Dagur - 28.09.2000, Síða 6

Dagur - 28.09.2000, Síða 6
6 - FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snælano jónsson Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: aoo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAvfK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAV(K) Hvemig þjóðgarð? í fyrsta lagi Fagna ber þeirri samþykkt ríkisstjórnarinnar að stefna að því að bæta Vatnajöldi við þann þjóðgarð sem verið hefur um ára- bil í Skaftafelli. En hún vekur einnig upp margar spurningar sem eftir er að svara. Ymsum mun til dæmis þykja það þunn- ur þrettándi ef slíkur þjóðgarður á að einskorðast við jökulinn sjálfan og Skaftafell. Þess vegna ber sérstaklega að fagna því sem Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, lýsti yfir í viðtali við Dag í gær, að hún teldi eðlilegt að skoða þann möguleika í framtíðinni að stækka svæðið innan fyrirhugaðs þjóðgarðs. Kröfur um slíka stækkun munu vafalaust hljóma hátt í um- ræðunni næstu misserin. í öðru lagi Þá ber líka að hafa í huga að mörg önnur hálendissvæði hafa að undanförnu verið nefnd sem æskilegir þjóðgarðar. I því efni er nærtækast að minna á framkomna tillögu um Snæfellsþjóð- garð, þar sem Snæfellið sjálft og Eyjabakkar myndu væntan- lega gegna lykilhlutverki. Einnig er skammt síðan Halldór As- grímsson, utanríkisráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni í viðtali við Dag að ef stofna ætti nýjan þjóðgarð á Austurlandi lægi beinast við að láta hann ná yfir Víknasvæðið frá Dyrljöllum suður til Seyðisfjarðar og svo Lónsöræfi; þessi tvö svæði ættu að njóta forgangs í umræðunni. Það eru því margar hugmynd- ir á dagskrá. t þriöja lagi Mikið verk er óunnið áður en einhver þessara þjóðgarða verð- ur að veruleika. Rétt er að hvetja til þess að stjórnvöld hafí víð- tækt samráð við almenning og félagasamtök áður en endanleg- ar ákvarðanir eru teknar. Með stofnun þjóðgarða er í senn ver- ið að vernda ýmsar dýrmætustu náttúruperlur landsins og gera almenningi mögulegt að njóta þeirra enn frekar en nú er. Þjóð- garðar eru fyrst og síðast fyrir fólkið í landinu, bæði þá sem nú lifa og komandi kynslóðir. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að stjórnvöld leitist við að tryggja samstöðu sem flestra um þau skref sem stígin verða. Elias Snæland Jónsson Rauða spjaldið Dómskerfið íslenska liefur stunduni vakið furðu Garra. Til dæmis fannst honum skrýt- ið þegar Kio Briggs var Ieystur úr haldi með klappi á kinn og afsökunarorðum. Kio varð ör- ugglega líka hissa en fattaði svo að í þessu afskekkla eyríki norður í ballarhafi væri allt niögulegt. Hann höfðaði því skaðabótamál á hendur ríkinu svona til að athuga hve langt væri hægt að ganga í gríninu. Eflaust væri búið að greiða honum út tugi milljóna í skaðabætur ef Kio hefði ekki ákveðið að halda áfram atferl- iskönnunum sínum. Næst lá leið hans til Danmerkur og ætlaði hann að ná í pening þar. Baunarnir voru hins vegar annarrar skoðunar en Islendingar. Þeir sviptu hann öllu frelsi og neituðu að trúa því sem Kio sagði þeim, ólíkt Is- Iendingunum. Þá varð Kio aftur hissa. Ekki venju- leg vtnna Fleira hefur vakið eftirtekt Garra í dómsmálum á íslandi. Furðu stuttir fangelsisdómar í ýmsum grófum ofbeldismálum hafa t.d. komið á óvart. Dóm- arar hafa legið undir ámæli um að endurspegla ekki réttarvit- und almennings. Leita