Dagur - 27.05.2000, Side 8

Dagur - 27.05.2000, Side 8
LÍFIÐ í LANDINU 24 - LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Arkitektar bregða Garðhúsabær er yfir- skrift alþjóðlegrar arkitektasýningar sem opnar á Kjar- valsstöðum í dag í tengslum við Listahá- tíð í Reykjavík og Menningarborgina. Kirsten Kiser sýning- arstjóri segir hér frá tilurð Garðhúsabæj- arins. Sýningin Garðhúsabærinn var upphaflega sett upp í Danmörku þegar Kaup- mannahöfn var Menningar- borg Evrópu árið 1996. Hug- myndina að sýningunni átti Kirsten Isiser, en hún var þá nýflutt aftur til heimalands- ins eftir margra ára búsetu í Bandaríkjunum. Þar hafði hún kynnst mörgum þeirra heimsfrægu arkitekta sem eiga verk á sýningunni. Þeirra á meðal er Frank O. Gehry, sem hefur m.a. gert Guggenheim safnið í Bilbao á Spáni og er nú með í sýn- ingunni í fyrsta sinn. „Eg lærði arkitektúr í Bandaríkj- unum og vann lokaverkefnið mitt hjá honum," segir Kirst- en, en arkitektaferill hennar sjálfrar var stuttur. „Eg vissi að ég myndi aldrei skara fram úr og hætti fljót- Iega. Eg ákvað að stofna frekar arkitektúr-gallerí þar sem ég gæti miðlað áhuga mínum og þekkingu á arkitektúr til fólks. Mér finnst gaman að setja upp sýningar sem opna augu al- mennings fyrir byggingarlist. Þær þurfa ekki endilega að vera stórar. Það skiptir meira máli að þær séu aðgengilegar og upplýsandi,“ segir Kirsten. Alþjóðlega dönsk Galleríið hennar í Los Angeles var líklega hið eina í öllum Bandaríkjunum segir hún „sem 7,45 fermetrar, annars væri allt leyfilegt. „Portúgalski arki- tektinn Siza hélt að það yrði auðvelt að hafa frjálsar hend- ur, en komst á aðra skoðun eftir að hafa hringt og spurt hvort hanri mætti breyta ákveðnum atriðum. Eg sagði að hann réði því sjálfur og það fannst honum eríítt. Arkitekt- ar eru vanir að hlýta ströngum reglum sem takmarkast af óskum og fjárhagsramma við- skiptavinarins,“ segir Kristen. „Garðhús arkitektanna eiga því sameiginlegt með garð- húsum verkamannanna að vera draumahús. Verkefnið varð að skemmtilegum Ieik og því þarf ekki að koma á óvart að margir sóttu hug- myndir sínar aftur til bernsk- unnar." Smæðin var því ekki Uppblásið garðhús eftir Richard stærsta vandamálið. „Ég held Rogers. Frægasta bygging hans er lík- að arkitektunum hafi þótt lega Pompidou safnið íParís sem Kirsten Kiser sýningarstjóri Garðhúsabæjarins hefur eina ástríðu, arkitektúr, sem hún vill miðla til almennings á aðgengilegan hátt. „Við búum í húsum og við fjármögnum opinberar byggingar svo við ættum ekki að vera hrædd við arkitektúr.“ mynd: þök. sérhæfði sig í byggingarlist sam- tímans. Ég sýndi aðeins verk sem arkitektarnir sjálfir höfðu gert, skissur, teikningar og klippimyndir, ekki innrammaðar stofuteikningar." Galleríið varð vinsælt og eitt sumarið bað Kirsten nokkra þekkta arkitekta um að vinna verkefni sem hún kallaði Lífvarðaturninn. „Arki- tektunum fannst þetta svo skemmtilegt, að þegar ákveðið var að gera Kaupmannahöfn að menningarborg fannst mér til- valið að fá þá til að vinna svipað verkefni Ég vildi setja upp alþjóðlega sýningu sem væri jafnframt mjög dönsk. Hún mátti ekki vera of umfangsmikil og þannig datt ég niður á garðhúsin. Ég vissi að arkitektarnir myndu fall- ast á hana. Ég byrjaði á skrifa þeim sem ég þekkti, Aldo Rossi, Michael Graves, Richard Meier, og bað þá um að senda mér teikningar að garðhúsi. Ekkert annað. Þeir sögðu já svo ég sendi bréf til þeirra sem ég þekkti ekki persónulega, Alvaro Siza, Mario Botta, Heikkinen & Komonen, Kleihues og spurði hvort þeir vildu líka vera með.