Dagur - 28.09.2000, Page 17

Dagur - 28.09.2000, Page 17
FIMMTUDAGUR 2 8. SEPTEMIIER 2000 - 17 ERLENDAR FRÉTTIR Ofbeldi gegn verkalýðs- leiðtogum fer vaxandi 1/opnaðir öryggissveitarmenn í Bolivíu líta eftir bónda, en nýverið voru tveir menn felldir þarna i mótmælaaðgerðum. Staðfest er að á síð- asta ári voru 140 verkalýðssinnar myrt- ir, auk þess sem þús- uiidir urðu að sæta fangelsunum og pynd- ingum Um allan heirn hefur dregið úr áhrifum og valdi verkalýðshreyf- inganna. Frjálsa markaðskerfið og nýja hagfræðin gera það að verkum að kjarasamningar fara að miklu leyti fram milli at- vinnurekenda og einstakra starfsmanna. Utboð og verktaka- kerfi í stórum verkefnum sem smáum leiða til þess að heildar- samningar stórra launþegahreyf- inga eru varla til umræðu lengur. I iðnríkjum, svo sem í Bandaríkj- unum, færist í vöxt að stórfyrir- tæki ráða ekki lengur starfsfólk beint, heldur taka önnur fyrir- tæki að sér mannaráðningar og samninga við starfsfólk. Þannig eru jafnvel kjarasamningar að verða verktakastarfsemi að bráð. í miklum hluta heimsins er hættulegt að taka að sér forystu í verkalýðsfélögum. A síðasta ári voru 140 verkalýðsleiðtogar myrtir. Eru það 17 manns fleira en árið áður samkvæmt athug- unum sem Alþjóðasamtök frjál- sra verkalýðsfélaga gerðu. Rómanska Amerfka er hættu- legasti heimshlutinn fyrir verka- lýðsforingja. Þar voru 90 þeirra drepnir á síðasta ári. Fangelsan- ir og pyndingar eru algengar og verða margir leiðtogar stritandi lýðs að þola slíkar hremmingar. Kolombia er það land sem verst leikur þá sem standa fyrir verkföllum eða annarri baráttu til að bæta kjör verkalýðsins. Þar voru 69 Ieiðtogar myrtir árið 1999. Oft eru þar að verki örygg- issveitir, eðaeitthvað því um líkt, sem starfa á vegum valdhafa landsins. Síðan 1991 hafa 1336 verkalýðsleiðtogar verið drepnir í Iandinu og hundruðum hefur verið rænt eða þeir sendir í út- legð. I desember s.l. var C.esar Her- rera Torreglosa, leiðtogi land- búnaðarverkamanna, skotinn til bana. Skömmu áður Ieitaði hann ásjár lögreglu og bað um vernd vegna morðhótana sem honum bárust. Lögreglan hafðist ekki að og morðingjarnir leika laus- um hala. Verkamenn í verkföllum eða mótmælaaðgerðum voru felldir í Guatemala, Nicaragua, Brasilíu, Argentínu og Ekvador á síðasta ári. Nær 3000 verkalýðsleiðtogar voru fangelsaðir í Rómönsku Ameríku á árinu. 1 Nepal voru 33 meðlimir kennarasaamtaka myrtir. Tyrk- neskur verkalýðsforingi lést í varðhaldi lögreglu og annar var myrtur. I Indónesíu voru kröfu- göngumenn barðir og þeim mis- þyrmt. I Burma rústaði stór- skotalið þorp þar sem mannrétt- indasamtök héldu fund. I Austur-Asíu eru átök milli verkalýðs og yfirvalda tíð, sér- staklega á þeim svæðum sem dregið hafa til sín erlent fjár- magn og markaðslögmálin láta til sín taka. í Kína eru verkföll og mótmæli tíð og eru þau barin niður af hörku. I Saudi-Arabíu og ríkjunum við Persaflóa er verkalýðshreyfing bönnuð og því banni fylgt vel eftir. í Austur-Evrópu voru 9 verka- Iýðsforingjar myrtir, nokkrir þeirra í Rússlandi. Deilur vegna ógreiddra launa og vondra vinnuskilyrða leiddu til ofbeldis- verka og réttur launþega til að fylgja kröfum sínum eftir skert- ur. I skýrslu Alþjóðasamtaka frjál- sra verkalýðsfélaga segir að í Afr- íku hafi frést af dauða tveggja leiðtoga kennara í Eþfopiu, of- beldi gegn verkafallsmönnum í Kenya, dauða verkalýðsleiðtoga í Marokko og pyndingum ódælla verkamanna í Togo. Víða er erfitt að afla heimilda og sannanna um ofbeldi gegn verkalýðsfélögum og foringjum þeirra, svo að upptalningin hér er langt frá að vera tæmandi. En ljóst er að víða er hættulegt að vera í fararbroddi verkalýðs- hreyfinga og að mannréttindi eru lítils virt. Ofbeldi gegn verkalýð færist í aukana í þeim hlutum heims þar sem yfirvöldin og auðfélög virða mannréttindi lítils. í iðnríkjun- um eru aðferðirnar mannúð- legri, en vegur Iaunþegasamtaka liggur niður á við eftir því sem inarkaðskerfið eflist. - OÓ Reynir að stela kosniiiguiiiun WASHINGTON - Clinton Bandaríkjaforseti sakaði Slobodan Milocevic forseta Júgóslavíu um að reyna að stela kosningunum frá stjórn- arandstöðunni og sagði að al- þýða fólks í Serþíu gæti reitt sig á stuðning Bandaríkjanna. „Það virðist vissulega þannig, úr fjarlægð, að þarna hafi farið fram frjálsar kosningar og að nú séu einhverjir komnir á lireik sem vilji taka þær í burtu frá þeim, en í raun er það öf- ugt, „ sagði Clinton þar sem hann ræddi við blaðamenn í Rósagarðinum í Hvítahúsinu. Clinton