Dagur


Dagur - 10.11.2000, Qupperneq 20

Dagur - 10.11.2000, Qupperneq 20
20 - FÖSTUDAGUK 10. NÓVEMBF.R 2 0 00 ítrfaP Fjölskyldusýning á Gleðigjöfunum Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir gamanleikritið „Gleðigjafana" eftir Neil Simon. Leikritið sem fjallar um tvo aldna heiðursmenn, skemmtikrafta sem verið er að reyna fá saman á ný eftir áralangt hlé, hefur vakið mikia kátínu hjá ungum sem öldnum og ætlar Leikfélagið að bjóða upp á fjölskyldusýningu sunnudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Boðið er uppá tvo miða é verði eins, aðeins á þessa sýningu . Það eru Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal sem leika skemmtikraftana, Skúli Gautason leikur umboðsmanninn sem er að reyna að koma þeim saman. Aðrir leikarar eru Sunna Borg, Jónsteinn Aðalsteinsson, Tinna Smáradóttir ofl. Myndin er tekin á Dalbæ þar sem þeir félagar voru í heimsókn og fengu að spreyta sig á föndri. Óvitar á Selfossi Um sextíu manns koma að leiksýn- ingu Leikfélags Sel- foss um Óvitana sem sýnt er í leik- húsinu við Sigtún á Selfossi nú um helgina. Óvitarnir eru eftir Guðrúnu Helgadóttur rithöf- und og leikstjóri sýningarinnar er Ólafur Jens Sig- urðssonar. Þrjátíu leikarar taka þátt í sýningunni og flestir 11 ára, enda leika börn fullorðna og fullorðnir leika börn. Þetta er skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa, enda er Guðrún einstaklega lagin við að höfða til allra aldurshópa. Óvitarnir er eitt af þekktustu verkum Guðrúnar en hún samdi það fyrir Þjóðleikhúsið og var tilefnið Barnaár Sameinuðu þjóðanna árið 1979. Önnur sýning er laugardaginn 11. nóvember og svo er sér- stök hátíðarsýning, sunnudaginn 12. nóvember.Hægt er að panta miða á sýninguna í síma 482-2787. FRE-Nikkan ómar í Ráðhúsinu Unnendur harmónikutónlistar ættu að fjölmenna í Ráðhús Reykjavíkur næstkom- andi sunnudag kl. 15, en þá verða þar haldnir harmónikutónleikar og kynntur geisladiskur Harmónikuhátíðar Reykjavíkur 2000. Aðgangur er ókeypis og hefja nemendur Karis Jónatanssonar dagskrána, en aðrir sem leika eru Matthí- as Kormáksson, Jóna Einarsdóttir, Garðar Olgeirsson, systurnar Ása, Ing- unn og Hekla Eiríks- dætur, Margrét Arn- ardóttir, harmóniku- sveitin Stormurinn frá Harmónikufélagi Reykjavíkur og Neist- ar Karls Jónatans- sonar ásamt Sveini Rúnari Björnssyni og Karli Adolfssyni. ÞAB ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? Solveig Lára Guðmundsdóttir. Pabbalielgi á Glerártorgi „Eg var fyrir nokkru að kaupa mér nýja íbúð úti í Glerárþorpi og um hclgina ætla ég að koma mér þar vel fyrir. Ganga frá því máli,“ segir Þráinn Brjánsson, sjónvarpsmaður á Ak- sjón á Akureyri. „Það er pabbahelgi og ætli við feðganir förum ekki saman út að versla á Glerártorgi og spókum okkur þar um. Fáum okkur saman kaffi og ís eftir að hafa gert helgarinnkaupin. Það er mikil stemning að fara á Glerártorg. Og svo er það náttúrulega boxið á Sýn sem þeir Ómar og Bubbi lýsa. Framundan er æsispennandi bardagi þar sem berjast þeir David Tua og Lennox Lewis. Eg læt þetta ekki fram hjá mér fara.“ Foreldrar í heimsókn „Nú um helgina verða foreldrar mínir hjá mér í heimsókn og mun ég reyna að veija tímanum sem mest með þeim,“ segir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöll- um í Hörgárdal. „Síðan ég flutti hingað norður í byijun ágúst hefur verið gott veður hérna og ef þetta helst mun ég sjálfsagt bjóða mömmu og pabba í bíltúr. Förum þá annað hvort eitt- hvað fram í Eyjafjörð eða inn í Hörgárdal. Á sunnudagsmorgun verð ég með Ijölskyldu- messu í Möðruvallakirkju, þar sem nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar munu koma fram, leika og syngja ,þannig að sjálfsagt verður glatt á hjalla. Vafalítið verður fjölmennt, en kirkju- sókn í messum í prestakallinu mínu hefur verið afar góð síðan ég tók við.