Dagur - 02.08.2000, Side 2

Dagur - 02.08.2000, Side 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR Veldi „Jríeykisiiis46 er liðið irndir lok Hörður Sigurgestsson: Sagði 13. júlí að hann væri ekki á útleið. - mynd: gva Horður á útleið, þrátt fyrir neitun 13. júlí. Ekki búist við átökum um eftírmanninn; Benedikt Sveinsson orðinn ókrýndur kóng- ur Eimskips. Búist við slag um bæjarstjóra- stól Ingimundar Sigur- pálssonar. „Þetta er algjörlega að mínu eigin frumkvæði. Þetta hefur unnist eðlilega og í raun skemmtilega um nokkurt skeið. Við ræddum þessa hluti fyrir nokkru og aftur fyrir fá- einum mánuðum og síðan kom að þessari ákvörðun. Eg hef átt mjög gott samstarf við núverandi stjórn- arformann, rétt eins og alla forvera hans,“ segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sem nú hefur óskað eftir því að láta af forstjórastöðunni í haust. Hann hafnar því að þessi tímamótaá- kvörðun stafi af erfiðri sambúð milli hans og Benedikts Sveinsson- ar stjórnarformanns fyrirtækisins. Ekki er nema ríflega hálfur mán- uður frá því að Dagur spurði Hörð um sannleiksgildi sögusagna um að hann væri á útleið. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það, hvenær ég hætti. Eg er búinn að vera héma í 21 ár, sem er all langur tími, en ég veit ekki til að það séu viðræður í gangi við einn eða neinn um að taka við af mér,“ sagði Hörður í Degi 13. júlí. Dagar „þríeykisins“ liðnir Um þær mundir var mest talað um Benedikt Jóhannesson í Talna- könnun (og stjómarmanns í Eim- skipafélaginu), frænda nafna síns Sveinssonar, sem eftirmann Harð- ar, en af slíku verður ekki. Nú er frekar á Benedikt yngri minnst í tengslum við forstjórastól Flug- leiða, en þar mun Hörður áfram gegna stöðu stjórnarformanns. Hins vegar hefur verið rætt um að Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri Garðabæjar setjist í stól Harðar, en hann og Benedikt Sveinsson áttu farsælt samstarf þegar Benedikt var oddviti sjálf- stæðismanna þar um árabil. Menn í viðskiptalífinu sem Dag- ur ræddi við eru sammála um að ekki sé að vænta verulegra væringa vegna forstjóraskiptanna meðal leiðandi manna í fyrirtækinu. Nú séu dagar „þríeykisins“ (Halldórs H. Jónssonar, Indriða Pálssonar og Harðar) einfaldlega liðnir og nýir menn orðnir ráðandi. Hins vegar draga menn mjög í efa staðhæfing- ar um að forstjóraskiptin tengist ekki erfiðleikum í persónulegum samskiptum Benedikts og Harðar. Átök í Garðabæ Forstjóraskiptin verða á dagskrá stjórnarfundar Eimskipafélagsins á fimmtudag. Auk beggja Bene- diktanna eiga sæti í stjórninni Baldur Guðlaugsson lögfræðingur, Garðar Halldórsson fv. húsameist- ari, Gunnar S. Ragnars, fv. for- stjóri UA, Jón Bergs, fv. forstjóri SS, Jón Ingvarsson, fv. stjórnarfor- maður SH, Kolbeinn Kristinsson í Myllunni og Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs. En þótt ekki sé búist við átökum innan stjórnar Eimskipafélagsins telja heimildarmenn blaðsins að grimmilega verði barist um bæjar- stjórastól Ingimundar. Við síðustu bæjarstjómarkosningar varð Ingi- mundur pólitískur bæjarstjóri eftir að bæði Erling Asgeirsson núver- andi formaður bæjarráðs og Lauf- ey Jóhannsdóttir núverandi forseti bæjarstjórnar gerðu tilkall til stóls- ins og er fastlega búist við því að þau endurnýji baráttuna við brott- hvarf Ingimundar. Talið er að þeir Benedikt og Ingimundur hallist að því að Erling eigi að taka við bæj- arstjórastöðunni. - FÞG Bolli Vaigarðsson: Þessir kútar leka ekki frekar en gasgrillskútar. Engin blát- urgashætta „Barnatannlæknar nota vissulega þetta efni, en mengun er alls ekki fyrir hendi. Það er notast við litla kúta sem ekið er inn og út eftir þörfum og vendilega skrúfað fyrir eftir notkun. Þessir kútar leka ekki frekar en gasgrillskútar,“ seg- ir BoIIi Valgarðsson, fram- kvæmdastjóri Tannlæknafélags ís- lands. í síðustu viku greindum við frá því að í Danmörku hafi upp- götvast alvarlegt lekavandamál á sumum sjúkrahúsum, þar sem hláturgas mengaði skurðstofur, en