Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 2
2- FÖSTUDAGVR 10. NÚVEMBER 2000 FRÉTTIR Heitar umræður lun loftslagsbreytiugar hraða aðgerðum svo koma megi böndum á losun gróðuhúsaloftteg- unda í heimin- um,“ sagði Kol- hrún. Hún spurði Davíð Oddsson forsætisráðherra hver verði tillaga íslands á þinginu í Haag og hvað ís- Iensk stjórnvöld ætli að gera ef sú tillaga nær ekki fram að ganga. íslenska ákvæðið Kolbrún Halldórsdóttir: Saknar umræðu um alvarlegt mál. ir orkugjafar. 11-13% en aukningin frá slíku veri er dropi í hafið í stóru iðnrfkj- unum. Tillaga Islands feli í sér að leiði nýtt stóriðjuver eða stækkun eldri vera til þess að Iosun aukist um meira en 5% þá skuli los- unin undan- þegin að því til- skyldu að við framleiðsluna séu notaðir endurnýjanleg- Harðar íunræðiir á þingi um loftslags- mengim. Reynt að koma böndum á losun gróðurhúsaloftteg- unda á ráðstefnu sem hefst í Haag 13. nóv. segir Kolhrún HaU- dórsdóttir. Kolhrún Halldórsdóttir hóf í gær umræður utan dagskrár á Alþingi um loftlagsbreytingar af manna- völdum. Hún sagði þá umræðu fyrirferðarmikla um allan hinn vestræna heim um þessar mund- ir. Það væri helst á Islandi sem saknað væri umlangs- og efnis- mikillar umræðu um málið. Astæðuna fyrir aukinni um- ræðu nú, sagði Kolbrún mega rekja til skýrslu frá milliríkja- nefnd um loftslagsbreytingar, sem tengist umræðunni um væntanlegt 6. aðildarríkjaþing rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem haldið verður í Haag 13. til 24. þessa mánaðar. „Þar munu ráðherrar 160 þjóðríkja gera úrslitatilraun til að Davíð Oddsson sagði að tillaga Islands snúist um hvernig skuli framkvæma ís- lenska ákvæðið, sem samþykkt var á aöildarríkja þingi loftslags- samnings SÞ í Kyoto 1997 í tengslum við gerð Kyóto-bókun- arinnar. Þar hafi verið samþykkt að skoða sérstaklega á vettvangi samningsins að vandamál lítilla hagkerfa, þar sem einstök verk- efni eins og stóriðjuver auka los- un gróðurhúsalofttegunda hlut- fallslega mjög mikið. Þannig auki 200 þúsund tonna álver losun á Islandi um Engix sýnilegir tilburöir Steingrímur j. Sigfússon sagði að framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli öllu væri vægast sagt umdeilanleg. „Það er leitun að þeim undantekningartilvikum þar sem afstaða ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í umhverfis- málum er ekki verndun um- hverfis og náttúru í óhag,“ sagði Steingrimur Jóhann. Hann sagði að hér á landi hefði verið stjórn- laus aukning á Iosun gróður- húsalofttegunda og engir sýni- legir tilburðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engir tilburðir væru til að draga úr mengun og að hér á landi væri opið hús fyrir alla mengandi at- vinnustarfsemi. „Tilburðir dokt- ors Davíðs Oddssonar til að gera lítið úr niðurstöðum vísinda- mannahóps SÞ bætir ekki mál- stað íslensku ríkisstjórnarinn- ar,“sagði Steingrímur Jóhann. Lítum okkur nær Jóhann Ársælsson benti á að þótt mengunin á íslandi muni ekki valda heiminum óbætanleg- um skaða gæti mengunin í heim- inurn valdið íslandi óbætanleg- um skaða. Það þyrftum við að hafa í huga þegar verið væri að ræða um þessi mál á erlendum vettvangi. Siv Friðleifsdóttir umhverfis ráðhcrra benti á að öll viðmiðun í þessum efnum væri árið 1990. Þá hefðum við Islendingar verið komnir svo Iangt um lengra en aðrar þjóðir hvað varðar endur- nýjanlega orkugjafa. Það væri ekki tekið inn í myndina. Því stæðum við verr að vígi en flest- ar aðrar þjóðir hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda. - S.DÓR Valur Valsson. Samdráttur ílámun Eftirspurn einstaklinga eftir lán- um hefur aðeins farið minnkandi að undanförnu þó ekki sé um neinar stór\'ægilegar breytingar að ræða að sögn Vals Valssonar, bankastjóra Islandsbanka. „Vext- ir hafa hins vegar verið að hækka og eru enn að hækka og við ger- um ráð fyrir að það muni hafa áhrif á eftirspurn, þannig að það dragi smám saman úr eftir- spurn," segir Valur. Hann segir vanskil hafa aukist Iítillega en þau séu eftir sem áður í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mikil útlán. Kaupmáttur hjá fólki sé mikill og það standi í miklum framkvæmdum. Engar sérstakar aðgerðir eru fýrirhug- aðar af hálfu lslandsbanka til að draga úr útlánum til einstak- linga, nema hvað bankinn fylgir vaxtahækkunum. Samkvæmt upplýsingum úr Seðlabanka hafa lán innlánsstofnana til einstak- iinga, önnur