“ Á hráu línunni „Þessa helgina ætla ég að eiga góða stund með bræðrum mínum tveímur," segir Hannes Sig- urðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri. „Við höfum stofnað með okkur matar- klúbb og hittumst að jafnaði á um tveggja mán- aða fresti. Að þessu sinni koma bræður mínir tveir hingað norður, en systir mín sem er dýra- læknir í Noregi verður ijarri góðu gamni. Mér finnst þetta mjög skemmtilegur klúbbur og í þessu nútímasamfélagi þar scm allir eru á hlaupum er nauðsynlegt að fólk setji samskipt- in í svona form. Hafa andrými og tilefni til að hittast. Hvað verður á borðum er hálfgert leyndarmál, en ég get þó sagt að við verðum að þessu sinni á hráu línunni." ■ HVAD ER Á SEYBI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Söngdansar Jóns Múla Amasonar Óskar Guðjónsson og hljómsveitin Delerað halda útgáfutónleika í Tjarn- arbíói sunnudaginn 12. nóvember kl. 16:00 í tilefni af útgáfu geisladisks sem inniheldur Söngdansa Jóns Múla Árnasonar. Hljómsveitin Delerað var stofnuð af Óskari Guðjónssyni, saxó- fónleikara á vormánuðum 1998. Fyrir lá að flytja íslenskar djassperlur og það lá í augum uppi að helstu perlur ís- lenskar djasstónlistar væru Söngdansar Jóns Múla Árnasonar, lög eins og Einu sinni á ágústkvöldi, Brestir og brak, Vikivaki ogAugun þín blá. Kammertónleikar í Salnum <V ^ Kammertónleikar verða sunnu- V dagskvöldið 12. nóvember kl. f 20.00.Kammerhópurinn Music Attuale frá Italíu mun kynna nýja ítalska tónlist og auk þess frumflytja íslensk tónverk. Á efnisskrá eru verk eftir Jón Nordal, Atla Ingólfsson, Þur- íði Jónsdóttur, Gilberto Cappelli, Sal- vatore Sciarrino, Francesco La Licata og Fausto Romitelli. Stúlkan í vitanum íslenska óperan sýnir barnaóp- JÍ V eruna Stúlkuna í \itanum á ^ sunnudag, 12. nóvember kl. 14.00 í samstarfi við Tónmennta- skóla Reykjavíkur. Tónlistin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem jafnframt stjórnar kór og hljómsveit. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Bachtónleikar Kammermúsikklúbburinn heldur tón- leika í Bústaðakirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 20.00. á efnisskránni eru tónverk eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur eru Gunnar Kvaran, knéfiðla, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Áshildur Haraldsdóttir flauta og Elín Guðmundsdóttir semball. Ungkórar í Dómkirkjunni Unglingakór Selfosskirkju og Drengja- kór Laugameskirkju halda sameigin- lega tónleika í Dómkirkjunni í Reykja- vík sunnudaginn 12. nóvember. Tón- leikarnir eru liður í tónlistardögum Dómkirkjunnar og hefjast kl. 17.00. Stjórnandi Selfosskórsins er Margrét Bóasdóttir og stjórnandi Laugarnes- skórsins Friðrik S. Kristinsson. Undir- leikari með síðarnefnda kórnum er Peter Máté og einsöngvari að þessu sinni erTryggvi Valdimarsson sópran. SÝNINGAR Gallerí Sævars Karls * Vignir Jóhannsson er málari, grafíklistamaður, myndhöggv'- ari og leikmyndateiknari. Segja má að allar þessar greinar sameinist í helstu verkum hans, sem eru yfirleitt litrík, uppfull með líflegri teikningu og með ákveðnum skírskotunum til hins þrívíða. Auk þess eru þau dramatísk í besta skilningi; gjarnan „sviðsetningar? á hugleiðingum eða tilfinningum. Sýn- ingin stendur til 1.12. Tuttugu saman á sýningu Tuttugu ungir listamenn opna sýningu á verkum sínum í Galleiy Hlemmi þann 11. nóvember. Listamennirnir hafa allir sýnt í galleríinu, á því rúma ári sem það hefur verið starfrækt. Flest verkin á sýningunni eru til sölu. Á opnunartíma gallerísins verður opin málstofa, þar sem Iistamenn og annað áhugafólk um myndlist er hvatt til að koma og viðra skoðanir sýnar og hug- myndirum stöðu myndlistar á breiðum grundvelli. Sýningin stendur til 3. des- ember kl: 18 00. og er opin á fimmtu- dögum til sunnudags frá kl: 14 00 - 18 00. Harmleikur á veiðum Rússneska kvikmyndin, sem sýnd verð- ur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 næst- komandi sunnudag kl. 15 nefnist harmleikur á veiðum og er frá árinu 1978. Hún er byggð á samnefndri sögu eftir Anton Tsjekhov. I myndinni segir frá því er lögfræðingur af aðalsættum kynnist ungri, fátækri stúlku sem býr ein með geðveikum föður sínum og á ekki alltaf sjö dagana sæla. Saga heimsins Danska kvikmyndin Saga heimsins verður sýnd í Norræna húsinu sunnu- daginn 12. nóvember kl. 14.00. 