Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 1
Magnús Gunnarsson bæjarstjóri
Hafnarfjarðar í 15 manna fylgdar-
liði til Hollands.
15 yfirmeimí
utanlandsferð
Allir æðstu stjórnendur Hafnar-
fjarðarbæjar eru nú í fimm daga
kynnisferð í Hollandi og er yfir-
lýstur tilgangur ferðarinnar að
kynna sér skipulagsnýjungar í
Hollandi með í huga skipulag
nýs svæðis vestan og sunnan við
Asvelli. AIls 15 kjörnir fulltrúar
úr öllum flokkum og ráðnir
starfsmenn eru í kynnisferðinni
og má ætla að kostnaður bæjar-
búa vegna ferðarinnar verði um
2 milljónir króna.
Að sögn Halldórs Arnasonar
bæjarritara, sem er einn fárra yf-
irmanna Hafnarfjarðarbæjar
sem heima sitja, var vegna fyrir-
hugaðs skipulags á þessu svæði
ákveðið að kynna sér athyglis-
verðar nýjungar í skipulagsmál-
um sem Hollendingar hefðu inn-
leitt. „Það var talin ástæða til að
skoða hvað umheimurinn væri
að gera í skipulagsmálum og
hvort við gætum ekki Iært eitt-
hvað af því," segir Halldór. Sér-
staklega ætlar ferðahópurinn að
kynna sér „skipulag skrifstofu-
hverfa, hafnarsvæða, íbúða-
byggðar aldraðra og nýrra íhúð-
arhverfa".
Úr öllum áttum
Frá skipulags- og umferðarnefnd
eru í ferðinni Sigurður Einars-
son, formaður, Sigríður Sigurð-
ardóttir, Sigurgeir Sigmundsson,
Gunnar Svavarsson og Trausti
Baldursson. Bæjarráðsmenn í
ferðinni eru Þorsteinn Njálsson,
formaður bæjarráðs, Valgerður
Sigurðardóttir, forseti hæjar-
stjórnar, Þorgils Ottar
Mathiesen, Ingvar Viktorsson og
Lúðvík Geirsson. Auk þeirra fóru
fimm emþættismenn; Magnús
Gunnarsson bæjarstjóri, Hafdís
Hafliðadóttir skipulagsstjóri,
framkvæmdastjóri fjölskyldu-
sviðs, hæjarverkfræðingur og
öldrunarfulltrúi. Svo sem sjá má
af upptalningunni cru þetta 10
kjörnir stjórnmálamenn, póli-
tískur bæjarstjóri og fjórir emb-
ættismenn. — FÞG
Ótengt eld-
varnarkerti
„Ég vona að þessu ástandi fari
að linna, það er verið að vinna í
að koma upp þeim viðvörunar-
kerfum sem við krefjumst,"
sagði Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri á Akureyri í
samtali við Dag í gær.
Spígsporandi brunaverðir
hafa vakið athygli viðskiptavina
Glerártorgs frá því að verslunar-
miðstöðin var opnuð á Akureyri
fyrir viku. Ástæðan návistar
þeirra cr sú að ekki tókst að
ganga frá uppsetningu bruna-
viðvörunarkerfa í húsinu áður
en það var opnað. Slökkviliðið á
Akureyri gerði það að skilyrði að
brunarverðir yrðu á ferli þar til
kerfin yrðu komin upp og að því
var gengið.
Töluverðu aukakostnaður
hlýst af veru brunavarðanna.
Þann kostnað ber húseigandi
sem og laun tveggja manna frá
Securitas sem eru brunavörðun-
um til halds og trausts. — SBS
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisrádherra leit við í Lyfju á Laugavegi í gær og varð fyrst viðskiptavina verslunarinn-
ar til að láta kanna þéttleika beina sinna. Ráðherrann fékk góða umsögn og ef nefið hefði verið mælt, hefði þar
væntanlega fundist bein einnig. - mynd: ingó
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmm
Verð i lausasolu 150 kr.
Föstudagur 10. nóvember 2000
83. og 84. árgangur -215. tölublað
Starfsm enn RUV í
pólitískri herkví?
Lélegur vinmiandi í
Efstaleitinu vegna óá-
nægju með mannaráðn-
ingar og fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar.
