Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 L FRÉTTIR Frá Abæjarmessu. Eins og sjá má kemst ekki nema lítið brot afgestunum inn í kirkjuna. - mynd: sbs Vinsæl messa í afskekktum dal Búist er við miMum manufjölda í Ábæjar- messu og kirkjukaffi um helgina, en messan í þess- um eyðidal verður sífellt vinsælli. Á sunnudag verður haldin árleg messa í Ábæ í Austurdal í Skagafirði, en messur á þessari eyðijörð hafa notið sí- vaxandi vinsælda á undanförnum árum. Að venju verður það sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson í Mælifelli sem mun prédika og þjóna fyrir altari, en Ábær er annexía út úr Mælifellssókn. Þá stendur til að bjóða upp á einsöng og tvísöng en verða hjónin Kristján Val- garðsson og Sigríður E. Snorradóttir frá Sauðárkróki sem munu sjá um það. Organisti verður Bjarni Valtýr Guð- jónsson úr Borgarnesi. Að lokinni messu verður síðan boðið til kirkju- kaffis að Merkigili og það gera systkini Helga heitins Jónssonar á Merkigili, en það mun vera Ijórða árið í röð sem þau gera það. 200 manns Að sögn sr. Ólafs Hallgrímssonar nýtur þessi messa sérstakra og vaxandi vin- sælda og í fýrra komu t.d. hátt í 200 manns og virtust menn ekki láta held- ur dapran veg upp í Austurdal trufla sig. Hann telur ekki ástæðu til að bú- ast við færri í ár. Ólafur segir að í ár sé vegurinn sæmilegur og hægt sé að komast þetta á öllum bílum ef varlega sé farið. Fyrir jeppa hins vegar sé greiðfært og eins þessa fjórhjóladrifs fólksbíla þó auðvitað sé þetta engin hraðbraut. Ábær fór í eyði Iaust upp úr 1940 og hefur sá siður skapast síðan að messa þar í kirkjunni einu sinni á ári. Lengi vel var það alltaf gert umló. sumar- helgi sem var veisluhátíð kirkjunnar, sem kom þá jafnan upp á lyrstu eða aðra helgina f ágúst. Nú hin síðari ár hefur þetta hins vegar verið fest niður á verslunarmannahelginni og helst það í hendur við vaxandi vinsældir þessarar óvenjulegu messugjörðar. Fallegt umhverfi Ólafur Hallgrímsson var spurður hver- ju hann teldi hinar mildu vinsældir Ábæjarmessunnar væru að þakka og taldi hann þar ýmislegt geta komið til. „I fyrsta lagi er þetta nú orðin ákveðin hefð, sem hefur staðið yfir í meira en hálfa öld og fólk er farið að reikna með þessu. Síðan er annað varðandi vin- sældirnar að þetta er náttúrulega af- skaplega fallegt umhverfi þarna og friðsælt og það er auðvitað mjög sér- stakt að sækja messu svona fram í eyði- dal,“ segir Ólafur. Hann nefnir einnig að nú hin seinni ár hafi bæst við að geta farið í kirkjukaffið á eftir sem sé ábyggilega stórt atriði. „Svo hefur þessi messa náttúrulega líka verið dálítið í fjölmiðlum, það verður að segjast eins og er, það hefur verið tekin upp úvarpsmessa þarna og gerður þáttur um dalinn þannig að þetta er orðið nokkuð þekkt," segir Ólafur. í heita pottinum var verið að ræða um stórtíóindin í Eim- skiptafélaginu en þau komu mörgum á óvart, a.m.k. bæjar- fulltrúum minnihlutans í Garða- bæ. FuIItrúar meirihlutans munu hafa haft veður af málinu eittlivað fyrr. Ingimundur Sigur- pálsson mtm hafa upplýst bæjar ráðsmeim á bæjarráðsfundi í gærmorgun um að fréttir um að haim væri á leið inn í Eimskip væru á rökum reistar... Ingimundur Sigurpálsson. En umræðan er mikil um þessar hrókeringar allar og meðal þess sem heyrist í pottinum er að Benedikt Sveinsson stjómarfor- rnaður Eimskips hafi í raun haft áhuga á breytingum á forstjóra- stólnum, eins og raunar var íað að í frétt í Degi iyrir 10 dögum eða hálfum mánuði. Þá þvertók Hörður Sigurgestsson raunar íyrir að vera að hætta, en það er náttúrulega eins og það er! Sú niðurstaða mun hins vegar ekki hafa náð fram að ganga þannig að það næst besta fyrir Benedikt hafi verið að fá náinn samstarfsmann sinn úr bæjarstjómiimi í Garðabæ til að vera „hans maður“ í forstjórastóli... Og eftir tíðindin frá Eimskip telja margir í pottinmn að