Dagur - 04.08.2000, Blaðsíða 1
600 millj ónir nin-
fram i lyflunum
Lyfjakostnaður og
heilsugæslan langt
fram úr áætlirn. Sum
sjúkrahúsiu gætu átt
afgang um næstu ára-
mót eftir aukafjár-
veitinguna sem þau
fengu í fyrra.
Sjúkrahúsin í landinu hafa ekki
farið fram úr þeirri aukafjárveit-
ingu upp á um 5 milljarða króna,
sem þau fengu á fjáraukalögum í
íyrra. Meira að segja lítur út fyr-
ir að sum þeirra muni eiga af-
gang þegar næsta fjárhagsár
þeirra hefst.
Að sögn Kristjáns Pálssonar,
sem sæti á í fjárveitinganefnd,
lítur út fyrir að lyfjakostnaður
ríkisins fari um 600 milljónum
króna fram úr áætlun. Sömuleið-
is fer kostnaður vegna heilsu-
gæslustöðva í landinu fram úr
áætlun sem nemur um 400
milljónum króna. Astæða þess er
sú að heimilislæknar vísa í aukn-
um mæli sjúklingum til sérfræð-
inga.
Sérfræðtnga kostnaður
I úittekt sem Dagur gerði í vetur
sem leið, á sífellt hækkandi lyija-
kostnaði ríkisins, kom fram hjá
núverandi heilbrigðisráðherra,
Ingibjörgu Pálmadóttur, og
tveimur fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherrum að það væri innbyggð
12% hækkun árlega á lyfjakostn-
aði ríkisins. Það stafar fyrst og
fremst af til komu nýrra lyfja
sem eru verðlögð upp úr öllu
valdi fyrst þegar þau koma á
markaðinn.
„Astæða þessarar framúr-
keyrslu hjá heilsugæslunni er sú
að heilsugæslulæknar sömdu
þannig í síðustu kjarasamning-
um að þeirra vinnuumhverfi er
ekki lengur afkastahvetjandi.
Þeir taka nú öll möguleg frí og
öll fáanleg námskeið. Þeir taka
ekki fleiri sjúklinga en sem nem-
ur því að þeir standi við sína
samninga og vísa síðan bara öðr-
um sjúklingum til sérfræðinga.
Þetta er auðvitað mjög dýrt og er
kostnaðurinn nú kominn um
400 milljónum króna fram úr
áætlun," sagði Kristján Pálsson.
Hann sagði að engar endan-
legar ákvarðanir lægu fyrir um
hvaða opinberum framkvæmd-
um yrði frestað á næsta ári til
þess að draga úr þenslu. Stærstu
framkvæmdinni sem í gangi er
hjá ríkinu, stækkun flugstöðvar-
innar á Keflavíkurflugvelli, verði
ekki frestað því búið sé að gera
um hana bindandi samninga við
verktaka. Eftir stæðu þá minni
framkvæmdir hér og þar og svo
auðvitað vegaframkvæmdir en
um frestun þeirra hefði enn eng-
in ákvörðun verið tekin, enda
þótt fjárlagagerð sé nú í miðju
kafi. - S.DÓR
54% viljahert
viðurlög
Mjög skiptar skoðanir eru um
hvort stórherða eigi refsingar
fyrir of hraðan akstur. Meiri-
hluti þeirra sem greiddu atkvæði
á Netinu um spurningu Dags
var þó fylgjandi hertum refsing-
um.
Dagur spurði: A að stórherða
refsingar fyrir hraðakstur? 54
prósent svöruðu spurningunni
játandi, en 46 prósent voru á
móti.
Nú er hægt að greiða atkvæði
um nýja Dagsspurningu á Net-
inu, svohljóðandi: Ertu sátt(ur)
við innsetningarræðu forseta Is-
lands?
Slóðin er sem fyrr: visir.is
Blaðið í dag er síðasta tölu-
blað fyrir verslunarmanna-
helgi. Dagur kemur næst út
miðvikudaginn 9. águst.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þessir kátu krakkar voru í gær staddir á Reykjavikurflugvelli á leið til
Vestmannaeyja. Verslunarmannahelgin er að ganga I garð og þorri landsmanna á ferðinni. Dagur er með á
nótunum en á bls. 4 má sjá umfjöllun um umferðina og á bls. 10 má lesa allt um helgarveðrið.
Konur á llótta
frá sjálfum sér
„Þegar ég horfi á mjög ungar
konur í dag finnst mér þær marg-
ar hverjar vera á flótta frá sjálfum
sér. Þær eru enn að bíða eftir því
að prinsinn á hvíta hestinum
bjargi þeim. Þær eru í leit að ör-
yggi hjá einhveijum öðrum en
sjálfum sér. Ég held að það sé
ekki góð uppskrift að hamingju,“
segir Jónína Benediktsdóttir lík-
amsræktarfrömuður í helgarvið-
tali Dags, en þar ræðir hún með-
al annars um framtíðaráform sín,
heilsurækt og offþjálfun, stöðu
kvenna og íþróttaiðkun barna.
Hjónin Chandrika og Gunnar
Gunnarsson reka indverskt veit-
ingahús er nefnist Austur Indía-
félagið. Dagur kíkti í heimsókn,
fræddist um indverska matargerð
og fékk uppskiftir af spennandi
réttum.
Arnaldur og
Alicia reka og
eiga stærstu gít-
arverslun á
Spáni, una sér í
sveitasælunni á Arnaldur og
Islandi og sóla Alicia
sig um helgar. —
Og segja lesend-
um helgarblaðsins frá því.
Fyrir rúmu ári kom til starfa
hjá Þróunarstöð Útgerðarfélags
Akureyringa, Agnes Joly. Hún er
franskur lífefnafræðingur sem
starfar hjá Þróunarstöð Útgerð-
arfélags Akureyringa. I helgar-
blaðinu segir hún frá vinnunni
og reynslu sinni af að vera ein-
hleypur útlendingur í höfuðstað
Norðurlands.
Kona ein í næði heitir kyn-
lífspistill Bagnheiðar Eiríksdótt-
ur, hjúkrunarfræðings, í þessu
helgarblaði Dags - en þar leið-
beinir hún konum um hvað þær
geta gert í einrúmi.
Hvernig á að ráða við timbur-
mennina? Dagur sló á þráðinn til
Hjördísar Ingimundardóttur,
deildarstjóra hjá Heilsuverslun
Islands, sem flytur timbur-
mannatöflur til landsins.
Þetta og margt, margt fleira er
í helgarblaði Dags. Góða helgi!
SJÓN ER
SÖGU RÍKARI
moiommi
Geislagötu 14 • Slmi 462 1300
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sfmi 530 2800
www.ormsson.is
Black ínvar
• 28" B
rnagnari • Allar
• 2 Scart tengl • Heymartótetengi
• Islenskur lelðarvislr.
\
■