Dagur - 27.05.2000, Qupperneq 4

Dagur - 27.05.2000, Qupperneq 4
20 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 ro^tr J'jj. fmmnmfm WÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT - William Shakespeare. 11. sýn. í kvöld lau. 27/5 örfá sæti laus, 12. sýn. fim.1/6 nokkur sæti laus, fös. 2/6 nokkur sæti laus, fim. 8/6, fim. 15/6. Síðustu sýningar leikársins. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sig- urður Sigurjónsson. Sun. 28/5 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 17:00 nokkur sæti laus, sun. 4/6 kl. 14:00 og sun. 18/6 kl. 14:00.Síðustu sýning- ar leikársins. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Pri. 30/5 örfá sæti laus, aukasýning mið. 31/5, 90. sýning. LANDKRABBINN - Ragnar Arnalds Lau. 3/6, mið. 7/6 næst síðasta sýning, mið. 14/6 síðasta sýning. KOMDU NÆR - Patrick Marber Sun. 4/6 næst síðasta sýning og fös. 9/6 síðasta sýning. Sýningin er hvor- ki við hæfi barna né við- kvæmra. Litla sviðið kl. 20:30: HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Mið. 31/5, lau. 3/6 og sun. 4/6. Síðustu sýningar. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLAR- ANS mán. 29/5 ki. 20:30 JASS “ DÚETT + “. Jazztónleikar tileinkaðir Chet Baker og Miles Davis en einnig verða sungin lög eftir Cole Porter o.fl. Flytjendur: Þóra Gréta Pórisdóttir, Andrés Pór Gunnlaugsson. Valdimar K. Sigurjónsson og Birgir Baldursson. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud,- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is Islendingar á Amazon íslendingar kaupa umtalsvert af erlendum bók- um í gegnum al- þjóðlegar net- verslanir, ekki síst hjá Amazon sem er þeirra langstærst. Svo er einnig um margar ná- grannaþjóðir okkar. Þar sem öll viðskiptin fara fram í gegnum tölvur eru upplýs- ingarnar skráðar í gagnabanka og hægt að samkeyra þær og fá út ýmsar forvitnilegar staðreyndir um áhugamál einstaklinga og heilla þjóða. Enn sem komið er veitir Amazon ekki almennan aðgang að upplýsingum um bókakaup ein- staklinga. Hins vegar er sú þjón- usta nú til staðar að hægt er að fá Iista yfir þær bækur sem ein þjóð velur umfram aðrar. Þannig er til dæmis hægt að sjá á bókakaupum Islendinga hjá Amazon hvað ein- kennir val íslenskra viðskiptavina á bókum, og um leið bera þá nið- urstöðu saman við sérkenni ann- arra þjóða. Margt kemur þar skemmtilega á óvart. Bútasaumsþjóð Það sem einkennir bókakaup ís- lendinga hjá Amazon er yfirþyrm- andi áhugi á svokölluðum búta- saum! Fimm þeirra tíu bóka sem einkenna bókaval íslenskra við- skiptavina fjalla um þetta merki- Iega tómstundagaman. Tvær þeirra eru eftir Debbie Mumm, sem virðist mikill sérfræðingur á þessu sviði, en aðrar tvær eftir Lynette nokkra Jensen. Fimmta bókin um bútasaum, eða „quilts" eins og það kallast á ensku, er uppsláttarrit sem kennt er við tímaritið Better Homes and Gar- dens. Hinar fimm bækumar lýsa ólík- um áhugamálum. Margir hafa keypt rit Anthony Giddens um þriðju leiðina: The Third Way: The Renewal of Social Democracy. Einnig upplýsingarit um vísindi eftir Robert L. Wllke: What Einstein Didn’t Know: Sci- entific Answers to Everday Questions. Nýleg víkingabók, Vik- ings: The North Atlantic Saga, vekur einnig áhuga landans. Og svo skíðamennska: Free-Heel Ski- BÓKA- HILLAN Sýnishorn af bútasaumsbókunum sem heilla íslenska kaupendur hjá Amazon. ing: Telemark and Parallel Techniques for All Conditions, er tíunda bókin á lista Amazons yfir þær bækur sem sérkenna íslenska kaupendur. Viðskipti og samfélagsmál Áhugamál frænda okkar á Norð- urlöndum virðast af öðm tagi. Þeir hafa að minnsta kosti engan áhuga á bútasaumsbókum, en þeim mun meiri á verkum sem fjalla um viðskipti og leiðir til auk- ins frama og fjár. Norðmenn eru mikið á þessum framanótum. Kaupa til dæmis bækur sem heita The Dream Soci- ety, Intellectual Capital, Trans- forming Leadership og svo Funky Business: Talent Makes Capital Dance. Hið sama á við um Dani; þeir virðast líka á kafi í viðskiptum og kaupa bækur á borð við After the Merger og Trading Online, auk þess sem Funky Buisness er vin- sæl hjá þeim eins og Norðmönn- um. En þeir hafa þó mun meiri áhuga á samfélagslegum vanda- málum en norskir bókakaupendur á Amazon. The Weight of the World: Social Suffering in Contemporary Societies er þannig ofarlega á sérkennalista Dana. Einnig Personality Disorders in Children and Adolescents og The Corrosion of