Dagur - 28.09.2000, Síða 11

Dagur - 28.09.2000, Síða 11
10- FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Xkgpr FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 - 11 FRÉTTASKÝRING i. Bæriim vinniir aö skýrari reglnm BIRGIR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Kristján Þór Júlíusson er mjög ósáttur við umræðuna um Mynd- listarskólann á Akur- eyri en telur að skýra þurfi samskiptareglur bæjarins og skólans og er vinna hafin við það. Þungar ásakanir um spillingu sem skóla- stjórinn vísar á bug sem aðför. Ovenjuleg umræða hefur nú blossað upp um Myndlistarskól- ann á Akureyri, sem staðsettur er í hjarta hins svokallaða Listagils í miðbænum þar sem lengi hafa tekist á ýmsir straumar og menn hafa áður kveðið fast að orði. Að þessu sinni snýst umræðan þó ekki nema að hluta til um list og Iistastefnu eða menningarstefnu bæjarins. Hún snýst í raun ekld síður um vinnubrögð yfirvalda, bæjar og ríkis þegar kemur að því vandasama verki að veita styrki af almannafé til ákveðinnar menn- ingarstarfsemi. A vef Gallerís Foldar, Listapóst- inum, hafa að undanförnu birst skrif þar sem þungar ásakanir eru bornar á Myndlistarskólann og þó einkum skólastjóra hans og frumkvöðul, Helga Vilberg. Helgi er bæði gagnrýndur vegna faglegra, kennslufræðilegra hluta og fjárhagslegra og m.a. er hann beinlínis sakaður um að nýta sér opinbert fé til að maka eigin krók. Grein þessa skrifar Unnar Har- aldsson sem eftir því sem Dagur kemst næst hefur enga beina tenginu við skólann, en býr og starfar á höf’uðborgarsvæðinu þar sem hann umgengst margaAkur- eyringa sem eru starfandi lista- menn í Reykjavík. Hann segir í tölvupóstsskeyti til Dags að oft beri málefni Myndlistarskólans á góma í umræðum og því hafi hann ákveðið, sem skattgreíðandi og áhugamaður um mcnntun og myndlist, að draga þessi atriði saman í grein - ef það mætti verða til þess að opna umræðu um málefni skólans og fá svör við áleitnum spurningum. Hins veg- ar kveðst hann ekki hafa haft áhuga á að draga heimildarmenn sína inn í þessa umræðu. Þeir geri það þá sjálfir æski þeir þess. I kjölfar greinar Unnars hafa tvær stúlkur sem titla sig lyrrum nem- endur skrifað á Listapóstinn og lýst stuðningi við málatilbúnað hans. Aðför Helgi Vilberg, skólastjóri, hefur hins vegar vísað öllum þessum málatilbúnaði algerlega á bug og segir hann samsuðu að undirlagi hóps manna sem lengi hafi unnið gegn Myndlistarskólanum og sér. Skólanefnd skólans tekur í sama streng og sendi í fyrrakvöld út yf- irlýsingu að loknum skólanefnd- arfundi þar sem hún harmaði þá „neikvæðu og röngu mynd sem dregin er upp af starfseminni sem dregin er upp í grein Unnars". Þar séu augljósar rangfærslur og þekkingarleysi á starfseminni og höfundur hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga hjá skólastjóra eða skólanefnd. Þá lýsir nefndin því yfir að hún muni ekki standa í blaðaskrifum um málið. I skóla- nefnd skólans sitja nú þrír menn auk Helga Vilbergs skólastjóra. Þetta eru Þóra Akadóttir, sem er fulltrúi Akureyrarbæjar, Árni Arnason, hönnuður og Valtýr Hreiðarsson, framkvæmdastjóri. Skipta má umræðunni sem blossað hefur upp í tvennt. Ann- ars vegar er deilt um faglegu hlið- ina, þ.e. námsskrá og kennsluað- ferðir skólans, og hins vegar fjár- mála- og rekstrarhliðina, styrki til skólans og vinnubrögð bæjaryfir- valda á Akureyri og menntamála- ráðuneytis við