Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 - 7
Dfj&UlT-
ÞJÓÐMÁL
Bláir fyrir jámum
UMBUÐA-
LAUST
skrifar
Pistilhöfundur hitti gamla
skátaforingjann sinn á
Grensásveginum um dag-
inn. Skátafélagið Land-
nemar barst í tai. Foring-
inn kvaðst mundu hóa í
pistilhöfund næst þegar
gengið yröi með skátaboð-
skap í hús og þó pistilhöf-
undi fvndist ekki slíkur
húsgangur \'era fagnaðar-
tilefni er eitt sinn skáti þó
fjandakornið ávallt skáti.
Stálpaðir skátadrengir
hlaupast ekki undan
skátaheitinu þó þeir leggi gamla skátabún-
inginn sinn á hilluna.
Múrar og skakkir tumar
En því er skátaheitið rifjað upp hér að
fleiri gerast nú fastheldnir á gömul heit.
Borgarstjórinn í Reykjavík staðfesti um
daginn að hernámsandstæðingur er áfram
hernámsandstæðingur þó hann þvoi sér
um tærnar. Gamalt heiti hernámsandstæð-
inga heldur sínu gildi þó köidu stríðin séu
liðin og Sovétríkin hrunin. Eitt sinn á móti
ávallt á móti.
flla þefjandi göngumenn eru löngu
hættir að arka fótrakir um Keflavíkurveg-
inn og komnir í fótabað fýrir löngu. Í dag
er ekkert eftir nema ilmurinn af minning-
unum. Enda er Keflavík orðin Revkjanes-
lrær og Keflavíkurvegurinn að Reykjanes-
hraut. Ovíst er hvort villuráfandi göngu-
menn næðu nokkurn tíma heim til sín í
þessum örnefnarugiingi. En það er nú
önnur saga og hitt er svo annað mál.
A sama tíma og gömlu kommúnistaríkin
híma við heimkevrsiuna til NATO í
Brussel med tárin í augunum eru gömlu
faktorarnir þeirra hér á landi að taka fram
gönguskóna eins og ekkert hafi í skorist frá
byltingunni 1917 og lfklega hafa þeir ekki
„Reykvíkingar krefja borgarstjórann sinn um víðari sýn í
landsmálum en sem nemur hálfu Grjótaþorpi i einu. Jafn-
vel þó ráðhúsið sé lítið og lágt og búi þar fáir og hugsi
smátt."
hevrt getið um fall Berlínar-
múrsins. Kannski vita þeir ekki
heidur að hleðslu Kínamúrsins
er lokið með sigri kínverja og
skakkur turn á Ítalíu er að falli
kominn í Písa.
Seltjaxnir og Grjótaþorp
Engan mann þart raunar að
undra að þessar gömlu
kommastelpur sem uxu í muss-
um upp af jafnréttissíðu Þjóð-
viljans finni blóðið renna til
skyldunnar þegar heræfinga er
getið en Reykvíkingar krelja
borgarstjórann sinn um víðari
sýn í landsmálum en sem nem-
ur hálfu Grjótaþorpi í einu.
Jafnvel þó ráðhúsið sé lítið og
lágt og búi þar fáir og hugsi
smátt.
Sem leiðir revndar hugann að
öðru bæjarfélagi.
Seltjörn heitir lítill pollur á
ysta nesi Reykjavíkurbyggðar og
er nesið sem höfuðborgin
stendur á kennt við þessa tjörn.
Seltirningar hafa stært sig af
góðu og gegnu borgarsamfélagi
í svefnbæjarstíl hvar íbúarnir
sldla ríflegu útsvari í bæjarsjóð
enda vinna þcir allir í Revkjavík
eins og útnesjamanna er siður.
Nokluir þeirra hafa fneira að
segja lagt, frakkaklæddir, land
undir fót til Reykjavíkur að slá
um sig á fundum hjá stjórnar-
flokkunum, Samfvlkingunni
og fleiri NATÓvinafélögum
eins og þeir eigi þangað erindi
umfram erfiði.
I dag taka þessar vinnubúðir
Reykjavíkur í sama streng og
borgarstjórinn og vilja banna heræfingar
NATÓsveina í Bláfjöllum.
Heræfíngar og visijidastyrkir
íslendingar gengu sjálfir í Atlantshafs-
bandalagið þó bæði ungir og gamlir
kommúnistar hafi grýtt Alþingishúsið af
því tilefni. Grjótkastið er ekki liður í köldu
stríði heldur kafli í sögu kommúnista á ls-
landi sem er hvergi lokið. Jafnvel þó gamlir
flokksmenn séu nú hverjir á fætur öðrum
slegnir til sendiherra landsins hjá öðrum
NATÓþjóðum.