Character: The Per- sonal Consequences of Work in the New Capitalism. Forvitnir um fjarlæga staði Sænskir bókakaupendur á Amazon virðast hafa mikinn áhuga á eldfjöllum og (jarlægum stöðum. Fjórar efstu bækurnar á sérkennalista þeirra eru af því tag- inu: Road Guide to Hawaii Volcanoes, Road Guide to Haleakala and The Hana Hig- hway, Roadside Geology of Hawaii og Volcanoes. Líklega eru margir Svíar væntanlegir þar vestra sem ferðamenn. Meiri fjölbreytni er í efriisvali á sérkennaíista Finna. Efst hjá þeim er bók um tónlist sem meðferðar- úrræði: Dynamics of Music Psychotherapy, en síðan koma ólíkar bækur; sumar eru um Netið og upplýsingaöldina, en inn á milli frásagnir af ævintýrum sérsveitar- manna. Ef leitað er út fyrir Norðurlönd- in kemur í Ijós mikill munur á áhugamálum bókakaupenda á Amazon, eins og vænta mátti. Sem dæmi má nefna að grískir kaupendur hafa fyrst og fremst áhuga á að kaupa bækur á ensku sem snerta eigin þjóð, sögu henn- ar og listsköpun. Víða annars stað- ar er hins vegar mikill áhugi á bók- um um viðskipti, Netið og tölvu- Sjónræn veisla Russel Crowe í hlutverki sínu sem rómverski hershöfðinginn Maximus Gladiator sýnd í Borgarbíói, Akureyri, Laugarásbíói og Háskólabíói, Reykjavik. Leikstjóri: Ridley Scott. Framleiðandi: Dreamworks pictures. Aðalleikarar: Russel Crowe, Joaquin Phoenix, Connie Niel- sen, Oliver Reed, Richard Harris og Dijimon Hounsou. Fyrsta stórmynd sumarsins, Gladiator er komin í kvikmynda- hús á Islandi. Þetta er epísk stór- mynd sem minnir um margt á gömlu Hollywood myndimar Ben Hur og Spartacus. Gladiator gerist á tímum Rómverja og Ijallar um hershöfðingjann Maximus, sem leikinn er af Russel Crowe. Ríkj- andi keisari Marcus Aurelius (Ric- hard Harris) biður Maximus að taka við stjórn Rómar að sér látn- um, en sonur keisarans Commo- dus (Joaquin Phoenix) er ekki sáttur, og áður en Maximus getur gefið svar sitt er Commodus bú- inn að myrða keisarann og gefa út dauðadóm á Maximus og fjöl- skyldu hans. En Maximus sleppur og kemst heim til sín við illan leik en kemur þar að konu sinni og barni dauðu. Hann er hnepptur í þrældóm og seldur fyrrverandi skylmingaþræli Proximo (Oliver Reed) sem nú hefur snúið sér að þjálfun skylmingaþræla. Maximus slær í gegn sem skylmingaþræll og ekki Iíður á löngu að lagt er af stað í keppnisferðalag til Rómar til að etja kappi við aðra skylmingaþræla og tígrisdýr íyrir framan nýja keis- arann í hringleikahúsinu Colosse- um. Þegar þangað er komið, ein- setur hann sér að ná fram hefnd- um týrir dauða fjölskyldu sinnar. Gladiator er veisla fyrir augun, leikstjórinn Ridley Scott og tækni- menn hans vekja aftur til lífsins Rómaborg til forna með aðstoð tölvutækninnar. Þeir endureisa hið fræga hringleikahús Colosse- um og umhverfi listavel þannig að maður sér á tjaldinu fyrir framan sig Róm til foma. Við gerð bar- dagaatriða myndarinnar, sem er stór hluti myndarinnar, fékk Scott til lið við sig þann hinn sama og sá um bardagaatriðin í Gibson myndinni Braveheart. Myndin hefst á orrustu á milli Rómverja og Germana, hraðar klippingar, myndatakan gera þetta að einu magnaðasta og raunsæasta bar- dagaatriði sem sést hefur í kvik- mynd. Af Ieikurum myndarinnar bcra tveir af, það eru þeir Russel Crowe í hlutverki Maximus og Joaquin Phoenix í hlutverld hins spillta keisara Commodus. Hann var tilnefndur í fýrra til Osk- arsverðlauna fyrir leik sinn f myndinni The Insider og sannar hér að hann er kominn til að vera í Hollywood. Tveir gamalkunnir leikarar eru í aukahlutverkum í myndinni, það eru þeir Richard Harris, sem hinn aldni keisari Marcus Aurelius og Oliver Reed í sínu síðasta hlutverki í bíómynd sem Proximus og gera báðir vel. Kvikmyndin Gladiator svipar til gömlu stórmyndanna Ben Hur og Spartacus í því að þær gerast allar í Róin til forna og fjalla allar um hetjuna sem er svikin og leitar á hefndir. Þær eiga það Ifka sameig- inlegt að þær eru gerðar fýrir breiðtjaldið og njóta sfn best í góð- um bíóhúsum. Það kæmi alls ekki á óvart að myndin eigi eftir að fá nokkrar tilnefningar til Ósk- arsverðlauna, þá sérstaklega fýrir klippingu og myndatöku. Það gengur allt upp í þessari mynd og þó að hún sé nokkuð blóðug á köflum þegar hausar og aðrir út- limir fijúga, er hún sjónræn veisla og frábær skemmtun frá upphafi til enda, sem þakka má góðri leik- stjórn og góðum Ieik. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.