Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 18
18- MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000
Thypir
0
a
&
VÍKUR |p BÍjAÐID
Goðin kvödd
með virðiiigu
Þorgeirsskirkja verð-
ur vígð með viðhöfn á
swmudag og á eftir
verður hátíðardag-
skrá við Goðafoss.
Prófastur segir að
goðin verði kvödd
með virðmgu, áður en
þeim verður fleygt í
fossiun.
Þorgeirskirkja í Ljósavatnsskarði
verður vígð n.k. sunnudag og
hefst athöfnin kl. 13.30. Séra
Karl Sigurbjörnsson, biskup
mun vígja kirkjuna og búist er
við ljölmenni. Meðal annars hef-
ur öllum fÁ'rrverandi og núver-
andi prestum Þingeyjarprófasts-
dæmis verið boðið til athafnar-
innar.
..Þarna verður síðan sungin
hefðbundin messa en að henni
lokinni verður orðið gefið frjálst
þeim sem taka vilja til máls eða
afhenda gjafir", segir Pétur Þór-
arinsson prófastur Þingeyinga.
Heimamcnn munu síðan bjóða
gestum upp á kaffiveitingar í
sainaðarheimilinu, sem reyndar
er óklárað enn.
Umdeild bygging
Kirkjubyggingin í Ljósavatns-
skarði hefur verið
nokkuð umdeild og
það m.a. gagnrýnt
að ekki sé beinlínis
þörf fyrir þessa
kirkju í svo fámenn-
um söfnuði. En að-
standendur Þor-
geirskirkju hafa
bent á að þetta sé í
raun kirkja allrar
þjóðarinnar, og um
leið minnismerki og
tákn um kristnitök-
una. Hugmyndir um
bygginguna eru
nokkurra áratuga
gamlar en verkið er
að mestu fjármagn-
að með opinberu fé, en að auki
hafa frjáls framlög borist kirkj-
unni. Byggingarkostnaður nem-
ur um 90 milljónum króna, en
kirkjan er ekki fullfrágengin,
meðal annars eru kirkjubekkirn-
ir ekki komnir og því vcrður not-
ast við lausa stóla á vígsluat-
höfninni. Þorgeirskirkja verður
safnaðarkirkja Ljósavatnssóknar
en gamla kirkjan við Ljósavatn
verður aflögð. Sóknarprestur er
séra Arnafdur Bárðarson á Hálsi.
Táknræn athöfn
Að vígsluathöfn lokinni verða
kirkugestir selfluttir með rútum
að Goðafossi þar sem fjölbreytt
hátíðardagskrá fer fram. „Þetta
er gert til þess að koma í veg fyr-
ir umferðaröngþveiti og vanda-
mál vegna bílastæða við Goða-
foss. Gestir munu geyma bíla
sína við kirkjuna og verða síðan
fluttir þangað á rútunum eftir
athöfnina við Goðafoss", segir
séra Pétur.
Við Goðafoss mun blásarasveit
frá Húsavík leika og Halldór
Kristinsson, sýslumaður Þingey-
inga flytur ávarp. Hátíðarræð-
una flytur séra Bolli Gústafsson
vígslubiskup. Frumflutt verða
tvö hátíðarljóð sem unnu til
verðlauna í ljóðasamkeppni sem
fram fór í fyrra í tilefni af kristni-
tökuhátíðinni. Þeir séra Örn
Friðriksson og Einar Melax hafa
samið lög við þessi ljóð sem
verða sungin við raust við Goða-
foss. Söngfólk úr kirkjukórum
sýslunnar mynda mik-
inn samkirkjukór á
staðnum sem telur
um 150 manns og
mun syngja fýrir við-
stadda.
