Dagur - 26.05.2000, Side 6

Dagur - 26.05.2000, Side 6
6 - FÖSTUDAGVR 26. MAÍ 2000 rD^tr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELIAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.i$ Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: cREYKJAV(K)563-161B Amundi Amundason CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. CAKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRí) 551 6270 creykjavík) Sigur íyrir Clinton og Kina í fyrsta lagi Bill Clinton vann mikinn pólitískan sigur þegar fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti með verulegum meirihluta að taka upp svokölluð „eðlileg“ viðskipti við Kínverska alþýðulýð- veldið og opna þessari fjölmennustu þjóð veraldar leiðina inn í Alþjóða viðskiptastofnunina. Það er hins vegar kaldhæðnis- legt að það voru pólitískir andstæðingar Clintons í þinginu sem færðu honum þennan sigur á síðustu mánuðum valdatíð- ar forsetans í Hvíta húsinu - það er sömu mennirnir og gerðu fyrir skömmu heiftúðugar tilraunir til að reka hann úr emb- ætti. 1 öðru lagi Þegar Clinton var að beijast fyrir því að verða forseti Banda- ríkjanna árið 1992 gagnrýndi hann forvera sína í Hvíta húsinu fyrir að kjassa harðstjóra heimsins, en skipti um skoðun þegar hann komst til valda - að minnsta kosti í samskiptum við Kína. Undanfarin ár hefur hann haldið því fram að eina leiðin til að ná fram breytingum í einræðisríkjum sé að opna viðskipti við slíkar þjóðir og reyna að hafa jákvæð áhrif á stjórnarfarið, meðal annars mannréttindi. Afstaða hans til Kína hefur byggst á þessari kenningu. Sannfæringin hefur þó ekki náð að yfir- buga pólitíska tækifærismennsku forsetans, því hann hefur framfylgt allt annarri stefnu gagnvart nágrönnum sínum á Kúbu. 1 þriðja lagi Það er von bandarískra fyrirtækja að þegar öldungadeild Bandaríkjaþings hefur afgreitt Kínamálið með sama hætti og fulltrúadeildin, muni ekki aðeins opnast mikill markaður fyrir bandarískar vörur og fyrirtæki í Kína, heldur geti stórfyrirtæk- in einnig nýtt sér í stórauknum mæli ódýrt vinnuafl í þessu fjölmenna ríki. Ovíst er að það gangi eftir í bráð. Þá munu Kínveijar væntanlega standa fast gegn tilraunum til að auka réttindi fólks og vernda náttúruna. Enda er það mikil bjartsýni að halda að „mjúka“ leiðin muni fljótlega skila sér í auknum mannréttindum í Kína, hvað þá lýðræði, enda er allt andóf þar barið niður af fullri hörku. Eltas Snæland Jónsson. Forvamasala á áfengi Það er fullkomlega við hæfi og óumdeilt, að Elton John skuli halda sína tónleika á Laugar- dalsvelli, því maðurinn er kunnur fótboltafíkill og átti, og á kannski enn, stóran hluta í fótboltafélaginu Watford. Elton hefur jafnan verið þaul- setinn aufúsugestur á knatt- spyrnuvöllum Evrópu og vel virtur af Ieikmönnum álfunn- ar, þó aldrei hafi þeir beinlínis boðið honum með í sturtuklefann að leikjum loknum af einhverjum ástæð- um. Og nú ætlar kappinn á mæta á litla Laugardalsvöll- inn og gleðja geð guma. Flestir taka fagn- andi á móti þessum einum ást- sælasta tónlistarmanni síðustu áratuga. En þó stendur nokkur styr um hingaðkomu hans, því menn gera því takkaskóna að það verði ekki fyrst og fremst fótboltafíklar sem mæta á völl- inn í þetta sinn, heldur miklu fremur alkar sem vilja væta kverkar. Og því er ákveðið að selja léttvín í pappaglösum á tónleikunum og mun í lyrsta sinn sem sprúttsala er leyfð á þjóðarleikvanginum. Kex Eins og æfinlega segja sprútt- salar að eini tilgangur áfengis- sölunar sé sá að koma f veg fyrir áfengisdrykkju