þessa úthlutun. Breytingar á döfinni Fyrir dyrum standa miklar breyt- ingar á skólastarfinu með endur- skipulagningu sem felst í því að það nám sem stundað hefur verið í sérnámsdeildum skólans fari formlega á háskólastig og tengist námi i Háskólanum á Akureyri. Fornámið og námskeiðin verði hins vegar áfram á framhalds- skólastigi og samhæft því námi sem í hoði er í Reykjavík og Kópa- vogi samkvæmt samræmdri nám- skrá. Þessi breyting er nú í deigl- unni og segir Helgi Vilberg skóla- stjóri alls óvíst að núverandi skipulag skólans og styrkjakerfi verði óbreytt, eða hvernig starfs- mannamál, þar með talin hans staða, verði. t því samhengi varp- ar hann fram þeirri spurningu - greinilega í bitru gamni og nokk- urri alvöru - hvort sú umræða sem nú sé komin af stað um for- tíð skólans miði að því að gera honum erfitt um vik að fá nýja vinnu! Hann segist þó ekkert hafa að fela. Óhefðbimdið Rekstrarhlið skólans er hins veg- ar að ýmsu leyti óhefðbundin miðað við það sem gengur um stofnanir af þessari stærðargráðu. Myndlistarskólinn nýtur ákveð- innar sérstöðu t.d. innan bæjar- kerfisins sem sá cinkaskóli sem fær áberandi hæst framlög úr bæjarsjóði og er Ijóst að bæjaryf- irvöld á hverjum tíma hafa mark- að þá pólitísku stefnu að styrkja skólann og styðja við vöxt hans og aukin umsvif. Þrjú atriöi vekja þó strax at- hygli. I fyrsta lagi það að skólinn er skráður hjá fyrirtækjaskrá Hag- stofunnar sem „félagasamtök" en ekki sem eiginlegt fvrirtæki eða stofnun. I öðru lagi að þrátt fyrir veltu upp á rúmar 30 milljónir á ári er bókhald skólans ekki endurskoð- að af löggiltum endurskoðanda, en bókhald „systurskóla" hans, myndlistarskólanna í Reykjavík og í Kópavogi, er cndurskoðað af löggiltum endurskoðendum og er það í lögum skólafélaganna sem um þá starfa. I þriðja lagi heyra styrkveitingar til skólans beint undir bæjarráð og bæjarstjórn, þannig að um- ræðan og reglurnar sem settar hafa verið upp á síðkastið af menningarmálayfirvöldum á Ak- ureyri um upplýsingaskyldu einkaaðila vegna styrkveitinga hafa ekki átt við um skólann. Rétt er að skoða þessi atriði að- eins nánar. Samþykkt frá 1985 Staða Myndlistarskólans á Akur- eyri gagnvart bæjarkerfinu á Ak- ureyri ákvarðast af sérstakri sam- þykkt eða samkomulagi sem gert var milli skólans og Gunnars Ragnars, þáverandi bæjarstjóra þann 9. maí 1985. Samþykkt þessi gerir ráð fyrir því að skipuð verði 5 manna stjórn í Myndlistarskólanum og að bærinn komi inn í málið og eigi sérstakan fulltrúa í stjórn- inni. Síðan er talað um að þróa eigi Myndlistarskólann áfram og finna honum framtíðarfarveg. A grundvellí starfs þessarar skóla- nefndar var samstarfið innsiglað. Þar kemur jafnframt fram að styrkveiting til skólans eigi að ákvarðast af fjárhagsáætlun hverju sinni. Sérstök samþykkt skólanefnd- arinnar mun hafa verið samin á grundvelli nefndarstarfsins, þar sem kveðið er á um uppbyggingu skólans þar til listnámi á háskóla- stigi er náð. Dagur hefur hins vegar ekki fengið að sjá það gagn, en hefur fengið staðfest að það er til. Með því að málið fór í þennan farveg fara styrkveitingar til skól- ans beint í gegnum bæjarráð og bæjarstjórn, og Myndlistarskól- inn sendir fjárhagsáætlanir sínar og óskir um framlög beint til bæj- arráðs. Utgjöldin vistast hins veg- ar undir skólamálum í bæjar- reikningum, en ekki menningar- málum, í samræmi við almenn tilmæli Sambands sveitarfélaga. