Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGVR 10. NÓVEMBF.R 200 0
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDOR
SIGURDÓRSSON
sigurdor@ff.is
„Sumsé: Hvort
eru það skammir.
Iygar, fleipur eða
rógur að Sturla
Böðvarsson hafi
sagt þetta á
þingi?“
Mörður Arnason í
ritdeilu við sam-
gönguráðherra í
Mbl.
Hrifiim af norsku hnossi
Ekkert lát er á yrkingum hagyrðinga um Guðna Agústsson landbúnaðarráð-
herra og kýrnar. Þessi vísa sveif innum gluggann til mín á dögunum. Þar
sagði í formála að þegar Guðni kom undan feldinum
bjartur dagur stökk hann upp og kyssti kúna:
Hrifinn af norsku hnossi
heilsa ég degi glöðum
og kyssi Júdasarkossi
kýrnar á Brúnastöðum.
Ljótur fjandi
Sami hagyrðingur orti í orðastað Sivjar Friðleifsdóttur
eftir að hún á dögunum hafði Ieyft kísilgúrvinnslu í
Syðriflóa í Mývatni:
Ekki er mér alveg sama
að Eyjahakkamir standi,
en Mývatn er mér til ama
mér finnst það Ijótur fjandi.
Gamli Gráni
Kristján Hreinsson hefur undanfarnar \dkur verið að fara yfir nýja dægurlaga-
texta í síðdegisþáttum Rásar 2. Sá leirburður, bull og málleysa sem þar kem-
ur fram gerir ljóð eins og Gamla Grána eftir kunnan vörubílstjóra í Þingeyj-
arsýslu á árum áður, að gagnmerkum skáldskap, en hann orti:
Dauður er gamli Gráni nú,
gloppa kom þar í pahha hú.
Nií er oss glöttið lúterstrú
og manna elskar ei pahba nú - sem skyldi
Flosnaði þar upp fögur grein.
Til frelsarans fluttust Grána hein.
Ast hans til pahha virtist hrain
og vindhanagæði voru ein nein - hjá honum
Og bráðum fer hannfaðir minn
sömu leið og hann Gráni hinn,
Hittir þarfyrir vininn sinn
og verður feginn að skriða inn - hjá þeim gamla.
Óvitamir
Aldamótanefndin um framtíð norræns samstarfs hefur verið kölluð „vitring-
arnir." Gárungar á Norðurlandaráðsþingi sögðu að forsætisnefnd Norður-
Iandaráðs væri kölluð „óvitarnir."
■ fína og fræga fólkið
Dartiel Radcliffe fékk
draumahlutverkið sitt og
leikur Harry Potter í kvik-
mynd sem væntanleg er á
markað næsta haust.
Þriðja bókin um Harry
Potter er komin út hér á
landi en á Englandi stan-
da yfir tökur á kvikmynd-
inni um Harry Potter en
bækurnar um þennan
geðuga galdrastrák hafa
gert höfundinn Jóhönnu
Rowling að hæstlaunuð-
ustu konu Bretlands.
Hinn ellefu ára gamli
Daniel Radcliffe leikur
Potter en hann lék David
Copperfield á unga aldri
í framhaldsmyndaflokki
sem BBC gerði á síðasta
ári. Daniel hefur sagt að
hann hafi brostið í grát
þegar hann frétti að
hann hefði verið valinn í
hlutverkið en hann er
mikill Harry Potter aðdá-
andi. Meðal þckktra leik-
ara í myndinni má nefna
Maggie Smith og Ric-
hard Harris.
Isporum
Harry Potter
-D^ht
IÞROTTIR
Úr leik Hauka og Aftureldingar í fyrrakvöld.
Áttimdi sig-
uriimíhöm
hjá Haiilaun
Siguxganga Hauka í
Nissandeild karla
heldur áfram, en í
fyrrakvöld unnu þeir
jiriggja marka bar-
áttusigur á liði Aftur-
eldingar á heimaveHi
sínum að ÁsvöHum.
Haukamir eru því enn
með fuUt hús stiga í
toppsætinu.