Med inngöngu þjóðarinnar í NATÓ
hófst samvinna með helstu nágrönnum og
hún stendur enn í miklum blóma. Að vísu
hefur NATÓ snúist upp í hermang f\'rir
suma og vísindastyrki fýrir aðra en á milli
boðafalla glyttir öðru hvoru í sáttmálann
sem Islendingar skrifuðu undir um varnir.
Hér skal hvorki slegið úr né í um þörf-
ina íýrir landvarnir í framtíðinni en á með-
an Islendingar eru NATÓþjóð taka lands-
menn að sjálfsögðu þátt í bæði starfi og
leik Atlantshafsbandalagsins og hvort sem
starfsemin snýst um vísindastyrki eða
landvarnir.
Heræfingar eru snar þáttur í vörnum og
dugar skammt fyrir borgarstjóra Revkjavík-
ur og Seltirninga að fitja upp á trýnið ef í
harðbakkann slær.
Hnefínn frá Skáholti
Eða hefði kvennalistinn látið sér nægja að
fýla grön á brvggjunni í Vestmannaeyjum
þegar Hund-Tvrkir sóttu landið heim á
sínum tíma? Og hvað mundi listinn gera
ef sú heimsókn cndurtæki sig í Reykjavík-
urhöfn í framtíðinni eða jafnvel aðrar
verri? Dugar Islendingum að steyta hnef-
ann fram af hafnarbakkanum eins og Vil-
hjálmur heitinn frá Skáholti tók einn á
móti Bretum við hemámið 1941?
Sögufolsim og fáviska
HALLDOR
HERMANNS-
SON
SKIPSTJÓRI /SAFIRÐI
SKRIFAR
Aldahvörf, sjávarútvegur á tíma-
mótum; nefnast sjónvarpsþættir
þeir sem að undanförnu hafa
verið sýndir á RUV undir umsjón
Páls nokkurs Benediktssonar.
Þættir þessir hafa vakið furðu hjá
flestum þeim sem til þckkja. Þar
má til dæmis að nefna þátt þann
um frjálst framsal veiðiheimilda
er sýndur var mánudaginn 30.
októher síðastliðinn. Megin-
þema þáttarins var samansafn af
sögufölsunum, lýgum og svæsn-
um áróðri til handa þeim sem fyl-
gja kvótakerfinu illræmda. I lok
þáttarins var komið inn á, að
mikil nauðsyn væri á að sátt
næðist meðal þjóðarinnar um
fiskveiðistjórnunarkerfið. Ekki
var annað að skilja á þáttargerð-
armönnum en að sú sátt ætti að
byggjast að mestu á óbreyttu
ástandi. Slíkur þáttur sem þessi
getur ekki talist sáttargerðarþátt-
ur, heldur þveröfugt, hann virkar
sem olía á þann ófriðareld sem
um þessi mál standa meðal þjóð-
arinnar.
Leigumeiui
Þáttaröð þessi mun að mestu
vera kostuð af L.I.U., S.H. og
ríkisstjórninni. Það er dapurlegt
að horfa upp á það að keyptir
skulu leigumenn til þess að búa
til svæsinn áróðursþátt um
heitasta deilumál þjóðarinnar,
kvótakerfið, til sýningar í Ríkisút-
varpinu, sameign allra lands-
manna. Þar er taumur 30% þjóð-
arinnar dreginn að mestu hömlu-
laust, þótt að staðreynd sé að um
70% þjóðarinnar sé andsnúinn
þessu kerfi.
Hér skulu nefnd nokkrar stað-
hæfingar úr umræddum þætti og
hverri lýrir sig svarað með stað-
reyndum.
Fáviska og staðreyndir
1. staðhæfing: Frjálst framsal
hefur stuðlað að því að byggja
upp þorskstofninn hér við land.
Staðrevndir: Reynt hefur verið
að byggja upp þorskstofninn
undir umsjá Hafró sl. 20 ár. Það
hefur ekki tekist þrátt fyrir að
veiðiheimildir hafi margoft verið
stórlega takmarkaðar, nú sl.
haust um 30 þúsund lestir.
2. staðhæfing: Skipum hefur
stórlega fækkað í frjálsu fram-
sali.
Staðreyndir: Skipum hefur lít-
illega fækkað en vélarafl og
stærð skipa hefúr aukist stórlega
og þar með olíueyðsla. Sóknar-
þungi hefur stóraukist.
3. staðhæfing: Sóknarmark
reyndist ónothæft.
Staðreyndir: Sóknarkerfi hér á
miðum var aldrei leyft að þróast
með náúðsynlegum brevtingum
miðað við reynslu. Með áróðri
og valdi, var því ýtt út af borðinu
af stjórnvöldum sen vildu gjafa-
kvótakerfi með frjálsu framsali.
Færeyingar hafa sóknarmark
sem þeir telja gott að fenginni
nokkurra ara reynslu. Þar er t.d.