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, bæjarstjóra, eru ákvarðanir um fjárveitingar til skólans því í raun teknar frá ári til árs og eng- in trygging fyrir áframhaldi þeir- ra. Hins vegar segir hann þessa starfsemi eiga sér langa sögu og skólann vera mikilvæga stofnun fyrir bæinn, þannig erfitt væri að sjá fyrir sér að þeim yrði hætt snögglega. Ekki í menningarmálanefnd Óli'kt styrkveitingum til ýmissa annarra menningarfélaga á Akur- eyri fara því styrkveitingar til Myndlistarskólans ekki til um- ræðu í menningarmálanefnd, en þar hafa einmitt verið tíl umræðu reglur um strangt aðhald með því hvernig farið sé með styrki og 1 öðru lagi að þrátt fýrir veltu upp á rúm- ar 30 milljónir á ári er bókhald skólans ekki endurskoðað af löggiltum endurskoð- anda, en bókhald „systurskóla“ hans, myndlistarskólanna í Reykjavik og í Kópa- vogi, er endurskoðað af löggiltum endur- skoðendum og er það í lögum skólafélaganna sem iLin þá starfa. gerð krafa um ríka upplýsinga- skyldu til bæjaryfirvalda. Gekk málið meira að segja svo langt í fyrra að Karlakór Akureyrar - Geysir - aíj)akkaði styrk þar sem ekki myndi svara kostnaði að taka við honum, m.a. vegna kröfu um löggilta endurskoðun bókhalds. Síðar var raunar horfið frá þeirri kröfu og hún sögð mistök, en engu að síður sýnir þetta á hvaða nótum umræðan helur verið. „Gamli Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, hefur verið tengiliður milli bæjarins og skól- ans varðandi fjármál og segir hann rétt að þessi fjármálalegu samskipti hafi verið nokkuð laus í böndunum miðað við margt ann- að. Hér séu á ferðinni leifar af „gamla tímanum“ þegar menn voru almennt ekki með hluti sem þessa eins niðurnjörvaða og nú er. Hann segir skólann skila inn ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir hvert ár, en það fari ekki í sjálfstætt endurskoðunareftirlit hjá bænum, heldur sé þessu dreift sem gögnum til bæjarráðs- manna í tengslum við gerð tjár- hagsáælunar. Um þetta segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, að það sama gildi um Myndlistarskólann og ýmsa aðra starfsemi sem bær- inn komi að, að kallað sé eftir reikningum og uppgjöri án þess að farið sé út í sjálfstæða endur- skoðun á því af hálfu bæjarins. Menningarstyrkir Hin pólitíska ákvörðun um fjár- veitingar til Myndlistarskólans er hins vegar síður en svo sjálfgefin, þó framlög til skólans síðastliðin 20 ár eða svo beri vott um já- kvæðan áhuga bæjarstjórnar- manna á vexti og viðgangi hans. 1 þeim efnum virðist ekki skipta máli hvaða flokkar fara með völd, en Flelgi Vilberg, skólastjóri skól- ans, er sjálfstæðismaður og situr f menningarmálanefnd fyrir flokk- inn. Framlög bæjarins til menning- armála komu þó til umræðu við myndun núverandi bæjarstjórn- armeirihluta og var í upphafi kjörtímabilsins sett á laggirnar nefnd til að fara yfir pólitíska Með því að málið fór í þeiinan faxveg fara styrkveitingar til skólans heint í gegn- um hæjarráð og hæjar- stjórn, og Myndlistar- skólinn sendir fjár- hagsáætlanir sínar og óskir iuii framlög beint til bæjarráðs. Útgjöldin vistast hins vegar undir skólamál- um í bæjarreikning- um, en ekki menning- armálum, í samræmi við almenn tilmæli Sambands sveitarfé- laga. stefnumörkun varðandi styrkveit- ingar til menningarfélaga og stofnana. Finnur Birgisson, for- maður nefndarinnar, segir að nefndin hafi viljað skoða