Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 1
Heimdellingar juku í gær á gremju fjölmargra skjólstæðinga Geirs Haarde fjármálaráðherra á Skatt- stofu Reykjavíkur. Óttast ekki- Heinidall „Já, við ætlum að sjálfsögðu að birta okkar árlegu lista með tekj- um fjölmargra Islendinga. Að- gerðir Heimdellinga trufluðu okkur ekki vitund,“ segir Jón Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Heimdellingar stilltu sér upp í afgreiðslusölum skatt- stjóra í gær til að koma í veg íyr- ir að áhugasamur almenningur - og fjölmiðlar - kæmust í álagn- ingaskrár. Eitthvað misreiknuðu hinir ungu sjálfstæðismenn sig, því skrárnar voru opnar almenn- ingi frá 31. júlí en ekki 1. ágúst eins og þeir hugðu. „Við lukum mestri af okkar vinnu á mánudag. Við þurftum að fara yfir nokkra einstaklinga aftur um þrjú leytið í dag [þriðju- dag] og þá voru engir Heimdell- ingar á staðnum,“ segir Jón. Örtröð óánægðra skattgreiðenda Jón segir að Frjáls verslun muni óhikað vinna úr og birta upplýs- ingar um tekjur einstaklinga nú sem fyrr. „Formaður Heimdallar fór víst af stað í vetur með boð- skap um að kæra eða fara í mál ef þetta yrði birt, en ég óttast ekki málaferli af hálfu Heimdell- inga. Það liggur fyrir og hefur margreynt á það, að stjórnvöld gera ráð fyrir því að álagninga- skrár séu lagðar fram almenningi til sýnis og ekkert ólöglegt við að birta þessar upplýsingar á til- greindu tfmabili," segir Jón. Heimdellingar mættu á Skatt- stofu Reykjavíkur uppúr klukkan 9 í gærmorgun til að flækjast fyr- ir þeim sem ætluðu að skoða álagningaskrárnar. Þeir hittu hins vegar ekki fyrir forvitna blaðamenn, heldur annars vegar aragrúa óánægðra skjólstæðinga Geirs Haarde Qármálaráðherra, sem byrjuðu að streyma inn kl. 8 og sem sumir hverjir máttu bíða á staðnum í nokkrar klukku- stundir eftir viðtali við fulltrúa skattstjóra. Helst að Heimdell- ingar hafi aukið á gremju þeirra. - FÞG Vaxandi hættu- merki um fátækt Forseti íslands varar við vaxandi hættu- inerkjum um fátækt og bjargarleysi meðal aldraðra. Náttiíran er fjöreggið sjálft. Sí- felld leit að ímdan- tekmngum og fráviks- leiðum okkur sjálfum til handa getur skaðað orðstír þjóðarinnar. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varaði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær við vaxandi misskiptingu lífsins gæða í sam- félaginu. „Afskiptaleysi um hag þeirra sem minna mega sín má hér aldrei ná yfirhönd. Því verð- um við að huga vel að vaxandi hættumerkjum um fátækt og bjargarleysi, einkum hjá þeim sem aldraðir eru.“ I ávarpinu, sem forsetinn flutti eftir að hann tók við embætti öðru sinni við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu, var víða komið inn á brýn málefni samtímans, svo sem nátturuvernd, nýtingu auðlindanna, starfsemi stjórn- málaflokka og ástand mennta- mála. „Skólaárið er hér styttra, ár- angur í alþjóðlegum samanburði oft lakari og framlög til mennta lægri en tíðkast með flestum samstarfsþjóðum," sagði forset- inn og spurði: „Hvernig getum við þá með sanngirni vænst þess að Island haldi áfram að skara fram úr þegar árin líða á nýrri öld?“ Hann sagði stjórnmálaflokk- ana eiga í vaxandi mæli „erfitt með að ná hjartslætti tímans og takast á við þau nýju viðfangsefni sem nú ber að höndum. Hin skapandi umræða er óðum að flytjast á annan völl og þingið sjálft er ekki sama spegilmynd og örlagavaldur og áður var.“ „Fjöreggið sjálft“ „Náttúra Islands er fjöreggið sjálft, auðlegð okkar og heiman- Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embætti sem forseti íslands öðru sinni í Alþingishúsinu í gær. Hér sést þegar hann kom út á svalir Alþingishússins og veifaði til mannfjöldans. mynd: e.ól mundur," sagði forsetinn. Aðeins væri hægt að varðveita fiskistofn, lífríkið og umhverfið allt ef hver og einn virðir annan. „Sífelld leit að undantekningum og fráviks- Ieiðum okkur sjálfum til handa hlýtur einhvern tíma að taka enda og getur fyrr en síðar skað- að orðstír okkar." Hann hvatti til þess „að ná sáttum um nýtingu landgæð- anna, skapa grið sem allir virða um óbyggðir og afréttir, gera þjóðarsátt sem varir um þá ásýnd Islands sem við ætlum að varð- veita.“ Virðingin fyrir náttúru landsins hafi nú hlotið svipaðan sess og órofa samhengi tungu og menningar gerði á tímum sjálf- stæðisbaráttunnar. „Við megum hvorki láta glímuna um stundar- hag né heldur þá misskiptingu lífsins gæða sem nú birtist okkur í vaxandi mæli kljúfa þjóðina smátt og smátt í andstæðar sveitir.“ Þá benti forsetinn á það í ávarpi sínu að hann væri „engum háður nema þjóðinni sem veitir honum umboð sitt. Hans eru ekki hagsmunir stjórnar eða stjórnarandstöðu, flokka eða for- ræðisafla. Forsetinn er aðeins bundinn íslenskri þjóð.“ Sjá kafla úr ræðu forsetans og frásögn af innsetningarathöfninni á bls. 8-9 og viðbrögð við ræðunni á bls. 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.