EkM ríMsútvarp í
reynd heldur rflds-
stjómarntvarp. Ráð-
herra vísar því á hug.
Fjórir af hveijum fimm starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins eru óá-
nægðir með mannaráðningarmál
hjá stofnuninni. Þetta kemur fram
í nýlegri könnun þar sem spurt var
um starfsumhverfi hjá launþegum
ríkisstofnana. Niðurstaðan sýnir
að RUV sker sig algjörlega frá öðr-
um ríkisfyrirtækjum hvað varðar
óánægju.
Starfsmannafélag RUV hefur
sent frá sér ályktun, þar sem þess
er m.a. krafist að starfsmannamál-
in verði tekin til endurskoðunar
hjá hlutlausum aðilum. Jón Ásgeir
Sigurðsson, formaður samtak-
anna, segir að
starfsmenn hafi
mildar áhyggjur af
framtíðinni og það
bitni vitaskuld á
vinnuandanum.
Telur hann engan
vafa leika á því að
pólitískar ráðningar
séu staðreynd og
betur hæfir sitji á
köflum úti í kuldan-
um? „Nei, það er
sannað. I könnun
Ijármálaráðherra
meðal ríkisstarfs-
manna nýverið kom
í Ijós að eiginlega allir starfsmenn-
imir telja að hér sé um pólitískar
ráðningar að ræða og það er óþol-
andi. Við skemm okkur algjörlega
frá öðrum hópum ríkisstarfs-
manna hvað varðar þcssi viðhorf.
80% starfsmanna okkar telja þetta
ástand sérlega slæmt hjá Ríkisút-
varpinu," segir Jón Asgeir. Afrit af
niðurstöðum könnunarinnar mun
hefur verið sent menntamálanefnd
Alþingis en eftir því sem Dagur
kemst næst hefur niðurstaðan ekki
Jón Ásgeir Sigurðsson: Björn
Bjarnason með hættulega
mikil völd.
verið gerð opinber
fyrr. AUs voru svar-
endur á annan tug
þúsunda hjá ýmsum
ríkisfyrirtækjum.
Gerrædi ráðherra
Starfsmannafélag
RÚV átelur margt
fleira í ályktun
sinni, s.s. fram-
komnum hugmynd-
um um breytingu
Ríkisútvarpsins í
hlutafélag. Valdsvið
menntamálaráð-
herra er einnig
harðlega gagnrýnt og bent á að Is-
land sé eina Norðurlandið þar sem
menntamálaráðherra ræður í allar
stöður yfirstjórnar ríkisútvarpsins
og skipi formann útvarpsráðs ein-
nig. „Menntamálaráðherra hefur
hættulega mikil völd. Á hinum
Norðurlöndunum eru menn
hreinlega gáttaðir út af ástandinu
hérna. Þetta er miklu frekar ríkis-
stjórnarútvarp heldur en ríkisút-
varp eða þjóðarútvarp," segir Jón
Asgeir.
Starfsmannasamtök RÚV taka á
hinn bóginn heilshugar undir
ályktun 25. flokksþings framsókn-
armanna, sem haldið var í nóvem-
ber fyrir tveimum árum. Þar var
meðal annars lögð áhersla á að all-
ar rásir Ríkisútvarpsins yrðu áfram
í ríkiseigu og því verði ekki breytt í
hlutafélag. Jón Asgeir hlær hins
vegar og neitar þeirri spumingu
hvort þetta þýði að allir starfsmenn
stofiiunarinnar hyggist kjósa fram-
sókn í næstu kosningum.
í opna skjöldu
Björn Bjarnason hafði eftirfarandi
um málið að segja: „Hvorki ráð-
herrar né ríkisstjórn hafa verið
með þvergirðingshátt gagnvart
RÚV. Menn eru ráðnir til starfa á
RÚV af mismunandi aðilum, þan-
nig stendur menntamálaráðherra
að ráðningu framkvæmdastjóra en
útvarpsstjóri ræður aðra. Ef það er
niðurstaða þeirra, sem starfa hjá
RÚV, að það séu ekki mannkostir,
sem ráða því, hverjir starfa þar,
hlýtur hún að koma mörgum í
opna skjöldu." — BÞ
Gefðu ekki tommu eftir
-taktu þær allar
PdDtaaflysT
28”
kr. 36.500,- og sparaðu krónurnar
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is