sann- girnina í þessum málum, en að- koma bæjarins að væri með þrennum hætti. Það væru bein bæjarfyrirtæki s.s. Tónlistarskól- inn, það væru einkaaðilar sem fengju ríflega bæjarstyrki og loks væru það ýmsir aðilar sem fengju litla eða jafnvel enga styrki. Spurningin væri hvort þetta væri sanngjarnt og eðlilegt fyrirkomu- lag. Nefnin hefur ekki verið mjög starfsöm að sögn Finns og hún hefur ekki komist að niðurstöðu. Skýrari líiiur í samstarfið Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir það alveg klárt að af hálfu bæjaryfirvalda hafi menn mikinn áhuga á að styðja við og efla þró- un Myndlistarskólans. „Eg get hins vegar ekki sagt að ég sé sér- staklega ánægður með þann far- veg sem umræðan um þessa stofnun er komin í og mér sýnist hún vera því marki brennd að heitar tilfinningar blandist í mál- ið. Ef meiningin með þessari um- ræðu er að styrkja og efla mynd- listarnám á Akureyri þá er ég hræddur um að þetta sé ekki rétta leiðin til þess,“ segir Krist- ján Þór. Hann segir hins vegar líka að það sé ljóst að reglurnar varðandi styrkveitingar og samskipti bæjar- ins og skólans þurfi að vera skýrari og gegnsærri þannig að ekki komi upp tortryggni og spurningar líkt og nú hefur gerst. Aðspurður um hvort hann væri hér m.a. að vísa til umræðu um endurskoðun árs- reikninga segir hann: „Ég er alveg með á þessari umræðu og við erum að vinna í því máli núna.“ Og hann bætir við að það sé sjálf- sagt að benda á ef eitthvað megi betur fara varðandi rekstur bæjar- ins, en hins vegar sé ekki alveg sama hvernig það sé gert. Félagasamtuk Eins og áður segir er Myndlistar- skólinn á Akureyri skráður sem „félagasamök" hjá Hagstofunni en það er ekki algengt form á jafn viðamiklum rekstri af þessu tagi. Helgi Vilberg segir sögulegar ástæður fyrir þessari skráningu sem nái aftur til 1973-74 þegar Myndlistarfélag Akureyrar stóð að stofnun skóla sem þá hét Myndsmiðjan. Myndsmiðjan varð síðar að myndlistarskóla og Helgi sneri sér alfarið að því fyrir áeggjan ráðamanna í bæjarstjórn- inni, að byggja upp Myndlistar- skóla Akureyrar. Skráningunni hefur ekki verið breytt síðan. Hins vegar er Helgi skráður „forráðamaður" samtakanna og hann er sem slíkur ábyrgur fyrir skuldbindingum þeirra og eign- um. Þegar Helgi er spurður hvort honum þyki þessi skráning ekki óvenjuleg, sérstaklega í ljósi þess að félagið starfar ekki, sagði hann að sér þætti aðalatriðið vera að skólinn væri einkaskóli þar sem hann væri ábyrgur, hann eigi skólann með skuldum og eign- um. Skráning af þessu tagi er sfður en svo óþekkt að sögn löggilts endurskoðanda sem blaðið ræddi við, en mun algengara er að menn búi til t.d. sjálfseignar- stofnanir í kringum áhættusama menningarstarfsemi, enda skapi slíkt ákveðið skjól, t.d. gagnvart sköttum. Þar sé líka niðurnegld stofnskrá þar sem tilgreint er t.d. um afdrif eigna. Félagasamtaka- formið veiti hins vegar engin sér- stök réttindi - t.d. gagnvart skött- um eða meðferð eigna. Séu ekki beinlínis sérstakar samþykktir í félaginu um að eignir og skuldir fari eitthvað annað ef félagið hætti starfsemi fari þær til for- ráðamannsins, eða Helga í þessu tilfelli. 