“ Frjálsar hendur Kirsten sagði arkitektunum að húsin mættu ekki vera stærri en gaman að glíma við smæð- ina. Reyna að gera hús sem liti ekki út fyrir að vera lít- ið.“ Boðinn garður Kirsten fékk lyrst aðeins send ar teikningar, en einn arkitekt- inn sendi Iíka líkan. „Svo ég sagði við hina: „Hann sendi mér líkan, getið þið ekki líka gert það“. Og þeir sendu mér allir líkön, sem var frábært fyrir sýninguna. Svo hitti ég bæjarstjórann í Vallensbæk, sem bauð mér ónotað lands- svæði sem hentar fullkomlega undir garðhúsin í fullri stærð, „segir Kirsten. Það er nýbyrjað að byggja húsin og fær Kirsten einkafyrirtæki til að fjármagna byggingarefnið en danska menningarmálaráðuneytið sér um smíðarnar. „I lok sumars er gert ráð fyrir að fimm garð- hús hafi risið í Vallensbæk," segir Kirsten og verður ís- lenska garðhúsið þar á meðal. „Við vorum svo heppin að fá Byko og Istak til að kosta byggingu húss íslensku arkitekt- anna fyrir sýninguna (sjá neðar). Það verður síðan sent til Dan- merkur.“ hann 9erði ásamt Renzo Piano. JosefPaul Kleihues ætlar að heiðra sýn- inguna með komu sinni. Samkeppni Þegar Garðhúsabærinn var sett- ur upp í Menningarborginni Stoklvhólmil998, bættist Ralph í tilefni af komu sýning- arinnar Garðhúsabær til íslands var efnt til sam- keppni um garðhús meðal íslenskra arki- tekta. Vinningstillöguna eiga arkitektarnir Dennis Jóhannesson og Hjördís Sigurgísladóttir. Skýli við rætkarlönd í nágrenni borga hafa einnig verið nefnd garðhús. Þau sáust fyrst í Þýskalandi á 19. öld en breidd- ust smám saman út um Evr- IV<- Islenskt kósí ópu. Þau risu við garðlönd sem yfirvöld úthlutuðu til verka- manna sem bjuggu við slæm lífsskilyrði í borgunum. Þarna gátu þeir ræktað grænmeti til búbótar eða blóm sér til ánægju. Þegar líða fór á 20. öldina og Reykjavík var orðin borg spruttu einnig upp rækt- arlönd í nágrenni hennar, þar sem borgarbúar gátu sett niður kartöflur og grænmeti. Þyrp- ingu garðhúsa var að finna í Kringlumýri í Reykjavík á stríðsárunum, þaðan sem þau viku fyrir nýtísku íbúðarblokk- um fljótlega eftir stríð. Út um glerþak Ræktunarlöndin eru ekki með íyúh jí^ \/>*í J t/i / uiiJiUstr. 'Mi. (íúufj yo ínunurni'jfifiiibnt.fl Hjördís og Dennis kalla garðhúsið sitt„Hús árstíðanna". mynd: gva. Jt; HtlilC LíJ/l/iUil | .IMiJllll'UJÍ JÍ i llOl.;/ öllu horffn og enn er hægt að finna garðskýli í nágrenni höf- uðborgarinnar til dæmis ef ekið er í Skammadal eða út í Hafn- arfjörð. Garðhúsin voru hugs- uð sem skýli fyrir garðáhöld og athvarf eigendanna frá önnum hversdagsins. Þau voru lítil eins og húsið sem hjónin og samstarfsfélagarnir Hjördís og Dennis sáu fyrir sér og sýnt verður á Kjarvalsstöðum. „Við tengjum okkar hugmynd að garðhúsi við náttúruna og árstíðirnar. Þetta er ekki beint hús, heldur lítið athvarf á tveimur hæðum. A neðri hæð- inni er arinn og á móti honum sæti inni í litlum boga, þar sem hægt er að sitja á dimmum lUtfi) ÍLit l,t I ,cm tugrog rtúrl 6e cjjcj engov nrðe 1 - (>u Hj eóaiiítí í.úudó'tuy tii/ ti/1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.