búast megi við frekari hrókeringum í forstjórastólum hjá kol- krabbaiyrirtækjum. Sérstaka at- hygli hefur vakið að Hörður Sig- urgestsson mun áfram verða stjórnarformaður Flugleiða og nú era komnar á kreik gamlar sögur um að hugmyndin hafi verið að Hörður flytti sig um set og tæki við forstjórastöðu hjá Flugleiðum, en þar hafa meim talaö um að stóll- hm undir Sigurði Helgasyni væri orðhm nokkuð Sigurdur Helgason. Hörður Sigur- gestsson. FR É T TA VIDTALID Lilja Ólafsdóttir forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur Nú um helgirm geráistþað í þriðja sintt í sumaraðfeiðir féllu niðurá nokkrum strætis- vagnaleiðumíReykjavík. For- stjóri SVR segirþað endur- spegla þensluna í þjóðfélag- inu, þegar veriðerað færast talsvert meira ífang en hend- ur eru til að vinna. Ekkert emsdæmi í sögu SVR - Það hafa verið að detta niður ferðir hjá ■ykkur. Hversu algengt er þetta? Sem betur fer er það ekki algengt. Það hefur verið aðeins um helgar. Þetta hefur gerst þrjár helgar í sumar að það hafi fallið niður einhverjar ferðir. - Hefur sambærilegt ástand myndast einhvem tímann áður? Já, slíkt hefur auðvitað gerst áður í sögu SVR. Við erum nýkomin út úr löngu sam- dráttarskeiði og þess vegna er mönnum þetta ekki í fersku minni. Það eru ekki nema tvö ár síðan það var ekkert of auðvelt að fá vinnu. Fyrir þremur árum var biðröð af fólki eftir því að komast hér í sumarvinnu. Þetta endurspeglar bara ástandið í þjóðfélaginu. Það er skortur á fólki. Það er bara verið að reyna að færast í fang í þessu þjóðfélagi tals- vert meira heldur en hendur eru til að vinna. - Heldurðu að þetta sé bara í sumar, eða sérðufram á að þetta verði eitthvaðfram á veturinn líka? Nei, ég held að þetta sé bundið við sum- arið. Eg held að við séum með nóg fólk í haust. En það hefur verið að vaxa þenslan f þjóðfélaginu og ég held að það sé ekki neitt Iát á henni. Það er sama hvert litið er, það vantar alls staðar fólk. - Nií er kannski erfitt að gera nokkuð við þessu, en heldurðu að þetta dragi ekki úr trausti fólks á almenningssamgöngur? Það er alveg sama hvaða þjónustu er ver- ið að veita, að þegar eitthvert hökt verður á henni þá er það auðvitað neikvætt fyrir við- komandi þjónustu. Þetta gildir hvar sem er. - En það er alltaf verið að tala um að draga þurfi úr einkabílanotkun og beina fólki frekar í strætó, en svo lendir fólk kannski í því að fara út á stoppistöð og enginn strætó jyrr en fólk er kannski orð- ið ofseint í vinnuna. Jú. en þetta hefur ekki verið í stórum stíl. Það hefur verið á sunnudögum aðallega, svolítið á laugardögum líka. Yfirleitt hefur það ekki valdið stórum vandræðum þannig að fólk komist ekki í vinnuna. - Hefur þetta verið á mörgum leiðum? Á sunnudaginn var þetta á sjö Ieiðum, en tvær helgar áður á þremur til fjórum leið- um. En svo var einn mánudagsmorgun þar sem var Iíka dálítill brestur, og mér finnst það auðvitað miklu Ieiðinlegra, en síðan höfum við sett upp neyðaráætlanir til þess að koma í veg fyrir það. - En nú hljóta launin að spila eitthvað inn í þetta líka? Ekkert að ráði. Launin hjá vagnstjórum hérna eru núna fyllilega sambærileg við það sem gerist hjá öðrum bifreiðastjórum. Hér er Iíka fín vinnuaðstaða. Menn þurfa ekkert að hirða bílana sjálfir eða gera neitt við, bara setjast niður og keyra. Þeir hafa góðar pásur, geta tyllt sér niður og rétt úr sér á hvejum klukkutíma. Þannig að menn vilja gjarnan vinna hérna. Við þyrftum að borga einhver svimandi laun ef allir ættu að flykkj- ast hingað frekar að vinna annars staðar. Það er óraunhæft að tala um það. Og auð- vitað yfirborgar opinbert fyrirtæki ekki bara Jóni og Gunnu til að hafa þau í sumar og Iætur Sigga og Guðmund sem voru hjá okk- ur í allan vetur vera á lægri launum af’ því að þeir eru fastráðnir. Svoleiðis gerum við ekki. - GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.