og þetta sé því gert í forvarnarskyni. Ef ekkert áfengi verður veitt á staðnum, þá verði gamla sveitaballaaðferðin notuð og menn smygli brennivíni í gler- flöskum með sér inn á völlinn og hendi umbúðunum svo uppstyttulaust í söngvarann, rétt eins og gert var við Robbie Williams, þann auma drelli. Elton John. Eggert KSÍ-formaður Magn- ússon er á móti áfengissölu á fþróttavöllum, en hefur hent á að tónleikagestir verði flestir 20 ára og eldri og eigi því að „geta neytt áfengis í hófi og í góðu“. Og satt er það, fáir Is- lendingar komnir yfir tvítugt hafa orðið uppvísir að því að drekka brennivín í óhófi. Hitt er stórundarlegt, þar sem fyrir liggur að ágóðanum af áfeng- issölunni verður varið til góðgerða- mála og því mikil- vægt að vel seljist, hversvegna Eggert er ekki látinn gefa eina kexköku með hverjum aðgöngu- miða, því allir sem hafa nagað þurrt Frónkex um dagana vita að slíkt kallar snimmendis á drukk til að skola niður skök- Kókaín Og í annan stað hafa tónleika- haldarar ekki áttað sig á því að víða í veröldinni eru tónleika- gestir hallari undir fíkniefni af öðru tagi en áfengi. Þannig að til þess að koma f veg fyrir of- neyslu t.d. kókaíns og alsælu fyrir tónleikana, væri þjóðráð að selja öllum sem mæta hæfi- legan skammt af þessum efn- um, þannig að víman fari nú ekki úr böndunum og spilli há- tíðarstemningunni. Málið er að koma í veg fyrir ofneyslu fíkniefna á tónleikun- um með öllum tiltækum ráð- um og þá nægir alls ekki að selja bara ómælt brennivín. Hvers eiga þeir sem kjósa önn- ur vímuefni sér til upplyftingar að gjalda? — GARRI ODDUK ÓLAFSSON skrifar Tími er til kominn að því ljósti saman hinu geistlega og veraldlega valdi. Það hefur ekki gerst síðan Jón Araspn var höggvinn að höfð- ingjar kirkju og ríkis hafa sent hvor öðrum tóninn. En það er gráupp- lagt að þegar ríkið býður þjóðkirkj- unni til afmælishátíðar á þúsöld kristni í landinu, að yfirbiskupinn og yfirráðherrann láti í sér heyra og segi hreinskilningslega hvaða skoðun þeir hafa hvor á öðrum. Biskup byrjaði og gagnrýndi stjómarstefnuna og taldi. að falsk- ur tónn væri í öllum lofsöngnum um góðærið og fór með þau gömlu sannindi Marx gamla, að enginn gæti efnast nema á kostnað ann- arra. Forsætisráðherra var ekki seinn til svars og sagði biskup ekki hafa neitt fram að færa nema gamlar lummur, sem ekki eru um- ræðuhæfar. Á þessu hafa fjölmiðlar tönnlast með þeim árangri að enginn veit lengur hver sagði hvað og hvaða Hefdbimdin valdastreita meiningar lágu að baki orðsend- ingunum. Hitt er víst að ldrkjan og ríkisvaldið eru komin út úr skáp- um sínum eftir margra alda deyfð og sinnuleysi um forystuhlutverk- ið. Gamlar erjur Heiðnir menn og kristnir sömdu um trúskiptin á sínum tíma af skynsamlegu viti. En undir alda- mótin 1300 skarst heldur betur í odda þegar Árni biskup Þorláksson setti nýjan kristnirétt og sölsaði jarðir undir kirkjuna og lá við borgarastyrjöld út af þeim yf- irgangi öllum. Síðar lét ríkisvaldið afhausa síðasta kaþólska bisk- upinn og kóngsins þénarar létu greipar sópa um eignir kirkjunnar. Síðan náði ríkiskirkjan sér aftur á strik og náði jarðeignum undir sig af miklum dugnaði. Nú situr ríkið uppi með þjóðkirkjuna, sem heldur fast í sitt og á sér sérstakt ráðuneyti til að forvalta auð sinn í löndum og Iausum aurum. Það kostar að þjónar þess guðs sem Lúther afhenti ríkis- valdi á sínum tíma, eru á Iaunaskrá hjá því opinbera, en kirkjan fær nefskatt hjá borgurunum, rétt eins og rílds- rekna útvarpið. Það er því ekki nema von