Dagur - 18.08.2000, Síða 19

Dagur - 18.08.2000, Síða 19
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚS T 2000 - 19 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR iTl Mangrét Eiísabet Ólafsd Valdís Viöars Mermin^ fram á nott Menningamótt í mið- borginni verðurhaldin í fimmtcL sinn á morgun, laugardaginn 19. ágúst. Söfn, gallerí, verslanir, kirkjur, veit- ingahús ogfyrirtæki í miðborg Reykjavíkur taka þáttíMenning- amóttinni sem hefstá hádegi og stendurfram ánótt. Fyrst á dagskrá Menningarnætur er Reykjavíkur maraþonið sem hleypt verður af stað eftir að borgarstjóri hefur sett hátíðina kl. 12. Næsta blása lúðrar í Bern- höftstorlunni kl. 14, en þar verð- ur ýmislegt um að vera fram eftir degi. Við bendum á ljölbreytta dagskrá Landsbanka Islands í Austurstræti, gjörning Magnúsar Pálssonar í Listasafni Reykjavík- ur- Hafnhúsinu kl. 17 og reyndar nágrenni safnsins, Grófina, þar sem meira en nóg verður um að vera. Myndlist, máljjing og blöðrur Þegar klukkan slær þrjú verður opnuð sýningin „Tírni - fresta flugi þínu“ í Listasafni Reykjavík- ur á Kjarvalsstöðum, Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýningu í Is- lenskri grafík við Tryggvagötu og Hlaðvarpinn opnar dyr sínar fyrir líflegu afmæliskaffi. Kl. 15.15 opnar Húsavík, gestabær Menn- ingarnætur 2000, sína dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur og korteri síðar verður opnuð sýning um sögu Torlusamtakana í húsum Torfunnar. Kl. 16 koma „2000 börn“ saman í Lækjargötu og syngja þúsaldarljóð á sama tíma og norrænir djasstónleikar hefjast í Norræna húsinu. Málþing Torfusamtakanna hefst einnig kl. 16 og stendur í tvær klukku- stundir. Klukkan 17 verður opnuð graf- íksýning Helga Snæs Sigurðsson- ar í Landsbanka Islands, samtök- in Belri borg skemmta vegfarend- um og kynna starfsemi sína á Lækjartorgi frá kl. 17 til 20 og Flosi Olafsson flytur hug- leiðinar úr Kvosinni kl. 17.30 og 20.30. Aðal- steinn Ingólfsson list- fræðingur verður líka í Landsbankanum þar sem hann kynnir vegg- myndir í afgreiðslu kl. 17 og 19.30. Blöðrufólk tekur við kl. 18 og þá ekki gleyma ferðum Gunna og Felix um bankann. Dansleik- hús með ekka býður upp á tvær sýningar í Tjarnarbíói kl. 18 og 20.30 og Magga Stína og hr.ing.ir troða upp í Borgarbókasafninu, Trygggvatgötu 15, kl. 18 og 19. Þá hafa enn ekld verið nefndar umræður um sýninguna Besti Hlemmur í heimi með sprengiút- sölu á slvranlistaverkum né uppá- komur SPRON og Herrafatar- verslunar Kormáks og Skjaldar við Skólavörðustíg. Tónlist og meiri tónlist Um kvöldið eykst Ijörið enn. Kór- akvöld í Islensku óperunni með Kór Graduale og Fóstbrærðrum stendur frá kl. 20 til 23 og bland- aðri tónlistardagskrá í Hallgríms- Þau trylla í höfuðborginni á Menningarnótt. kirkju frá 20 til 22 Iýkur með helgistund. I bókakaffi Súfistans, Laugavegi 18, verður forskot á jólabókasæluna þegar skáldin helja Iestur sinn kl. 20 og í Lista- safni íslands er kvöldopnun með leiðsögn kl. 23 og myndbanda- sýningum um íslenska myndlist- armenn lýrr um kvöldið. Kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Ampop troða upp í bakgarði Meistara Jakobs, Skólavörðustíg 5 og Kanda og Naglbítar spila upp á þaki Músík og mynda í Austurstræti. Harmonikkuball á útitaflinu kl. 21.30 og í Lands- banka Islands Ieikur dixíland- hljómsveit Arna lsleifssonar. A hafnarbakkaum syngur Ragnhild- ur Gísaldóttir með Stórsveit Reykjavíkur kl. 22.30 þar sem Eg- ill Helgason hefur upp raust sína með Geirfuglunum. MEÓ. Meiriháttar dj ass Rune Gustafsson er einn helsti djasstónlist- armaðurSvía. Odd- Ame Jacobsen ereini norræni gítarleikarinn sem haldið hefurein- leikstónleika í Camegie Hall. Fjögurra daga djassgítarhátíð hófst á vegum Listasumars á Ak- ureyri í gær með tónleikum Robin Nolan tríósins á Heitum fimmtudegi f Deiglunni. Auk tveggja tónleika tríósins, þá halda einir þekktustu djassgítarleikarar Norðurlandanna, þeir Odd-Arne Jakobsen frá Noregi og Rune Gustafsson frá Svíþjóð, tónleika í Deiglunni í kvöld og heQast þeir kl. 21.30. Rune og Odd-Arne halda einnig tónleika í Norræna húsinu á morgun laugardag kl. 16.00 og eru þeir tónleilíar forsmckkur að Djasshátíð í Reykjavík. Þeir félag- ar bjóða upp á úrvals djass og verða með meiri háttar tónlistar- hlaðborð með mörguin réttum: Duke Ellington, Bill Evans, Odd- Arne Jacobsen, sænsk og norsk þjóðlög, Irving Berlin, Jerome Kern, Kurt Weill, Antonio Carlos Jobim og