Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 9
ÍÞRÓTTIR
Manchester United spáð sigri
Tekst Sir Alex Ferguson að leiða Manchester United til sigurs í ensku úr-
valsdeildinni þriðja árið í röð?
Meisturum Mauchest-
er United er enn einu
sinni spáð sigri í
ensku úrvalsdeildinni
í knattspymu, en
keppnin þar hefst um
helgina. Samkvæmt
stöðunni hjá enskum
veðbönkum veðja
flestir á United, en
þar á eftir koma Chel-
sea, Arsenal, Liver-
pool og Leeds.
Um helgina verður flautað til
ieiks í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu og fara níu leikir af
tíu fram á laugardag, en einn á
sunnudag, en þá hefja meistarar
Manchester United titilvörnina á
Old Trafford gegn Newcastle
United. Samkvæmt spám enskra
fjölmiðla og veðbanka, telja flest-
ir að Manchesterliðinu muni
takast að verja titilinn og vinna
hann þriðja árið í röð, eða í sjö-
unda sinn á níu árum.
Spáð 1 spilin
Samkvæmt stöðunni hjá William
Hill veðbankanum í London,
veðja flestir á Manchester
United og er veðstaðan þar 11/8.
Það eru þó ekki allir sem hafa trú
á United, þvf einn harður stuðn-
ingsmaður Chelsea, hefur veðjað
100 þúsund pundum (um 12
milljónir ísl. króna) á sína menn,
sem eru í öðru sætinu með hlut-
fallið 4/1. I þriðja sætinu eru
Arsenal 9/2, í Ijórða Liverpool
11/2 og síðan Leeds með 14/1 í
fimmta, en önnur mun neðar.
Englendingar dunda sér við að
veðja um ýmislegt annað í bolt-
anum, eins og til dæmis marka-
kónginn og hvaða lið muni falla.
Þeir Jimmy Floyd-Hasselbaink
hjá Chelsea ogThierry Henry hjá
Arsenal eru efstir á blaði yfir
markaskorara með hlutfallið 5/1,
á undan þeim Kevin Phillips hjá
Sunderland og Alan Shearer hjá
Newcastle sem eru ( öðru sætinu
með hlutfallið 7/1. Hvað varðar
fallið, þá er talið líklegast að ný-
liðar Ipswich falli með hlutfallið
2/1. Næst kemur Bradford með
13/8, Charlton með 11/10 og
Manchester City og Sout-
hampton 7/4.
Verkstjóriim Barthez
Þó Manchester United sé yfir-
gnæfandi spáð sigri í deildinni í
ár, er ekkert sem bendir til þess
eftir undirbúningstímabilið að
liðið verði neitt betra en í fyrra og
frekar að sjá að því hafi hrakað ef
eitthvað er. Yfirburðir liðsins
hafa þó á undanförnum tveimur
árum verið það miklir að menn
hafa enn trú á að það muni halda
sig á toppnum, þó eitthvað virðist
hafa dregið saman með þeim
næstu hvað styrkleika varðar
Miðjuleikmenn United hafa
sannað sig sem þeir bestu í heim-
inum og ef Alex Ferguson tekst
að halda þeim heilum, þá á ekk-
ert lið að standast þeim snúning,
þannig að framherjaparið Dwight
Yorke og Andy Cole ættu að fá úr
nógu að moða. Markvarðarvand-
ræðin, sem hrjáð hafa liðið síðan
Peter Schmeichel yfirgaf liðið
fyrir síðasta keppnistímabil, ættu
að vera úr sögunni með komu
Fabien Barthez til liðsins og von-
andi fyrir Ferguson að nú hafi
hann loksins fengið verkstjóra til
að standa við bakið á hinni sund-
urslitnu vörn liðsins, þar sem
varnarjaxlinn Jaap Stam, er
þeirra styrkasta stoð.
Nú hefur það heyrst að bak-
vörðurinn Wes Brown, sé að ná
sér á strik eftir erfið meiðsl og
mun það örugglega styrkja vörn
liðsins, eftir misjafnt gengi
Nevilli-bræðranna að undan-
förnu. Ekki væri heldur verra að
Ronny Johnsen færi að komast í
gang, því ekki veitir af honum til
að bakka Stam upp í hjarta varn-
arinnar, þar sem hinn 35 ára
gamli Denis Irwin á við meiðsli
að stríða, auk þess að vera kom-
inn yfir það besta.
Gerir Hasselbaink
gæfumiminn?
