Dagur - 10.11.2000, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 - 3
FRÉTTIR
4-0 síður af
uppskriftum
M
2 dl maísolía
4 egg
1 tsk vanillusykur #
2 tsk. kariill
1/2 tsk. salt
2 tsk. lyftiduft m
1 tsk. natron (matarsódi)
100 g valhnetur
250 g hvelti
300 g rifnar qulrætur
U
V Q
flOO
1 o
Brýnt að fá reglur um
bom og auglysiitgar
„Ég er búin að ganga ansi lengi
eftir því að þessar reglur verði
settar, enda mjög brýnt að mín-
um dómi. Mér skilst að málið sé
í einhverri skoðun hjá einhverj-
um hópum þannig að það geng-
ur voðalega hægt. Eg er orðin
dálítið óþolinmóð," sagði Þór-
hildur Líndal umboðsmaður
barna, spurð um viðbrögð við
bréfi hennar til viðskiptaráðu-
neytisins varðandi börn og aug-
lýsingar fyrir u.þ.b. ári. Þar skor-
aði hún á ráðuneytið að beita sér
fyrir því að Samkeppnisráð setji í
reglugerð nánari almennar regl-
ur um framkvæmd 22. greinar
samkeppnislaga frá 1993 - fyrstu
íslensku Iagaákvæðin um börn
og auglýsingar. En almennar
reglur sem þar er kveðið á um
hafa aldrei verið settar.
Ráðherra hlynnt
regliun en...
„Það var tekið mjög vel í þetta og
ég veit að ég ráðherra er mjög
hlynnt þessu. Ég hitti hana á
förnum vegi og ræddi þetta við
hana tók hún því mjög vel,“ sagði
Þórhildur sem hefur því góðar
vonir um að eitthvað verði gert.
Þjóðfélagið hafi verið að breytast
mjög hratt og börnin alltaf að
verða meiri markhópur, svo það
sé orðið brýnt að spyrna við fót-
um. „Við megum ekki bíða eftir
að allt skelli á okkur af miklum
ofsa, heldur að reyna að taka á
málunum áður en voðinn verður
of mikill - þvf þá er jafnan erfið-
ara að snúa við.“
Væri milnli fengur
í erindi sínu til viðskiptaráðherra
sagði Þórhildur það eindregna
skoðun sína að leiðbeiningabæk-
lingurinn: Börn, unge og mark-
edsföring, frá umboðsmanni
neytenda í Danmörku, ætti að
vera til á íslensku máli. Leið-
beiningareglur sem þar komi
fram vanti tilfinnanlega hér á
landi. Væri því mikill fengur ef
ráðuneytið hefði forjgöngu um
þýðingu þeirra yfir á Islensku.
Sterk viðhrögð
Umboðsmanni hafa borist fjöldi
ábendinga varðandi börn og aug-
lýsingar, bæði þar sem börn eru
beinir þátttakendur og þar sem
þau eru beinlínis markhópur
auglýsenda. Auglýsing tískuvöru-
verslunar sem sýndi tvær litlar
telpur á nærbuxum í Ieðurstíg-
vélum vakti t.d. mjög sterk við-
brögð. Bent var á auglýsingar
módelskóla þar sem markhópur-
inn var einkum 14-15 ára stúlk-
ur. Auglýsingar þar sem börn
voru látin auglýsa þjónustu
ÁTVR og „jólaglögg". Þá er fund-
ið að því ráðslagi sjónvarps-
stöðva að auglýsa leikföng,
morgunkorn, skyndibitastaði og
fleira í morgundagskrá fyrir börn
og auglýsa bannaðar myndir á
þeim tíma sem líklegt er að börn
séu að horfa á sjónvarpið, svo
nokkuð sé nefnt. — HEI