Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Skj ólstæðmgamir brjúta inannréttindi Hersýning i Bogota í liðinni viku. Barnið fyrir framan hershöfððingjana er íklætt vígvallarbúningi. Bandaríkjastjóm fjár- magnar herinn en eit- urfíMar skæruliða og kókaínframleiðendur Þrjú þúsund pólitísk morð eru frami á ári hverju í Colombiu. Mannréttindasamtök halda því fram, að herinn beri ábyrgð á 70 af hundraði morðanna. Stjórn- völd neita sakargiftum en samt voru þrír hershöfðingjar reknir á síðasta ári fyrir að virða ekki mannréttindi og búist er við að enn fleiri fái pokann sinn f ár. Eitthvað mun til í því að herinn hafi dregið úr morðum og pynd- ingum á fólki sem talið er til andstæðinga stjórnarinnar, en hins vegar eru sérstakar öryggis- sveitir látnnar vinna skítverkin. Kemur þá á einn stað niður hvort það eru hcrmenn eða menn úr öryggissveitunum sem fremja glæpina. Mannréttindabrot í Kolombíu koma illa við stjórnvöld í Was- hington. Landið nýtur mikillar efnahagsaðstoðar, aðeins ísrael og Egyptaland fá meira. Þá sjá Bandaríkjamenn kolumbíska hernum fyrir vopnum og þjálfa hermennina, og hefur banda- ríski herinn jafnvel tekið beinan þátt í innanlandsátökum í land- inu. Aðstoð Bandaríkjamanna beinist öll að því að aðstoða stjórn og her Kolombíu við að stemma stigu við ræktun, fram- leiðslu og sölu á fíkniefnum. En langmestur hluti útflutningsins fer til neytenda í Norður-Amer- íku. En öll aðstoðin kemur fyrir lítið þvf eitrið streymir látlaust á markaðinn sem birgir banda- rísku fíklana af þessari eftirsóttu vöru. Vinstri sinnaðir skæruliðar halda heilu héruðunum í sínum ógnargreipum og kókaínbændur og framleiðendur fíkniefnanna ráða öðrum landssvæðum. Skæruliðar fá sinn hlut af eitur- gróðanum með gripdeildum eða smygli fyrir kókaínbarónana. Þá skortir ekki fé og eru vel vopnum búnir, eins og liðssveitir kókaín- framleiðendana. Stríðsástand rfkir í Iandinu og fá her og lögregla lítt við ráðið og þeir sem að nafninu til stjórna landinu verða að treysta á aðstoð Bandaríkjamanna til að halda völdum. Víðtæk spilling er með- al stjórnmálamanna, embættis- manna, hers og lögreglu. Þeir eru margir sem fá sinn hlut af eiturefnagróðanum, enda er kókalaufið ein helsta auðlind landsins og vænlegustu gróða- leiðirnar eru að framleiða úr því kókaín og heróín til að metta óseðjandi markað í Norður-Am- erfku og Evrópu. Þrátt fyrir alla aðstoðina og þjálfun vígamanna er herinn ófær um að sigra skæruliða eða koma í veg fyrir eiturefnafram- leiðsluna. Hann nýtur því ekki mikils trausts og ekki bætir úr skák þegar hann verður uppvís að grófum mannréttindabrotum og pyndir og myrðir pólitíska andstæðinga. Enginn sakar Bandaríkjamenn um að eiga beina aðild að morð- unum, en það er mjög vand- ræðalegt fyrir ráðamenn í Was- hington að moka fé og vopnum til ríkis þar sem mannréttinda- brot eru talin sjálfsögð í þeirri margflóknu borgarastyrjöld sem geisað hefur um árabil í Kolombíu og enginn sér fyrir endann á. En frá Bandaríkjun- um koma mestöll hergögnin. Stjórnarherinn fær sín vopn frá Washington en skæruliðar og eiturbarónar treysta því að fíkla- fjöldinn fyrir norðan fjármagni þeirra iðju og hernað. - OÓ Concorde flýgur ekki Frakkar hafa ákveðið ao Concorde-þotur í eigu franska flugfélagsins Air France verði ekki notaðar enn um sinn, en vika er nú liðin frá því 113 manns fórust þegar Concorde-þota hrapaði í París. Beðið er endanlegra skýringa á þvf sem gerðist, og til öryggis verða engar Concorde-þotur látnar fljúga fyrr en rannsókn á slysinu cr lokið. Þá gerðist það í gær að hætt var við flugtak breskrar Concorde-þotu á Lundúnaflugvelli, stuttu áður en hún átti að fara í loftið. Farþegar þotunnar, sem voru aðeins 33, voru látnir skipta um þotu og fóru yfir í aðra Concorde-þotu. Frá því slysið í Frakkiandi varð fyrir viku síð- an hafa fjögur óhöpp átt sér stað í breskum Concorde-þotum. Ævilangt fangelsi fyrir morð í Kosovo Bandarískur nermaður, Frank Ronghi, hlaut ævilangt fangelsi fyrir morð á ellefu ára albanskri stúlku í Kosovo. Það var bandarískur her- dómstóll í Wúrzburg í Þýskalandi sem kvað upp þennan dóm. Her- maðurinn játaði brot sitt, en hann beitti stúlkuna kynferðislegu of- beldi áður en hann myrti hana og faldi síðan líkið. Atburðurinn átti sér stað í janúar síðastliðnum, en hermaðurinn var þá friðargæsluliði í Kosovo. Athygli vakti að verjendur hermannsins töldu aðstæður í Kosovo á þcim tíma sem glæpurinn var framinn hafa átt sinn þátt í hvernig fór. Að sögn verjendanna höfðu bandarfskir hermenn í Kosovo tíðkað það nokkuð að beita ofbeldi úr hófi fram, stundað yf- irheyrslur án heimilda og barið albanska íbúa héraðsins. Barak flýtir ekki kosningum Ehud Barak, For- sætisráðherra Israels, hefur ekki í hyggju að flýta kosningum þrátt fyrir veika stöðu stjórnar hans á þingi. Þess í stað ætlar hann að hefjast hand í næstu viku um að mynda nýja sam- steypustjórn, sem hefði nægan meirihluta á þingi. 