Það lið sem talið er að muni veita
United hvað mesta keppni í vet-
ur, er útlendingahersveitin hjá
Lundúnaliðinu Chelsea, sem
hefur heldur betur styrkt sig frá
síðustu leiktíð, með kaupunum á
framherjunum Jimmy Floyd
Hasselbaink og Eiði Smára
Guðjohnsen, miðjuleikmannin-
um Mario Stanic og varnarjaxlin-
um Christian Panucci. Hassel-
baink er ætlað að leika það hlut-
verk sem Chris Sutton mistókst í
fjTra, það er að segja að skora
mörk. Miðað við árangur hans á
síðustu fjórum árum, sem hefur
verið frábær, ætti hann að upp-
fylla þær væntingar og með Gi-
anfranco Zola, Tore Andre Flo og
jafnvel Eið Smára sér við hlið, er
mikils af honum að vænta. Sama
er að segja um Panucci og Stan-
ic og þó þeir hafi ekki verið áber-
andi í ítölsku deildinni í fyrra, þá
eru þeir til alls líklegir og styrkja
liðið örugglega mikið.
Þar sem Chelsea náði ekki að
tryggja sér sæti í Meistaradeild
Evrópu á síðasta keppnistímabili,
hafa þeir fáar afsakanir fyrir
slöku gengi í vetur og ættu með
smáheppni að eiga töluverða
möguleika á meistaratitlinum.
Það veltur þó allt á því hverning
Vialli tekst að samstilla allan út-
lendingaskarann á Stamford
Bridge. Ekki vantar púðrið og
mannskapinn.
O'Leary reynslunni rikari
David O’Leary, stjóri Leed
United, sem leiddi deildarkeppn-
ina í fyrra lengst af, mætir nú til
leiks reynslunni ríkara, eftir að
hafa spilað með nær sama ellefu
manna hópnum allt síðasta tíma-
bil og síðan lent í þriðja sæti.
Hann mun ekki gera sömu mis-
tökin í vetur og hefur nú styrkt
liðið til muna með kaupunum á
franska miðjuleikmanninum Oli-
vier Dacourt og ástralska fram-
herjanum Mark Viduka. Ef þeir
falla vel að leik liðsins með þeim
Harry Kewell og Michael
Bridges, ætti Iiðið að verða mun
sterkara í ár. Spurningin er að-
eins hvort ólátabelgirnir Lee
Bowyer og Johnathan Woodgate
muni hljóta fangelsisdóm, sem
jafnvel vofir yfir og yrði liðinu ör-
ugglega dýrkeypt.
Hálf miðjau farin
Arsenal mætir til leik með mjög
breytt lið, þar sem hálf miðjan er
farin með þeim Emanuel Petit og
Marc Overmars sem í sumar
gengu til liðs við Barselóna. Þeim
Robert Pires og Lauren Etame er
ætlað að fylla skörðin og stór
spurning hvort þeim tekst strax
að sanna sig með liðinu. Wenger,
framkvæmdastjóri liðsins, þarf
einnig að glíma við þau vandræði
að hafa aðeins einn almennileg-
an í hópnunt, sem er Thierry
Henry, auk þess að þurfa að
treysta á gömlu mennina þá Lee
Dixon (36), Tony Adams (34) og
Martin Keown (34) í öftustu víg-
Iínu, en allir eru þeir farnir að
láta á sjá. Það er því ljóst að
Wenger þarf að styrkja lið sitt
enn meira ef hann ætlar að vera
mcð í toppbaráttunni.
Nýtt miðjutríó hjá Livcrpool
Gerard Houllier, framkvæmda-
stjóri Liverpool, kemur mun bet-
ur undan sumri og hefur styrkt
lið sitt með framherjanum
Markus Babbel og miðjutríóinu
Gary McAllister, Nick Barmby og
Bernard Diomede. Það eru því
gerðar miklar væntingar til liðs-
ins, sem fyrir hefur í leikmanna-
hópnum menn eins og Emile
Heskey, Robbie Fowler og Mich-
ael Owen. Liðið var á mikilli sigl-
ingu í Iok keppnistímabilsins í
vor og ætti að koma geysisterkt
til leiks á morgun.
Onnur lið eru talin eiga mun
minni möguleika í toppbarátt-
unni og líklegt að bilið niður í
þau næstu verði nokkuð. Það má
þó alltaf búast við einhverju
óvæntu og má þar minna á ár-
angur „spútnikliðs" Sunderland í
byrjun síðasta keppnistímabils.
Leikir 1. og 2. umferðar
Laugard. 19. ágúst
Charlton - Man. City
Chelsea - West Ham
Coventry - Middlesbr.