var að lýsa hneykslan sinni á þeirri ákvörðun yfirkjörstjórnar að halda ætti aðra umferð kosninga þrátt fý'rir að ljóst væri að Kost- unica hefði sigrað í kosningunum - jafnvel þótt hann hafi ekld feng- ið hreinan meirihluta. Kostunica hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki taka þátt í annarri umferð kosninga, enda sé hann og fylgismenn hans sannfærðir um að þeir hafi unnið tilskilinn meiri- hluta í fyrstu umferðinni. Kani ákærður fyrir njósnir MOSKVA - Rússneskir sak- sóknarar tilkynntu í gær að þeir væru tilbúnir undir réttarhöld yfir meintum bandarískum njó- snara, Edmond Pope, en dag- setning réttarhaldanna Iiggur þó enn ekki fyrir. Pope sem er 54 ára gamall hefur verið í haldi í fangelsi í Moskvu síðan í apríl sakaður um að hafa njósnað um neðansjávareld- flaugar. Það er FSB innlenda Edmond Pope í fangelsinu. öryggislögreglan sem lagði fram kæru á hendur honum. I tilkynningu frá embætti ríkissaksóknara kemur fram að rannsóknar- aðilar hafi komist að þeirri niðustöðu að Pope hafi stundað njósna- starfsemi sem varði við 276. grein rússneskra hegningarlaga. Pope hefur staðfastlega neitað ákæruatriðum. Slobodan Milosevic forseti og kona hans og samverkamaður Mira Markovic greiða atkvæði í kosningun- um um helgina. Kvikmyndaframleiðendiir snúa vöm í sókn WASHINGTON - Kvikmyndaframleiðendur í HoIIywood, sem ný- lega hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að beina ofbeldisefni sem þeir framleiða með óeðlilegum hætti að börnum, fóru á fund bandarískra þingmanna til að útskýra mál sitt í gær. í samhæfðri tilraun fram- kvæmdastjóra kvikmyndavera, var lögð fram áætlun í 12 liðum í við- skiptanefnd öldungadeildarinnar sem þeir sögðu að ætti að geta komið f veg fyrir markaðsstarfsemi sem beindi ofbeldisefni að börn- um. „Vissulega má segja að við höfum ekki alltaf verið jafn passasam- ir og við gætum hafa verið. En ég trúi því þó ekki að hægt sé að segja ð við höfum kerfisbundið beint bönnuðu efni að börnum og ungling- um,“ sagði Rob Friedman aðstoðarforstjóri f)TÍr Paramount Pict- ures. ■ FRÁ DEGI FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 272 dagur ársins, 94 dagar eftir. Sólris kl. 7.28, sólarlag kl. 19.07. Þau fæddust 28. sept- ember •1898 Ragnar H. Ragnar tónlistarfröm uður og skólastjóri á lsafirði. • 1901 Ed SuIIivan, bandarískur sjón- varpsþáttastjóri. •1904 Símon Jóh. Ágústsson. • 1924 Marcello Mastroianni, ítalskur kvikmyndaleikari. • 1929 Nikolaj Rúskov, forseti Sovétríkj- anna 1985-91. • 1940 Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri. •1950 John Sayles, bandarískur kvik- myndaleikstjóri. Þetta gerðist 28. sept- ember • 1066 réðst Vilhjálmur hinn sigursæli inn í England til þess að krefjast bresku krúnunnar. TIL DflGS •1855 lést Vatnsenda-Rósa (Guðmunds- dóttir), 60 ára. • 1914 lést Þorsteinn Erlingsson skáld f Reykjavík, 56 ára. • 1930 var hús Elliheimilisins Grundar við Hringbraut í Reykjavík vígt. •1939 gerðu Sovétríkin og Þýskaland með sér samkomulag um að skipta Póllandi á milli sín. •1994 sökk ferjan Estonia í Eystrasalti, og fórust þar meira en 900 manns. •1995 undirrituðu Jitsak Rabin og Jasser Arafat samkomulag um að Palestínu- menn fengju umráð yfir dágóðum hluta Vesturbakkans. Vísa dagsins Oss fæslwnhýðst lífið fullt og heilt, en flestum í brotum og skert og veilt, og hljóti einhver meira þá höldum vér, það hlutskipti ríkara en vera ber. Jón Helgason (eftir Vinje) Afmælisbam dagsins Brigitte Bardot lék í fyrstu bíómyndinni sinni árið 1952, átján ára gömul. Hún sagði endanlega skilið við kvikmynda- leik árið 1973, en þá hafði hún leikið í rúmlega 50 kvikmyndum á tveimur ára- tugum. Vinsældir hennar voru ómældar, og hún söng einnig þó nokkuð af dæg- urlögum á þessum árum. Sviðsljósið var henni hins vegar ekkert mjög að skapi, og á endanum sneri hún sér að baráttu fyrir réttindum dýra. Brigitte Bardot er fædd í París árið 1934, og er því 66 ára í dag. Tíminn kælir, tfminn skýrir; engu hugarástandi er hægt að halda óbreyttu með öllu klukkutímum saman. Thomas Mann (1875-1955) Heilabrot Hvert var hæsta fjall f heimi áður en fjall- ið Everest fannst? Lausn á síðustu gátu: Þú myndir raun- ar tapa 120 krónum, þar sem þú fengir að- eins þrjátíu krónur fyrir þrjá fimmtíu króna peninga. Veffang dagsins Einhver hefur verið svo framtakssamur að setja upp myndavél á Ingólfstorgi í Reykja- vík og sýna myndirnar jafnóðum á Inter- netinu: www.bbs.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.