1 dag fer ísraelska þingið, Knesset, í sumarfrí. Mosche Katzav sór í gær embættiseið sinn sem forseti Israels, en hann bar sigur úr býtum af friðarverðlaunahafanum Símoni Peres í annarri umferð for- setakosninganna á mánudaginn. Arafat hvikar ekki Jasser Arafat segist enn staðráðinn í að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna þann 13. september næstkomandi jafnvel þótt endanlegt samkomulag hafi ekki náðst við Israelsmenn um framtíð- arstöðu Palestínu. Þetta sagði hann í viðtali við sádi-arabískt dag- blað. Bandarfsk stjórnvöld hafa eindregið varað Arafat við því að lýsa einhliða yfir stofnun ríkis, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur hótað Palestínumönnum því að svipta þá Ijárstuðningi geri þeir al- vöru úr þessum áformum. FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 215. dagur ársins, 151 dagur eftir. Sólris kl. 3.08, sólarlag kl. 23.54. Þau fæddust 2. ágúst •1801 Baldvin Einarsson lögfræðingur og útgefandi. • 1888 Pétur Ottesen alþingismaður. • 1905 Myrna Loy, bandarísk kvikmynda- leikkona. • 1932 Peter OTbole, breskur leikari. • 1937 Garth Hudson, orgelleikari í rokk- hljómsveitinni The Band. • 1939 Wes Craven, bandarfskur hroll- vekjuleikstjóri. • 1942 Isabel Allende, rithöfundur frá Chile. Þetta gerðist 2. ágúst • 1769 hlaut borgin Los Angeles í Banda- ríkjunum nafn sitt. Það voru tveir Spán- veijar sem komu þangað og kölluðu staðinn fullu nafni „Nuestra Senora la Reina de Los Angeles de Porciuncula“, sem ku þýða „Vor frú, drottning englan- na af Porciuncula", en Porciuncula mun vera kirkja á Ítalíu • 1858 samþykkti breska þingið að yfir- stjórn Indlands yrði ekki lengur á hendi Austur-Indíafélagsins heldur flytjist til bresku krúnunnar. • 1870 hófst starfsemi neðanjarðarlest- anna í Lundúnum (Túbunnar). • 1929 hljóðritaði Fats Waller þekktasta lag sitt, „Ain’t Misbehavin". • 1934 lýsti Adolf Hitler því yfir að hann væri leiðtogi Þýskalands eftir að Hindenburg forseti lést. • 1939 skrifaði Albert Einstein sögufrægt bréf til Bandaríkjaforseta um möguleik- ann á því að smíða kjarnorkusprengju, og hvatti Bandaríkin til þess að rannsaka málið vandlega. • 1943 var bandarfski hershöfðinginn Patton f vondu skapi og bæði sló og sparkaði í óbreyttan hermann, C.H. Kuhl að nafni. Afmælisbam dagsins Bandaríski hrollvekjuleikstjórinn Wesley Earl Craven er 61 árs í dag, fæddur í Cleveland, Ohio þann 2. ágúst árið 1939. Hann lauk háskólaprófi árið 1964 og starfaði sem prófessor í húmanískum fræðum áður en hann sneri sér að leikstjórninni, og hefur ein- beitt sér að hrollvekjum sem margar hveijar hafa náð miklum vinsældum. Þar á meðal eru „Martröð í Álmviðar- götu“ og Oskurmyndirnar þijár. Fyrsta bíómyndin hans er frá árinu 1972 og heitir „Síðasta húsið á vinstri hönd“, og mun þykja sígild á sínu sviði. Stjómmál eru listin að koma í veg fyrir að fólk sé að skipta sér af einhveiju sem varðar það í raun og sann. Paul Valéry Vísa dagsins Einnt unni ég meyjunni, meðan það var. Nú er sú ástin aska og útbrunnið skar. Sigurður Nordal Heilabrot Hvaða tvo bókstafi vantar aftan á þessa röð: r, r, s, 1, í, í, í, t, r, r ...? Lausn á síðustu gátu: Svarið er 1,25. Útkoman er 6,25 hvort sem sú tala er margfölduð með 5 eða lögð við 5. Veffang dagsins Nú stendur yfir landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins, og landsþing Demókrataflokksins verður síðar í mánuð- inum. Meðan þessi þing standa yfir er m.a. haldið svonefnt skuggaþing, þar sem at- hyglinni er beint að ýmsu sem betur mætti fara og ekki er haft hátt um á sjálfum flokksþingunum. Um það má fræðast á www.shadowconvention.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.