Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 19
MIBVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 - 19
VÍK UR BLADID 1
Svavar Jónsson setur nidur stiku i
sandinn sem teygir sig svo iangt
sem augað eygir.
„Öbyggðimar kalla“
sungu þeir KK og
Magnús og margir
hlýða kallinu. Blaða-
maður brá sér í
stutta ferð upp að
Dyngjujökli á dögun-
um með Svavari Jóns-
syni, sem er öllum
hnútum kunnugur
þar efra.
Tilganí>ur ferðarinnar var að
kynna scr vatnavexti á halentl-
inu fyrir Vegagerðina, einkum
með tilliti til flóðahættu við
Herðubreiðarlindir og á öðrum
stöðum þar sem fólk er á ferð.
Svavar starlaði í árabil hjá Vega-
gerðinni, var síðast vegaverk-
stjóri í Þingeyarsýslu og vinnur
enn ákveðin verkcfni sem þctta
fvrir Vegagerðina. Hann er
óhemjufróður um hálendið og
þekkir nöln á flestum hæðum
og hólum, hraunum og söndum
scin við ókum framhjá. Og hann
er ekki síður kunnugur vegum
og vegleysum á svæðinu og tcl-
ur sig hafa ekið alla færa sem
illfæra vegarspotta sem lagðir
hafa verið í Þingeyjarsýslum.
„Mér l'annst alltaf að maður
þyrfti að þekkja þessar slóðir af
eigin raun til þess að geta ráð-
lagt öðrum, þannig að ég lagði
áherslu á að fara sjálfur um alla
vegi sýslunnar, allt frá þjóðveg-
um til troðninga segir hann.
Ljúflr landverðir
Það er vel tekið á móti Svavari
af landvörðum í Herðubreiðar-
lindunt og Dreka, enda var
hann m.a. að afla upplýsinga
sem koma þeim að gangi við að
leiðbeina ferðamönnum um
svæðið. Við lítum á nývígðan
varnargarð við Herðubreiðar-
lindir sem þeir Sturla Böðvars-
son og Halldór Blöndal vígðu á
dögunum og lögðu hornstein í.
Við sjáum hvergi hornsteininn,
en garðurinn virðist traustur og
áin ógnar honum lítið þó vöxtur
sé nokkur í henni. Þarna flæddi
áin hins vegar yfir allt í flóðinu
rnikla í fvrra þegar töluverðar
gróöurskemmdir urðu í Herðu-
breiðarlindum.
Ur gróðursæld lindanna er
haldið áfram og ekið á vikurlög-
um meðfram Herðubreiðartögl-
um og vfir úfin hraun og horn-
grýtt, sannkallaða hjólbaröa-
hana. Þegar ekið var fram hjá
Dyngjuvatni og meðfram Vað-
öldu var komið á gljúpan sand
sem var á stöðugri hreyfingu og
fokið bvrgði sýn. Þarna var ekið
eftir stikum því slóðin cftir bíl-
inn hvarf á fáum mínútum. Og
dugði þó ekki til, því sandurinn
hafði sorfið allan lit af mörgum
stikum og fært aðrar í kaf og
sums staðar sá ekki á milli stika.
Rifjaðist þarna upp fyrir
blaðamanni úr barnæsku
indjánabókin „Andi eyðimerkur-
innar" eftir þann þýska þrjót
Karl May. Þar fóru menn um
stikaða eyðimörk meðfram
vatnsbólum, en bófar áttu það
til að færa stikurnar og afvega-
leiða fólk og ræna og myrða
þegar það var rammvillt og að-
framkomið af þorsta. En bless-
unarlega eru engir hálendisbóf-
ar á ferli á Islandi. En andi eyði-
merkurinnar sveif þarna yfir
vötnunum, Dyngjuvatni og
Svartá sem sprcttur upp úr
hrauninu eins og upp úr þurru
þarna skammt frá og fellur svo í
kaldan faðm Jökulsár.
Sjálf virkur sandblastur
Eitt af verkum okkar í ferðinni
var að bæta við stikum á leið-
inni yfir sandinn og skipta um
Jökulsá brýst fram undan Dyngjujökli sem er dökkur og þungbúinn.
þar sem þörf var á sem víða
reyndist nauðsynlegt. Og Svavar
ætlaði að nota tækifærið og gera
smátiiraun í leiðinni. Hann
hafði meðferðist plaststikur
sem voru útbíaðar í olíu og biki
og því tcknar úr umferð í byggð.
Sterkustu hreinsiefni höfðu
ekki dugað til að hreinsa þær
upp. en Svavar ætlaði að láta sí-
kvikan sandinn vinna verkið.
Fyrst sandurinn gat skafið tré-
staurana inn að kjarna og nán-
ast étið bá upp til agna, þá ætti
það varla að standa í honum að
slípa óhreinindin af plaststikun-
um.
Fróðlegt verður að fylgjast
með árangri þessar tilraunar til
sjálfvirks sandblásturs á hálend-
inu.
Hveitifínn leir
Það tók tímann sinn að komast
yfir sandinn enda skyggni á
köflum lítið og stikurnar það
eina sem varnaði því að ekið
væri út í bláinn eða öllu heldur
sortann. Og þá tók við úfið
Holuhraunið og erfitt yfirferðar
niöur að leirunum við Jökulsá
þar sem Dvngjujökull skríðivr
fram svartur og ljótur, bætanui
ört í vatnsfallið. Þarna rauK
hveitifínn leirinn og birgði sól-
arsvn og enn var ekið eftir stil
um Sem reyndar voru sumar
komnar langt út í ána, sem
hafði breitt verulega úr sér frá
því stikurnar voru lagðar síðast.
En Svavar fullvrti að dregið
hefði úr vextinum í ánni frá þ
daginn áður og með það snérum
við til baka, komum við hjá
landvörðum og gáfum þeim nýj-
ustu upplýsingar um færð og
vatnavext) og þáðum kaffi fyrir.
Og innan stundar var eyðimörk-
in að haki en andi hennar fylgdi
okkur alla leið til byggða.
- JS