Dagur - 27.05.2000, Síða 17

Dagur - 27.05.2000, Síða 17
l^MTL Ólína Þorvarðardóttir hefur gefið út bókina Brennuöldin sem fjallar um galdramál fýrri alda á íslandi. Bókin er dokt- orsritgerð hennar sem hún mun verja við Heimspekideild Háskóla íslands þann 3. júní n.k. Þar með verður hún fyrsti doktorinn frá þeirri deild. - Ólína, hvaðan kemur áhugi þinn á göldrum ? „Eiginlega af sjálfu sér. Þegar ég tók magisterspróf í íslenskum bókmenntum 1992 var lokaverk- efnið mitt íslenskar þjóðsögur og þar urðu galdrasögur fyrir valinu. Þar með leiddist ég inn í þennan dularfulla heim. Eg tók fljótlega eftir því að stór hluti ís- lenskra galdrasagna fjallar um fólk sem var orðað við galdur en kom aldrei fyrir dómstóla, þar má nefna prestastétt landsins. Smám saman var ég komin á kaf í galdramálin og búin að sækja um leyfi til Háskólans um að fá að innritast í doktorsnám. Hélt ég væri bara að reka enda- hnútinn á háskólanámið mitt, sem mér fannst reyndar orðið æði langt en komst að raun um að þarna var ég fyrst að byrja og er ekki viss um að ég hefði Iagt í þetta ef ég hefði vitað hversu mikil vinna væri framundan og hversu mikið þrek þetta heimt- aði. En það mundi fæðandi kona líka segja í sjálfri kollhríð- inni: Að hún hefði ekki látið gera sig ófríska hefði hún vitað hve fæðingin yrði strembin!" - Hversu nwrg ár varslu með þetta viðfangsefni? „Um það bil 6 ár. Fyrstu tvö árin var ég að viða að mér heim- ildum og þreifa fyrir mér um efnistök. Arið 1996 hélt ég svo með fjölskyldu minni til Dan- merkur og stundaði þar áfanga- rannsókn við þjóðfræðistofnun Kaupmannahafnarháskóla, enda er það áskilið í reglum heim- spekideildar að doktorsefnin verða að taka eitt ár við erlend- an, viðurkenndan háskóla. Þar með fór vinnan að verða mark- vissari, og upp frá því hef ég unnið við þetta nær öllum stundum." Lækninaatilburðir færðu folk á bálið - Rannsóknir þt'nar hafa væntan- lega sannfært þig um að ekki hafi verið satna Jón og séra Jón þegar kukl átti í hlut. „Já, þegar allir dómar eru skoðaðir frá þeim tíma sem galdraofsóknirnar stóðu sést að fátítt var að þeir sem eitthvað áttu undir sér væru sóttir til saka. Enginn íslenskur prestur var til dæmis dæmdur fyrir gald- ur. Menn eins og Jón Guð- mundsson lærði og Jón Eggerts- son á Okrum, staðarhaldari, báru galdraorð en komust hjá lífláti vegna þess að þeir höfðu hurði til að forða fjöri sínu en óbreytt alþýðufólk átti ekki eins gott með að verja sig.“ - Hversu ntargir voru hrenndir á báli hér á Islandi og hvað gerði það fólk af sér? „Alls eru það að Iíkindum 25 manns og oft gerði þetta fólk ekki annað af sér en að vera illa liðið af nágrönnum sínum eða öðrum. Ymsir sem brenndir voru höfðu verið með lækningatil- hurði. Það virðist hafa verið tek- ið gott og gilt þar til jækningiji, ( mistókst og sjúklingurinn dó. Þá Útína Þorvarðardóttir „Ég er ekki viss um að ég hefði iagt íþetta efég hefði vitað hversu mikil vinna væri framundan og hversu mikið þrek þetta heimtaði. En það mundi fæðandi kona iíka segja í sjáifri kollhríðinni: Að hún hefði ekki látið gera sig ófríska hefði hún vitað hve fæðingin yrði strembin!" Leiddist inn í dularfullan heim fór illur rómur af stað og leið oft ekki á löngu þar til viðkomandi var kominn í hendur yfirvalda.“ - Yfirvölcl hafa þá tekið þetta orðspor gott og gilt og dæmt eftir því á alþingi. „Já, yfirvöld voru ofurseld þeirri hugmyndafræði að það þyrfti að halda fólki að guðsótta og góðum siðum, enda var sá áróður allsráðandi að djöfullinn væri hvarvetna að verki að veiða sálir. Sú hugmyndafræði barst hingað líklega gegn um Kaup- mannahafnarháskóla því galdra- ofsóknirnar höfðu þá staðið í Danmörku um nokkurt skeið, og enn lengur á meginlandi Evr- ópu. Aftur á móti virðist íslensk al- þýða ekki hafa Iitið á fjölkynngi sem djöfullegt athæfi, heldur sem húsráð og gamlar lækninga- aðferðir. Eflaust var það mis- jafnt eftir samfélögum hvernig galdraiðjan hirtist úti í Evrópu en hér á Islandi tengdist kuklið ekki trúarathöfnum. Menn voru hver í sínu horni að þessu, sum- ir með velvild sveitunga sinna og nágranna vegna þess að þeir voru kallaðir til þegar þurfti að taka á móti barni eða lækna kú. En þegar lækningin mistókst ummyndaðist læknirinn í for- dæðu og óbótamann, því galdur var skilgreindur í íslenskum lög- um sem óbótamál, eins og morð og aðrir verstu glæpir. Hins vegar höfðum við engar lagalegar forsendur til að brenna fólk á báli því réttarheimildir voru ekki til fyrir þeirri líflátsað- ferð fyrr en eftir Í683. Almenn- ingur átti, samkvæmt dönskum lögum frá 1576 rétt á að