30 milljóna velta Eins og áður segir er velta skól- ans upp á rúmar 30 milljónir á ári. Tekjurnar eru þríþættar: styrkur frá Akureyrarbæ, styrkur frá ríki og skólagjöld. Framlög þessi hafa farið smám saman hækkandi á umliðnum árum en þumalfingursreglan varðandi þau segir Helgi Vilberg vera þá að framlag ríkisins hafi náð að dekka húsaleigukostnaðinn en framlag bæjarins reksturinn að öðru leyti. Kristján Þór segir hiiis vegar líka að það sé ljóst að reglumar varðandi styrkveiting- ar og samskipti bæjar- ins og skólans þurfi að vera skýrari og gegnsærri þannig að ekki komi upp tortryggni og spum- ingar líkt og nú hefur gerst. Aðspurður um hvort haun væri hér m.a. að visa til um- ræðu nin endurskoðun ársreikninga segir hann: „Ég er alveg með á þessari umræðu og við erum að vinna í því málinúna.“ í ár, 2000, er framlagið 15 millj- ónir króna frá Akureyrarbæ og 9,5 milljónir frá ríkinu. Ríkis- framlagið var raunar hálfri millj- ón meira í fyrra en í ár, en bæjar- framlagið það sama. Til samanburðar má geta þess að fyrir fimm árum, 1995, var bæjarstyrkurinn 12.8 milljónir króna en rfkisstyrkurinn 8 millj- ónir. Helgi segir að hlutfall skólagjalda í rekstrinum hafi orð- ið mikilvægara síðustu árin vegna þess að framlögin hafa ekki hækkað í takt við annað, en engu að síður eru skólagjöld aðeins brot af tekjum skólans eins og sjá má af rekstrarreikningi skólans í fyrra. Þá námu þau rétt rúmum 5,4 milljónum af 32,4 milljóna heildartekjum. Milljón í tap 1999 Rekstrargjöld skólans námu hins vegar rétt rúmlega 33,1 milljón króna og því var um 600 þúsund króna tap á rekstrinum fyrir fjár- magnsliði. Að teknu tilliti til fjár- magnskostnaðar var niðurstöðu- talan fyrir síðasta ár rétt rúmlega milljón króna tap. Rekstrarreikningur skólans er á hverju ári settur upp af endur- skoðendaskrifstofu að sögn Helga Vilberg, en þeir hafa ekki verið endurskoðaðir og eru því ekki áritaðir af löggiltum endurskoð- anda. Helgi segir að í gegnum árin hafi aldrei verið gerð krafa um slíkt af hálfu bæjarins eða ráðuneytis og það að kaupa lög- gilta endurskoðun kosti peninga og þann kostnað hafi menn ein- faldlega veigrað sér við að fara út í. Hins vegar segir hann aðspurð- ur að í ljósi umræðunnar sem upp sé komin hefði því fé hik- laust verið vel varið. Aldrei hafi hins vegar verið farið í felur með reikninga skólans og þeim dreift í 70 eintökum, m.a. til bæjar- stjórnarmanna. Vegna umræðunnar er e.t.v. at- hyglisvert að skoða dæmi um launaútgjöld skólans á síðasta ársreikningi. Þar nema laun kennara, fastra- og stundakenn- ara, og skólastjóra (alls um 16-17 manns í ólíkum starfshlutföllum) rétt rúmum 13 milljónum króna og skrifstofulaun eru tæplega 1,7 milljón króna. Akuxeyri.to Helgi Vilberg, skólasjóri, rekur jafnframt vefsíðu sem hann kall- ar Menningarvef Altureyrar. Yms- ir hafa átt erfitt með að aðgreina vefinn og rekstur hans annars vegar og Myndlistarskólann hins vegar. Aðspurður um þetta segir Helgi: „Menningarvefur Akureyr- ar er ekki hluti af skólanum. Rekstrarform hans er skráð ein- staklingsfyrirtæki og virðisauka- skattsnúmerið er 31118. Menn- ingarvefur Akureyrar - akureyri.to - á tölvubúnaðinn sem notaður er og annað er þarf til að vinna vef- inn er eign þessa einstaklingsfyr- irtækis, þar með talinn GSM sími. Þar fyrir utan er PC tölva í herbergi sonar míns og er keypt í sumar og greidd af honum sjálf- um með örlítilli aðstoð foreldra. Menningarvefur Akureyrar hefur eigin aðstöðu í Listaskálanum í Kaupvangsstræti og húsaleigan er ekld niðurgreidd af yfirvöldum menningarmála á Akureyri."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.