afleiðingar hláturgassmengunar fyrir heilbrigðisstarfsfólk geta ver- ið orkuleysi, fósturlát og vansköp- un barna, auk doða, eirðarleysis og vöðvasamdráttar, ef mengunin er mikil og stöðug. Taldi Olafur Z. Ólafsson svæfingalæknir að ef einhverja mengun af þessu tagi væri að finna hér á landi þá væri það hjá þeim tannlæknum sem nota þetta efni. - fþg / uppkasti að fórnarathöfninni kemur fram að ásatrúarmenn munu kasta Freyslíkneski í Goðafoss, en myndin er af Goðafossi. F ómarathöfn gegn goðgá Nú er Ijóst að norðlenskir ásatrú- armenn, undir stjórn Siglfírðings- ins Valgeirs Sigurðssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra í Luxem- borg, munu standa fyrir fómarat- höfn næstkomandi sunnudag við Ljósavatn - rétt á undan leikþætti kristinna, sem Dagur hefur greint frá. Með athöfninni ætla ásatrúar- menn að endurvekja foman sið heiðinna manna, en jafnframt er athöfnin andsvar ásatrúarmanna við boðuðum leikþætti við vígslu Ljósavatnskirkju, þar sem Þorgeir Ljósvetningagoði verður leikinn að kasta goðum í Goðafoss, í sam- ræmi við 19. aldar þjóðsögu um að þannig hafí Þorgeir kastað trúnni og gerst kristinn. Freyslíkneski í fosshm Valgeiri til aðstoðar verður Sigur- jón Þórðarson framkvæmdastjóri heibrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Að sögn Valgeirs er tals- verður áhugi meðal þingeyskra bænda á að mæta við athöfnina til að votta Þorgeiri Ljósvetningagoða virðingu. „Og til að milda nei- kvæða goðgá kirkjunnar, sem kost- uð^er af almannafé,“ segir Valgeir. I uppkasti að fómarathöfninni kemur fram að ásatrúarmenn munu kasta Freyslíkneski í Goða- foss og þá mun Valgeir mæla: „I virðingarskyni við ginnheilög goð, helgar vættir, Þorgeir Ljósvetn- ingagoða og aðra áa vora, sem fómuðu til landsins, svo lengi sem þeir máttu, fóma ég Freyslíkneski til fossins til að innsigla órofa tengsl manns og náttúru". - FÞG Sumarslátnin lialiii hjá SS Sumarslátrun hófs í gær (31. júlí) hjá Sláturfélagi Suðurlands og verður öll sumarslátrun SS í sláturhúsinu á Selfossi. Slátrað verður vikulega fram að jólum í sláturhúsi SS á Selfossi, en slátrun í sláturhúsum SS á Kirkjubæjarklaustri og á Laxá í Borgarfirði hefst í september.SS telur það mjög mikilvægt að geta selt terskt dilkakjöt innanlands sem utan í svo langan tíma, þ.e. frá lokjúlí og fram að jólum. Sláturfélag Suðurlands býst við að slátra svipuðu magni nú og síðasta sumar. Sungu fyrir forsetanu Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom í opinbera heimsókn í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir tveimur árum, afhenti hann nokkrum þingeyskum ungmenn- um hvatningarverðlaun forseta íslands. I þessum hópi voru tveir ungir tónlistarmenn frá Húsavík, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðlu- Ieikari og Kristján Magnússon saxófónleikari. Forsetinn hitti þessi ungmenni aftur á dögunum þegar hann kom og samfagnaði Húsvíkingum á 50 ára kaupstaðarafmæli. Lára Sóley og Kristján komu sem sé fram í afmælishófinu og sungu fyrir for- setann og sýndu að þau eru ekki einungis hljóðfæraleikarar góðir heldur einnig með raddböndin í lagi. Þannig endurguldu þau forsetanum hvatn- ingarverðlaunin og sýndu honum um leið að þau voru verðskulduð. Þess má og geta að sama dag fékk Lára Sóley styrk úr Friðriksssjóði, sem ber nafn séra Friðriks A. Friðrikssonar, en úr sjóðnum er veitt fé til að styrkja unga tónlistarmenn til náms. — js Frá Nýherja til Tæknivals Nýr markaðsstjóri er tekinn til starfa hjá Tæknivali. Sá heitir Finnur Thorlacius, er 36 ára að aldri og var áður markaðsstjóri hjá Nýheija. Þetta kemur fram á vefsíðum Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Finnur er land- fræðingur að mennt frá Háskóla íslands og tók síðan meistaragráðu í við- skiptafræðum frá Florida Institute of Technology. Hann hefur áður starf- að sem markaðsstjóri hjá BYKO og IKEA. Lára Sóley Jóhannsdóttir og Kristján Magnússon syngja fyrir forsetann.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.