en íbúðalán, aukist um nær 30% á þessu ári, úr 102 milljörðum um áramót upp í 132 milljarða í septemberlok - HEI Bærtnn heldur uppi kvennaholtanum Bæjarráð Akureyrar samþykkti í gær að veita milljónum til þess að styrkja íþróttalíf í bænum. Kvennakeppnislið KA-Þórs í handbolta sótti um fjárstuðning og samþykkti bæjarráð að styrkja handboltastelpurnar með 2 millj- óna króna framlagi. Þá var einnig afráðið að styrkja skautastarfsem- ina í bænum vegna fyrirhugaðrar skautahátíðar. I bréfi íþrótta- og tómstunda- fulltrúa bæjarins til bæjarráðs kemur fram að ekkert kvenna- handboltalið yrði skráð til keppni nema hægt væri að tryggja að Ak- ureyrarbær greiddi 2 milljónir í styrk. Ferðakostnaður handbolta- stelpnanna er áætlaður 1,5 millj- ónir og dómarakostnaður um 400.000. I bréfinu segir að erindi þetta hafi nokkra sérstöðu, því ekki hafi áður verið óskað eftir beinum rekstrarstyrk frá bænum til íþróttafélags á Akureyri til að taka þátt í Islandsmóti. Tvær mikil- vægar hliðar séu hins vegar á þessu máli. Annars vegar sé von- andi um að ræða vísi að frekara samstarfi félaganna tveggja, Þórs og KA. Hins vegar sé unt ntikil- vægt jafnréttismál að ræða, þar sem boltaíþróttir kvenna hafi átt undir högg að sækja. Millibilsástand A sama tíma og mikið hefur verið rætt um bága aðstöðu listafólks í bænum og þá ekki síst vöntun á tónleikahúsi sem og geymlustað fyrir konsertflygil bæjarins, hljóta að kvikna spurningar urn for- gangsröðun bæjarins. Dagur hafði samband við Þröst As- mundsson, formann menningar- málanefndar bæjarins og innti viðbragða við þessu máli en Þröstur lýsti sig mjög fýlgjandi þessu skrefi bæjarins. Hvað fyrir- hugað tónlistarhús varðar, benti Þröstur á að óheppilegt millibils- ástand hefði skapast. Beðið væri svara frá ríkinu um menningar- hús og á meðan væri erfitt að skipuleggja framtíðina. - Bl> Hafna hemum Algjör samstaða var um það á fundi heilbrigðis- og umhverfis- nefndar Reykjavíkur að hafna ósk utanríkisráðuneytisins urn að leyfa heræfingar NATO og Bandaríkja- hers í Bláfjöllum n.k. sumar. Aður höfðu framkvæmdastjórar vatns- verndarsvæða á höfuðborgarsvæð- inu lagst gegn heræfingunum í umsögn sinni um málið. Hrannar B. Arnarsson formaður heilbrigðis- og umhverfisnefndar segir að ástæðan fý'rir því að nefndin vill ekki heimila þessar heræfingar sé vegna verndunar vatnsbólanna og fólkvangsins í svæðinu. - GBH Hrannar B. Arnarsson. SanLfyUáng um borgina Þingflokkur Samfýlkingarinnar verður með „útrás" um Reykjavíkur- kjördæmi í dag og mun heimsækja fyrirtæki, stofnanir og stórmark- aði horgarinnar. 1 hádeginu heldur þingflokkurinn opinn lund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkutíma. - fi>g Yfir 70% karla of þungir „Ef svo heldur fram sem horfir varðandi þyngd barna stcfnir í al- gjört óefni," sagði Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir ný- lega á málþingi LHS um hjarta- sjúkdóma. I erindi hans kom fram að árið 1998 töldust 5% stúlkna of feitar og 20% til við- bótar of þungar, þannig að fjórð- ungur allra stúlkubarna vigtaði of mikið samanborið við 3,5% sex áratugum áður. En breyting- in hefur aðallega orðið síðustu áratugi. Offita var áður óþekkt meðal stráka en nú komin í 5% og ofþyngd hefur aukist úr 1% upp í 18%, eða 23% samtals. Uppkomnir karlmenn eiga ])ó fitumetið. Milli 1975 og 1994 hækkaði hlutfall of feitra karla úr 11% upp í 18% og of þungra úr 46% upp í 53%, þannig að 71% karla voru of þungir eða allt of feitir. Offita meðal kvcnna jókst samt ennþá meira, úr 10% upp í 20% og ofþvngd úr 32% upp í 42%, þannig að 62% kvenna bera of mikil hold. -HEI UngUðahreyfing VG á Akureyri stofnuð Búið er að stofna ungliðahreyfingu VG á Akureyri. 40 manns komu að stofnuninni á dögunum og er markmið hreyfíngarinnar að virkja ungt fólk á Akureyri í pólitískri umræðu og auka almenna samfélags- vitund þess. Fundir verða haldnir á næstunni í húsnæði VG f Um- ferðarmiðstöðinni Hafnarstræti 82 II. hæð um ýmis málefni. Þessir fundir verða öllum opnir og er ætlunin að lá valinkunna menn til að hafa á þeim framsögu. Fundirnir verða síðar auglýstir. 1 I manna bráðabirgðastjórn hefur verið valin og mun hún sitja fram að aðalfundi. Þessi eru í aðalstjórn: Hrafnkell Brynjarsson tals- maður, Þórunn Þórhallsdóttir ritari og Frímann Stefánsson gjaldkeri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.