Þá verður fluttur
leikþáttur eftir Jónas
Kristjánsson um Þor-
geir Ljósvetningagoða
þar sem goðinn hend-
ir skurðgoðum sínum
í fossinn. Þetta atriði
hefur farið fyrir
brjóstið á ásatrúar-
mönnum sem telja að
þarna sé verið að
óvirða trú þeirra og
fagna afnámi trúfrels-
is á íslandi. „Þetta verk Jónasar
Kristjánssonar frá Fremstafelli
er meitlað og gott og sýnir vel
hugarástand Þorgeirs sem er að
kveðja sína gömlu trú og bindast
nýrri. Það er algjör misskilningur
hjá vinum okkar í ásatrúarsöfn-
uðinum að hér sé veriö að óvirða
trú þeirra, þetta er fyrst og
fremst táknræn athöfn um
breytingu, þáttaskil, þegar nýtt
tekur við að gömlu. Við munum
kveðja gömlu goðin með fullri
viröingu við Goðafoss og ég held
að ásatrúarmenn ættu bara að
koma á staðinn og taka þátt í há-
tíðarhöldunum með okkur“,
sagði séra Pétur Þórarinsson.
- JS
Þeir feðgar Sigmar Kristjánsson matsveinn og Jónas Sigmarsson skipstjóri hampa hér vænum skötusel. Þeir stunda skötuselsveiðar á Hafnarröstinm
ÁR-250 sem gerð er út frá Þorlákshöfn. Þingeyingar koma vfða víð. - mynd: þorgeir baldurs.
Jón Friðrik Benónýsson leikur Þor-
geir Ljósvetningagoða.
Leitóðyfir
fljótíð
Leikþátturinn „Þorgeir við Goða-
foss“ verður hluti af þeirri dagskrá
sem flutt verður við Goðafoss n.k.
sunnudagskvöld. Það er við hæfi
að Jónas Kristjánsson, handrita-
fræðingur frá Fremstafelli, stein-
snar frá Goðafossi, skuli hafa
samið þáttinn sem tekur um 20
mínútur í flutningi, því þama er
Jónas á heimavelli. Amór Benón-
ýsson leikstýrir uppfærslunni og
kemur ekki á óvart að þessi sýning
er nýstárleg eins og fleiri uppsetn-
ingar Amórs. Þama verður nefni-
lega Ieikið yfír Skjálfandafljót og er
hugsanlega einsdæmi í leiklistar-
sögu Islands og væntanlega víðar
að heilt fljót sé á milli leikenda og
áhorfenda. Þeir hafa allavega ör-
ugglega ekki reynt þetta yfir Miss-
isippi þó ýmislegt taki þeir sé fyrir
hendur vestur í Ameríku.
I tengslum við sýninguna mun
12 manna hópur í fornbúningum
ríða gæðingum frá Ljósavatni og
sem leið liggur að leikstað við fljót-
ið austanvert. Þar verður í aðal-
hlutverki Jón Friðrik Benónýsson
sem leikur Þorgeir Ljósvetninga-
goða. Handan fljótsins verða svo
áhorfendur staðsettir gegnt leik-
sviðinu. Þeir sem hafa komið að
Goðafossi vita að þar er niöur foss-
ins all verulegur og því augljóslega
tæknilegum vandkvæðum bundið
að koma hinu talaða orði jJtr fljót-
ið svo viðstaddir megi nema. Þetta
leysir leikstjórinn með öflugu
hátalarakerfi og lýrirfram upptök-
um á texta og verður forvitnilegt að
vita hvemig til tekst.
Jón í hlutverki Þorgeirs mun að
sjálfsögðu kasta heiðnum skurð-
goðum sínum í fossinn eins og
munnmæli herma að hann hafi
gert fyrir 1000 árum. Goðin sem
notuð eru að þessu sinni eru skor-
in út af hagleiksmanninum Ingólfi
lngólfssyni frá Grundargili. Um 20
manns koma að þessari sérstæðu
leiksýningu við fossinn. - JS
Völsungar
á sigflngu
Völsungar sigla hraðbyri að sigri í
sínum riðli í 3. deildinni í knatt-
spyrnu. Liðið er langefst og hefur
ekki tapað Ieik. S.I. föstudag var
leikið gegn Magna á Húsavík og
þar höfðu Völsungar sigur, skor-
uðu 5 niörk gegn 2 mörkum
Grenivíkurgesta. Mörkin skomðu
þeira Milan 2, Arngrímur Arnar-
son, Pálmi Ral’n Pálmason og
Nicola.
Næsti leikur X’ölsunga er í kvöld
gegn Neista á Hofsósi og næsti
hcimaleikur er svo 1 5. ágúst gegn
Nökkva. - JS