að per- sónugervingur ríkis- valdsins setji sig á háan hest og láti biskup heyra hvar honum er holl- ast að kaupa ölið þegar sá góði hirðir lýsir yfir frati á stjórnarstefn- una og telur góðærisklisjunarar, sem renna upp úr forsætisráð- herra, marklitlar. Náðin á Þmgvöllum Það liggur í hlularins eðii, að til þess er ætlast að ríkisstarfsmenn- irnir í Kirkjuhúsinu við Laugaveg séu atvinnurekendum sínum þæg- ir þjónar og gangi þeirra erinda, en séu ekki með múður og klisju- kennt tal um að frjálshyggjan sé ekki með öllu gallalaus. Svo verður líka að gæta þess, að starfsmenn í Kirkjuhúsinu séu ekki að láta birta eftir sig skálclverk sem túlka má sem gagnrýni á stjórnvisku hins æðsta. Slíku verður aðeins svarað með viðeigandi hætti; brottrekstri úr starfi. Á kristniboðshátíð í sumar mun náðin ráða ríkjum, ýmist í þar til gerðum húsum eða bænakvaki þeirra lútersku sem munu þakka fyrir að landsmenn voru gerðir kaþólskir lýrir þúsöld. Ríkisvaldið sýnir þjóðkirkjunni þá náð að kosta herleghcitin og megi svo drottinn veita höfðingjum kirkju og ríkis þá náð, að umbera klisjur hvors ann- ars með kristilegu hugarþeli. Davíð leiðast Karli leiðist klisjur. óréttlæti. spur&B svairad Hefurþú trú á því að álvermuni rísa við Reyðar- fjörð? EinarMár Sigutáirson þ ingmaðurAustfiiðinga. „Bjartsýnn er ég og vil trúa því að svo verði, en veit vel að þessi yfir- lýsing frá í gær festir þetta ekkert alfarið í hendi. Það er þó meiri þungi í þeim pappírum sem undir- ritaðir voru í fyrradag, en þeim sem kenndir eru við Hallormsstað og voru staðfestir í fýrra. Auðvitað var nauðsynlegt að fá meiri þunga og alvöru f málin en verið hafa til þessa, því Austurland þolir ekki eitt áfallið enn í þessum efnum.“ GeirA. Gunnlaugsson jramkvæmdastjóri Hæjis. „Ekki væri ég að vinna í þessu nema svo væri . Það er miklu meiri líkur en hitt að þetta verkefni gangi upp, enda eru þær áætlanir um álver sem við höfum nú í hönd- unum arðsamari en aðrar sem við höfum haft hingað til.“ Jakob Frímann Magnússon „Það er ástæða til að fagna því að stjómvöld og íjár- festar hafa séð sitt óvænna og orðið við kröfum um að allar fram- kvæmdir verði háðar lögformlegu umhverfismati. En umhverfismat er eitt og svo arð- semismat annað. Til þessa hafa menn farið undan í flæmingi þegar spurt er hvemig ætlast sé til að hin- ir fjárhagslegu endar virkjunar nái saman . Miðað við það orkuverð sem aðrir stórnotendur borga á Is- landi í dag, sýnist manni í fljótu bragði að um helmingshækkun þurfi að koma til ef dæmið eigi að ganga upp. Því tel ég leiksýningu iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar bera öll merki yfirldórs og sýndar- mennsku. Það á hreinlega eftir að koma í ljós að allt þetta brölt er vægast sagt afar hæpið fjárhagslega og þjónar þeim tilgangi einum að sefa Austfirðinga tímabundið, a.m.k. fram yfir næstu kosningar. Og aðalleikararnir ímynda sér væntanlega í millitíðinni að þeir geti haldið andliti, jafnvel höfði." Emil Thorarensen útgerðarstjóri á Eskijitði. „Því trúi ég hik- laust, en hins vegar eru margir Austfirðingar komnir á aðra skoðun og eru að missa móðinn og trúna á lífið á landsbyggðinni. Af fullum heilind- um eru stjórnmálamenn að vinna að virkjunar- og stóriðjumálum, en hafa hins vegar orðið fýrir miklum áföllum og ýmsum bolabrögðum hefur verið beitt gegn þessum áformum. En menn ætla hins veg- ar að halda áfram, enda er nauðsyn á því fýrir eflingu byggðanna hér eystra.“ umlivetjisvinur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.