fleira gómsætt. Rune Gustafsson Rune Gustafsson hefur í næstum hálfa öld verið einn fremsti djass- leikari Svía. Hann byrjaði tónlist- arferil sinn hjá trommuleikaran- um Nils-Bertil Dahlander í Gautaborg, en fiutti síðan til Stoklchólms. Þar spilaði hann með Putte Wickman á 6. ára- tugnum. Rune lék síðan með hljómsveit Arne Domnérus og auk þess lék hann með honum við mörg tækifæri m.a. í sænsku útvarpshljómsveitinni og Utvarps- djassgrúppunni. I áranna rás hef- ur hann leikið með tjölmörgum stórstjörnum djassins, þar á með- al Benny Carter, George Russell, Dizzy Gillespie, Stan Getz og frægar eru hljóðritanir hans með Zoot Sims, Red Nitchelle og dúó- slufan með Niels-Henning. Rune hefur gefið út margar eigin plöt- ur, þar á meðal „Move“, sem kjörin var djass- plata ársins í Svíþjóð árið 1977. Auk þess er hann sá tónlistar- maður í Sví- þjóð sem verið hefur hvað eftir- sóttastur til þess að spila í hljóðveruni. Odd-Ame Jacobsen Gítarleikarinn Odd-Arne Jacob- sen er mjög íjölhæfur tónlistar- maður. Hann fæddist í Tromsö fyrir rúmlega 50 árum og hóf þar tónlistarferil sinn fyrir um 30 árum. Hann semur eigin tónlist og hefur mikið lagaval á reiðum höndum, djass, tónlist frá Asíu og klassíska evrópska tónlist. Odda- Arne hefur unnið með mörgum fremstu listamönnum Noregs á sviði leikhúss og tónlistar. Hann hefur haldið fjölda tónleka á Norðurlöndunum og víða um heint m.a. í Mexíkó, Dubai, Tókíó og Hiroshima í Japan, Kína, Rússlandi og Skotlandi. Meðal þess sem aflað hefur honum al- þjóðlegrar frægðar er samvinna hans með mörgurn bestu djass- tónlistarmönnum í Japan og þættir hans í sjónvarpinu í Rúss- landi og Kína. Odd-Arne hefur og hlotnast sá hciður að vera eini norræni gítarleikarinn sem haldið hefur einleikstónleika í Carnegie Hall. Django- og sígaunadjass Auk þessara frægu listamanna heldur Robin Nolan Tnóið tvenna tónleika eins og áður segir og námskeið í django- og sígauna- djassi í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri. Námskeiðinu í Tónlistar- skólanum lýkur laugardaginn 19. ágúst með opnum tíma og kaffi Id. 14-16 og eru allir velkomnir að líta inn og hlýða á uppskeru nemendanna. A laugardagskvöldið verða svo lokatónleikar Robin Nolan tríós- ins í Deiglunni, en þá bætist þeim ánægjulegur liðsauki, því eistlenski fiðluleikarinn Valmar Viiljaots kemur scm gestaleikari og má gcra ráð fyrir að tónlistin verði að hluta í anda Django Reinhardt og Stephan Grapelli. Aðgangseyrir er kr. 1000 og miðar verða seldir við inngang- inn. -w ■UM HELGINA íslenskur einleikari - j)ýsk hljónisveit Sinfóníuhljómsveit æskufólks Elbe-Weser ætlar að halda þrenna tónleika hér á landi, í Hafnarfirði, Reykholti og Langholtskirkju dagana 19., 20 og 21. ágúst. Plljómsveit- ina skipar ungt tónlistarfólk frá níu Evrópulöndum, sem flest er við nám í tónlistar- skólum á svæðinu milli ánna Elbe og Weser í Norður- Þýskalandi. Alls leika 74 hljóðfræaleikarar á aldrinum 15 til 24 ára í hljómsveitnni í ár. A efniskrá hennar eru Enigma-tilbrigði eftir Edward Elgar og píanókonsert í a- moll eftir Edvard Grieg, þar sem einleikari á píanó er Sinfóníuhljómsveit æskufóls Eibe-Weser. Hafnfirðingurinn Ástríður Alda Sigurðardóttir. Astríður Alda er tvítug og lauk hún einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík fyrir ári síðan með hæstu einkunn. Tónleikar hljómsveitarinnar verða í Hafnarborg þann 19. ágúst kl. 20, í Reykholts- kirkju, 20. ágúst kl. 21 og í Langhotlskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 20. Aðgangseyrir er 1000 kr. og 500 kr. íýrir börn, nemcndur og eldri borgara. Guitar Islancio skipa þeir Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Þórð- arson gítar og Jón Rafnsson kontrabassi. Guitar IslaiH’io í Hólminum Sunnudaginn 20. ágúst kl. 16:00 verða tónleikar í röð- inni Sumartónleikar í Stykk- ishólmskirkju, þetta verður síðasti liðurinn í bæjarhátíð Hólmara „Dönskum dögurn". A þessum tónleikum koma fram Guitar Islancio það eru þeir Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Þórðarson gítar og Jón Rafnsson kontrabassi. Þeir leika þjóðlög með léttri sveiflu. Eins og áður er dag- skrá Danskra daga í Stykkis- hólmi fjölbreytt, hcimamenn sjálfir leggja til megnið af við- burðum hátíðarinnar sem stendur yfir alla helgina, en fá einnig til liðs við sig nokkra þjóðkunna listamenn. N______________________________/

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.