Páii Benediktsson.
nýliðum gert kleift að taka þátt í
veiðum. Hér á landi er dauð
hönd Iögð á nýliðun í greininni.
4. staðhæfing: Nauðsynlegt er
að svipta kvótaþakinu af þannig
að betri hagræðing náist.
Staðreyndir: Strandveiðiflot-
inn, þ.e. öll smærri skip myndu
þurrkast út, enda þyldu þau ekki
slíká árás útgerðarauðhringa.
Algjör fákeppni tæki völdin í
fiskveiðum.
5. staðhæfing: Mælt er með
að lögreglueftirlit í fiskiskipum
vcrði stóraukið til varnar brott-
kasti fiskjar.
Staðreyndir: Slík miðstýring
er dæmd til að mistakast. Eina
leiðin, fyrir utan afnám frjáls
framsals, er að mönnum verði
ekki refsað fyrir að koma með
allan veiddan fisk að landi. Með
öðrum hætti en þeim að afli sem
ekki er leyfi fyrir verði gerður
upptækur til Rrkissjóðs.
6. staðhæfing: Tilkoma Irjálsa
framsalsins hefur skilað bæði
útgerð og þjóðfélagi mikilli arð-
semi.
Staðreyndir: Skuldir útgerðar-
innar hafa aukist gífurlega síðan
frjálsa framsalið hóf innreið sína.
Miklir fjármunir hafa verið rifnir
frá útgerðinni í kvótabraski.
Þjóðararðurinn af fiskveiðum á
sl. áratug byggist að mestu á stór-
aukinni uppsjávarveiði á loðnu
og hækkuðu nrarkaðsverði henn-
ar til manneldis, ásamt stórauk-
inni úthafskarfaveiði. Samfara
mikilli sókn í sölu sjávarafurða á
erlenda matvælamarkaði.
7. staðhæfing: Hrun þorsk-
stofnsins við Kanada og Ný-
fundnaland og annarra fiski-
stofna þar er einvörðungu um að
kenna ofveiði.
Staðreyndir: Náttúruskilyrði
virðast hafa átt stærstan þátt í
hruni fiskistofna við þessi lönd.
Hitabreytingar og átuleysi og þar
af leiðandi át þorsksins á eigin
stofni gætu hafa verið miklir or-
sakavaldar. Stöðvun fiskveiða af
hálfu Kanadastjórnar virðast
engin áhrif hafa til stækkunar
fiskistofna þar.Með batnandi átu
og hitaskilvrðum á þessum slóð-
um, sem og við Grænland, má
húast við aukinni fiskgengd. Vís-
bendingar eru til þess að slíkt sé
nú að gerast við Grænland.
Þáttarstjórnandi fór til Nýja-
Sjálands. Þar ræddi hann við sið-
lausan hagfræðing á borð við
Ragnar Arnason, „ráðgjafa"
Halldórs Ásgrímssonar. Hag-
fræðingur þessi taldi sig vera al-
gjörlega á móti auðlindagjaldi.
Staðreyndin er sú að það eru
tekin 7% í auðlindagjald a Nýja-
Sjálandi af öllum veiddum afla.
Þegar kvótahafi leigir fisk frá sér
til annars aðila er honum ein-
ungis heimilt að taka 2% í um-
boðsgjald. A Islandi er þetta frá
70 upp í 100% umboðsgjald.
Meginþorri hagfræðinga virðast
ekki læra neitt um siðfræði í
námi sínu, hún telst ekki með í
starfi þeirra! Þar sem engin
sifræði er með í málum kallar
slíkt fram hörmungar yfir þjóðir.
Þáttarstjórnandi ræddi við
menn frá ýmsum löndum,
báru mikið lof á íslenska
veiðistjórnunarkerfið.
Staðreyndin er sú að engar
þjóðir ætla sér að taka upp gjafa-
kvótakerfi Islendinga. Sporin
hræða þegar á hólminn er komið.
Til dæmis hafa Norðmenn og
Færeyingar lýst frati á frjálsa
framsalið á Islandi.
Undirferli
Þá kastaði nú fyrst tólfunum
þegar blessaðir þáttargerðar-
mennirnir fóru í lokin að láta
sem
fisk-
gammmn geysa tra eigm
um framtíðarskipan fiskveiði-
mála á 21. öldinni. ,,Já gáfaður
er himinninn", sagði Grasa-
Gudda. Allt frá því að L.Í.Ú
ákvað að senda frá sér áróðurs-
og auglýsingaherferð um eigið
ágæti og góða fiskveiðistjórnun,
hefur sú stefna verið í gangi þar
á bæ. Nú hcfur þeim tekist með
lúmskum hætti, ásamt ríkistjórn-
inni, að rúlla þessum áróðurs-
bolta inn í Ríkisútvarpið með
þessari makalausu blekkinga-
þáttaröð Páls Benediktssonar og
Co.