1 henni er sagt frá veraldarsögunni á spaugsaman og hnitmiðaðan hátt. Myndin er tæplega klukkutíma löng, fyrir alla aldurshópa og er með dönsku tali. Aðgangur er ókeypis. QG SVO FIITT... Unglist í Reykjavík *Föstudagur 10.11. Hlaðan í Gufu- nesbæ v/Strandveg, Grafarvogi. kl. 20.00.-23.30. Rútuferðir frá Hinu Húsinu v/Ingólfstorg ld: 19:30. Glundroði-harðkjarnarokk í sam- vinnu við dordingull.com. Hljóm- sveitirnar: Length of time, frá Belgíu, Mínus, Bísund, Vígspá, Snafu, For- garður helvítis og Elexir. Laugardagur 11.11. Loftkastalinn kl. 20:00. Banka-Rokk í boði Lands- bankans. Fram koma hljómsveitirnar: Jagúar, xxxRottweiler, Stjörnukisi, Heiða og heiðingjarnir, Singapor Sling og Fidel. Eyjarslóð 2. Graffiti, Bretti, Live Hipp Hopp og DJ-ar á Eyjarslóð 2. Opinn mic á staðnum. Sýningar í Gallerí Geysi Ilinu Hús- inu v/Ingólfstorg. 05.11.-14.11. Sýn- ing á verkum myndlistarmaraþons. Verðlaunaafhending fer fram laugar- daginn 11.11. kl:16:00. 15.11.- 23.11. Sýning á myndum ljósmynda- maraþons. Verðlaunaafhending fer fram laugardaginn 18.11. kl: 16:00. Flóamarkaður Laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember verður Lionsklúbburinn Engey með sinn sí- vinsæla árlega flóamarkað í Lions- heimilinu að Sóltúni 20 og hefst sal- an kl. 13.00 báða dagana. Húsið verður troðfullt af fatnaði, nýjum og notuðum. Auk þess Ieynist þar margt annað forvitnilegt. Tombóla verður á svæðinu, engin núll - og veiðikassi fyrir börnin. Ágóðanum er varið til líknarmála. Islenska sem annað mál Málræktarþing verður haldið í há- tíðasal Háskóla Islands 11. nóvember í tilefni af degi íslenskrar tungu. Yfir- skrift þingsins er „íslenska sem ann- að mál“ og verður fjallað um sambúð fólks af erlendum uppruna við ís- lenskuna, jafnt þeirra sem sest hafa að á Islandi og þeirra sem nema ís- lensku á erlendri grundu. Málþingið öllum opið meðan húsrúm leyfir. Seljasókn tvítug Tuttugu ára afmælis Seljasafnaðar verður minnst sunnudaginn 12. nóv- ember. Þá verður barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 með fjölbreyttri dagskrá. Kl. 14 verður guðsþjónusta. Þar munu prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari, kirkjukórinn syngja og Magnea Gunnarsdóttir syngja ein- söng. I guðsþjónustunni prédikar Olafur Skúlason biskup. Að henni lokinni verður boðið upp á hressingu í kirkjumiðstöðinni. Kl. 16 verða tónleikar með léttri sveiflu í kirkj- unni. Þar syngja kirkjukór og barna- kór kirkjunnar undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Hjördís Geirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir munu einnig syngja. I kirkjunni verður komið upp sýningu með myndum úr tuttugu ára starfi ásamt því sem sýndar verða tillöguteikningar að nýj- um steimlum glergluggum í kirkjusal. I tilefni afmælisins verður gefið út af- mælisrit, sem verður borið út í öll heimili sóknarinnar. Lýðræði - Skrílræði? Framtíð lýðræðis á tímum netvæðing- ar. ReykjavíkurAkademían, laugar- daginn 11. nóvember kl. 11.00 - 13.00. Aflið á bak við margboðaða hnættvæðingu er af tvennum toga: markaður og upplýsingatækni. Mun netvæðingin efla lýðræðið með því að leysa upp pólitíska miðstýringu og skapa nýjan opinberan vettvang sem

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.