for- dæma í úreltum viðhorfum og guð veit ekki hvað. Þeir sem gagnrýna dómara verða hins vegar að gera sér grein fyrir því hve erfitt starf það er að vera dómari. Þetta er ekkert venju- legt djobb. Og dómarar þurfa að standa saman til að geta unnið störf sín. Það er mikil- vægt, stólurn vegna Barnahússins við Sólheima. Tillögur ráðsins miðast að víðtækri sátl meðal dómara um hvað gera eigi við þetta hús. Það hefur hvergi komið Iram að störfin eigi að stuðla að víðtækri sátt í þjóðfé- laginu um notkun hússins. AI- menningur hefur lítið vit á slíku - á sama hátt og Páll Pél- ursson félagsmálaráðherra hefur minna vit á Barnahúsi en yfirdómarinn, Sólveig Pét- urs. Mestu máli skiptir að dómarar verði sammála um starfsemi Barnahúss. Þeir verða að halda karakter. Að öðrum kosti yrði hér alll veru- Iega tilviljanakennt. Hægt aö reka út af Þótt Garri sé ekki alltaf sammála dómurunum, veit hann innst inni að hann er einskis nýtur leikmaður og á ekki að skipta sér af æðri störf- um. Sem barn mót- mælti Garri einu sinni skoðun knattspyrnudómara og var Garri þá rekinn útaf sam- stundis. Þá þegar vissi Garri að hann yrði aldrei neitt annað en undirmálsmaður í huga dóm- ara og því ætlar hann sér ekki að dæma þá til baka. En þetta með Kio og Barnahúsið finnst Garra þó dulítið skrýtið. Sér- staklega kannski að húsið hafi yfirhöfuð verið reist ef engin not finnast fyrir það. Kannski ætti Garri þó að hafa hljótt um þessa vangaveltu. Það er nefnilega alltaf hægt að sýna rauða spjaldið ef maður er dómari og því mun fólkið í Barnahúsinu e.t.v. kynnast innan tíðar. Sólveig Pétursdóttlr. Kosmos lír kaos Nú situr Dómstólaráð á rök GAHltl #' 1 JÓHANNES ■jf £? A" SIGURJÓNS SON skrifar Þjóðiit, brosið og bronsið Nokkurs konar Völu-æði hefur runnið á þjóðina og hvar sem komið er er verið að tala um þessa geðþekku stúlku sem stekkur svo hátt á stöng. Og ef Islendingar byggju víð einhverja útgáfu af bresku aristókratíi þá er öruggt að stjórnvöld myndu snimmendis aðla þetta eðla fljóð og sæma Völu t.d. nafnbótinni hertogaynjan af Stöng. „Lady Vala of Stöng“, hljómar heldur ekki illa. Frammistaða Völu og viðbrögð þjóðarinnar sanna auðvitað hið fornkveðna að allir elska sigur- vegarann. En það býr fleira að baki. Því það er ekki aðeins ár- angurinn sem veldur aðdáun þjóðarinnar og elsku, heldur ein- nig og ekki síður manneskjan sjálf, eins og hún birtist okkur á skjánum sem hefur heillað Frón- búa og fleiri upp úr inniskónum. Og sennilega snerti þetta geis- landi bros og gleðitárin á pallin- um menn meira en stökkið sjálft sem færði Völu bronsið. Og svo þessi mildu, brosandi augu. (Jafnvel hvumpnir og kaldhæðn- ir pistlahöfundar verða meyrir og væmnir í umfjöllun sinni um þetta óskabarn þjóðar- innar). Vænt fólk Vala er væn stúlka að flestra mati, hvort sem menn hafa for- sendur til að meta slíkt eða ekki, og á allt gott skilið. Og það eru ákveðin forréttindi að hafa á að sldpa sigur- vegara sem er líka að- laðandi persóna og góð mann- eskja, því það er fjarri því sjálf- gefið. Og |iar eru Islendingar heppnari en ýmsir aðrir. Afreks- menn eru nefnilega ekki alltaf góðar fyrirmyndir. Það er al- kunna að sigurvcgarar eru oft eigingjarnir, sjálfselskir og ómannblendnir f'rekjuhundar (og þurfa kannski sumir að vera það til að ná hæstu hæðum). En þessi lýsing virðist ekki eiga við