Derby - Southampton
Leeds - Everton
Leicester - Aston Villa
Liverpool- Bradford
Sunderland - Arsenal
Tottenham - Ipswich
Sunnud. 20. ágúst
Man. United - Newcastle
2. umferðMánud. 21. ágúst
Arsenal - Liverpool
Þriðjud. 22. ágúst
Bradford - Chelsea
Ipswich - Man. United
Middlesbr. - Tottenham
Miðvikud. 23. ágúst
Everton - Charlton
Man. City - Sunderland
Newcastle - Derby
Southampton - Coventry
West Ham - Leicester
Leik Aston Villa og Leeds í 2.
umferðinni er frestað til 18. okt.
vegna seinni leiks Leeds gegn
1860 Múnchen í undankeppni
Meistaradeildar Evrópu á Elland
Road á miðvikudaginn.
Stelpumar stein-
lágu í Kópavogi
lslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði stórt gegn Þýska-
landi þegar liðin mættust í und-
ankeppni EURO-2001 á Kópa-
vogsvelli í gær. Lokatölurnar urðu
0-6, eftir að staðan var 0-4 í leik-
hléi, en segja má að úrslitin hafi
ráðist þegar á upphafsmínútum
því þýska liðið hafði náð tveggja
marka forystu strax cftir fimnt
mínútur. Aðeins voru liðnar um
þrjár mínútur af leiknum þegar
fyrsta markið leit dagsins Ijós, en
það gerði Steffi Jones eftir góðan
undirhúning Maren Meinert. Að-
eins tveimur mínútum síðar bætti
Ariane Hingst við öðru marki eft-
ir slæm mistök í íslensku vörninni
og síðan Birgit Prinz því
þriðja á 20. mínútu eftir
mikinn einleik í teignum.
Islenska liðið hresstist
heldur eftir þriðja markið,
en gat þó ekki komið veg
fyrir að Birgit Prinz bætti
við sínu öðru marki og
fjórða marki Þjóðverja rétt fyrir
Ieikhlé.
Islenska liðið var mun ákveðn-
ara í seinni hálfleik og tókst þá að
brjóta niður sterkan sóknarleik
þýska Iiðsins, lengst af, eða þar til
á síðustu fimm mínútunum. Þá
bætti Maren Meinert við fimmta
markinu, eftir að hún komst á
auðan sjó eftir að Þóra Helgadótt-
Rakel Úgmundsdóttir á fullri ferð.
ir hafði hálfvarið boltann. Sjötta
markið fylgdi svo í kjölfarið, en
það gerði Claudia Múller, rétt
fyrir leikslok.
Eftir þetta stóra tap gegn Þjóð-
verjurn dugar ekkert annað en
sigur gegn Urkraínumönnum á
þriðjudaginn, til að tryggja þriðja
sætið í riðlinum og aukaleik gegn
Englendingum um Iaust sæti í úr-
slitakeppni EURO-2001.
Logi meö FH-inga
á Skagann
í hádeginu í gær var dregið um
það hvaða liö mætast í undanúr-
slitum Coca Cola-bikars karla í
knattspyrnu. I pottinum voru
Fylkir, IA, ÍBV og FH og drógust
Fylkismenn, topplið Landssíma-
deildarinnar, á móti Eyjamönn-
um, en fyrstu deildar lið FH-inga
á móti Skagamönnum. Leikur
ÍBV og Fylkis fer fram í Eyjum 5.
september og hefst kl. 17:30, en
leikur IA og FH daginn eftir kl.
17:00 á Skaganum. Urslitaleikur
hikarkeppninnar fer síðan frant á
Laugardalsvelli, sunnudaginn
24. september.
FH-ingar, sem eru í efsta sæti
1. deildar, leika nú Qórðu um-
ferðina í röð á útivelli, en áður
hafa þeir lagt 23ja ára lið Fram-
ara, Stjörnuna og síðast Keflvík-
inga að velli. Það er því ljóst að
þeir gætu orðið Skagamönnum
erfiðir andstæðingar, en Logi
Olafsson, þjálfari FH-inga, mæt-
ir nú á Skagann í fyrsta skipti
síðan honum var sagt þar upp
störfum á sfðasta kcppnistíma-
bili.
I Eyjum má líka búast við
hörkuleik, þar sem bæði Iiðin
hafa verið að Ieika mjög vel að
undanförnu, Fylkismenn ekki
tapað nema einum leik í Lands-
símadeildinni og Eyjamenn tap-
lausir á heimavelli í allt sumar.