Islandsmeistarar Hauka unnu í
fyrrakvöld sinn áttunda sigur í
röð í Nissandeild karla í vetur,
þegar þeir Iögðu Aftureldingu að
velli með þriggja marka mun, 29-
26, á heimavelli sínum að Asvöll-
um, í fyrsta lcik 8. umferðar.
Lengst af leit þó út fyrir að Aft-
ureldingu tækist að stöðva sigur-
göngu Haukanna, því allt þar til
um stundarfjóröungur var til
leiksloka, höfðu þeir nokkuð ör-
ugg tök á leiknum og höfðu leitt
hann með allt að fjögura marka
mun þegar mest var. Þá var eins
og allt loft væri allt í einu úr Aft-
ureldingu í stöðunni 19-21 og í
kjölfarið lýlgdu þrjú Haukamörk
í röð, auk þess sem Bjarni
Frostason tók til sinna ráða, eins
og oft áður í vetur og lokaði
hreinlega á „Kjúklingana'1 á köfl-
um. Þcim tókst þó að jafna í 23-
23 en eftir það var leikurinn
Haukanna sem náðu í tvígang
þriggja marka forkoti á lokamín-
útunum.
Haukarnir, sem hafa spilað
sterka vörn í síðustu leikjum,
voru seinir í gang f fyrrakvöld og
ekki fyrr en í lokin sem þeir náðu
að sýna sitt rétta andlit. Fram að
því hafði Aftureklingu tekist að
halda niðri helsta markaskorara
þeirra, Halldóri Ingólfssyni, sem
gerði aðeins þrjú mörk í leikn-
um, en hann var í strangri gæslu
Hauks Sigurvinssonar sem átti
fantagóðan leik í vörn Aftureld-
ingar ásamt Gintas Galkauskas.
A móti áttu Haukarnir í mesta
basli með Gintaras, en hann var
markahæstur „Kjúklinganna"
með sex mörk eins og Bjarki Sig-
urðsson, sem átti góða spretti.
Bestur í liði Aftureldingar var þó
Reynir Þór markvörður, sem
varði alls 18 skot í leiknum og
var hann Haukum oft erfiður,
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Haukavörnin elldist eftir því
sem leið á leikinn, en gamla
brýnið Petr Baumruk átti þar
bestan leik. I sókninni bar mest
á Einari Erni og var hann marka-
hæstur með sjö mörk. Shamkuts
var einnig sterkur á Iínunni, nýtti
vel færin sín og skoraði 4 mörk í
fimm tilraunum. Oskar Ar-
mannsson varð næst markahæst-
ur hjá Haukum með sex mörk,
þar af fimm úr vítum.
Eftir sigurinn í fyrrakvöld eru
deildarsigrar Hauka í efstu deild
orðnir tíu í röð, en síðast töpuðu
þeir deildarleik gegn KA á Akur-
eyri þann 12. mars s.l., en þá eru
undanskildir leikir þeirra í úr-
slitakeppninni í vor. Heimasigr-
ar Hauka í röð í efstu deild eru
aftur á móti orðnir tólf, en síðast
töpuðu þeir heima gegn Stjörn-
unni, 24-25, þann 11. desember
s.l.
Næstu leikir í 8. umferð:
Föstud. 10. nóv.
Kl. 20.00 Valur - ÍR
Kl. 20.00 ÍBV - Fram
Laugard. 1 1. nóv.
Kl. 16.00 Stjarnan - FH
Kl. 16.00 Grótta/KR - KA
Staðan:
Haukar 8 8 0 241:186 16
Fram 7 6 1 182:157 12
Valur 7 5 2 187:162 10
ÍBV 7 5 2 191:169 10
FH 7 4 3 179:163 8
Grótta KR 7 4 3 165:175 8
Afturelding 8 3 5 217:207 6
KA 7 3 4 176:176 6
ÍR 7 3 4 1 66:166 6
Stjarnan 7 2 5 180:190 4
HK 7 0 7 158:196 0
Breiðablik 7 0 7 140:235 0
I jSL