um Völu og ekki heldur um Örn, Guðrúnu eða Jón Arnar. Þetta er ein- staklega geðslegt fólk og vænt. Og það skiptir, þegar upp er staðið, ekki minna máli en árangur á íþróttavellinum. Hótel Vala-sjálf Fjölmiðlar hafa farið mikinn síðustu daga og hafa velt sér upp úr Völu og árangri hennar frá ýms- um hliðum. Ríkissjónvarpið á heiður skilinn (ýrir að hafa út- vegað sérstaka rás til að get sýnt allt stangarstökkið beint. DV hefur vcrið að hirta æskumyndir af Völu og efna til fíokkadrátta um það hvort hún sé frá Bíldudal eða Egilsstöðum og stefnir í svip- aðar deilur og voru uppi milli Vopnfirðinga og Húsvíkinga urn eignarhald á Lindu P. á sínum tíma. Og þetta er ekkert undar- legt því Vala er mál málanna í dag og því eðlilegt að fjölmiðlar vilji keyra á því meðan akfært er og áhuginn mestur. Menn eru jafnvel farnir að segja góðlátlega Völu-brandara. Til dæmis í þá veru að Þingey- ingar og Eyfirðingar áformi að fá Völu til að vígja jarðgöng undir Vaðlaheiði í framtíðinni og end- urskíra um leið heiðina og kalla Valaheiði. Og á Egilsstöðum hyggist menn breyta nafni á hinu gamalgróna hóteli Valaskjálf og nefna það Vala-sjálf. Og það er auðvitað mergurinn málsins. Þcgar upp er staðið þá er það Vala sjálf sem skiptir máli. ekki stökkið cða bronsiö. Og það á reyndar við um okkur öll. spuitTi svarad Fór kostnaðurvið menn- ingamótt í Reykjavík úr hófi? (Heildarkostnaður við menning- arnótl er 6,3 milljónir. Framlög ýmissa sem styrktu hátíðina eru 3,1 niillj. kr. Menningarnótt kostaði horgina því 3,2 millj.kr.) HelgiHjörvar borgarfulltníi Reykjavíkurlista. “Því fer fjarri að kostnaður við menning- arnótt hafi far- ið úr hófi. Kostnaður borgarinnar er mjög óveruleg- ur, en þátttakan var gríðarleg. Menningarnóttin hefur reynst mjög vel og það er almenn ánæg- ja með hana, svo mikil að nú hef- ur verið að kanna möguleikana á að efna til Ijósahátíðar í Reykja- vík að vetrarlagi. Og þannig með líkum hætti lita tilveruna í mesta skammdeginu." Ólafur F. Magnússon borgaifiilltníi Sjálfstæðisflokks. “Ég sé ekki of- sjónum yfir þeim pening- um sem fóru í menningarnótt í Reykjavík, enda var hún afar vel heppn- uð. Það tókst að virkja framtak og sköpunargleði fíölmargra ein- staklinga, sem er gott í sjálfu sér, auk þess sem tugir þúsunda borgarbúa nutu afrakstursins. Framtak eins og menningarnótt getur fætt af sér fjölmarga góða hluti til frambúðar í menningar- lífi borgarinnar. Hugmyndir borgarstjóra um ljósahátíð að vetrarlagi hef ég ekki kynnt mér nógu vel til að hafa skoðun á því máli.“ Hörður Torfason tníbador. “Menning kostar sitt og mér finnst sá kostnaður sem borgin var að leggja út vegna þessa ekkert um of, miðað við þá stórkostlegu upplifun sem borgarbúar urðu fyrir - og reynd- ar margir fleiri því flugeldasýn- ingin sást víða að. Þá eru ónefndir íjölbreyttir óteljandi listviðburðir sem skreyttu mann- líf borgarinnar allan þennan dag. Menningarnótt er komin til að vera, en ég legg þó til að á næstu flugeldasýningu slökkvi Esso Ijósin á bensínstöð sinni á Mið- bakkanum þannig að áhrifin frá flugeldunum verði meiri." Steinuim Ólína Þorsteins- dóttir leikkona. “Miðað við þá þátttöku sem náðist á menn- ingarnótt þá má segja að þessu fé hafi verið vel varið. Þó fannst niér flugeldasýningin vera fimmtán mínútum of dýr."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.