skjóta málum sínum til æðra úrskurð- arvalds en hér á Islandi voru mehn jafnvel—brenndir í 'héraði áður en málið kom fyrir alþingi. Það er því Ijóst að mikið sleifar- lag var á allri réttargæslu hér- lendis á 17. öld og afleiðingin var í mörgum tilvikum réttar- morð. Eitt dæmið um réttarmorð var brenna mæðginanna Þuríðar og Jóns. Þau komu fótgangandi yfir hálendið, norðan úr Skagafirði og réðust í vist til séra Páls Björnssonar í Selárdal og Helgu, konu hans. Þuríður var kona á góðum aldri, en Jón sonur hennar var 12 ára. Það þótti dularfullt hvernig þau hefðu komist fótgangandi alla þessa leið. Ekki bætti úr skák þegar strákgreyið gortaði einhvers staðar af þvf við jafnaldra sfna að mamma hans kynni ýmislegt fyrir sér. Skipti engum togum að þau voru ásökuð um galdur og hrennd á báli þá um haustið. Mál þeirra kom ekki til þings fyrr en sumarið eftir en þá var aska þeirra löngu fokin á haf út.“ - Var viðarskortur ekki vanda- mál t landinu? „Jú, því það þurfti 20 vagn- hlöss af hrísi til að brenna mannslíkama til ösku en fyrir vestan var rekaviður og það hef- ur eflaust haft sitt að segja. Það var fleira sem kom til á Vest- fjörðum. Þar Iögðu saman krafta sína tveir embættismenn, annar fulltrúi veraldlega valdsins, það var Þorleifur Kortsson, sem var lögmaður að norðan og vestan og hins vegar Páll í Selárdal, sem var prófastur um það leyti og talinn merkasti guðfræðingur landsins, fyrir utan Brynjólf biskup. Þessir menn gengu mjög hart fram í sínum nornaveiðum og þeim varð ágengt. Þannig að á Vestfjörðum sköpuðhst-ákjós- - anleg skilyrði fyrir galdraofsókn- ir, líkt og víða í Evrópu þar sem andlegt og veraldlegt vald lagði saman krafta sína. A Suðurlandi komu á hinn bóginn fæst galdramál upp á landinu og þar var enginn mað- ur brenndur. Brynjólfur biskup Sveinsson sat í Skálholti, og átti annríkt við að bjarga skólapilt- um sínum undan galdramálum. A sama tíma var Gísli Magnús- son, tíðast nefndur Vísi-Gísli, sýslumaður í Rangárvallasýslum, rólyndur maður og ofstopalaus." Sjö níu þrettán - Trúir þú á galdra eftir þessar rannsóknir? „Það fer eiginlega eftir því hvað við köllum galdur. Þetta fólk sem var ofsótt á 17. öld var oft ekki að fremja neinn galdur. Margt af því var bara að iðka sína hjátrú líkt og menn gera enn þann dag í dag, hver með sínum hætti. I hegðun okkar nútímafólks má ennþá sjá margar menjar um allskyns var- úðir og bönn sem við gerum okk- ur enga grein fyrir en notum ómeðvitað. Hver einasti maður sem viðhefur talnaþuluna 7- 9 - 13 er álíka sekur og sumt af því fólki sem brann á báli á 17. öld. Við megum ekki gleyma því að flest af því sem fólk var að kukla var einhvers konar lækningavið- leitni fyrir daga nútímavísinda. Sumt af því voru eðlilegar nátt- úrulækningar, eins og að fara með grös, annað var hjátrú eins og að leggja galdrastaf við sár. Menn vildu líka forðast þjófa, storm\’iðri og hitt og þetta sem fólk óttaðist. Galdurinn gekk að mestu leyti út á að varðveita líf og bjargast af en ekki að gera öðrum miska. Ef viðleitnin bar ekki ár- angur.-vdr húh nöttið gegn þeim sem beitti henni. Sama gerðist í gyðingaofsókn- unum. Það var enginn glæpur að vera gyðingur nema á dögum Hitlers, og þá var hægt að nota hugmyndafræði nasismans til þess að ná sér niðri á nágrönnum sínum og segja til þeirra. Galdra- ofsóknir eru alltaf að eiga sér stað - þær taka á sig ýmsar myndir. Mamma rak mig áfram - En svo við snúutn okkur að þér og þinni persónu? Nú ertu úti- vinnandi húsntóðir og móðirftmm bama. Hvemig gekk þér að finna tíma til að sinrta þessu magnaða verki sem doktorsritgerðin er? Það er alltaf hægt að finna tíma þegar maður hefur verðug verkefni og þetta hafði forgang hjá mér. Það gekk verr að finna peninga til þess að sinna því. Þótt ég reyndi að taka ýmis aukaverkefni með til að afla tekna þá hefur framfærslan mik- ið mætt á eiginmanninum, ekki síst á meðan við dvöldum úti í Danmörku. Eg á líka móður minni mikið að þakka þvi hún hefur rekið mig áfram þegar ég hef verið að gefast upp og veitt mér fjárhagsaðstoð jiegar öll sund virtust vera lokuð. Það komu tímar sem ég var að þvf komin að fleygja þessu hand- riti ofan í skúffu og gleyma því. Eg er samt fegin því núna að hafa ekki gefist upp úti í miðri á.“ - Er doktorsvömin ekki bara formsatriði? „Nei, hún er hið eiginlega próf. Vinnan er búin en frammistöðu- matið er eftir og þessu er ekki lokið fyrr en vörnin er yfirstaöin. Nú krossa ég bara fingur eins og galdramenn fyrri alda og treysti á -að állt gangi vel."---- —etJN.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.