okkar þjóðfélagi. Fjölmargir ís- lendingar lifðu í blönduðum hjónaböndum, bæði trúar og þjóðernis. „Mestu varðar að fólk virði trú hvors annars og eins að við mun- um eftir því að trú er ekkert aukaatriði heldur grundvallar- þáttur í lífi hvers manns. Hjóna- vígsla og hjónaband er ákallega mikilvægt frá sjónarmiði trúar- innar. Hjónabandið er grunnein- ing samfélagsins og mikilvægt að hún sé virt og að henni hlúð. Þessi ákvörðun þeirra stuðlar að því,“ sagði Karl. Gyðmgdómur strangari Hvort væntanlegt brúðkaup gæti farið fram innan íslcnsku þjóð- kirkjunnar sagði Karl ekkert því til fyrirstöðu. Þjóðkirkjan væri opin. Hjónavígsla í kirkju er kristin athöfn, en það er ekki óal- gengt innan þjóðkirkjunnar að fólk ólíkra trúarbragða væri gefið saman ef annað brúðhjóna væri kristið. Hins vegar væri ekld ljóst hvernig þau mál stæðu af sjónar- hóli gyðingdómsins. Þar væru vafalaust strangari reglur. — BJB - Sjö núnar á bls. 5. Kolsvört skýrsla Umferðin í Reykjavík er sögð vera stærsta efnaverksmiðja landsins og jafnframt sú mengaðasta. í nýút- kominni skýrslu starfshóps á veg- um Orkuveitu Reykjavíkur um for- sendur vistvænnar samgöngu- stefnu eru talin líkindi fyrir því að það megi rekja 5-20 krabba- meinstilfelli til umferðarmengun- ar. I skýrslunni er lögð fram frum- drög að grænu bókhaldi fyrir höf- uðborgarsvæðið. Þar kemur einnig fram að mengun af völdum um- ferðar á svæðinu eigi stóran þátt í vanda Islands vegna alþjóðlegra skuldbindinga um útblástur gróð- urhúsaloftegunda. 3-4 tonn á íbúa í skýrslu starfshópsins kemur fram að eldneytisnotkun á höfuðborgar- svæðinu samsvarar því að hver íbúi noti að jafnaði um sex hundruð líta af bens- íni og rúma Ijögur hundruð lítra af díselolíu á hverju ári. Þá sé út- blástur bíla mikill og fer vaxandi. Þá sé útstreymi koldíoxíðs um 3-4 tonn á hvern íbúa á ári. Á sama tímabili berast um fjögur þúsund tonn af rokgjörnum kolefnissam- böndum út í andrúmsloftið á ári hverju auk koldíoxíðs. I skýrslunni kemur einnig fram að aukning hef- ur orðið í notkun díselolíu og þá fyrst og fremst af auknum inn- flutningi á jeppum. Þá fylgja um- ferðinni svifryk og sót. Hjólbarðar og þá aðallega nagladekk spæna upp malbikið. Það hefur í för með sér að um 8 þúsund tonn af mal- biki berst á hveiju ári út í and- rúmsloftið. A kyrrum vetrardögum sé mengunin mest en minnst á sumrin. Lífskjör Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að skýrslan sé dómur á ástandið eins og það sé. Hún scgir að ekki sé hægt að skella skuldinni á neinn sérstakan því allir séu sökudólgar í þessu máli. Hún telur mjög að- kallandi að ráðist verði úrbætur, enda hefur umferðin og mengun al’ henni þróast til verri vegar á undanförnum árum. Ef ekki verð- ur brugðist við þessum vanda með sameiginlegu átaki sveitarfélaga, stjórnvalda og almennings sé það ávísun á verulega skerðingu lífs- kjara. — GRH — Sjá bls 12-13. DinDesn Töff hönnun frá Ítalíu ‘ \ Þyottavél ög þUrrk^ri ■** tvö tæki á aðéins'**, 59,800 kr. stgtv/ Ýmsir greiöslumöguleikar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.